Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989 35 Helga Þórodds- dóttir — Minning Fædd 20. júní 1910 Dáin 1. janúar 1989 Sú harmafregn harst mér á ný- ársdag að elskuleg amma mín, Helga Þóroddsdóttir, hefði látið lífíð af slysförum. Svo fljótt, svo skjótt. Sár söknuður nístir hjörtun og minningarnar streyma að. Amma mín fæddist að Myrkár- dal í Hörgárdal 20. júní 1910. Hún var dóttir hjónanna Þóreyjar Sig- urðardóttur, sem fæddist að Sám- stöðum í Eyjafírði 27. desember 1889 og Þórodds Magnússonar sem fæddist að Ásgerðarstaðaseli í Hörgárdal 29. júní 1885. Systkini ömmu eru: Hólmfn'ður, Jóhanna (lést 17 ára), Bolli, Þór, Njáll, Sig- riður, Aðalheiður og Svanhildur. Eiginmaður hennar var Skúli Ein- arsson, útgerðarmaður frá Sandi, Aðaldal, S-Þing. Böm þeirra eru: Halla Þórey Skúladóttir, maki Jón V. Guðjóns- son. Áður gift Jóhannesi Jörunds- syni, látinn; Skúli Skúlason, maki Helga Ingólfsdóttir; Sigurfljóð Skúladóttir, maki Guðmundur Tryggvason; yngsta barn ömmu er Elsa Björk Ásmundsdóttir. Fað- ir hennar er Ásmundur Sigurðsson. Maki Þorsteinn S. Ásmundsson. Margs er að minnast úr starfs- ævi ömmu en hér skal aðeins stikl- að á stóru. Árið 1940 fluttist hún að Laugarvatni og réðst þar að mötuneytinu, fyrst sem bakari og síðar sem yfírmatsveinn. Starfaði hún þar í fjölda ára með miklum dugnaði oft við hin erfíðustu skil- yrði við að útvega matföng að vetri til handa mörg hundruð nem- endum að Laugarvatni. Amma hóf síðan störf hjá samvinnuhreyfíng- unni þar sem hún starfaði óslitið til þess dags er hún lét af störfum vegna aldurs. Hún hóf störf sem matráðskona við Samvinnuskólann á Bifröst veturinn 1955—1956. Árið 1956 réðist hún sem yfírmat- sveinn til mötuneytis Sambands íslenskra samvinnufélaga á Sölv- hólsgötu í Reykjavík, og starfaði þar til síðla árs 1977. Þeir sem þekktu til ömmu í starfí lofuðu hana ætíð fyrir staka ræktarsemi, reglusemi og dugnað. Þegar ég sting niður penna og rita þessi fátæklegu orð er mér efst í huga að þakka henni ástsam- lega fyrir alla hennar hjartahlýju og gæsku sem hún veitti mér í gegnum árin. Hún hafði ætíð brennandi áhuga á að fylgjast með bömum og barnabömum bæði í starfí og leik. Hún hafði ekki síður áhuga á því að fylgjast með allri þróun sem átti sér stað bæði í þjóð- félaginu og á æðri sviðum. Þær vom ófáar stundimar sem hún átti með okkur þar sem við rædd- um um öll heimsins mál. Amma var fróðleiksfús og víðsýn svo unun var að eiga með henni stund. Henni féll aldrei verk úr hendi þó hún væri hætt lífsstarfi sínu. Alltaf var eitthvert verk að vinna og hún stefndi ótrauð og full bjartsýni inn í framtíðina. Það var geislandi birta sem umvafði ömmu þegar við systkinin heimsóttum hana og áttum með henni yndislegt desemberkvöld. Það var okkar hinsta kveðjustund á heimili hennar, þó ekkert okkar óraði fyrir að endalokin væm skammt undan. Minningamar ylja manni um hjartarætumar, því slík var amma. Hún var kjarkmikil kona og baráttuglöð og óhrædd að takast á við hið óþekkta. Hún trúði því að hver maður hefði sinn vitjunartíma og guð einn réði þar um. Hún hafði sagt okkur að ósk hennar væri sú að deyja án þess að þurfa að líða þjáningar í ell- inni. Ekki vildi amma vera upp á aðra komin heldur vera sjálfstæð meðan hún lifði. Hún trúði því einnig að dauðinn væri upphaf nýs lífs og maðurinn hyrfi til frekari starfa á æðri sviðum. Nú þegar ég kveð elsku ömmu mína hinsta sinni, þá bið ég algóð- an guð að vemda hana og blessa, að hann umvefji hana birtu sinni og yl. Áfram mun hún lifa í hugum þeirra og sál, sem þekktu hana. Að fullu verður hún ekki frá okkur tekin. Fari elskuleg amma mín heil til framandi yndis stranda. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinarskilnaður viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, • margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar, göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum, þér síðar fylgja í friðarskaut. (V. Briem.) Sveinfríður Jóhannesdóttir Karólína Páls- dóttir - Minning Fædd 14. april 1892 Dáin 29. desember 1988 Hver fögur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans. Af kærleik sprottin auðmýkt er, við aðra vægð og góðvild hver og friðsemd hrein og hógvært geð og hjartprýði stilling með. (Kingo-sb 1886 - H. Hálfd.) Þegar ég sest niður til að skrifa um ömmu mína fáein kveðjuorð kemur upp í hugann sú hlýja og umönnun sem hún sýndi mér. Enda var alltaf hægt að leita til hennar. Hvers manns vanda vildi hún leysa. Eg á margar kærar minningar um návist ömmu, er hún leiddi mig út í lífið og gaf mér það besta sem hún gat látið í té. Ég veit að sterk trú hennar hjálp- aði mörgum til að öðlast frið. Það var ein af stóru gjöfunum, sem hún gaf mér. Megi sá er öllu ræður fylgja ömmu Karólínu á ókunnum slóðum. Mér er það afar kært að geta orðið við þeirri beiðni hennar að flytja hana til hinstu hvílu í sveitinni sem henni var svo kær. Megi Guð varveita alla afkom- endur hennar. Útför Karólínu fer fram frá Prestbakkakirkju í dag, laugardag. Lárus Ragnarsson Látin er í hárri elli hún amma mín blessunin. Hún var fyrir mörg- um árum búin að ákveða að hún skyldi jarðsett austur á Prestbakka á Síðu og í dag verður hún lögð til hinstu hvíldar í sveitinni sinni fögru austur í Skaftafellssýslu. Amma Karólína fæddist að Hofí í Öræfum, fjórtánda dag aprílmán- aðar árið 1892, hún hefði því orðið 97 ára á þessu nýja herrans ári. Foreldrar hennar voru þau hjónin Jóhanna Jónsdóttir og Páll Jonsson. Amma var þeirra þriðja bam í röð fjórtán systkina, en þau náðu flest háum aldri og eru nú fjögur þeirra á lífí. Amma dvaldi í föðurgarði á Hofi til 25 ára aldurs, en þá fór hún sem vinnukona til Stefáns á Kálfafelli í Fljótshverfi. Rúmlega þrítug réðst hún sem kaupakona til Ólafar Bergsdóttur og Jóns Jónssonar á Teygingalæk. Hún felldi hug til sonar þeirra Jons og eignaðist með honum dóttur, sem er móðir mín og skírð var Elín í höfuðið á föður- systur sinni. Ekkert varð úr sambúð þeirra ömmu og afa, en alltaf hefur ríkt gott samband milli móður minnar og föðurfólks hennar. Amma gat verið stolt og skaprík og ekki hefur hún ætlað að gefast upp þó svo að hún væri einstæð móðir með ungt bam. Hún hélt því ótrauð áfram og hafði dóttur sína með sér í vinnumennsku á hinum ýmsu bæjum á Síðunni. Þegar móðir mín giftist 1947, föður mínum, Ragnari Lárussyni, fluttist amma til þeirra. Hún bjó síðan alltaf hjá þeim, fyrst í Grímstungu í Vatnsdal til ársins 1953, en þá fluttust þau austur á Síðu og hófu búskap á Keldunúpi. Árið 1959 tók fjölskyldan sig upp og flutti suður í Kópavoginn. Hún móðuramma mín dvaldi því á heim- ili foreldra minna í yfír fjörutíu