Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990 G //$— Staöan á ýmsum tímum Hálfleikur Urslit Mín spá 1 x 2 12 réttir Arsenal : Chelsea Coventiy : Wimbledon Crystal Palace : Nott. Forest Derby : Aston Villa Leeds : Tottenham Manchester City : Norwich Queens Park R. : Luton Southamton : Sheffield Utd. Sunderland : Everton Millwall : Ipswich Swindon : Middlesbro West Ham : Wolves BYKO KNATTSPYRNA / 1. DEILD í síðustu viku var potturinn þrefaldur. 24 seðlar komu frám með 12 réttum og var vinningurinn fyrir hveija röð 43.324 krónur. Annar vinningur var 1.317 krónur, en 424 raðir voru með 11 rétta leiki. 3.443 raðir voru með 10 rétta, en vinningurinn náði ekki 200 kr. á röð og fluttist því upp. Kópavogsbúar - Breiðabliksmenn Kópavogsvöllur ■ ^ . ... 2. deild Breiðablik - Tindastóll í dag kl. 14:00 Styðjum strákana! - mætum öll á völlinn. Tryggjum þeim sæti í 1. deild Nú leikurinn Lokaumferðirnarí 1. og 2. deildar- keppninni fara fram í dag AUKS k10d11-196 BINGO! ÍSLANDSMEISTARARNIR í knattspyrnu verða krýndir í dag. Spennan er í hámarki og möguleiki er á að meistararnir verði krýndir á þremur stöðum - á Laugardaisvellinum, KR- vellinum og íVestmannaeyjum. Spennan í 2. deild er einnig mikil. Breiðablik og Fylkir berj- ast um að fylgja Víði upp í 1. deild og fjögur lið berjast um tilverurétt sinn í 2. deild. Toppbaráttan í 1. deld er tvíþætt, því að einnig það lið sem lendir í öðru sæti tryggir sér farseðil í UEFA-bikarkeppnina í sárabót. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að mikil taugaspenna er í herbúðum þeirra liða, Fram, KR, ÍBV og Val, sem beijast um íslandsmeistaratitilinn og þá sérstaklega stuðningsmönn- um liðanna. Framararar fá Valasmenn í heimsókn í Laugardal kl. 14 og á sama tíma leikur KR gegn meistur- um KA og ÍBV leikur gegn Stjörn- unni í Eyjum. Fram og KR eru með 35 stig, en markatala Fram er betri, eða 22 í plús. KR er með tólf mörk í plús. ÍBV er með 34 stig og fimm mörk í plús og Valur er með 33 stig og níu mörk í plús. Möguleikarnir eru margir í sam- bandi við hver hampar meistaratitil- inum. ■Fram verður íslandsmeistari með sigri. ■KR þarf sigur til að fá meistara- titilinn, en þá verður Fram að gera jafntefli eða tapa. ■ÍBV þarf einnig sigur til að fá íslandsbikarinn, en þá verður Fram og KR að gera jafntefli. ■Valsmenn verða einnig að vinna til að meistaratitilinn verði þen-ra, en þá verður KR að tapa og ÍBV að gera jafntefli eða tapa. ■Fram dugar jafntefli gegn Val, ef KR og IBV gera jafntefli eða tapa. KR dugar jafntefli, ef Fram tapar og ÍBV gerir jafntefli. Markatala getur einnig ráðið úr- slitum. ■Valsmenn verða meistarar ef þeir vinna Framara með fjögurra marka mun, KR geri jafntefli og ÍBV tapi. ■KR-inar þurfa að vinna með tólf marka mun, ef Framarar vinna með eins marka mun, til að meistaratit- illinn verði þeirra. Möguleikarnir eru margir. Eitt er víst að spennan verður mikil. 2. deild Baráttan er einnig hörð í 2. deild. Breiðablik og Fylkir beijast um að fylgja Víði upp í 1. deild. Blikarnir eru með 31 stig, en Fylkir 30. Markatala Fylkismanna er miklu betri, þannig að Blikarnir þurfa helst sigur gegn Tindastóli í Kópa- vogi til að tryggja sér 1. deildar- sæti. Fylkir leikur í Grindavík, en Grindavík er í fallbaráttu ásamt Tindastól, Leiftri og KS. Leiftur fær KS í heimsókn. Allir leikirnir í 1. deild og 2. deild heíjast kl. 14. í dag. Grindavíkurvöllur, 2. deild / dag kl. 14. Nú eru Grindvíkingar hvattir til að mæta á völlinn og styðja vel við bakið á sínum mönnum. Með hverjum fullorðinsaðgöngumiða fylgir trefill til stuðningsmanna UMFG. Frítt fyrir 15 m og yngri. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Allir á völlinn. LYSI ^ Stakkavík hf. Hefst kl. 13.30 Aðalvinningur að verðmæti ________100 bús. kr._______ il i? Heildarverðmæti vinninqa um __________300 þús. kr._______ TEMPLARAHOLLIN Eiríksgötu 5 — S. 20010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.