Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/LESBOK 209. tbl. 78. árg. LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Átökin í Suður-Afríku: Hvítir ofstækis- menn róa undir - segir blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela Jóhannesarborg. Reuter. HÆGRISINNAÐIR ofstækisraenn úr röðum hvítra róa nú undir innbyrð- is átök Zúlu-manna og Xhosa, tveggja stærstu ættbálka svarta meiri- hlutans í Suður-Afríku, að sögn blökkumannaleiðtogans Nelsons Mand- ela. Hann átti fund með F.W. de Klerk forseta í gær og hafði eftir forsetanum að stjórnvöld væru nú sannfærð um að átökin væru ekki eingöngu milli svartra heldur reru óþekkt samtök hvítra andstæðinga umbótastefnu de Klerks undir. Stjórnvöld hefðu heitið að kveða samtök- in niður. Stjórn hvíta minnihlutans hefur fram til þessa kennt misklíð svörtu ættbálkanna um átökin sem kostað hafa nær 800 manns lífið undanfarn- ar fimm vikur. Eftir viðræður de Klerks og Mandela sögðu stjórnvöld að forsetinn hefði lagt áherslu á að gripið yrði til „harkalegra og víðtækra ráða“ til að stöðva blóðsút- Kellingamar. Ekkert var sagt um fullyrðingar blökkumannaleiðtogans, er segir „hulda hönd“ samtaka hvítra lögreglumanna hella olíu á eld ætt- bálkastríðsins með ýmiss konar und- irróðri. Á fímmtudag voru 26 farþeg- ar í járnbrautarlest í Jóhannesarborg myrtir af óþekktum aðilum er skutu af handahófi á fólkið. Fréttamaður blaðsins Business Day fékk að fylgjast með aðgerðum lögreglumanna er höfðu brynvarinn vagn til umráða. Hann sagði þá hafa skotið táragassprengjum að einum ólátahópnum en síðan hafi foringi lögreglumannanna hrópað: „Ekkert táragas. Skjótið svínin!" Hagla- byssudrunur yfirgnæfðu öil önnur hljóð og alls voru notuð um 1.000 fuglaskot. Er lögregluforinginn spurði menn sína hvort þeir hefðu skemmt sé vel var honum svarað með háværum jáyrðum. Sovétríkin: Reuter Sjúkraliði hugar að meiðslum manns sem fleygt var af farþegalest á ferð um Jóhannesarborg. Óþekktir menn hlupu um lestarvagnana og fleygðu 15 farþegum út um gluggana. Neita Irakar að taka við neyðaraðstoð? Bagdad. New York. Reuter. IRAKAR munu að líkindum ekki taka við neyðarmatvælum sem Oryggisráð Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) hefur heimilað að send verði útlendingum sem inn- lyksa eru í írak og Kúvæt, að sögn embættismanna í Bagdad. Embættismennirnir sögðu að írakar myndu ekki samþykkja að fulltrúar SÞ deildu út matnum. Samþykkti Öryggisráðið að leyfa matvælasendingar í mannúðar- skyni til íraks vegna yfirvofandi hungurs hundruð þúsunda útlend- inga, aðallega Asíumanna, sem eru innlyksa vegna innrásar íraka í Kúvæt. Setti ráðið hins vegar það sem sem skilyrði fyrir matvæla- sendingum að þeim yrði útdeilt af fulltrúum SÞ, Rauða krossins og öðrum alþjóðlegum hjálparstofn- unum. Þegar að fenginni samþykkt Öryggisráðsins héldu skip af stað frá Indlandi hlaðin matvælum og var stefnan tekin á Kúvæt. Um borð voru fulltrúar Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Mitterrand sakar íraka um árás á franska ríkið Bandarísk og áströlsk herskip skjóta viðvörunarskotum á íraskt tankskip Borgarbúar flýðu eiturský Moskvu. DPA. EITURSKÝ stigu upp af endur- vinnslustöð fyrir Jkjarnorkuúr- gang í borginni Úst-Kamenog- orsk í Úralfjöllum eftir að sprenging varð í verksmiðjunni, samkvæmt fréttum sem bárust til Moskvu í gær. Að sögn stjómarmálgagnsins íz- vestía greip um sig ofsahræðsla í Úst-Kamenogorsk eftir sprenging- una en mikill eldur kom einnig upp í verksmiðjunni. Þegar eiturský hefðu lagst yfir borgina hefði mik- ill hluti hinna 500 þúsund íbúa hennar flúið út í sveit. Hefði fólk orðið að setja upp gasgt'ímur til þess að komast út úr húsi. í verk- smiðjunni var beryllium endurunn- ið. FRANCOIS Mitterrand Frakk- landsforseti sakaði íraka i gær- "kvöldi um árás á franska ríkið er þeir réðust inn í bústað franska sendiherrans í Kúvæt og höfðu á brott með sér stjórnarerindreka og þrjá franska borgara sem leit- að höfðu skjóls í sendiráðinu. Sagði Mitterrand, sem var í Tékkóslóvakíu í gær, að þessum atburði yrði svarað eftir neyðar- fund frönsku stjórnarinnar í dag, laugardag. Leiðtogar vestrænna