Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989 K2 ^ U K2 SKVÐAPOKAR ^nlR sKÍÐAPAKKAR HAGSTÆÐIBSK sALA skiðaleiga pjónusja SKÍÐAVVÐGERÐAP T TÖKUM NOTAÐJ^L------ £S5T"' “ *■ ^ _inAD&KKAB " SPORTLEIGAN VtÐ UMFERÐARMtÐSTÖÐINA S. 1 98 00 SKÍÐAMIÐSTÖÐ FJÖLSKYLDUNNAR OPIÐ: VIRKA DAGA 9-18 UM HELGAR 10 - 14 (LAU. OG SUNN.D.) V/SA Sovétríkin: Háðsádeiluhöfundur- inn JÚIí Daniel látinn Vopnasölumálið í Bandaríkjunum: Júlí Daniel lést á 63. aldursári á heimili sínu í Moskvu síðastliðinn fostudag. fluttist síðar til Parísar. Þeir neit- uðu báðir þeim sakargiftum að þeir hefðu dreift and-sovéskum áróðri og héldu því fram að listrænar hvat- ir hefðu legið að baki skrifum þeirra, ekki stjómmálaástæður. Þegar réttarhöldunum lauk töldust þeir hetjur meðal ungra sovéskrar rithöfunda og menntamanna. Daniel, sem skrifaði undir skáldanafninu Nikolaj Arzhak, var háðsádeiluhöfundur og eru verk hans rík af myndmáli og furðum. Um sjö ára skeið smyglaði hann nokkrum verka sinna til útlanda þar sem hann fékk þau útgefin. Hans þekktasta verk, „Moskva tal- ar“, er stuttsaga sem fjallar um dag einn sem opinber yfirvöld hafa helg- að morðum um land allt. Sovéskir menntamenn og félagar í kommúnistaflokkum víðs vegar um heim lýstu yflr mikilli skelfíngu er réttarhöldunum yflr Daniel lauk. Hið opinbera málgagn Pravda varði Fátt í veginum fyrir að Reagan náði North Morðingjar Indiru Gandhi hengdir Nýju Delhí. Reuter. TVEIR Indverjar, dæmdir fynr morðið á Indiru Gandhi, fyrrum forsætisráðherra Indlands, voru hengdir í Nýju Delhí í gærmorgun en mikil úrkoma og varúðarráðstafanir lögreglu komu í veg fyrir að öfgamenn úr röðum síkha gætu gripið til hefndaraðgerða þegar í stað, eins og þeir höfðu hótað. Satwant Singh, annar tveggja lífvarða Gandhi sem skutu hana til bana 31. október árið 1984, og Kehar Singh, sem dæmdur var fyr- ir að skipuleggja morðið, voru líflátnir í Tihar-fangelsi í Nýju- Delhí og lauk þar með miklum málaferlum sem höfðu staðið síðan mennirnir voru dæmdir 22. janúar árið 1986. Hinn árásarmaðurinn, Beant Singh, var skotinn til bana nokkrum sekúndum eftir morðið, og annar meintur samsærismaður, Balbir Singh, var sleppt úr fangelsi í ágúst í fyrra. Fangelsisyfírvöld, sem vildu ekki að útför færi fram vegna ótta um hefndaraðgerðir, létu þegar í stað brenna líkin í fangelsinu og virtu þannig að vettugi hinstu ósk Sat- wants um að augu sín og önnur líffæri yrðu notuð í lækningaskyni. Ættingjar mannanna, sem fengu ekki að vera viðstaddir hénginguna, sendu hæstarétti beiðni um að fá að minnsta kosti ösku mannanna.1 Hæstiréttur hefur fyrirskipað að askan verði varðveitt á öruggum stað þar til ákveðið verður hvað gert verði við hana. Mikil úrkoma í Norður-Indlandi varð til þess að stuðningsmenn síkha efndu ekki til mótmæla eins og búist hafði verið við. Aðeins um hundrað manns, aðallega ættingjar og fréttamenn, söfnuðust saman skammt frá fangelsinu og lögreglan kom í veg fyrir að þeir kæmust að fangelsisveggjunum. Síkhar í Nýju Delhí og Punjab-ríki minntust heng- ingarinnar með því að loka verslun- um og skrifstofiim, auk þess sem fram fór lestur á helgri bók síkha í hofum þeirra. leyniþjónustunni að gefa ekki upp nöfn einstakra manna en eftir sem áður er um mjög viðkvæm mál að ræða. Þar að auki vill Hvíta húsið ekki, afhenda Walsh sak- sóknara ýmis skjöl, sem hann tel- ur sig þurfa. Reagan forseti neit- ar þvf þó, að leyndarskjaladeilan hafí verið notuð til að unnt væri að náða North síðar og segist aðeins halda eftir upplýsingum, sem honum beri skylda til að standa vörð um. Ákæruatriðin, sem líklega verð- ur sleppt, eru tvö en ekki þijú eins komið hefur fram og annars vegar, að North hafi gerst sekur um þjófnað og hins vegar um samsæri. Það síðaniefnda á við um vopnasöluna til írans og ólög- lega ráðstöfun hagnaðarins til skæruliða í Nicaragua. Ákærumar, sem eftir standa, eru svo sem æmar en ekki er víst, að North þurfi að hafa neinar áhyggjur af þeim. Lee Hamilton, formaður fulltrúadeildamefndar- innar, sem rannsakaði vopnasölu- málið, segir, að ákvörðun Lawren- ce