Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989 ísrael: Drápi á gyð- ingi mótmælt Jerúsalem. Reuter. GYÐINGAR á hernumdu svæðunum í ísrael efndu í gær til mót- mæla eftir að lík hafði fundist af ísraelskum leigubílstjóra, sem skotinn var til bana. Hermenn leituðu að hugsanlegum sökudólgum í þorpum Palestínumanna og lögregluyfírvöld sögðu að ekki væri vitað hvort leigubílstjórinn hefði verið skotinn af stjórnmálaástæðum. Leigubílstjórinn, sem var á saka- skrá fyrir glæpi, fékk tvö skot í öxlina. Lík hans fannst í fyrrakvöld við veg skammt frá Yakir, þar sem gyðingar búa. Hann var jarðsettur Bandaríkin: Verða reyk- ingar gleði armingjans? Chicago. Reuter. í Bandaríkjunum eru reykingar að einangrast meir og meir við þá þjóðfélagshópa, sem lítillar menntunar hafa notið og standa því að ýmsu leyti höllum fæti efíiahags- lega. Almennt heftir reykinga- mönnum fækkað mjög mikið vestra. Voru þeir 30% þjóðar- innar 1985 en verða ekki nema 22% um aldamótin haldi þró- unin áfiam. FVá þessu er skýrt í vikuriti bandarísku læknasamtakanna en nú eru 25 ár liðin síðan banda- ríski landæknirinn kvað upp úr með það, að tóbaksreykingar væru stórhættulegar heilsu manna og gætu valdið krabba- meini. í leiðara tímaritsins segir núverandi landlæknir, C. Everett Koop, að bandarísk og bresk tób- aksfyrirtæki stundi það enn að „breiða út sjúkdóma, fötlun og dauða í þróunarríkjunum" og beri ábyrgð á 300.000 mannslát- um í Bandaríkjunum einum á ári hveiju. Starfsmenn bandarísku sjúk- dómaeftirlitsstöðvarinnar segja, að þótt reykingar hafí almennt mikið minnkað, sé fækkun reykingamanna „fimm sinnum meiri meðal menntamanna en annarra". Augljóst sé þó, að það sé ekki aðeins menntunin, sem ráði úrslitum, heldur einnig og ekki síður þjóðfélagslegar að- stæður og efnaleg velferð. í gær. „Þetta er alvarlegasta athæfið sem hægt er að hugsa sér,“ sagði Zvi Endel, leiðtogi gyðinga á Gaza- svæðinu, í ísraelska útvarpinu. „Jafnvel þótt þetta hafi ef til vill ekki verið morð af stjórnmála- ástæðum, verk hryðjuverkamanna, virðist staðreyndin samt sú að auð- veldara sé að ráða gyðinga af dög- um en fyrr." Endel sagðist tala fyrir hönd leiðtoga gyðinga á her- numdu svæðunum, sem hafa verið í hungurverkfalli í þijár vikur fyrir utan skrifstofu ísraelska forsætis- ráðherrans til að mótmæla öryggis- leysi á hemumdu svæðunum eftir að uppreisn Palestínumanna hófst í desember árið 1987. Uppreisnin hefur kostað fjórtán Israela lífið, þar af tvo sem búa á hemumdu svæðunum, og að minnsta kosti 356 Palestínumenn hafa týnt lífí. * Otryggbrú Reuter Brú yfír Macquarie-ána í bænum Wellington í Ástralíu hrundi í gær. Tveir bílar fóm fram af brúnni en ökumenn þeirra sluppu með smá- vægileg meiðsli. Júgóslavía: Fargjöld til Þýskalands í mörkum Belgrað. Reuter. ÞÚSUNDIR Júgóslava, sem ferð- ast til Vestur-Þýskalands með áætlunarbifi'eiðum, verða að greiða fargjöldin í vestur-þýskum mörkum, þar sem fyrirtækin, sem eiga bifreiðirnar, vilja ekki taka við júgósiavneskum dínörum, að því er dagblað í Belgrað greindi frá á fímmtudag. í blaðinu, Politika Ekspres, sagði, að