Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 20
' 20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990 Sæmundur Valdimarsson við verk sín. ■ SÆMUNDUR Valdimarsson opnar í dag sýningu á höggmyndum í vesturforsal Kjarvalsstaða. Um 1970 fór Sæmundur að setja sam- an myndir úr steinum og rekaviði. Þessar myndir voru fyrst sýndar í Gallerí SÚM árið 1974, á sýningu á alþýðulist sem þar var haldin. Um það leyti hóf hann að vinna stærri skúlptúra úr rekaviði. Fyrstu einkasýningu sína hélt Sæmundur árið 1983 og eru einkasýningar hans nú orðnar átta talsins, þar af ein í Osló í október 1989. Auk þess hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum. ■ VETRARSTARF er að hefjast hjá Goju-Kai karatesambandinu. Kappkostað er að hafa bestu þjálf- ara sem völ er á. Nægir þar að nefna Ingo De Jong 6. dan frá Svíþjóð, en hann er varaforseti AI- þjóðasambands Goju-kai, Robert Horveth 3. dan frá Astralíu, sem dvalið hefur í mörg ár í Japan við karatenám, Jóhann Lundkvist 2. dan Svíþjóðameistari, Eva Gabri- elsson 1. dan frá Svíþjóð og Tomas Karlsson 1. dan frá Svíþjóð en hann er staddur hérlendis núna og mun leiða vetrarstarfið í upphafi. Tómas er þrefaldur Evrópumeistari í Goju-kai karate. Æft verður á þremur stöðum í vetur hjá Karate- deild Stjörnunnar í Garðabæ, þar fara æfingar fram í íþróttahúsinu . Ásgarði, hjá nýstofnaði Karate- deild Fjölnis í Grafarvogi, þar er æft í íþróttahúsi Fjölnis á Viðar- höfða 4 og einnig er æft Goju-kai hjá Karatedeild Baldurs Hvols- velli, en þar er æft í Félagsheimil- inu Hvoli. Boðið er upp á bytjenda- námskeið hjá öllum þessum félög- um. ■ HLJÓMSVEITIN Stjórnin er um það bil að ljúka tónleika- og dansleikaferð sinni um landið. Verð- ur leikið í Hótel Valaskjálf á Egils- stöðum, laugardagskvöld, 15. sept- ember. 21.-21. september verður svo lokahelgin á föstudegi í Sjallan- um á Akureyri og í Miðgarði laug- ardagskvöldið 22. september. Þykir Stjórnarmeðlimum vel viðeigandi að ljúka túrnum í Skagafirði, þar sem lagið Eitt lag enn er samið þar. ■ í MORGUNBLAÐINU í gær, í myndatexta með pistli um laxveið- ina í sumar var ranglega farið með staðreyndir. Þar sagði að 20 punda lax Sævars Proppé úr Hvitá eystri væri 11. stærsti lax sumars- ins. Hið rétta er, að laxinn var 11. *** laxinn sem veiddist að Oddgeirs- hólum í Hvítá það sem af sumri, en all margir stærri laxar hafa veiðst víðs vegar um land í sumar. ■ FJALLAHLAUP HSÞ fer fram laugardaginn 22. september nk. í Mývatnssveit. Upphaflega átti hlaupið að vera nú um helgina en fresta varð því um viku af óvið- ráðanlegum ástæðum. Þetta er í annað sinn sem slíkt hlaup er þreytt. Fyrra hlaupið var 1988, en ekki tókst að halda það í fyrra. Von manna er að hér eftir verði þetta árviss viðburður, þ.e.a.s. ef þátttaka verður góð og áhugi verður fyrir hendi. Hlaupið hefst klukkan 14 við Sundlaug Reykjahlíðar. Tvær vegalengdir eru í boði, 8 kílómetrar og 4 kílómetrar. Eins og nafnið á hlaupinu bendir til er ekki beinlínis fylgt vegum á leiðinni heldur miklu fremur hlaupið um móa og mela, mismunandi lárétta. ■ FÉLAG einstæðra foreldra býður óvenjulega fjölbreyttan varn- ing á flóamarkaði sínum sem hefst í Skeljanesi 6, kl 2 í dag, laugar- dag. Þar verður ógrynni af skraut- munum, postulín, silfur og leirmun- ir, borðbúnaður og auk þess tísku- fatnaður nýr og notaður. Mikið af bókum er og til sölu, tímarit, þ.