Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990 25 Minnin: Bjami Sigurbjörns- son fráHænuvík Fæddur 24. nóvember 1916 Dáinn 10. september 1990 Bjami Sigurvin Sigurbjörnsson andaðist að morgni 10. september, á Borgarspítalanum í Reykjavík. Hann fæddist 24. nóvember árið 1916 á Geitagili í Rauðasands- hreppi, sonur hjónanna Ólafíu Magnúsdóttur frár' Hnjóti og Sigur- bjarnar Guðjónssonar bónda á Geitagili í sömu sveit. Bjarni var næst elstur sinna systkina. Þegar hann var fárra ára fluttust foreldr- ar hans að Hænuvík, þar sem hann ólst upp í stórum hópi systkina. Og þar átti hann heima þar til þau hjón fluttu á Patreksfjörð fyrir fáum árum. Heimilið í Hænuvík var mik- ið menningarheimili. Foreldrar Bjarna voru bæði mjög félagslynd og tóku mikinn þátt í félagsmálum sveitarinnar. Þá voru ungmennafé- lögin í miklum blóma og voru þau þar framarlega í flokki. Þau voru mjög söngelsk og Sigurbjöm var góður orgelleikari. Sömuleiðis var hann mikill samvinnumaður, og var lengi framkvæmdastjóri kaupfé- lagsins í sveitinni og með rekstur þess á sínu heimili. Það var því æði oft gestkvæmt á heimilinu á þeim árum þegar mest var farið gang- andi á milli bæja. Bjarni ólst því upp í því andrúms- lofti að vera góður gestgjafi. Ég var ekki gamall er ég fór að koma fyrst inn á þetta heimili, en þær voru systur mæður okkar og mjög kært á milli þeirra. Mér fannst eins og ég ætti þar annað heimili frá því ég kom þar fyrst. Þetta breytt- ist ekki þó Bjarni og Dæja stofnuðu sitt heimili og foreldrar hans flyttu burt. Það væri af nógu að taka ef rifja ætti upp þó ekki væri nema lítið af því sem við Bjarni áttum saman að sælda þau ár sem við vorum nágrannar, oft þurfti ég að leita til hans með viðgerðir á vélum og fleira. Þá voru ótaldar ferðirnar sem hann og fleiri fóru fyrir mig að ná kindum úr klettum, en Bjarni var einn af færustu bjargmönnum sveitarinnar. En það er svo margs að minnast og sumt sem ég get ekki komið orðum að. Ég þakka Bjarna, konu hans og bömum fyrir samfylgdina, engu síður fyrir strjála samfundi á seinni árum, eftir að lengi-a varð á milli okkar. Þessi fátæklegu orð eru skrifuð mér til hugarhægðar, með þakklæti fyrir allt, og þá vona ég að ég tali fyrir hönd systkina minna og okkar venslafólks. Dagbjörgu, börnum þeirra og tengdabörnum, votta ég hugheilar samúðarkveðjur. Ingvar I dag er til moldar borinn í Sauð- lauksdalskirkjugarði Bjarni Sigur- björnsson, fyrrum bóndi í Hænuvík. Bjarni var fæddur að Geitagili í Orlygshöfn, sonur hjónanna Ólafíu Magnúsdóttur og Sigurbjörns Guð- jónssonar, sem lengi bjuggu í Hænuvík við Patreksfjörð. Heimili þeira hjóna mátti með sanni teljast menningarheimili eins og þau gerð- ust best til sveita á þeirri tíð og gestrisnin rómuð. Börnin urðu mörg og því þröngt á þingi að jafnaði. Bjarni vandist því snemma að taka tillit til náungans, lifa í friði við skyldmenni jafnt sem vandalausa. Hann var ungur fyrir þeirri raun að missa fjögur stálpuð systkini úr hinum mannskæðu berklum, en „hvíti dauðinn“ hjó stórt strand- högg í raðir æskufólks í Hænuvík á kreppuárunum. Harmurinn var stór, en hann var borinn í hljóði. Karlmennskan var aðalsmerki Bjarna og óbugaður var hann til hinstu stundar, þrátt fyrir langvinnt og erfitt sjúkdómsstríð. Arið 1946 gekk Bjarni að eiga Dagbjörgu Unu Ólafsdóttur, sem alist hafði upp í Hænuvík, en þar var jafnan margbýlt á þessum Minning’: Stefán Jóhannes- son íBakkakoti Fæddur 27. desember 1895 Dáinn 14. apríl 1990 Stefán Jóhannesson, fyrrverandi bóndi í Bakkakoti í Lýtingsstaða- hreppi, andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 14. ágúst sl., og var þá kominn nokkuð á 95. aldurs- ár sitt. Þegar árin eru orðin svo mörg og lítið við að vera í þessum heimi, má segja að hvíldin sé kær, en engu að síður fylgir brottför þessa mæta manns söknuður og tregi hjá öllum þeim sem þekktu hann og áttu að vini um lengri eða skemmri tíma. Stefán Jóhannesson var fæddur á Nautabúi í Lýtingsstaðahreppi 