fyrirtækin, krefðust greiðslu í mörkum, enda þótt slík viðskipti væm bönnuð samkvæmt lögum. „Það er allt selt fyrir gjaldeyri hér, jafnvel lambakjöt," er haft eftir langferðabílstjóra í borginni Livno í Bosníu. Í fyrra nam gengisfall dínarans gagnvart vestur-þýska markinu 78% og verðbólgan í Júgóslavíu á árinu 1988 var 251,2%. Látlausar hækkan- ir verðlags hafa neytt fyrirtæki til að fara út í gjaldeyrisviðskipti í því skyni að firra sig tjóni. Um 600.000 Júgóslavar hafa at- vinnutekjur í Vestur-Þýskalandi. Á undanfömum tveimur ámm hafa hundmð tollfijálsra gjaldeyrisversl- ana verið opnaðar með löglegum hætti í Jugóslavíu. Það er liður í þeirri viðleitni stjómvalda að koma höndum yfir sem mest af þeim gjald- eyri, sem kemur erlendis frá. Átök Bandaríkjamann og Líbýumanna: Myndbandið tekur af öll tví- mæli um líbýsku herþoturnar -segir talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins Washington. Reuter. BANDARÍSK yfírvöld hafa birt myndbandsupptöku og ljósmyndir af atburðinum á Miðjarðarhafí á miðvikudag þegar tvær banda- riskar F-14 orrustuvélar skutu niður tvær líbýskar MiG-orrustuvél- ar. Myndbandið, sem tekið var upp um borð í annarri F-14 vélinni, sýnir aðra MiG-orrustuvél Líbýumanna springa í loft upp þegar hún varð fyrir flugskeyti. Vegna mikils hraða í upptöku kemur ekki glögglega fram hvort líbýsku ormstuþotumar hafí verið vopnum búnar. Á stækkaðri ljós- mynd sem tekin var af myndband- inu sést móta fyrir hlutum undir Murdoch kaup- ir bókaútgáfii London. Reuter. STJÓRN skozka útgáfufyrirtækisins William Collins samþykkti í gær að taka tilboði ástralska Qölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs. Tilboð Murdochs í Coliins-forlag- ið hljóðar upp á 403 milljónir sterl- ingspunda, eða jafnvirði 35,4 miilj- arða íslenzkra króna. Stjóm fyrir- tækisins ákvað að leggja til við hlut- hafafúnd að því yrði tekið. Sú ákvörðun var tekin eftir að News Intemational, en svo heitir §öl- miðlasamsteypa Murdochs, til- kynnti að hún hefði á undanfömum ámm keypt sem næmi 45,4% hluta- bréfa í Collins og að auki 20,3% hlutabréfa sem ekki fylgdi atkvæði. Fulltrúi Murdochs sagði að út- gáfufyrirtækið mundi lúta óháðri stjóm er hafa mundi óskorað sjálf- stæði til að móta stefnu þess í út- gáfúmálum. Var sú yfírlýsing túlk- uð sem tilraun af hálfu News Int- ernational til þess að friðþægja ýmsa helztu rithöfunda Coilins, sem hótað hafa að rifta samningum sínum ef Murdoch eignaðist forlag- ið. Af kunnustu rithöfundum for- lagsins má nefna ferðasöguritarann Eric Newby og spennusöguhöfund- inn Hammond Innes. Það gefur m.a. út Fontana og Flamingo-kilju- flokkana, ýmiss konar orðabækur og uppflettirit og Biblíuna. Það keypti á sínum tíma útgáfuréttinn að Perestrojku, bók Míkhafls Gor- batsjovs, Sovétleiðtoga. Að sögn talsmanns News Intemational hyggst nýi eigandinn efla forlagið og gera það eitt hið umsvifamesta á sínu sviði f heiminum. Murdoch hefur unnið að því öllum árum í tæp átta ár að eignast Coll- /ns-fyrirtækið. í haust fékk hann óvæntan keppinaut í franska for- laginu Groupe de la