rikja fordæmdu innrás íraka í sendiráðið og sögðu hana gróft og skýlaust brot á Vínarsáttmál- anum um friðhelgi sendiráða og réttindi stjórnarerindreka. Bandarísku og áströlsku fregá- turnar Brewton og Darwin urðu að skjóta viðvörunarskotum yfir kinn- ung írasks tankskips á Ómanflóa í gær eftir að skipstjóri þess hafði hundsað ítrekuð fyrirmæli um að nema staðar. Gaf hann sig á endan- um og fóru bandarískir og ástralskir sjóliðar um borð og könnuðu farm þess. Að því búnu fékk skipið að halda áfram enda reyndist enginn farmur um borð. írakar slepptu síðdegis franska stjórnarerindrekanum sem þeir tóku til fanga en ekki Frökkunum þrem- ur. Óstaðfestar fregnir hermdu að þeir væru foringjar í franska hernum. Einnig ruddust íraskir hermenn inn í belgíska sendiráðið og skipuðu tveimur stjórnarerindreka að hafa sig þaðan en þeim tókst að fela sig. Ennfremur var ráðist inn í kanadíska sendiráðið og höfðu hermenn ýmsa hluti á brott þaðan. Sömuleiðis létu þeir greipar sópa í franska sendiráð- inu. James Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði eftir viðræður við Hafez al-Assad Sýrlandsforseta í gær að ágreiningur ríkjanna vegna hiyðjuverka kæmi ekki í veg fyrir samstarf þeirra í deilunni fyrir botni Persaflóa. Sagði Baker að Sýrlend- ingar myndu senda, a.m.k. 15.000 hermenn og 300 skriðdreka til Saudi-Arabíu, bæðu Saudar um það. Þá tilkynnti breska stjórnin að næstu daga héldi 6.000 manna sér- þjálfað herlið til Saudi-Arabíu, einnig 120 skriðdrekar og flugskeytasveitir. Þar á meðal er sjöunda bryndreka- sveit breska liersins sem einnig er kölluð „eyðimerkurrotturnar“. Jafn- framt hét stjórnin að fjölga Tornado-sprengjufiugvélum og orr- ustuþotum á Persaflóasvæðinu. Munu þetta vera mestu herflutningar Breta eftir stríð. Norska stjórnin ákvað í gær að taka þátt í herkostnaði Bandaríkja- manna á Persaflóa en talsmaður ut- anríkisráðuneytisins í Ósló vildi ekki segja hve mikið Norðmenn myndu greiða. Líklegt þykir að Norðmenn leggi ekki bara til fjármuni heldur einnig olíu og vistir. Sjá „Japanir leggja fram fjóra milljarða dala“ á bls. 17. Viðræður EB og EFTA um evrópska efnahag-ssvæðið: Dvínandi vonir um samkomulag Brussel. Reuter. Ósló. Frá Helge Sörensen fréttarritara Morgunbladsins. TALSMENN Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) verða æ svartsýnni á að samningar takist um fríverslun og stóraukna samvinnu bandalaganna tveggja. Formleg- ar viðræður um Evrópska efnahagssvæðið (EES) svonefnda heíj- ast að nýju í næstu viku og Reuters-fréttastofan hefur eftir stj'órn- arerindrekum í Brussel að hvorki hafí gengið né rekið í störfum undirnefnda í sumar. Sex ríki, þ. á m. ísland, eru í EFTA en 12 í EB. Norska blaðið Dagens Næringsliv fjallaði í gær um þau ummæli Francois Mitter- rands Frakklandsforseta í heim- sókn hans hér á landi fyrir skömmu að hentugast gæti orðið fyrir íslendinga að hefja tvíhliða viðræður við EB. Blaðið segir er- fitt að túlka orð forsetans á frétta- mannafundi í Reykjavík á annan veg en þann að mjög erfitt eða jafnvel ómögulegt verði að sam- ræma kröl'ur tveggja EFTA-þjóða, íslendinga og Norðmanna, annars vegar um fríverslun með sjávaraf- urðir og hins vegar kröfur EB um aðgang að fiskimiðum. Blaðið seg- ist hafa heimildir fyrir því að samningamenn Norðmanna séu Francois Mitterrand Anita Gradin haldnir sömu efasemdum og Mit- terrand. Utanríkisviðskiptaráðherra Svíþjóðar, Anita Gradin, sagði Frans Andriessen, er fer með ut- anríkismál EB, á mánudag að Svíar myndu íhuga möguleikann á EB-aðild eftir að sameiginlegur, innri markaður bandalagsins yrði kominn í framkvæmd í ársbyijun 1993. Austurríkismenn, sem eru í EFTA, hafa þegar sótt um aðild og sumir ráðamenn Svisslendinga, sem einnig eru EFTA-þjóð, hafa gefið til kynna að andstaða þeirra við aðild sé ekki jafn ótvíræð og fyrr. „Það er alls ekki til umræðu að Sviss verði 13. landið í Evrópu- bandalagi með 13 aðildarríki,“ sagði Benedikt De Tscharner, sendiherra landsins hjá bandalag- inu. „En spurningin er hvort nýjar aðstæður myndast og hlutlaus ríki hljóta sinn eðlilega sess í stærra bandalagi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.