Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990 Konurnar halda uppi merki Islendinganna __________Brids___________ GuðmundurSv. Hermannsson ÞAÐ ER ótrúlegl að fyrir nokkrum mánuðum hafi það verið skoðun margra brids- manna að endurskoða ætti þátt- töku íslenskra kvennaliða á al- þjóðlegum mótum; árangurinn væri svo lélegur að þetta svar- aði varla kostnaði. Því það eru íslensku konurnar sem halda merki íslenskra bridsspilara á lofti um þessar mundir. Fyrst unnu þær Norðurlandamótið í sumar og nú hafa Hjördís Ey- þórsdóttir og Jacqui McGreal komist í úrslit kvennafiokksins á heimsmeistaramótinu í tvímenningi í Genf í Sviss. Árangur Jacquiar og Hjördísar er sérstaklega athyglisverður fyr- ir þær sakir að þær hafa nánast ekkert spilað saman. En þær runnu gegnum undankeppnina, urðu þar í 9. sæti af 192 pörum, og í undanúrslitunum enduðu þær í 6. sæti eftir að hafa leitt mótið um tíma. Hjördís Eyþórsdóttir er aðeins 25 ára gömul og hefur tekið stórstígum framförum í brids íþróttinni upp á síðkastið. Jacqui er bandarísk að uppruna en hefur búið hér á.landi í fimm ár. Hjördís og Jacqui spila sókn- arbrids og draga hvergi af í sögn- um, eins og sést í þessu spili frá tvímenningnum í Genf. Norður ♦ K62 VÁD1074 ♦ K10 ♦ 983 Austur ♦ D54 ¥ K86 ♦ D7 + K10742 Suður ♦ ÁG87 ¥93 ♦ Á86543 ♦ 6 Vestur Norður Austur Suður H.E. J.M. 1 hjarta pass 1 spaði pass 1 grand pass 2 tíglar pass 2 spaðar pass 4 spaðar Þeir fiska sem róa, segir mál- tækið, og þegar varnametið reyndist ekki þéttriðið fékk Jacqui 10 slagi og 453 stig af 492 mögu- legum. Þess má geta að í opna flokknum passaði Jón Baldursson 2 spaða eftir sömu sagnir og fékk 9 slagi eftir beitta vörn, en náði samt rúmlega meðalskori fyrir. Vestur ♦ 1093 ¥ G52 ♦ G92 ♦ ÁDG5 Árangur hinna íslendinganna á heimsmeistaramótinu í Genf var einnig ágætur, þótt þeir stæðu ekki konunum á sporði. Sveit Sig- urðar Vilhjálmssonar komst í 32 liða úrslit í sveitakeppninni en var þar slegin út af sveit Mike Moss frá Bandaríkjunum. Moss og fé- lagar hans komust svo alla leið í úrslitaleikinn en töpuðu honum fyrir Þjóðveijum. Þá komust þijú íslensk pör í undanúrslit opna flokksins í tvímenning, og hin þiju voru ekki langt undan. í þessu spili náðu Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson að rasskella tvo af heimsmeisturum Brasilíumanna í sveitakeppni, þá Roberto Mello og Ricardo Janz. Vestur ♦ D1084 ¥ D963 ♦ Á985 ♦ 10 Norður ♦ 532 ¥ 1052 ♦ G4 ♦ ÁK965 Austur ♦ K7 ¥ KG7 ♦ KD103 ♦ D873 Suður ♦ ÁG96 ¥ Á84 ♦ 762 ♦ G42 Morgunblaðið/Arnór Bandaríkjamaður- inn Charles Coon hefur tvisvar unn- ið silfurverðlaun á heimsmeistara- móti í brids - með 28 ára millibili. Hann spilaði í bandaríska lands- liðinu árið 1962 og var í sveit Mike Moss, sem tapaði úrslitaleiknum á heimsmeistara- mótinu í Genf á mánudaginn. Þessi mynd vartekin af Coon þegar hann spilaði á Brids- hátíð fyrir nokkr- um árum. Vestur Norður Austur Suður A.J. Janz J.B. Mello pass pass pass 1 grand pass 2 lauf dobl pass pass 2 tíglar pass pass 3 lauf pass pass dobl Eftir að Jón opnaði á 13-15 punkta grandi sóttu Brasilíu- mennirnir heldur fast í bútabar- daganum, sem endaði með því að Jón skellti á þá dobli. Og herfang- ið var ekki af verra taginu. Útspil- ið var lauftía sem Mello tók með ás. Hann spilaði spaða úr borði. og þegar Jón stakk upp kóng fékk hann að eiga slaginn; Mello hefur reiknað honum spaðahjónin. Jón