á. m. gömul eintök af barnablaðinu Æskan og er þá aðeins fátt talið. Allur ágóði rennur til að standa straum af rekstri og endurbótum á neyðar- og bráðabirgðahúsnæði fé- lagsins sem er rekið á tveimur stöð- um í borginni. Allt er á aldamóta- verði. Hvatt er til að fólk komi stundvíslega. ■ HOLLYWOOD verður með framhaldsskóladansleik í kvöld frá klukkan 22 til 02. Aldurstakmark er 16 ár. | tilefni af væntanlegri útkomu Islenska myndasögublaðsins „Gisp“ verður haldin sýning í Djúpinu. ■ / TIEFNI af væntanlegri út- komu íslenska myndasögublaðs- ins „Gisp“ hafa aðstandendur þess sett upp sýnishorn úr efni blaðsins í Djúpinu, Hafnarstræti 15. Þeir sem sýna eru: Halldór Baldursson, Jóhann Torfason, Þórarinn B. Leifsson, Bjarni Hinriksson, Bragi Halldórsson og Þorri Hringsson. Sýningin verður opnuð laugardginn 15. september og stendur fram í miðjan október. Gengið er í gegnum veitingastaðinn Hornið niður í Djúpið og eru allir velkomnir. Nú fara skálar í Garðabæ að helja vetrarstarfið og er undir- búningur þegar hafinn af fullum krafti. ■ NÚ FARA skátar í Garðabæ að hefja vetrarstarfið og er undir- búningur þegar hafinn af fullum krafti. Megináhersla verður lögð á 'öflugt flokkastarf og fylgja þannig eftir árangri flokka úr Vífli frá síðasta landsmóti. Þar átti félagið tvo flokka af fjórum sem urðu sigur- vegarar í flokkakeppni mótsins. Einnig verður lögð áhersla á að allir skátar verði virkir og taki þátt í því mikla starfi sem í boði er. I dag, laugardaginn 15. september, verður svo innritun milli klukkan 14-17. Eldri félagar sem nýir eru hvattir til að koma í Skátaheimil- ið, Hrannhólum 12 og skrá sig í félagið. Þátttakendur af Ævintýra- og útilífsnámskeiði félagsins nú í sumar eru sérstaklega velkomnir. Inntökuskilyrði í Skátafélagið Vífil er einungis að verða orðin(n) 8 ára. ■ / DAG, laugardaginn lö.sept- ember, stendur Náttúruverndarfé- lag Suðvesturlands fyrir vettvangs- ferð í Grófina í Reykjavík. Safnast verður saman kl. 13.30 við suðvest- urhorn gamla Bryggjuhússins (Ála- fossbúðin) og gengið um Grófina og nágrenni. Rifjuð verður upp saga svæðisins og rætt um framtíð þess. og Kvosarinnar. Kynnt verður hug- mynd um að „Lífga“ ætti gömlu fjöruna og vörina í Grófinni, elsta lendingarstað landsins. Upp af henni lá sjávargata landnámsfjöl- skyldu Hallveigar og Ingólfs og heimilisfólks þeirra. Það er því við hæfi að halda minningu þessa stað- ar á lofti. Það vill svo vel til að það er hægt að gera það svo sæmd sé að, því gamli lendingarstaðurinn er urðaður með uppfyllingargijóti úr Öskuhlíðinni síðan höfnin var gerð 1914-17. Það ætti að lífga gömlu fjöruna og vörina í Grófinni með því að fjarlægja uppfyllinguna og koma ströndinni í upprunalegt horf á milli Vesturgötu 2 og 4 (bíla- stæði í dag) og út undir Tryggva- götu. Sjávartengingu væri svo kom- ið á með stokki undir hafnarbak- kann og fyrirhugaða niðurgrafna Geirsgötu, þannig að flóðs og fjöru gætti í lóninu sem myndaðist. Á sjávarkambi upp af fjörunni (hluti Vesturgötu) væri sexæringur í nausti með öllum útbúnaði. 