Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989 Minning: Kristín Ingileifs- dóttir, ljósmóðir Fædd 2. apríl 1889 Dáin 27. desember 1988 Það er löng leið að feta sig fram dag frá degi í nærri eina öld. Fyrstu sporin á óstyrkum bamsfótum, síðan léttum fótum æskunnar og síðar hikandi, leitandi, vonglaða ferð þroskaáranna með sinni fegurð og hillingum samfara glitrandi framtíðardraumum. Þá lestargang- ur fullorðinsáranna, ekki öllum beinn og breiður vegur og baggar misþungir. Og loks elliárin, bið- tíminn, mörgum þungur, öðrum þægileg hvfld þreyttum og slitnum eftir baggaburð áranna. Kristín fæddist 2. apríl 1889 og vantaði því þrjá mánuði og sex daga að hún næði 100 ára aldri. Hún fæddist í Norður-Hjáleigu í Alftaveri, en ekki var hún þar til frambúðar, því mánaðargömul flyst hún méð foreldrum sSnum að Hryggjum í Mýrdal þar sem þau voru í eitt ár. Þaðan fer hún með móður sinni að Ketilsstöðum þar sem þær eru í tvö ár. Löngu síðar rifjaði hún upp ferðalag þeirra mæðgna frá Ketilsstöðum að Suð- ur-Götum: „Það var krapaél og komin skullu framan í mig og ég hló og var glöð.“ Þar með lauk hrakningum bemskunnar því hjá hjónunum á Suður-Götum, Gunnvöru Guð- mundsdóttur og Heiðmundi Hjalta- sjmi, var hún viðloðandi til 22 ára aldurs. Glöð í sinni fór hún að Suð- ur-Götum, enda taldi hún það mestu gæfuspor æsku og bemsku sinnar. íHjónin á Suður-Götum taldi hún sína mestu gæfusmiði allra vanda- lausra. Arið 1904 var stofnað ijómabú við Deildará í Myrdal og þangað fór Kristín hjálparstúlka þá 15 ára. Seinna varð hún bústýra við Deild- arárbúið í nokkur ár. Sautján ára að aldri fór hún að Hvítárvöllum í Borgarfirði á mjólkurskóla. Þetta var 9 mánaða skóli og stúlkur sem útskrifuðust þaðan gátu tekið að sér forstöðu rjómabúa. Kristín tók að sér Gufuánjómabúið í Borgar- hreppi að loknu námi og starfaði þar í tvö sumur. Og enn leggur hún á mennta- rþrautina, tveimur ámm síðar og nú í Ljósmæðraskólann í Reykjavík. Og enn er það að áeggjan Heið- mundar og með hans stuðningi. Arin líða og áður en varir er „Stína á Götum“ gjafvaxta mær, fögur og aðlaðandi, menntuð meira en þá tíðkaðist jafnvel um efnaðar heima- sætur. Enda skeður annað jafn- framt, ungir menn taka venjufrem- ur að lofa reiðskjótum sínum að blása úr nös á Suður-Gatnahlaðinu. Húsbóndinn glottir við tönn og virð- ist vel vita hvað er í efni. Ilmur blóma dregur að sér flugur. Arið 1914 er komið, Kristín orðin 25 ára og dregur nú til tíðinda. Ungur glæsilegur búfræðingur frá •Hvanneyri og Kristín ganga í hjóna- band. Brúðguminn er ljúflingsmað- ur, Einar Einarsson frá Reyni í Mýrdal. Þau byija búskap í Vík og það er gleði og ást í búi og bömin koma eitt af öðru. Þau verða fímm, þrír drengir og tvær stúlkur. Varla hefur veraldarauðurinn vaxið að sama skapi. Þó er brátt ráðist í að byggja en varla þætti það stórhýsi í dag. Þó flutti faðir Kristínar til þeirra í litla húsið á Hlíðarenda. Það geisar stríð úti í heimi, en lífíð í Víkurþorpi fer sér hægar. Kristín tekur þátt í félagsskap frúnna í Vík (reyndar er það of- sagt, í þá daga voru aðeins þijár eiginkonur í Vík sem báru titilinn frú, þ.e. kona sýsiumanns, prests og læknis). En árið 1925 er Kristínu veitt ljósmóðurstarfíð i Hvamms- hreppi. Frá þeim degi til þess dags er hún flutti úr Vík bar hún nafnið ,Kristín ljósa" og hún bar það nafn með rentru. Þau rétt 16 ár sem hún starfaði sem ljósmóðir hjálpaði hún 200 bömum til að líta ljós heimsins. En. brátt tekur skugga að bregða fyrir í lífi