Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLÍÁÐŒ) ÍÞRÓT71R LALrGÁRtíÁGUR1 V. !JÁkúAR 19áð 43 KNATTSPYRNA/ 1.DEILD , Taka Guðni Kjartanssonog Ástráður Gunnarsson við ÍBK? Hólmbert Friðjónsson hættur við að þjálfa liðið, þar sem óskum hans var ekki fullnægt Hóimbert FriAjónsson HÓLMBERT Friðjónsson hef- ur hætt við að þjálfa fyrstu deildar lið Keflvíkinga og er nú reynt að fá Guðna Kjart- ansson og Ástráð Gunnars- son til að taka við liðinu. „Við- ræður standa yfir, en ekkert hefur verið ákveðið. Hólm- bert hætti við að taka liðið að sér og bað stjórnin okkur Ástráð þá um að taka við þjálfuninni, en máliö er enn á viðræðustigi," sagði Guðni Kjartansson, aðstoðarlands- liðsþjálfari, í samtali við Morgunblaðið I gærkvöldi. ■■ yrr ! vetur samþykkti Hólm- ■ bert Friðjónsson að taka við þjálfun liðsins með því skilyrði að allir leikmennimir yrðu áfram og fleiri bættust við. Síðan hafa orð- ið þreytingar á og lykilmenn horf- ið á braut; Ragnar Margeirsson hefur skipt í Fram, Grétar og Daníel Einarssynir í Víði og Sig- urður Björgvinsson hefur verið orðaður við Víking. „Ég skrifaði undir samning með þeim fyrirvara að þessir menn yrðu áfram, en annað hefur komið á daginn og því ákvað ég að hætta við,“ sagði Hólmbert, sem þjáifaði ÍBK síðast 1986, við- Morgvnblaðið í gærkvöldi. Guðni sagði að hann ætti eftir að ræða þessi mál við KSÍ, myndi sennilega gera það um helgina, en Guðni hefur verið Siegfried Held til aðstoðar með landsliðið. Hann hefur verið með knatt- spyrnuskóla hjá ÍBK og þjálfaði IBK síðast 1984, en Hólbert tók þá við af honum. Ástráður hefur hins vegar lengi verið liðsstjóri IBK og þjálfað yngri flokka fé- lagsins. Guðni og Ástráður eru því öllum hnútum kunnugir hjá IBK. Guðnl Kjartansson SKÍÐI / HEIMSBIKARINN íþróttir Stock sigraði loks eftir átta ára bið Austurríkismenn í þremur efstu sætunum Leonhard Stock frá Austurríki kom heldur betur á óvart er hann sigraði í bruni karla sem fram fór í Laax í Sviss í gær. Þetta var fyrsti sigur hans síðan hann varð ólympíumeistari í bruni 1980. Ausurríkismenn áttu fyrstu þrjá menn í bruninu og var þetta í fyrsta sinn síðan 1984 sem það gerist. Stock, sem hafði rásnúmer 23, var hálfri sekúndu á undan landa sínum, Peter Wimsberger og Helm- ut Höflehner varð þriðji 0,64 sek. á eftir Stock. „Þetta er stærsti sigurinn á ferl- inum, jafnvel enn stærri en þegar Morgunblaðið/Árni Sæberg íslensku ungllngarnlr, sem Skíðasamband íslands valdi til Frakklands- fararinnar. ég varð Ólympíumeistari. Ég hafði ekki látið mig dreyma um að sigra í bruni í vetur. En ég sá að ég átti möguleika er veðrið lagaðist rétt áður en ég fór niður,“ sagði Stock sem er þrítugur og hefur tekið þátt í heimsbikamum í 13 ár. Zurbriggen, sem er efstur í heimsbikamum, hafði rásnúmer tvö og var mjög lélegt skyggni þegar hann fór niður. Hann varð í 10. sæti og var næstur á eftir Marc Girardelli. í dag verður keppti í bmni á sama stað. helgarinnar Handbolti Reuter Vrenl Schnaldor frá Sviss hefur svo gott sem tryggt sér sigur í heims- bikamum í ár. Hé rer hún á fullri ferð ! stórsviginu í gær, þar sem hún sigr- aði örugglega — sjötti sigur hennar í heimsbikarmótum vetrarins. Schneider ósigrandi Hefur unnið öll svig- og stórsvigsmót vetrarins SVISSNESKA skíðakonan VrenfSchneider er óstöðvandi um þessar mundir. í gær sigraði hún í stórsvigi í Mellau í Aust- urríki og var það sjötti sigur hennar á heimsbikarmótum vetrar- ins. Hún getur tryggt sér heimsbikarinn í stórsvigi og svigi með því að ná 3. sæti í dag og á morgun. Allt virðist ganga upp hjá mér núna. Það er stórkostlegt að vera til þegar svona vel gengur,“ sagði hin 24 ára gamla svissneska stúlka sem stolið hefur senunni í heimsbikarkeppninni. Hún var einni næst með 98 stig og Anita Wachter í þriðja með 62 stig. 1. deild karla Sunnudagrir FH-Stjaman......Hafnarf. kl. 20.15 Víkingur-KA.........Höll kl. 20.00 Grótta-ÍBV..........Seltjn. kl. 20.00 UBK-Valur........Digraneskl. 