1 lóninu yrði sjávargróður, förudýr, fiskar, fuglar og jafnvel selir og þar yrði hægt að fylgjast með hvernig stæði á sjávarföllum. Þá væri hægt að láta lónið ná norður fyrir Bryggju- húsið að gamla bólvirkinu og endur- byggja hluta Duus-bryggjunnar og opna undirganginn í gegnum húsið. Við þetta færðist svæðið í það horf sem það var í fyrir hafnargerðina 1914-17 og myndi gefa Kvosinni stóraukið gildi. Þátttaka í vett- vangsferðinni er öllum heimil. (Fréttatilkynning frá NVSV) ■ / KVÖLD, laugardagskvöld, skemmtir hljómsveitin Loðin rotta á skemmtistaðnum Tveir vinir og annar í fríi. Á sunnudags- og mánudagskyöld skemmtir hljóm- sveitin Gal I Leó. GENGISSKRÁNING Nr. 175 14. september 1990 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi Dollari 56,49000 56,65000 56,13000 Sterlp. 106,51200 06,81400 109,51000 Kan. dollari 48,60000 48,73700 49,22600 Dönsk kr. 9,44250 9,46930 9,46940 Norsk kr. 9,31100 9,33740 9,35810 Sænsk kr. 9,80980 9,83760 9,83100 Fi. mark 15,31520 15,35850 15,38020 Fr. franki 10,74360 10,77410 10,80510 Belg. franki 1.75080 1,75580 1,76430 Sv. franki 43,26910 43,39170 43,88580 Holl. gyllim 31,93420 32,02460 32,15240 Þýskt mark 35,99350 36,09540 36,22460 ít. Ilra 0,04825 0,04839 0,04895 Austurr. sch. 5,11220 5,12670 5,14550 Port. escudo 0,40680 0,40800 0,41180 Sp. peseti 0,57280 0,57450 0,58660 Jap. yen 0.41354 0.41471 0.39171 irskt pund 96,58400 96,85700 97,17500 SDR (Sérst.) 78.78490 79,00810 78,34460 ECU.evr.m. 74,52440 74,73550 75,23670 Tollgengi fynr sepfember er sölugengi 28. ágúst. Sjálf- virkur símsvari gengisskránmgar er 62 32 70. Eitt af verkum Guðnýjar Magn- úsdóttur. ■ VIKUNA 16.-23. september verður kynning á leirkeijum og keramiki eftir leirlistamanninn Guðnýju Magnúsdóttur í Galleríi 8, Austurstræti 8. Verkin verða til sýnis og sölu í glugga gallerísins og í galleríinu sjálfu á venjulegum verslunartíma og um helgar. Guðný hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á íslandi, Norð- urlöndunum, Frakklandi, Japan og Bandaríkjunum. ■ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Blindrabóka- safni íslands: „Morgunblaðið birti á fimmtudag frétt um að Pétur Pét- ursson héfði lesið _Bör Börson hjá Blindrabókasafni íslands og ætti að útvarpa sögunni sem framhalds- sögu á Aðalstöðinni. Umræddur lestur fór ekki fram í Blindrabóka- safni Islands, sem er opinber stofn- un undir menntamálaráðuneytinu, heldur í Hljóðbókagerð Blindrafé- lagsins, en það er í eigu félagsins. Bæði Blindrabókasafn íslands og Hljóðbókagerð Blindrafélagsins eru til húsa í Hamrahlíð 17 og því er þessum tveimur stofnunum oft ruglað saman. Bör Börson er þó til í Blindrabókasafni íslands í lestri Kristins Gíslasonar og er þar til útlána fyrir fólk sem á í erfiðleikum með að lesa af hefðbundinni bók.“ FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 14. september. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð(kr.) Þorskur 92,00 92,00 92,00 0,937 86.204 Smáþorskur 74,00 74,00 74,00 0,089 6.586 Ýsa 160,00 79,00 131,08 4,388 575.167 Karfi 53,00 47,50 52,04 2,626 136.669 Ufsi 44,50 44,50 44,50 1,204 53.563 Steinbítur 84,00 75,00 77,90 1,830 142.549 Langa 65,00 65,00 65,00 0,285 18.502 Lúða 320,00 320,00 320,00 0,049 15.680 Grálúða 15,00 15,00 15,00 0,050 750 Koli 88,00 88,00 88,00 0,332 29.216 Skötuselur 173,00 173,00 173,00 0,024 4.152 Samtals 90,50 11,813 1.069.038 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 103,00 91,00 94,35 3,170 299.098 Ýsa 170,00 110,00 ' 161,54 0,663 107.101 Ufsi 40,00 37,00 38,51 0,434 16.712 Steinbítur 75,00 75,00 75,00 0,192 14.400 Langa 70,00 70,00 70,00 0,036 2.520 Skarkoli 65,00 60,00 64,06 0,090 5.765 Blandaður 29,00 26,00 27,05 0,020 541 Undirmál 73,00 73,00 73,00 0,263 19.199 Samtals 95,59 4,868 465.336 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 140,00 10,00 92,23 1,030 94.995 Ýsa 129,00 89,00 102,80 2,080 213.820 Háfur 5,00 5,00 5,00 0,005 25 Ufsi 45,00 30,00 32,38 0,946 30.630 Steinbítur 70,00 70,00 70,00 0,032 3.340 Blá & Langa 50,00 50,00 50,00 0,063 3.150 Lúða 435,00 435,00 435,00 0,007 3.045 Grálúða 56,00 56,00 56,00 0,010 560 Skarkoli 59,00 54,00 56,48 0,302 17.058 Lax 137,00 137,00 137,00 0,033 4.521 Keila 25,00 25,00 25,00 0,025 625 Samtals 81,77 4,533 370.669 1 dag var meðal annars seldur þorskur af Þorleifi (200 kg) á 140 krónur. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA SKIPASÖLUR í Bretlandi 10. til 14. september. Þorskur 169,25 37,650 6-372.330 Ýsa 158,39 10,185 1.613.160 Ufsi 64,90 7,650 496.481 Karfi 88,25 0,520 45.891 Koli 101,39 0,570 57.789 Blandaður 132,41 2,930 387.955 Samtals 150,80 59,505 8.973.608 Selt var úr Garðey SF 22 13/9 í Hull. Þá seldi Otto Wathne í Grimsby 13.9. sl., 67,9 tonn fyrir 12.611 þúsund kr., meðalverð 185,70 kr. pr kg. Sundurlið- un hafði ekki borist Aflamiðlun í gær. GÁMASÖLUR í Bretlandi 10. til 14. september. Þorskur ■ 176,97 253,992 44.949.887 Ýsa 145,81 260,341 37.959.685 Ufsi 67,25 22,046 1.482.504 Karfi 91,77 16,740 1.536.300 Koli 107,48 118,741 12.225.173 Grálúða 115,64 0,250 28.910 Blandaður 126,82 94,611 11.998.527 Samtals 144,65 761,722 110.180.989 SKIPASÖLURíBremerhaven íVestur-Þýskalandi 10. til 14. september. Þorskur 145,61 2,140 311.595 Ýsa 123,02 0,431 53.023 Ufsi 96,20 7,896 759.599 Karfi 97,81 369,701 36.159.500 Blandaður 107,44 14,067 1.511.344 Samtals 98,41 394,235 38.795.064 Selt var úr Engey RE 1 10/9, Stálvík Sl 1 12/9 og Skafta SK 3 14.9. Olíuverð á Rotterdam-markaði 1. ág. -13. sept., dollarar hvert tonn BENSIN 3. ág. 10. 17. 31. 7. sept. GASOLIA 350" 325- 300 " 260/ 275-----------------M-----------— 258 250 ^ 225 ——--------------------- 200-^—---------------r-------------------- 3. ág. 10. 17. 24. 31. 7. sept.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.