skipti í hjarta og í fyllingu tímans fór Mello inn í blindan til að spila spaða á gosann. Aðalsteinn drap með drottningu og gaf Jóni spað- astungu þannig að heimsmeistar- inn fór 800 niður, og íslending- amir fengu 483 stig af 492 mögu- legum. Um leið sendu þeir Brasil- íumennina út úr mótinu. Engin sláturtíð á Þorshöfn Þórshöfn. ^ ^ FALLEGT haustveður hefur verið sér vel fyrir bændur, sem fóru í fyrs ber. Sláturhúsið hér á Þórshöfn verður ekki starfrækt í haust, heldur tekur sláturhúsið á Kópaskeri við fé og nautgripum héðan. Þetta þykir flest- um heimamönnum vera skref niður á við og óneitanlega hefur sláturtíðin sett svip sinn á atvinnulífið hér á haustin. Milli 60 og 70 manns hafa unnið í sláturhúsinu yfir þennan tíma og hefur alltaf verið fjörug stemmn- ing yfir mannskapnum og svo slátur- hér undanfarna daga og kom það tu göngur þriðjudaginn 11. septem- húsballið rekið endahnút á slátur- tíðina. Sláturhúsið á Kópaskeri auglýsti hér eftir fólki til vinnu en að sögn forráðamanna þar, höfðu 10 manns sótt um vínnu héðan að ströndinni meðtalinni. Þeir sem ætla að taka slátur, þurfa nú að hafa fyrirvara á, þar sem slátr- in þarf að panta frá Kópaskeri og ferðir á milli eru ekki daglega. Hjá hraðfrystisstöð Þórshafnar vinna nú um 50-60 manns og hefur aðeins verið dagvinna þar um tíma. Lítill afli hefur borist á lan<j undan- farið, t.d. komu a land í síðasta mánuði um 160 tonn. Uppistaða afl- ans var koli enda flestir bátar á drag- nótaveiðum núna. Trillubátum fækk- ar núna með haustinu en um 50 trill- ur gerðu út héðan í vor og sumar. Togarinn Stakfell frystir aflann um borð og aflar ekki hraðfrystistöðin hráefnis eins og er. - L.S. Morgunblaðið/Einar Falur Björk Guðmundsdóttir, söngvari Sykurmolanna, afhendir mennta- málaráðherra skjalið. HUÓMSVEITIN KASKÓ ásamt söngkonunni Þurý Báru skemmtir í kvöld. Snyrtilegur klæðnaður. Miðaverð kr. 500,- STÖNGIN INN Rúnar Þór skemmtir í kvöld KUÚBBURINN Sportklúbburinn, Borgartúni 32. Hilmar Sverris skemmtir. Opið öll hádegi og öll kvöld. Tónlistarmenn mót- mæla skattlagningu SVAVARI Gestssyni, mennta- málaráðherra, var á laugardag afhent skjal þar sem fulltrúar íslenskar tónlistar kröfðust þess að íslensk tónlist væri látin sitja við sama borð og aðrar listgrein- ar í landinu hvað töku virðis- aukaskatts varðar. Voru það þau Björk Guðmundsdótt- ir, Stefán Hilmarsson og Helgi Björnsson sem afhentu ráðherra skjalið en undir það rita m.a. stjórn Félags íslenskra hljómlistarmanna, framkvaemdastjóri Sinfoníuhljóm- sveitar íslands, stjóm S.T.E.F., stjórn Bandalags íslenskra lista- manna, fulltrúar hljómplötufyrir- tækja, ljósvakamiðla og ýmsir ein- staklingar. Sagðist ráðherra tafar- laust ætla að stofna nefnd sem myndi athuga þessi mál og skila niðurstöðu sem allir gætu sætt sig við. Myndu fulltrúar menntamála- ráðuneytisins, skattayfirvalda og tónlistarmanna eiga sæti i nefnd- inni en hún á að taka til starfa þegar í þessari viku. Laugavegi 45 - s. 21255 í kvöld: L0ÐIN R0TTA Sunnudags- og mánudagskvöld: GALí LEÓ Þriðjudags- og miðvikudagskvöld: G0TT Fimmtudagskvöld: BLÚSMENN ANDREU Sjáumst ftress um næstu helgi! Helgi Sigurjónsson (áðurIKaskó) skemmtiríkvöld frá kl. 22. 0,5 lítra mjöður áðurákr.490 núákr.250 ámillikl. 21-22. „Happyhour" Veitingastaðurinn Hólmi, Hólmaseli 4, SÍmi 670650. Seljahverfi, Breiðholti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.