fjölskyldunnar á Hlíðar- enda, heilsu húsbóndans hrakar, sá sem engu eirir er hér á ferð. Þann 25. ágúst 1927 andast maður henn- ar, horfínn henni og fímm bömum þeirra aðeins 35 ára. Þungt var það högg, en því var tekið af þeirri ró og yfirvegun sem fylgdi Kristínu alltaf og ævinlega. Árið 1941 flytur hún til Reykjavfkur til Sigríðar dóttur sinnar og manns hennar, Ragnars Guðmundsonar. En Kristín var ekki ein á ferð. Hún var með komunga fósturdóttur og föður sinn aldraðan. Þama var brátt þröng á þingi því hjónin voru að koma upp bömum sínum og íbúðin ekki stór. En allt blessaðist. Kristín lét ekki deigan síga eftir að hún kom til höfuð- borgarinnar. Allmörg ár starfaði hún í Alþingi og var þar vel metin af alþingismönnum og öðru starfs- liði þingsins. En svo tók þrekið að bila, sjónin dapraðist, hún varð fyrir slæmu beinbroti og elli kerling sótti að. Þá var gott að njóta umhyggju bama og tengdafólks. En þáttur Sigríðar dóttur hennar í ummönnun og aðbúð allri við móður sína aldr- aða og sjúka er aðdáunarverður og fagur. Senn lýkur þessum minninga- brotum okkar um Kristínu ljósu. Hún stóð okkur nær flestum sam- ferðamönnum vandalausum. Og nú gætum við hæglega lokið þessu með snoturri lofræðu með afreka- og góðverkaskrá hinnar framliðnu. Æ, nei, það gæti þykknað í henni Kristínu okkar. Hún átti til að segja: „Hvurslags er þetta" eða Fæddur 1. desember 1900 Dáinn 25. desember 1988 í dag, laugardag, verður Gísli, tengdafaðir minn, jarðsettur í Kirkjuhvammsgarði við hlið konu sinnar, Jónínu, sem andaðist fyrr á þessu ári. Hann fæddist að Neðri-Þverá í Vesturhópi, og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Urðu böm foreldra hans, Jakobs Gíslasonar og Sigur- bjargar Ámadóttur, 13 að tölu, sem upp komust. Eftirlifandi eru nú Ásgeir, leigubflstjóri í Reykjavík og Hrólfur, sem býr á Skagaströnd. Systkinin öll voru orðlagt dugnað- arfólk. Hefur heimilisbragur á æskuheimilinu mótað þau af hörku til vinnu, glaðværð og söngáhuga, þegar stundir gáfust frá brauð- striti. Aldamótakynslóðin var ekki há í loftinu þegar farið var að taka til hendi, og ungur fór Gísli að stunda vinnumennsku utan heimilis og sjóróðra á vertíðum, eins og þá gerðist. Örlög í lífi hans ráðast þegar hann fer vinnumaður að Þóreyjar- núpi og kynnist þar heimasætunni, Jónínu Ólafsdóttur. Þau fella hugi saman og ganga í hjónaband sum- arið 1927. Þeirra ástríka hjónaband hafði því staðið rúma hálfa öld, þegar hún féll frá á síðasta vori. Saman áttu þau tvær dætur, Margréti, fædda 1928, sem gift er Hauki Siguijónssyni frá Rútsstöð- um og eiga fímm dætur, og Sigur- björgu, fædda 1930, gifta Þorkeli Jónssyni frá Smjördölum, Ám. Þau eiga eina dóttur og þijá syni. Lang- afabömin eru orðin 10. bara brosa góðlátlega. Henni „lét svo illa að látast". Hún var og verð- ur okkur kær. Henni var ljúfara að gefa en þiggja. Við þökkum og blessum minn- ingu hennar. Jónína og Jón Pálsson Þriðja dag jóla kvaddi amma okkar þennan heim, rétt rúmum þremur mánuðum fyrir hundrað ára afmæli sitt. Fyrir hugskotum okkar riflast upp margar þær ánægjulegu samverustundir sem við höfum átt með henni á liðnum árum. Það er einkennilegt til þess að hugsa að hún sé ekki lengur á meðal okkar. En minningamar tekur enginn frá okkur. Það var fróðlegt að heyra ömmu segja frá bemsku sinni. Hún fædd- ist þann 2. apríl 1889 í Norður- hjáleigu í Álftaveri, V-Skaftafells- sýslu. Foreldrar hennar voru þau Ingileifur Ólafsson og Þórunn Magnúsdóttir og var hún næstyngst