Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989 33 Minning: Ósk Halldórsdóttir frá Bíldudal í dag verður kvödd frá Bíldudals- kirkju Osk Hallgrímsdóttir húsmóð- ir og verkakona frá Bíldudal, sem andaðist aðfaranótt 29. desember sl. á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar. Ósk var fædd á ísafirði 31. októ- ber 1910 dóttir hjónanna Guðnýjar Halldóru Guðnadóttur og Hallgríms Jónssonar, en þau slitu samvistum þegar Ósk var 4 ára og kom hún þá til Bíldudals með föður sínum, sem kom henni fyrir hjá hjónunum Guðrúnu Magnúsdóttur og Jóni Ólafssyni, og ólst hún þar upp þar til hún gat farið að vinna fyrir sér. Sem ung stúlka fór Ósk til Reykjavíkur og var um skeið vinnu- kona eins og títt var um ungar stúlkur á þeim tíma. Ósk giftist Ingimar Júlíussyni frá Grænabakka á Bíldudal og eignuðust þau 7 böm, Hlyn sem starfar á vegum Samein- uðu þjóðanna í Sýrlandi, Heimi, smið og leikara á Akureyri, Grétar, pípulagningamann á Akureyri, Jón kennara á Bíldudal, ísleif, en hann vinnur hjá Vegagerðinni á Akur- ejri, Hallveigu húsmóður á Bíldudal og Óttar sem er sjómaður og býr hann á Vopnafirði. Ingimar stundaði verkamanna- vinnu sem til féll og var stundum lítið um vinnu á þeim árum sem þau voru að koma upp bömunum. Því fór Ósk að vinna í rækjunni strax og hún komst frá bömunum og vann hún úti upp frá því á með- an heilsan leyfði. Þetta er ramminn utan um líf Óskar Hallgrímsdóttur, en okkur langar til þess að fylla aðeins inn í hann, því þegar komið er að kveðjustundinni sækja minningam- ar á hugann og minningamar um Óttu vinkonu okkar em einstaklega ljúfar og munu avallt ylja okkur. Ingimar og Ótta bjuggu lengst af með bamahópinn sinn í 'svo- nefndu Jónshúsi á Bíldudal, en það var kallað Hrútakofínn áður fyrr þegar Pétur Thorsteinsson átti það, enda bjó þar hópur ungra ógiftra manna sem Pétur hafði í sinni þjón- ustu og vom þar á meðal Hannes Stephensen, Jón S. Bjamason og Þórarinn Egilsson. Hafði Ótta ákaf- lega gaman af því að segja okkur frá þessu ásamt ótal mörgu öðm frá gamalli tíð og þá sérstaklega frá kvenfélagsskemmtununum þeg- ar hún var bam og fylgdist með því þegar kvenfélagskonumar tjöld- uðu fiskvöskunarhúsið að innan og komu fyrir bekkjum og leiktjöldum og færðu upp leikrit. Enda gekk Ótta í Kvenfélagið Framsókn strax sem unglingur og hafði mikjið yndi af að starfa þar og sparaði heldur ekki krafta sína. Otta var einstak- lega mikil félagsmálakona eins og sjá má af því að þó hún væri með fullt hús af tápmiklum strákum og þó hún ynni úti var hún öll sín bestu ár í stjórn kvenfélagsins, alls 35 ár, lengst af ritari eða 24 ár og síðan formaður í 11 ár. í formannstíð Óttu var ákaflega líflegt starf í félaginu og sem fyrr vom haldnar skemmtanir, aðal skemmtunin var sólarkaffíð, svo vora basaramir, og ýmsar fleiri aðferðir til fjáraflana, enda veitti ekki af. Félagsheimilið fékk marga krónuna, að ógleymdum hreingern- Sigurður Magnússon frá Jaðri á Völlum verður jarðsettur í dag. Hann lést á Landspítalanum 28. desember. Sigurður fæddist á Jaðri 19. desember 1938 og var því að- eins rúmlega fimmtugur er hann