27. desember 1895. Foreldrar hans voru Guðrún Guðmundsdóttir frá Geirmundarhóli í Hrolleifsdal og Jóhannes Sigurgeirsson, sem þá fékkst við kennslu og fleiri störf í sveitinni. Ekki stofnuðu þau til hjú- skapar og hvarf Jóhannes um þetta leyti af landi brott og slóst í hóp útflytjenda til Vesturheims. Stefán hafði því aldrei neitt af föður sínum að segja og ólst upp á vegum móð- ur sinnar, sem var í vistum á ýms- um bæjum um framanverðan Skagafjörð um árabil. Með dugnaði og eljusemi tókst Guðrúnu að koma syni sínum nokkuð til mennta og lauk hann námi í Hvítárbakkaskóla. Sú námsdvöl varð honum drjúgt veganesti út í lífið og var hann vel að sér um marga hluti. Bókhneigð- ur var hann alla tíð og las mikið. Einnig skrifaði hann skýra og fagra rithönd, svo að af bar. Frá unga aldri starfaði Stefán sem vinnumaður á ýmsum stöðum og sem slíkur réðst hann að Bakka- koti vorið 1922. Þar bjuggu þá hjón- in Oddný Sigurrós Sigurðardóttir og Hjálmar Jónsson með þremur börnun sínum ungum, þeim Sig- urði, Helgu og Jóni Rafnar. Þetta fyrsta sumar Stefáns í Bakkakoti veiktist Hjálmar bóndi og andaðist. Oddný hélt áfram búskap og gerð- ist Stefán ráðsmaður hjá henni. Þau gengu síðan í hjónaband árið 1923 og bjuggu samfellt í Bakkakoti til 1938. Eftir það dvöldust þau á ýmsum stöðum í Skagafirði og lengst á Hofi við Varmahlíð eða frá 1943 til 1949, er þau fluttust til Akureyrar, þar sem þau áttu síðan heima til æviloka. A Akureyri stundaði Stefán ýmis störf, en lengst vann hann þar við Ullar- þvottastöðina og hélt því áfram til 75 ára aldurs. Þegar aldur færðist yfir, brugðu þau Stefán og Oddný á það ráð að fara á Elliheimilið í Skjaldarvík árið 1982. Oddný and- aðist árið 1984, en Stefán dvaldist áfram í Skjaldarvík, þar til fyrir ári, er hann fór á hjúkrunardeild Hlíðar á Akureyri. Þau Oddný og Stefán eignuðust fimm börn. Tvö þeirra dóu í æsku, Aðalsteinn og Sigrún Jóhanna, en upp komust Hjálmar Alexander, trésmíðameistari í Kópavogi, Sig- rún og Hrefna, báðar húsmæður í árum. Dagbjörg var dóttir hjónanna Gróu Brandsdóttur og Ólafs Péturs- sonar, sem síðast bjuggu í Hænuvík, áður á Sellátranesi. Þau Bjarni og Dagbjörg settu saman bú í Hænuvík á 'A hluta jarðarinn- ar. Olnbogarýmið var ekki mikið, enda sótti húsbóndinn löngum vinnu út fyrir heimilið, síðast og lengst sem ýtustjóri við vegagerð og jarðarbætur, sem mjög var unn- ið að á þessum slóðum eftir miðja öldina. Munu þeir fáir vegslóðarnir í vesturbyggðum Barðastrandar- sýslu sem Bjarni í Hænuvík nálgað- ist ekki einhvern tíma með ýtutönn að vopni, veltandi stórgrýtisbjörg- um, skerandi snarbrattar skriður eða öslandi ótræðismýrar. Stóru verkefnin heilluðu hann jafnan, hugurinn festist lítt við daglegt dund. En þar sem hafið mætir klett- óttri strönd vann hann sín stærstu afrek. Þar átti hann einnig sínar sælustustundir. Hann var á yngri árum með færustu bjargmönnum sveitarinnar og lagði m.a. gjörva hönd að hinu frækilega björgunar- afreki við Látrabjarg 1947. Þá stundaði hann mikið sjómennsku framan af ævi. Kjarkurinn og æðru- leysið var gott veganesti við slík störf á styijaldarárunum. Hin síðari búskaparár í Hænuvík rýmkaðist hagur þeirra Hænuvíkur- hjóna, hálflendan í Hænuvík (ytri jörðin) losnaði úr ábúð um miðjan 7. áratuginn, börnin komust á legg Reykjavík. Öll eru þau systkin fjöl- skyldufólk og minnast þau nú sehi og börn þeirra og barnabörn afa á Akureyri með hlýju, virðingu og þökk í huga. Stefán Jóhannesson var hljóðlátur og hógvær maður sem jafnan rækti sín störf af skyldurækni og trúmennsku. Að upplagi var hann fíngerður og list- rænn. Mikið yndi hafði hann af söng og tónlist og lék sjálfur á harmóniku á yngri árum. Ljúfmenni hið mesta var hann í allri um- gengni og barngóður með afbrigð- um. Það fengu stjúpbörn hans og síðar börn þeirra ekki síður en eig- in börn að reyna. Manns sem Stef- áns er gott að minnast, því að frá honum stafaði heiðríkja hugans og sönn góðvild. Það er því bjart yfir minningu um