Cite. Forráða- menn skozka fyrirtækisins eru sagðir hafa vonazt til að franska forlagið kæmi í veg fyrir að það lenti í klóm Murdochs. Groupe de la Cite féll hins vegar nýlega frá því að yfírbjóða fjölmiðlarisann þar sem hluthafar voru ekki einhuga um að slást um Collins með þeim hætti, einkum þar sem fyrir lá yfír- lýsing frá Murdoch að hann mundi ekki selja þeim frönsku þann hlut í Collins er hann hefði þá þegar komizt yfír. væng og skrokk orrustuvélarinnar og bandaríska vamarmálaráðu- neytið telur einsýnt að þar sé um flugskeyti að ræða. Af myndbandinu, sem er sjö og hálfrar mínútu langt, heyrast sam- ræður bandarísku flugmannanna um það leyti sem reyndu að forða sér undan meintum árásum líbýsku þotanna. Skömmu síðar heyrist sjó- liði af flugmóðurskipinu John F. Kennedy, sem fylgdist með flug- skeyti hæfa líbýsku orrustuvélam- ar, tilkynna: „Ovinaflugvél grand- að.“ Talsmaður bandaríska vamar- málaráðuneytisins, Dan Howard, sagði á fundi með fréttamönnum að myndbandið væri afleitt að gæð- um en að sýndi engu að síður svo ekki yrði um viilst að önnur MiG- orrustuþotan var vopnum búin. „Allt bendir til þess báðar flugvél- amar hafí verið vopnaðar," sagði hann. Líbýsk stjómvöld héldu því fram á miðvikudag að MiG-orrustuvél- .... .yv*'Y- ' A WSrfa&i** ' Reuter Ljósmynd tekin af myndbandi sem sýnir þegar önnur líbýsku MiG- orrustuvélanna flýgur fyrir framan F-14 orrustvél Bandaríkja- manna. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að af myndinni megi ráða að minnsta kosti önnur MiG-orrustvélanna hafi vérið búin APEX- og APHID-flugskeytum. amar hefðu verið óvopnaðar á eftir- litsflugi þegar F-14 orrustuvélarnar skutu þær niður um 80 km norður af ströndum Líbýu. „Um langt skeið hef ég ekki trú- að orði af því sem Muammar Gadd- afí hefur sagt,“ sagði Ronald Reag- an á fimmtudag. „Flugmenn okkar brugðust við í sjálfsvöm. Þeir gerðu hið eina rétta,“ sagði hann. Bandaríkin: Lítið atvinnuleysi hækkar dollar Washington, London. Reuter. Atvinnuleysi i Bandaríkjunum í desember var aðeins 5,3% og hef- ur ekki verið minna um 14 ára skeið. Urðu þessi tíðindi og líkur á vaxtahækkun vestra til að hækka dollaragengið þrátt fyrir tilraunir bandaríska og vestur-þýska seðlabankans til að hamla gegn því. í desembermánuði urðu til launþegum fjölgað um 3,7 milljónir. 279.000 ný störf í öðmm greinum en landbúnaði og aðallpga í ýmsum þjónustugreinum. Atvinnuleysið var þá aðeins 5,3%, var 5,4% í nóvem- ber, og hefur ekki verið jafn lítið í 14 ár. Á einu ári hefur bandarískum Allt bendir þetta til öflugs efna- hagslífs en hagfræðingar hafa þó af því sínar áhyggjur. A þenslutím- um eykst neyslan og krafan um hærri laun og þá er hætt við, að verðbólgan komi í kjölfarið. Vegna þess er talið, að þessi annars góðu tíðindi verði til að flýta fyrir vaxta- hækkun. Bandaríski og vestur-þýski seðla- bankinn reyndu að sporna við geng- ishækkun dollarans með mikilli doll- arasölu en hún virtist hafa lítil áhrif. í gær fékkst rúmlega 1,81 vestur-þýskt mark fyrir dollarann og 126,6 japönsk jen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.