lést. Foreldrar Sigurðar em Magnús Jónsson og kona hans, Björg Jóns- dóttir, sem er nýlega látin. A Jaðri ólst Sigurður upp þar til hann fór í skóla. Hann sótti nám í Alþýðu- skólanum á Eiðum. Þar kynntist hann konuefni sínu Kristínu Askels- dóttur frá Laugafelli í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Síðar fer Sigurður til náms í vélvirkjun í Reykjavík og lýkur þar námi 1960. Hann og Kristín höfðu þá hafið búskap og elsti sonur þeirra, Magn- ús, var fæddur. Að námi loknu flytj- ast þau til Egilsstaða. Fyrstu árin fyrir austan sótti Sigurður vinnu til Seyðisfjarðar enda síldin þá í hámarki og nóg að gera fyrir vél- gæslumenn. Á Egilsstöðum byggðu Sigurður og Kristín sér íbúðarhús í Bjarkarhlíð 5. Þegar síldarvinn- unni lauk á Seyðisfirði fór Sigurður að vinna við skóverksmiðjuna Agliu á Egilsstöðum og varð síðan fram- kvæmdastjóri hennar. Skóverk- smiðja þessi starfaði í nokkur ár ingunum sem kvenfélagið gerði á því. Alltaf var fylgst með hvort Bíldudalskirkju vanhagaði um eitt- hvað og það gefið við fyrsta tæki- færi. Einnig var hugsað að andans mennt og bamaskólanum oftast gefnar bækur á hverjum vetri. en ekki reyndist gmndvöllur fyrir rekstri hennar og var hún þá lögð niður. Sigurður gerðist þá slökkvi- liðsstjóri á Egilsstöðum. í því starfi var hann þegar Kristín kona hans lést af slysförum 1978. Það var hörmulegt slys og óskaplegt áfall fyrir fjölskylduna. Börnin vom þá orðin fímm og það yngsta aðeins fimm ára. Næstu árin býr Sigurður áfram með bömum sínum á Egils- stöðum og vann þá um tíma hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Síðan flytur hann suður í Kópavog og átti þar heimili til dauðadags. Syðra var hann lengst af í vinnu hjá Halldóri Amórssyni limasmið. í Kópavogi hélt hann heimili með tveimur yngstu bömum sínum, Sindra sem nú er fimmtán ára og Björgu sem er tvítug. Eldri bömin þijú vom komin að heiman en þau em Magn- ús múrari búsettur á Djúpavogi, kvæntur Matthildi Höllu Jónsdótt- ur, Áskell rafvirki búsettur í Reykjavík og Dagbjört bankastarfs- maður búsett í Kópavogi. Hennar sambýlismaður er Guðjón Þorláks- son kennaranemi. Ég kynntist Sig- urði þegar hann kvæntist Kristínu og við urðum svilar. Sigurður var mjög ljúfur maður að eðlisfari og Sigurður Magnússon frá Jaðri — Minning Minning: Ernst Gíslason fv. yfírflugumferðarsljóri féllu oft af vömm og fjölda af fyndn- um ferskeytlum hafði hann á hrað- bergi. Árið 1929 á silfurbrúðkaupsdegi tengdaforeldra sinna, þeirra Júlíönu og Þorleifs, færði Matthías þeim veggklukku að gjöf. Þessi klukka tifar nú á vegg yfir þeim sem þessar línur festir á blað en síðustu orða- skipti undirritaðs við Matthías vom einmitt um þessa klukku: „Mér þótti klukkuslátturinn alltaf svo fallegur," sagði hann. Gamla klukkan hefur nú hljómað honum í hinsta sinn og telur ekki stundir hans á nýju ári. Matthías var sáttur við samtíð sína og unni heimabyggð sinni við hafið. Undir lokin sá hann með full- kominni hugarró hvað verða vildi og sálarfriður hans var algjör þegar dauðinn kvaddi dyra annan síðasta dag ársins, daginn fyrir 88. afmæli hans á gamlársdag. Á