15.15 1. deild kvenna Fram-Víkingur.......Höll kl. 21.15 Valur-Stjaman.....Valsh. kl. 13.30 < ÍBV-Haukar.........Eyjum kl. 20.00 2. deild karla Laugardagur ÍBKJR............Keflavíkkl. 14.00 Sunnudagur ÍH-Selfoss......Hafnarf. kl. 19.00 Blak 1. deild karla Laugardagur Fram-KA.......Hagaskólakl. 14.00 Þróttur Nes.-Þróttur R..kl. 16.00 1. deild kvenna Laugardagur Þróttur Nes.-Þróttur R..kl. 17.15 Sunnudagur Víkingur-KA....Hagaskóla kl. 14.00 ÍS-HK.........Hagaskólakl. 15.15 Badminton Meistaramót TBR hefst i dag kl. 15.30 og heidur áfram á morgun frá kl. 10 í TBR-húsinu. Úrslit hefjast kl. 14. Sund Hið árlega nýárssundmót fatlaðra bama og unglinga fer fram í Sundhöll Reykjavíkur á morgun og hefst klukk- an 14. Keppt verður í flokkum hreyfi- hamlaðra, þroskaheftra, blindra og sjónskertra og heymarlausra. BorAtennis í dag kl. 19.15 hefst borðtennismót í KR-húsinu. Keppt verður í meistara- og fyrsta flokki karla og kvenna og öðrum flokki karla. Á morgun hefst keppni kl. 13.20, en úrslitaleikir hefj- ast kl. 15. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Boðið til Frakklands Níu íslensk ungmenni á aldrin- um 15 - 17 ára héldu utan til Frakklands á þriðjudaginn og munu dvelja í Savoie héraðinu í Albertville til 13. janúar í boði framkvæmdanefndar Vetrar- Ólympíuleikanna í Albertville. Franska ríkisstjómin ásamt Ólympíunefnd Frakklands og undirbúningsnefnd fyrir Vetrar- Ólympíuleikana árið 1992, sem fram fara í Albertville í Frakkl- andi, hefur ákveðið að bjóða 2.000 ungmennum, piltum og stúlkum, allstaðar að úr heiminum til kynn- ingarferðar á tfmabilinu 1988 til 1992. Hópamir munu dvelja í 10 daga í Savoie héraði í Albertville og er ferða- og uppihaldskostnað- ur greiddur að fullu. Markmiðið með þessu boði er að efla samhug og styrkja Ólympíuhugsjónina í heiminum. Það kom í hlut Skíðasambands íslands að velja ungmennin níu til fararinnar og voru þau eftirtal- in: Halldóra Blöndal, Seyðisfirði, Sigurður Hreinsson, Húsavík, María Magnúsdóttir, Akureyri, Bjami Jóhannsson, Dalvík, Guð- mundur Óskarsson, Ólafsfirði, Valdís Arnardóttir, Reykjavík, Margrét Rúnarsdóttir, ísafirði, Sölvi Sölvason Siglufirði og Dan- íel Jakobsson.ísafirði. Fararstjóri er Hreggviður Jónsson. Birgir Skúlason hættur í Þór Jónasi Róbertssyni ráðlagt að hætta í knattspyrnu vegna meiðsla sekúndu á undan Ulrike Maier frá Austurríki og Maria Walliser, Sviss, varð þriðja einni og hálfri sekúndu á eftir Schneider. Schneider, sem meiddist á hnéi á miðju keppnistímabili í fyrra og missti þar með af sigri i keppninni samanlagt, virðist nú vera búin tryggja sér heimsbikarinn í ár. „Það hefur engri stúlku tekist að vinna Schneider í vetur og ég held að hún geti bókað sigur í keppninni nú þegar,“ sagði Maria Walliser sem tvívegis hefur unnið titilinn. Schneider hefur unnið öll þtjú svig- og stórsvigismótin sem fram hafa farið og getur tryggt sér sigur í þessum greinum um helgina, ef hún nær þriðja sæti i stórsviginu í dag og sviginu á morgun. Hún hef- ur nú hlotið samtals 182 stig. Ul- rike Maier frá Austurríki kemur ÞRÍR af lykilmönnum Þórs hafa tllkynnt félagskipti, læknar hafa ráðlagt einum að hætta vegna melðsla og einn hefur ekki endanlega gert upp hug sinn varðandi félaga- skipti. 4T Aður hefur verið greint frá félagaskiptum Halldórs Áskelssonar í Val og Guðmundar Vals Sigurðssonar í FH. Þá hefur Birgir Skúlason ákveðið að skipta yfir í félag í Reykjavík og læknar hafa ráðlagt Jónasi Róbertssyni að hætta að leika knattspymu vegna þnémeiðsla. Loks íhugar Siguróli Kristjánsson en félaga- skipti í Val á Reyðarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.