slíkan mann og sú birta mun lýsa þeim sem eftir standa fram um ókomnar ævileiðir. Blessuð sé minning hans. Jón R. Hjálniarsson og afkoman batnaði. Veturinn 1980-81 ' varð áfalla- samur í lífi þeirra. Náinn samstarfs- maður Bjarna lést þá af slysförum, langt fyrir aldur fram og um vorið misstu þau dótturson sinn, frum- vaxta, með sviplegum hætti. Eftir það fóru þau að hugsa til búferla- flutnings af þeim slóðum þar sem allar þeirra rætur lágu, allt frá bernskutíð. Árið 1981 fluttu þau í þorpið á Patreksfirði, en einn sonur- inn, Guðjón, tók við búskapnuin í Hænuvík. Hænuvík getur engan veginn talist með hlýlegri stöðum á ís- landi, a.m.k. ekki við fyrstu sýn. En sá sem dvelur þar eina bjarta og kyrra vornótt fer ekki ósnortinn á braut. Þegar grjótið verður rautt, bárurnar logagylltar og döggin á grasinu eins og silfurslæða, lifnar umhverfið og verður hluti af manni sjálfum. Og þeir sem í æsku hafa notið nálægðar við fjöruna, urðirn- ar, lækina og klettana komast seint í kynni við aðra eins ævintýraver- öld. Fyrir utan heillar hafið þá sem láta sig dreyma ómældar víðáttur, bjart og fagurt á góðviðrisdögum, grátt og úfið í stórviðrum, dimmt og dularfullt á vetrarnóttum. Já, minningarnar frá Hænuvík vakna og söknuður fyllir hjartað. Við kveðjum kæran og minnisstæð- an föður. Þó er söknuður okkar ástkæru móður sárastur. Hún hefur misst mest. Megi himnafaðirinn styrkja hana í þrautum sínum, já megi okkur öllum auðnast að gera henni fráfall hjartfólgins eigin- manns sem léttbærast. Bjarni í Hænuvík er lagður upp í sinn hinsta leiðangur. Þjáningarn- ar eru að baki. Við sjáum hann fyrir okkur brosmildan og léttan í spori leita á vit hins óþekkta, ódeig- an og hressan í viðmóti sem fyrr. Megi hin bjarta mynd af okkar ágæta föður geymast í minningunni um ókomin ár. Systkinin frá Hænuvík * Sigtryggur Arna- son - Minning Mig langar til að minnast örfáum orðum elsku afa míns, Sigtryggs Árnasonar, sem nú hefur kvatt þennan heim. Afi var mér alltaf góður og í hans návist leið mér vel. Hann var heiðarlegur maður með skoðanir sem áhugavert var að kynnast. Heimili afa og ömmu í Keflavík var þannig, að alltaf var gott að koma þangað í heimsókn. Þar var gjarnan mannmargt, enda fjölskyldan stór. Nú, þegar afi er horfmn sjónum, rifjast upp fyrir mér heimsóknirnar til hans á lögreglustöðina, þar sem hann vann. Virðing mín fyrir bún- ingnum hans og gylltu stjörnunni var takmarkalaus, jafnvel þo að ég léti það eftir mér að máta stundum jakkann hans þegar enginn sá til. Litla afastelpan þurfti hins vegar að príla upp á stól til þess að geta hengt jakkann aftur upp. Það var mesta basl, en þess virði fannst mér þá. Það er sárt að sjá á eftir afa, en góðar minningar um hann mun ég geyma í hjarta mínu. Þær getur enginn tekið frá mér. Þessa góða manns verður minnst með virðingu og þakklæti. Sigrún Björk Ingvadóttir Móðir mín, REGÍIMA SIGURLAUG METÚSALEMSDÓTTIR, andaðist 12. september í elliheimilinu Grund. Fyrir hönd aðstandenda. Sigrún Jóhanna Metúsalems. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjölda, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EIÐS SVEINSSONAR verkstjóra, Nesvegi 41, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Sæmundsdóttir, Steindór Eiðsson, Helga Eiðsdóttir, Einar Jóhannsson, Sæmundur Eiðsson, Elva Björk Sigurðardóttir, Katrin Eiðsdóttir og barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar, INGÓLFS JÓNSSONAR bónda, Nýlendi. Fyrir hönd aðstandenda. Systkin hins látna. t Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNU M. HELGADÓTTUR frá Steinum í Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Vestmannaeyja og Hraunbúða fyrir góða umönnun. Þórunn S. Ólafsdóttir, Þorsteinn B. Sigurðsson, Unnur K. Þórarinsdóttir, Ólafur Þórarinsson, Torfhildur Þórarinsdóttir, Sigrún Þorsteinsdóttir, og barnabörn. Ingunn Sigurðardóttir, Konráð Einarsson, Kristin Jónsdóttir, Kristján Gestsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.