nýársmorgni að Matthíasi gegnum verða orð skáldsins enn áleitnari: Garðskagaviti genginn til náða. Það morgnar. Veiðibjallan sveimar í söltum storminum. Vokir. Skimar. Vænghafíð er mikið. (Hannes Pétursson: Heimkynni við sjó.) Blessun fylgi eiginkonu Matt- híasar, syni hans, sonarsonum, fóst- urdóttur, ættingjum og vinum öll- um. Kári Sigurbergsson Fæddur 17. október 1921 Dáinn 21. desember 1988 Elskulegur föðurbróðir minn, Emst Gíslason yfirflugumferðar- stjóri, er látinn. Þegar hringt var í mig dimmdi yfir bæ. Söknuðurinn er mikill að sjá hann aldrei meir, ég geymi minninguna um síðasta skiptið sem ég sá hann. Það var daginn eftir að Ásdís dóttir hans varð stúdent, þá var hann hress og glaður, þrátt fyrir veikindin. Þá vonaði ég og bað þess að hann næði sér. Ég minnist góðra stunda þegar ég 11 ára kom fyrst til Reykjavík- ur, síðan höfum við verið bestu vin- ir. Hann var hraustur og góður frændi sem gott var að fá í heim- sókn. Ég minnist eins sumars þegar hann vann í flugtuminum á Akur- eyri. Hringt var dyrabjöllu og úti fyrir stóð Emst með hlýja brosið og þétt handtak. Þá áttum við mjög góð kvöld, hann hafði ferðast mikið og sagði mjög skemmtilega frá. Hann eignaðist góða konu og 5 mannvænleg börn. Þegar hann tal- aði um þau fann ég hvað hann bar þau fyrir bijósti. Bið ég góðan Guð að vaka yfir þeim. Það em góðu minningarnar sem ég geymi í hjarta mínu með þakk- læti. Elsku Inga mín, ég sendi þér og börnum þínum innilegar samúðar- kveðjur. Drottinn vakir, drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson) Sigurlaug Jakobsdóttir Fundirnir vom oft ákaflega menn- ingarlegir, oftast vom þeir haldnir í stofunni hjá Óttu, og ekki hafðir mjög formlegir, það gerði hún til þess að laða yngri konurnar að fé- laginu enda vomm við flest allar áratugum yngri en hún og hrifumst af glaðværð hennar, dugnaði og metnaði fyrir hönd kvenfélags okk- ar. Þegar búið var að afgreiða öll mál sem lágu fyrir fundinum var gjarnan lesin saga og þegar best lét var lesið upp úr blaði félagsins, Vetrarbrautinni, og átti Ótta oftar en ekki ritsmíð í henni. Ótta var ákaflega vel ritfær enda minnug vel og talaði gott mál. í lok fundanna var alltaf kaffi og með- læti og þar vom kleinurnar hennar Óttu ómissandi, og þá naut Ótta þess að segja okkur frá því hvernig fundirnir hefðu verið í gamla daga, frá konunum sem störfuðu mest og dugnaði þeirra og framtakssemi, og einlæg aðdáun hennar og vænt- umþykja leyndi sér ekki. Og allar hlustuðum við og reyndum að gera okkur grein fyrir hvernig lífið hefði verið þá „þegar ekki var neitt til neins“ og margur bláfátækur og berklaveikin heijaði á fólk, þá þurfti að taka til hendinni og safna fé til hjálpar. Eftir að Ótta hætti sem formaður kvenfélagsins starfaði hún í nokkur ár og ekki dró hún af sér þau vor sem félagskonur réðust í það að hreinsa plássið okkar, en eins og oft vill verða með fólk sem unnið hefur hörðum höndum alla ævi gaf heilsan sig og síðustu árin dvaldi Ótta á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar, og að morgni 29. desember sl. vakn- aði hún ekki af sínum nætursvefni. Þó við sem