Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 27
félk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990 27 COSPER COSPER ©PIB — Þetta er hræðilegt, læknir, maðurinn minn heldur að hann sé hestur UPPLVSINGAR: SÍMSVARI 681511 • LUKKULÍNA 991002 SJOSLYS Erfitt að vita af mann- inum aftur á sjónum Hákon ætlar strax aftur á sjóinn Þar> segir Gerður Helgadóttir, eig- og ég veit að það verður mjög inkona Hákons Hákonarsonar, skip- erfitt fyrir mig að vita af honum stjórans á Vöggi. Vöggur strandaði rétt vestan við Þjórsárósa í lok ágúst. Hákon var að feija bátinn ásamt Einari Matthíassyni til Breið- dalsvíkur en þangað hafði hann verið keyptur. Einar er ósyndur og brá Hákon taug utan um hann áður en þeir hentu sér í sjóinn og dró hann síðan til sín upp á sker sem hann komst upp á. Þaðan bjargaði síðan þyrla Landhelgisgæslunnar þeim. Hákon býr ásamt Gerði á Breiðdalsvík og eiga þau tvö börn, Dönu Rún, sem er fjögurra ára og Helga sem er eins árs. Þá á Hákon tvær dætur frá fyrra hjónabandi þær Svövu Björk, þrettán ára, og Iris Dögg, tíu ára. Þær búa í Svíþjóð. „Það var hringt í mig um nóttina tveimur klukkustundum eftir að þetta gerðist. Mér varð auðvitað mjög hverft við en ég fékk að tala við Hákon strax á spítalanum þann- Morgunblaðið/Edda Siguijónsdóttir Hákon og Gerður ásamt börnunum sínum Dönu Rún og Helga. ig að það var strax betra,“ sagði Gerður. Hákon kom svo ekki heim fyrr en viku síðar. Hann flaug á Egilsstaði og fór Gerður og sótti hann þangað. „Vissulega hefur maður það allt- af bak við eyrað að eitthvað þessu líkt geti gerst en maður reynir samt að forðast að hugsa um það. Það þýðir ekkert að vera að gera það. Hákon ætlar að drífa sig strax aft- ur á sjóinn og ég veit að mér á eftir að finnast það mjög erfitt að vita til hans þar. Það tekur svo mikið á mann þegar eitthvað svona gerist. Hann er búinn að fá annan bát og fer um Ieið og verður gott veður,“ sagði Gerður. HYITIVIKINGURINN Kristniboð á víkingaöld Gerð kvikmyndarinnar Hvíti víkingurinn undir stjórn Hrafns Gunnlaugssonar vekur at- hygli í Noregi. Oftar en einu sinni hefur verið sagt frá henni með stórum myndum í blaðinu Aften- posten. Hér birtist nýjasta myndin sem þar kom og sýnir hún norsa leikarann Tomas Norström í hlut- verki Þangbrandar biskups. Ætlunin er að myndin verði til- búin bæði til sýninga í kvikmynda- húsum og sem þáttaröð í sjón- varpi á árinu 1992. Fjárhagsáætl- un fyrir myndina nemur um 350 milljónum króna. Undanfarið hafa leikarar og tæknimenn verið við störf á Akur- ey í skeijagarðinum fyrir utan Fredrikstad í Noregi. Þar hafa verið mynduð atriði er sýna Ólaf konung Tryggvason í kristniboðs- leiðangri árið 999. Leikararnir tala saman á íslensku í myndinni og koma því flestir héðan. Eftir að tökum lýkur á Akurey heldur hópurinn hingað til lands en síðan verður myndinni lokið með upptöku á inniatriðum í kvik- myndaveri í Jar í Noregi. Er ætl- unin að þessum hluta kvikmynda- gerðarinnar verði lokið í byijun desember en fullbúin verði myndin til sýningar á árinu 1992. BANDARIKIN Kitty Dukakis lýsir eitur- fíkn í nýrri bók Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ræða opinskátt-um samkvæmislífið og fíkniávana sinn. Verður hún í sjónvarps- og útvarpsstöðvum til að kynna bók sína. Kitty Dukakis Reuter Inýrri bók „Now yoy know“ eða Þá vitið þið það, skýrir Kitty Dukakis, eiginkona Michaels Duk- akis, forsetaefnis demókrata 1988, frá því að hún hafí drukkið hársp- íra, rakspíra og ýmislegt annað til að komast í vímu. Valdir kaflar úr bókinni birtust í septemberhefti tímaritsins „Good Housekeeping" og munu birtast í ýmsum dagblöðum nú um helgina. Kitty Dukakis verður mjög í sviðsljósinu á næstunni og mun Kitty Dukakis, sem er 53 ára, fór í sjúkrameðferð í nóvember sl. eftir að hafa drukkið tréspíritus. „Ég er brjálsjúkur þunglyndissjúkl- ingur,“ skrifar hún á einum stað. „Þeim kafla í lífi mínu er augljós- lega ekki lokið. Ég er enn að beij- ast við að ná fótfestu á ný í lífinu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.