Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990 Minning: Iðunn Jónsdóttir Fædd 17. júlí 1908 Dáin 9. september 1990 Atvikin höguðu því svo að hjónin Iðunn Jónsdóttir og Sigurður Jak- obsson frá Þórshöfn urðu nágrann- ar mínir þegar þau fluttust til Húsavíkur fyrir 12 árum. Þessi eldri hjón buðu af sér einstaklega góðan þokka vegna snyrtimennsku. Þar höfðum við eignast góða gi-anna. Iðunn bjó þá þegar við heilsubrest og það var því frekar að við Sigurð- ur ræddum saman yfír grindverkið milli garðanna um framgang jarð- argróðurs og önnur brennandi nytjamál erlendis í rúm tvö ár á fyrrihluta síðasta áratugar. En síðustu fímm árin urðu kynnin miklu nánari vegna vanheilsu Ið- unnar, en hún var asmaveik og lagðist sá sjúkdómur mjög þungt á hana, einkum síðustu árin. Það er erfítt hlutskípti að vera haldinn langvinnum sjúkdómi sem stundum blundar, en er þó ávallt nálægur og getur blossað upp þeg- ar minnst varir eða þegar verst stendur á. Það reynir á þrekið, á manneskjuna. Þannig getur asminn verið og þannig lék hann Iðunni. Hún þurfti oft að neyta allra krafta til að komast í gegnum köstin. Það þarf sterk bein til að standa slíkt af sér um áraraðir. Iðunn var greind kona og glsesi- leg, skoðanaföst og vinaföst. Þrátt fyrir sinn erfíða sjúkdóm hélt hún ávallt reisn sinni og var alltaf svo vel til höfð að eftirtekt vakti. Og þrátt fyrir erfíðleikana var alltaf stutt í glettnina og stundirnar með henni urðu því gefandi og eftir- minnilegar. Og það er fyrir þær sem ég vil þakka með þessari stuttu kveðju. Ég votta eftirlifandi manni henn- ar, Sigurði Jakobssyni, dætrum og fjölskyldum þeirra, mína dýpstu samúð. Gísli G. Auðunsson t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Nóatúni 32, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt föstudagsins 14. september. Börnin. t Elskuleg dóttir okkar, HAFDÍS S. ALFREÐSDÓTTIR, Gnoðarvogi 30, andaðist í Landakotsspítala 13. september. Fyrir hönd aðstandenda, Jónina Jónsdóttir, Alfreð Antonsen. Kristm Júliusdóttir, Anika Sjöfn Berndsen, Gerður Berndsen, Margrét Berndsen, Sólveig Berndsen, Jóhanna Sigríður Berndsen. t Bróðir okkar, BJARNI PÁLSSON frá Seljalandi, sem andaðist á Sólvangi 9. september verður jarösunginn frá Kapellu kirkjugarðsins í Hafnarfirði, mánudaginn 17. september kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hins látna láti Sólvang njóta þess. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Helga Pálsdóttir. + Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR D. HÁLFDÁNARDÓTTUR, Rauðarárstíg 22, verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. septemberkl. 15. Margrét Ólafs. Daly, Robert Daly, Hálfdán D. Ólafsson, Steinunn H. Óiafsdóttir, Pétur Guðmundsson, Álfhildur Ólafsdóttir og barnabörn. Falls er von af fornu tré, — með þessum orðum byijar Jón í Garði fallegt minningarljóð um sveitunga sinn. Það á vel við nú að taka eins til orða, þegar minnst er Iðunnar dóttur hans, sem lést á Húsavík sl. sunnudagsmorgun 9. september, 82 ára að aldri. Hún hafði lengi barist við erfíðan sjúkdóm. Ég kom að sjúkrabeði hennar stutta stund á síðasta vetri. Frá henni stafaði sömu hlýju og áður. Augun lýstu af kímni og mildi, en þó leyndi sér ekki, að hún var orðin þreytt. Iðunn fæddist á Höskuldamesi á Sléttu 17. júlí 1908, en fiuttist með foreldrum sínum að Garði í Þistil- fírði tveggja ára. Þaðan var Krist- rún móðir hennar, dóttir Einars bónda þar Kristjánssonar og Járn- bráar Einarsdóttur, sem komin voru af bændaættum þar í héraði. Jón, faðir Iðunnar, var fæddur að Klifs- haga í Öxarfírði, sonur Kristínar Bjarnadóttur og Guðmundar Þor- valdssonar hreppstjóra og bónda þar. Um Garð lá áður þjóðbrautin yfír Öxarfjarðarheiði og var þar löngum gestkvæmt, enda heimilið rómað fyrir góða aðhlynningu og