þetta skrifum séum farnar frá Bíldudal vitum við að í Kvenfélaginu Framsókn mun orðstír Óttu lifa og verða félagskon- um áfram hvatning til dáða um langan aldur. Börnum og öðmm afkomendum Óttu sendum við innilegar samúðar- kveðjur, einnig viljum við nú þakka börnunum umburðarlyndi þeirra við kvenfélagskonur og allt sem félag- inu fylgdi og mæddi á þeirra heimili. Okkur er ljóst að hvíldin var Óttu kærkomin eftir langan og strangan vinnudag og nú dvelur hún í betri heimi þar sem hvorki er fátækt né misrétti. Kærleikur Guðs veri með henni. Fyrir hönd Kvenfélagsins Fram- sóknar Diddý og Baddý einstaklega hjálpsamur. Hann var mjög gestrisinn og vildi hvers manns vanda leysa. Hann var bæði verklaginn og verkhygginn og eyddi ótöldum stundum í aðstoð við aðra. Sigurður var vel greindur, hafði ágæta músíkgáfu. Hann var mikill útivistarmaður, hesthneigður og skemmti sér vel í góðra vina hópi. Hann var lánsamur þegar hann kynntist Kristínu því hún reyndist sannarlega burðarásinn í fjölskyld- unni þegar veikindi Sigurðar fóm að segja til sín. Því var það óskap- legt áfall þegar hún féll frá á besta aldri frá fimm börnum. Það kom nú í hlut Sigurðar að halda heimili með börnum sínum og koma þeim til fullorðins ára. Hann bar mikla umhyggju fyrir börnum sínum og var þeim hinn besti vinur. Veikindi hans gerðu honum þó örðugt fyrit og síðustu árin kom það í hlut elstu systkinanna að bera ábyrgð á fjöl- skyldunni. Það hefur mikið verið lagt á þessa fjölskyldu en börnin hafa staðið sig með prýði. Það var föður þeirra mikill styrkur er hann háði sitt stríð við krabbann, þann skæða sjúkdóm. Lengi vel trúði Sig- urður því að hann myndi sigra þenn- an vágest en er honum var það ljóst að svo yrði ekki þá var hann sáttur við að kveðja þetta tilvemstig full- viss þess að annað betra biði fynV handan. Hann vissi að hann átti elskuleg böm og treysti því að þeim myndi farnast vel. Hann var sann- færður um að hann ætti ástvinum að mæta í annarri veröld. Þannig hefur hann sigrað þann vágest sem líkamann þjáði svo lengi. Það er óumræðilega sárt að missa ástvini sína en sárara er þó að sjá þá þjást og geta ekki hjálpað. Þá er betra að vita þá í Guðs hendi. Þegar ég heimsótti Sigurð á aðfangadag vissi hann gjörla að hveiju stefndi. Hann kveið ekki vistaskiptunum. I dag er hann kvaddur hinstu kveðju frá Egilsstaðakirkju. Um leið og við tengdafólk hans þökkum honum samfylgdina biðjum við góðr an Guð að blessa börn hans, tengda- börn og barnaböm. Einnig flytjum við hjónin systkinum Sigurðar, öldr- uðum föður og tengdaforeldram innilegar samúðarkveðjur. Kári Arnórsson 30 TONNA réttinda námskeið (pungaprófsnámskeið) hefst 11. jan. Kennsla fer fram kl. 7-11 á kvöldin, mánudaga og miðvikudaga eða þriðjudaga og fimmtudaga. Námskeiðsgjald er kr. 10.000. Námsgögn fást í skólanum. Tekið er á móti greiðslu námskeiðsgjalda í húsnæði skólans Lágmúla 7 kl. 16.30-17.30 mánudaginn 9. janúar og þriðjudaginn 10. janúar. Upplýsingar í síma 68 .98 85 og 3 10 92. SICUNGASKÓLINN - meðlimur i Alþjóðasambandi siglingaskóla, ISSA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.