sex systkina. Þriggja ára gömul flyst hún með móður sinni að Suð- ur-Götum til heiðurshjónanna Heið- mundar Hjaltasonar og Gunnvarar Jónsdóttur. Oft minntist hún Heið- mundar með hlýhug og þakklæti en hann rejmdist henni sem besti Gísli hóf búskap á Þóreyjamúpi 1927 í sambýli við tengdaföður sinn, Ólaf Guðmundsson, og tók síðan við jörðinni allri. Hann bjó þar góðu búi í 35 ár og búnaðist vel þó áldrei væri um stórbú að ræða. Skepnuhirðingu sinnti hann af einstakri natni, hafði yndi af umgengni við sauðfé, sem skilaði honum góðum afurðum. Gísli var mikill ákafamaður þegar gengið var til verka, og orðlagður sláttumaður við heyannir. Kom ekki ósjaldan fyrir að kallað var eftir, að þeir sem með honum unnu lægju ekki á liði sínu. Á Þóreyjamúpi hefur lengi verið hrossakjm gott, og hafa margir gæðingar þaðan komið, sem ég og fleiri hafa notið. Af hestum hafði Gísli mikla ánægju og átti ætíð góða reiðhesta, sem hann naut að koma á bak til ferðalaga, og þegar stundir gáfust. Þó að búin krefðust stöðugt vinnu, kom fyrir að menn ieyfðu sér að ríða á milli bæja, og stækk- aði hópurinn þegar víðar var kom- ið. Þetta voru þess tíma gleðistund- ir frá amstri daganna, veigar á glasi og lagið tekið. Gísli með sína háu tenórrödd var hrókur alls fagnaðar á slíkum stundum. Ég minnist þess hvað gaman var að fá Gísla í heimsókn, þá kominn við aldur, hóa saman kunningja og taka lagið, þá voru ekki ellimörkin á gamla manninum. Ættarfylgja Gísla og flestra hans systkina voru léleg lungu, sem gáfu sig fyrir ald- ur fram. Hann varð að bregða búi 1962,.þoldi ekki heyrykið og flutti Minning: Gísli Jakohsson frá Þóreyjarnúpi faðir. Fyrir hans tilstilli gafst henni möguleiki til náms af ýmsu tagi sem var fátítt í þá daga. Þannig lærði hún mjólkurbústörf við Hvítár- bakkaskóla í Borgarfírði og starfaði síðan í nokkur ár sem ijómabústýra bæði í Borgarfírði og í Mýrdal. Einnig fór hún í ljósmæðranám og útskrifaðist sem ljósmóðir 18 ára gömul. Árið 1914 giftist hún afa okkar Einari Einarssyni búfræðingi frá Reyni í Mýrdal og bjuggu þau í Vík þar sem afí starfaði sem versl- unarmaður við kaupfélag Skaftfell- inga. Eignuðust þau sex böm. Þau em Brynjólfur skrifstofumaður hjá SÍBS, sem nú er látinn, Sigríður húsfreyja og fyrrverandi húsvörður á Korpúlfsstöðum, Þómnn, sem lést tveggja sólarhringa gömul, móðir okkar Gunnþómnn, húsfreyja og kaupmaður, Einar Jón og Leifur sem báðir starfa sem vömbifreiða- stjórar. Á heimilinu bjó einnig Ingi- leifur faðir ömmu. Árið 1927 lést afí aðeins 35 ára gamall frá eiginkonu og fímm böm- um og blasti þá við upplausn heimil- isins. En amma gat ekki hugSáð sér að láta bömin frá sér og hélt saman heimilinu þrátt fyrir þröngan kost. Kom nú að góðum notum menntun sú sem amma hafði áður hlotið og starfaði hún sem ljósmóð- ir í Hvammshreppi í 15 ár. Þótt efnin væm ekki mikil tók hún árið 1938 í fóstur Guðlaugu Guðlaugs- dóttur, nú húsfreyja að Sólheimum í Mýrdal, en móðir hennar hafði þá látist. Eflaust hefur hún þá verið minnug þess tíma er hún stóð sjálf í svipuðum spomm þegar afí lést. Árið 1941 fluttist amma til Reykjavíkur ásamt föður sínum og fósturdóttur og bjó eftir það á heim- ili dóttur sinnar Sigríðar og eigin- manns hennar Ragnars Guðmunds- sonar, skipstjóra hjá Hval hf. og síðar húsvarðar á Korpúlfsstöðum, en hann er nú látinn. Naut hún alla tíð góðs aðbúnaðar og um- hyggju á því heimili og verður Sigríði seint fullþakkað allt það ósérhlífna starf sem hún sýndi við umönnun ömmu á