rausnarskap. Kristrún tók við ljós- móðurstörfum af móður sinni 1905 og gegndi þeim störfum í nærfellt hálfa öld. Henni er lýst svo, að hún hafí gengið „hæglát, örugg og mild“ að starfí sínu og að frá henni hafi stafað „traust og styrkur". Jón í Garði var mikill og óvenju- legur persónuleiki og skáld. Hann veiktist af liðagigt 21 árs. Það kom þó ekki í veg fyrir, að hann tæki snemma þátt í sveitar- og héraðs- málum og hefði brátt með höndum flest þau ábyrgðarstörf, sem einum bónda verða falin. Hann var allra manna skemmtilegastur, mælsku- maður og mannasættir. Iðunn var elst þriggja systkina. Baldur, fæddur 1914, var bóndi á Garði, kvæntur Margréti Jakobs- dóttur úr Kollavík, lést 1963. Yngstur var Ari, fæddur 1918 en lést 18 ára að aldri, mikill efnismað- ur. Iðunn fór í unglingaskólann að Lundi í Öxarfírði, en veiktist af berklum rúmlega tvítug og var tvö ár á Kristneshæli, einn af fýrstu sjúklingunum þar. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur, þar sem hún dvald- ist um tveggja ára skeið og nam kjólasaum. Fór síðan aftur heim í Garð. Hún giftist Sigurði Jakobs- syni 25. júlí 1937, og voru þau í Kollavík tvö fyrstu hjúskaparárin með foreldrum Sigurðar, Kristjönu Jónsdóttur og Jakob, sem var sonur Sigurðar í Hólsseli Þorsteinssonar, sem var landskunnur fyrir rausn og vænleik sauða sinna. Árið 1939 fluttust þau Iðunn og Sigurður til Þórshafnar og bjuggu fyrsta veturinn hjá Karli Hjálmars- syni kaupfélagsstjóra. Festu kaup á húsinu Eyri árið 1941, þar sem þau bjuggu í 20 ár. Þá reistu þau glæsilegt einbýlishús við Fjarðar- veg, sem þau kölluðu Garð. Árið 1978 fluttu þau síðan til Húsavík- ur, þar sem dætur þeirra höfðu sest að. Minning: Þorsteinn Kristleifs- son, Gullberastöðum Fæddur-4. október 1890 Dáinn 7. september 1990 Foreldrar Þorsteins voru Krist- leifur Þorsteinsson bóndi og fræði- maður á Stóra-Kroppi í Reykholts- dal og fyrri kona hans Andrína G. Einarsdóttir frá Urriðafossi í Árnes- sýslu, hálfsystir sammæðra við sr. Magnús Andrésson prest á Gils- bakka. Það stóðu að honum sterkir stofnar í báðum ætturh. Þorsteinn ólst upp hjá foreldrum við almenn sveitastörf. Heimili Kristleifs var menningarheimili og sú menntun sem slík heimili gáfu var dijúg, hann var einnig tvo vetur við nám í unglingaskóla í Hjarðarholti í Dölum. Hann stundaði sjó í margar vertíðir og marga vetur stundaði hann barnakennslu í uppsveitum Borgarfjarðar. Hann auðgaði anda sinn með lestri góðra bóka og hafði snemma áhuga fyrir landi og þjóð og öllu því sem við nefnum í dag, þjóðleg fræði. Hann kvæntist Kristínu Vigfús- dóttur frá Gullberastöðum, glæsi- legri gæðakonu, þau bjuggu fyrst í Hægindi í Reykholtsdal og svo 1923-65 á Gullberastöðum í Lund- arreykjadal, þar sem hann gegndi mörgum störfum fyrir sveit sína, lengi oddviti og var gerður að heið- ursfélaga Búnaðarfélags Lundar- reykjadals. Hvert það sæti sem hann skipaði var vel skipað, hvort sem það var skepnuhirðing og hey- skapur, við árina á sjónum, við barnakennslu eða við skrifborðið því þar sat hann löngum, arfurinn frá föðurnum leyndi sér ekki, fræðahneigðin, þar var hann sem annars staðar heill í störfum og vandaður. Fræðaþulur sem unni bæði máli og málefni, sama hvert verkefnið var í það og það sinnið. Heimilið á Gullberastöðum var rómað fyrir gestrisni og alúð við gangandi og gest. Þar stóð Kristín kona hans við hlið hans og í huga þeirra sem kynntust voru þau óijúf- anleg heild, spegilmynd þess besta sem við eigum í þjóðlífi okkar ís- lendinga. Þau eignuðust ekki börn, en tvær stúlkur urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp á heimili þeirra sem þeirra börn. Þær nutu ástar þeirrar og umhyggju sem þær svo endurguldu honum bæði fyrr og síðar og ekki síst nú er halla fór undan fæti með heilsu hans. Og hann gladdist svo