Walsh saksóknara hafí ekki komið sér á óvart því að mjög erfitt hefði reynst að sanna sam- særiskenninguna fyrir rétti. í framhaldi af því sagði Orrin Hatch, sem átti sæti í öldunga- deildamefnd um vopnasölumálið, að þegar samsærisákæran væri frá, væri fátt í veginum fyrir því, að Reagan náðaði North alveg. Reuter Jasbir Kaur, eiginkona Kehars Singhs, annars morðingja Indiru Gandhi, fyrrum forsætisráðherra, sem hengdur var í fangelsi í Nýju-Delhí í gær, og sonur þeirra Majinder Singh (t.v.) hrópa slag- orð gegn ríkisstjórn Indlands fyrir utan fangelsið. Lögreglan hélt ættingjum morðingjanna tveggja frá fangelsinu þegar hengingin fór fram. Indland: SOVÉSKI andófsmaðurinn og háðsádeiluhöfúndurinn Júlí Daniel lést af völdum hjarta- áfalls á heimili sínu í Moskvu 30. desember sl. að sögn konu hans Larisu Bogoraz. Daniel var á sínum tíma dæmdur til fímm ára fangelsis- og vinnubúðavistar. Lokuð réttarhöld hófust í máli Daniels nokkrum mánuðum eftir að Níkita S. Khrústsjov þáverandi Sovétleiðtoga var velt úr sessi. Er litið á þau réttarhöld sem upphaf harkalegra aðgerða Leonids Brez- hnevs og félaga hans gegn andófs- mönnum á sjöunda áratugnum. Bókmenntagagnrýnandinn An- drei D. Sinjavskíj, samstarfsmaður Daniels, var einnig dæmdur til sjö ára vinnubúðavistar. Sinjavskíj Deilan um aðgang að leyniskjölum reynd- ist saksóknaranum of stór biti í háls Washington. Rcuter, Daily Telegraph. OLIVER North olúrsti og helsti sakborningur i vopnasölumál- inu virðist hafa unnið mikinn sigur í tilraunum sínum til að koma í veg fyrir réttarhöld. í fyrradag ákvað Lawrence Walsh, sérlegur saksóknari í málinu, að fara fram á það dómarann, að helstu ákærunum á hendur North yrði sleppt og er búist við, að á það verði fall- ist. North er ekki enn laus ailra mála en ákærumar, sem eftir standa, em lítilvægari og talið er víst, að lögfræðingar hans hætti nú við að stefna þeim Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og Ge- orge Bush, verðandi forseta, fyrir réttinn. Má rekja þessa kúvend- ingu til þess, að Walsh hefur talið ógerlegt að komast yfír þá laga- legu múra, sem einn lögfræðinga Norths, Brendan Sullivan, hafði hlaðið í kringum skjólstæðing sinn. í málavafstrinu fram til þessa hefur Sullivan haldið því stað- fastlega fram, að veijendunum sé nauðsynlegt að fá aðgang að 40.000 leyniskýrslum og 90 hljóð- ritunum. Bandaríska leyniþjón- ustan hefur hins vegar brugðist ókvæða við kröfunni og einnig ríkisstjómin, sem segir, að með Oliver North ofursti og fyrrum ráðgjafí ríkisstjórnarinnar í þjóðaröryggismálum. því verði gerð opinber háleynileg mál, sem varði hagsmuni þjóðar- innar. Meðal þessara leyndarmála em nákvæmar lýsingar á tilraun- um til að fá bandaríska gísla í Líbanon leysta úr haldi; lýsingar á leynilegum aðgerðum, sem North hafði afskiptj af, og afrit af samræðum Reagans og ýmissa þjóðarleiðtoga. Dómarinn skar leyndarskjala- fjöldann niður í 300 og heimilaði dómsúrskurðinn á þeim forsendum að rithöfundamir hefðu greinilega misskilið eðli „sósíalísks lýðræðis“ í Sovétríkjunum. Þegar Daniel var látinn laus úr fangelsi, þar sem hann missti næst- um alla heym, starfaði hann og dvaldist í Kaluga og Moskvu og lét af öllum andófsaðgerðum. Frakkland: Þráðlaust símkerfi aðári París. Reuter. FRAKKAR hyggjast starf- rækja svokallað þráðlaust símkerfi frá og með næsta ári, að sögn talsmanns franska landsímans, France Telecom. Hinir þráðlausu símar, sem fyrir- hugað er að nota, er ný kynslóð farsíma. Notendur eiga þess kost að hringja úr símtækjum sínum innan ákveðinnar fjarlægða frá miðstöð. Talsvert ódýrara mun vera að starfrækja þráðlausa símkerfíð miðað við hið svokallað sellu-farsímakerfí. Samkvæmt upplýsingum franska landsímans hefur ekki verið ákveðið hveijir koma til með að starfrækja þráðlausa símkerfíð þar í landi. Tvær sam- steypur brezkra, franskra og bandarískra rafeindafyrirtækja, sem keppast um að fá að reka samskonar símkerfi í Bretlandi, Telepoint-kerfíð, þykja líklegast- ar til að hreppa hnossið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.