ár og eiga þau heiður skilinn fyrir þá umönnun. Mínar fyrstu bemskuminningar tengjast því ömmú minni. Hún leit eftir okkur systkinunum, hjálpaði til við matargerð og pijónaði nán- ast allt á fjölskylduna. Alltaf var amma með einhveija handavinnu og framundir níræðis- aldurinn pijónaði hún gleraugna- laust. Ég held að það megi segja að hún hafí verið mikil hagleikskona til allra verka. Amma var alla tíð með eindæm- um hraust og það var ekki fyrr en ÍSLENSKT atvinnulíf 1987, rit um afkomu og stöðu íslenskra fyrirtækja, er komið út. Að- standendur eru Talnakönnun og Vísbending, vikurit um efaa- hagsmál, gefíð út af Kaupþingi. „íslenskt atvinnulíf" er hugsað sem lykill að upplýsingum um stærstu fyrirtæki landsins, til dæmis fyrir þá sem hyggjast fjár- festa í hlutabréfum, eða. eru í við- skiptum við fyrirtækin. I ritið er safnað öllum mikilvæg- ustu upplýsingum um afkomu og stöðu rúmlega 50 fyrirtækja á árinu 1987. Skýrt er frá helstu á síðasta ári að heilsunni hrakaði og minnið tók að þverra. Síðasta ár dvaldi hún sökum lasleika í Sunnuhlíð, dvalarheimili aldraðra í Kópavogi. Ég gæti rifjað hér upp margar góðar samverustundir okkar, en læt það ógert. Þess í stað geymi ég þær í fylgsnum hugans. Þær eru góð minning um ömmuna og nöfnuna Karólínu. Elskuleg amma mín var ferðbúin lengi. Hún er loksins komin á áfangastað, komin heim í sveitina sína. Megi hún hvíla þar í guðsfriði. Hafí hún þökk fyrir samfylgdina. Sigríin Karólína Ragnars- dóttir og fjölskylda. þáttum f rekstri hvers fyrirtækis og birtar tölur úr rekstrar- og efnahagsreikningum, sem og helstu kennitölur. Einnig eru birt- ar myndir sem sýna þróun milli ára og gefa mynd af skiptingu rekstrar hvers fyrirtækis í undir- greinar. í stuttum yfirlitsköflum er fjall- að um einstakar atvinnugreinar. Áhersla er lögð á að skýra fram- setningu svo lesandinn geti kynnt sér upplýsingarnar á auðveldan hátt. Áformað er að framhald verði á útgáfunni þannig að ritið komi út árlega. (Úr fréttatilkynningu.) Rít um íslenskt atvinnulíf Faðir okkar, + AXEL GUÐBJARTUR JÓNSSON bifvélavirki, Elliheimilinu Grund, lést 2. jan. Hallgrímur Axelsson, Hrefna Axelsdóttir, Hjálmar Axelsson, Dóra Axelsdóttir. | + Fósturfaðir minn, HANIÚES JÓNSSON, Drápuhlið 40, fyrrum bóndi að Austur-Meðalholtum, er látinn. Ásdfs Lárusdóttir. t Faðir okkar, ÁRNIJÓNSSON, \ Melabraut 5, Seltjarnarnesi, lést á öldrunardeild Borgarspítalans 5. janúar sl. Jón Árnason, Guðbrandur Árnason. + Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓHÖNNU GÍSLADÓTTUR, Efstasundi 64, fer fram í Fossvogskirkju mánudaginn 9. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag l'slands. Karl Pótursson, Marfa E. Karlsdóttir, Lucien Huesmann, Hrafnhildur Karlsdóttir, Friðjón Pálsson, Lilja Karlsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Kari Jóhann Karlsson, Gíslfna Sigurjónsdóttir og barnabörn. Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóöur, ömmu og langömmu, STEFANÍU SIGRÚNAR STEINSDÓTTUR, Hólsvegi 16. Hörður Runólfsson, Auður Harðardóttir, Eðvarð Benediktsson, Bergljót Harðardóttir, Halldór Guðmundsson, Úlfar Örn Harðarson, Helga Magnúsdóttir, Ingibjörg L. Harðardóttir, Jóhann Hauksson, Hörður Þór Harðarson, Guðrún Hrönn Smáradóttir, Ingólfur Hauksson, Marfa Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.