hennar ævi- kvöldi. Okkar minningar um ömmu em allar tengdar tímanum eftir að hún fluttist til Reykjavíkur. Ríkast í minni er hlýhugur hennar og góð- vild í garð okkar barnabarnanna. Hún fylgdist alltaf vel með því sem var að gerast og hafði ákveðnar skoðanir um bæði menn og mál- efni. Hún lagði mikla áherslu á samheldni fjölskyldunnar og var annt um hag hvers og eins. Þótt afkomendumir væm orðnir margir hafði hún reiður á lífí og aðstæðum þeirra allra. Ýmislegt kemur upp í hugann þegar horft er til baka. Þegar við vora yngri vomm við tíðir gestir á heimili Sigríðar og Ragnars og átt- um þar margar ánægjulegar stund- ir í návist ömmu. Alltaf var til- hlökkunarefni að fá ömmu í heim- sókn og hafa hana hjá okkur þó ekki væri nema í stuttan tíma. Ekki var laust við að við öfunduð- umst út í frændsystkinin sem gátu haft hana að jafnaði búsetta heima hjá sér. Mikið fannst okkur amma alltaf jafn glæsileg þegar hún var klædd í íslenska búninginn á hátíð- isdögum. Stundum heimsóttum við ömmu niður í Alþingi þegar við vomm yngri, en þar starfaði hún við fatagæslu í aldaríjórðung. Fengum við þá nokkmm sinnum að skoða salarkynni Alþingishúss- ins sem við bámm ákveðna lotningu fyrir. Þá er margs að minnast frá dvöl hennar hjá okkur í sumarbú- stað foreldra okkar í landi Miðdals- kots í Laugardal. Síðustu æviárin bjó hún á Korp- úlfsstöðum. Alltaf var ljúft að heim- sækja hana þar á bæ, enda gest- risni hennar og húsráðenda mikil. Síðasta áirið dvaldi amma í Hjúkr- unarheimilinu Skjóli við Kleppsveg, þar sem hún naut allrar þeirra hjúkmnar sem hún þarfnaðist undir lokin. Nú þegar að leiðarlokum er kom- ið viljum við þakka elsku ömmu fyrir ailt sem hún hefur verið okkur systkinunum og biðjum við guð að varðveita hana um alla eilífð. Kristín Matthíasdóttir, Guðmundur Matthíasson og Einar Matthíasson. þá til Hvammstanga. Við jörð og búi tók sonur Lám Hólmfreðsdótt- ur, sem Jonína hafði átt áður en hún giftist Gísla, Ólafur Þór Árna- son. Hafði hann að mestu alist upp hjá þeim Gísla og Jónínu, og býr hann á Þóreyjamúpi. Gísli kaupir á Hvammstanga lítið en snoturt hús, Höfn, sem stendur á sjávarbakkanum, og í því bjuggu þau síðustu 20 árin. Meðan heilsa og kraftar leyfðu stundaði hann vinnu í pakkhúsi kaupfélagsins. Vorið 1982 fóm þau inn á elli- deild sjúkrahússins og þar hafa þau dvalið síðustu sex árin. Eftir frá- fa.ll Jónínu á síðastliðnu vori minnk- aði lífslöngun, heilsa og kraftar dvínuðu. Sjóndepra kom í veg fyrir að not væm af blöðum eða sjón- varpi til afþreyinga. Gísla þakka ég innilega fyrir þriggja áratuga kjmni, sem öll vom á einn veg, svo ljúf og elskuieg eins og ætíð hans framkoma var. Sárt er hans saknað af okkur aðstand- endum hans þó við samgleðjumst honum að fá að jríirgefa þrejrttan líkama og flytja til sinnar elskandi eiginkonu eftir 7 mánaða aðskilnað. Þorkell Jónsson t Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðar- för sonar okkar og bróður, KONRÁÐS GAUTA FINNSSONAR. Sólveig Kristjánsdóttir, Finnur Óskarsson, Ásdís Finnsdóttir, Óskar Auðunn Finnsson. t Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÁGÚSTU GUÐMUNDSDÓTTUR THORLACIUS. Birna Thorlacius, Margrét Thorlacius, Þórhildur Þorleifsdóttir, Björg Thorlacius, Ólöf Thorlacius, barnabörn Gunnlaugur Gunnlaugsson, Ólafur Helgi Ólafsson, T ryggvi T ryggvason, Haraldur L. Haraldsson, barnabarnabörn. UMtiflLU Cf lltlfl ÍÆ• 2 t.fcl » UI&tálliflKltftlEtfcj úi£ aim iiíxk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.