innilega og naut umhyggju þeirra. Hafi þær þökk fyrir allt sem þær voru þeim fóstur- foreldrum sínum og ekki síst nú honum háöldruðum. Eftir lát Kristínar 1966 flutti hann í Borgames bjó þar um tíma með Jórunni systur sinni, en eftir að hún var látin bjó hann einn. í Borgarnes lá leiðin oft til Þorsteins og alltaf var hann eins, gott skap og gleðin ljómaði af honum. Þegar hann rifjaði upp gamlar minningar talaði um löngu horfnar persónur eins og þær væru hjá okkur í eld- húsinu, hjá honum. Minntist t.d. á að í gamla daga hefði hann þekkt mig áður en ég vissi að hann var til og það er rétt hann kom að Syðstufossum þegar ég var á fímmta ári (1912) og talaði við mig. Ferðafélagi hans taldi hann eyða of mörgum orðum á strákinn. Þorsteinn svaraði til að það væri kannske nóg núna, en þessi ætti eftir að verða góðkunningi sinn, hinn hló. En þessi varð raunin Þor- steinn Kristleifsson er einn þeirra sem ég má telja sem vin. Og ég þakka honum óteljandi samveru- stundir í umræðu um sameiginleg hugðarefni, þar sem hann yfírleitt var veitandi en ég þiggjandi. Minni hans var trútt alveg fram á næst Erna er gift Haraldi Jóhannes- syni mjólkurfræðingi. Synirnir eru þrír og ein dóttir, Iðunn. Þórhalla er gift Bjarna Aðalgeirs- syni útgerðarmanni og eiga þau þijá sonu. Það var jafnan gestkvæmt á heimili þeirra Iðunnar og Sigurðar og tíðum næturgestir, enda voru þau rausnarleg heim að sækja. Þau hjón vora samhent og heimili þeirra endurspeglaði listfengi þeirra og myndarskap. Iðunn gekk að hús- móðurstörfum sínum hæglát, öragg og mild sem móðir hennar. Hún hafði erft hagmælsku föður síns, þótt hún léti lítið á því bera, var glettin og hrókur alls fagnaðar í vinahóp. Vinur vina sinna. Sigurður var gjaldkeri Kaupfé- lags Langnesinga frá 1939 til 1977 og naut vinsælda og einstaks trausts í starfí sínu. Hann er dverg- hagur og fæst enn við tréskurð, sem ber listrænu handbragði hans glöggt vitni. Iðunn fylgdi Sjálfstæðisflokkn- um fast að málum og höfum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins not- ið mikillar gestrisni á heimili þeirra Sigurðar. Eg er þakklátur fyrir _að hafa notið vináttu þeirra hjóna. Ég á í fóram mínum tvo hluti, sem mér eru kærir, ask, skorinn út af Sigurði, og Ljóðmæli Jóns í Garði með kveðju frá Iðunni. Sú gjöf er mér kærari en ella fyrir þá sök, að vinátta var með þeim Jóni og Bene- dikt Sveinssyni afa mínum. Nú, þegar Iðunn Jónsdóttir er kvödd, er þungur harmur kveðinn að Sigurði og fjölskyldunni. Þessar línur bera þeim hlýjar kveðjur okk- ar hjóna, sem ég lýk með því að vitna til niðurlagsorða í útgöngu- sálmi Jóns í Garði: Vígðu helgum himins eldi hjðrtu vor. Ó, Drottinn minn! Og að loknu lífs vors kveldi lyft oss blítt í faðminn þinn. Halldór Blöndal síðasta ár og undravert. Og hann sagði aldrei það öruggt sem ekki var það. Ég tel það gæfu mína að hafa kynnst þeim hjónum Kristínu og Þorsteini, ég þakka þeim margar gleðistundir heima á Gullberastöð- um og ég þakka honum allar stund- imar með honum og ég ætla að geta þeirrar síðustu sem ég veit að ég man þar til ég verð allur. Þriðjudaginn 4. sept. frétti ég að hann væri kominn á spítalann á Akranesi. Daginn eftir fór ég þang- að að vita hvernig honum liði. Hann lá með lokuð augun, andlitið var svo einkennilega frítt, hrukkulaust eins og hann væri orðinn ungur í annað sinn. Ég heilsaði honum með nafni, hann aðeins opnaði augun og lokaði þeim aftur, ég sagði hon- um hver ég var. En fékk engin við- brögð við því að hann þekkti mig. Ég tók í höndina sem lá á rúminu, stóð kyrr og í huganum kvaddi ég þarna góðan og göfugan mann, þakkaði alla fræðsluna og vináttuna gegnum árin og bað hann þegar hann kæmi yfír landamærin að skiía kveðjum. Guð blessi þessa minningu. Ari Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.