Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990 Morgunblaðið/Þorkell mm | W.,?5 g n | I li‘•r.'LÁN.J ■ li Mt 9 k -v y|r.A^| Jgf fm1 Hilmar Guðlaugsson formaður Húsnæðisnefndar Reykjavíkur Húsnæðisnefnd Reykjavíkurborgar kom saman til fyrsta fundar í gær. Hilmar Guðlaugsson var kjörinn formaður nefndarinnar og varaformaður Kristján Thorlacius, fulltrúi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Á myndinni eru frá vinstri Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Kristján Thorlac- ius, Gunnar Helgason, Hjörleifur Kvaran, Davíð Oddsson borgarstjóri, Hilmar Guðlaugsson, formaður nefndarinnar, Ámi Sigfússon, Guðrún K. Óiadóttir og Leifur Guðjónsson. VEÐUR Formaður Félags sjónvarpsþýðenda: Tæknilega hægt að texta efni gervihnattastöðva GAUTI Kristmannsson, formaður Félags sjónvarpsþýðenda hjá Ríkisút- varpinu, segir það vel framkvæmanlegt að þýða efni frá erlendum sjón- varpsstöðvum, s.s. BBC, sem dreift yrði í gegnum kapalkerfí. Eigi þetta við um riánast alit efni nema til dæmis fréttir. Hann segir það því rangt hjá Rúnari Birgissyni, formanni Landssamtaka kapalkerfa, að þýðing á efni BBC sé óframkvæmanleg. Gauti sagðist geta nefnt tvö dæmi þar sem hann hefði sjálfur sett texta á útsendingar sem komið hefðu um gervihnött. í fyrra skipti hefði verið um að ræða ræðu nóbels- nefndarinnar þegar Dalai Lama fékk friðarverðlaun nóbels. Hefði ræðan verið send fyrirfram á tele- faxi og hún þýdd. Fréttamaður hefði síðan túlkað þakkarræðu nób- elsverðlaunahafans um leið og hún var flutt. Síðara skiptið voru minningar- tónleikar sem haldnir voru í Varsjá 1. september 1989, fimmtíu árum eftir að síðari heimsstyrjöldin braust út. Það efni hefði verið sent á spólu fyrirfram og þýtt. Textinn hefði svo verið settur inná er efnið barst í gegnum gervihnött. „Þetta er alveg tæknilega fram- kvæmanlegt ef að menn vilja það á annað borð. Menn verða síðan bara að láta notendumar borga það sem það kostar rétt eins og íslensku sjónvarpsstöðvarnar gera í dag,“ sagði Gauti. Hann sagði þetta eiga við um allt efni sem tilbúið væri fyrirfram, s.s. heimildamyndir, leik- þætti og kvikmyndir. Beinar út- sendingar mætti túlka og fréttir mætti hafa fyrir sig að hans mati. „Satt best að segja held ég að sá hópur sem þurfí að veija mest séu börnin og ég held ekki að það sé sá hópur sem hvað mest muni fylgj- ast með breskum héraðsfréttum." Hann sagði að lokum að sem dæmi um svona hluti mætti nefna gervihnattastöðina ScanSat í Bret- landi. Hefði hann lesið í grein um stöðina að hún sendi út efni sitt textað á þremur tungumálum, dönsku, norsku og sænsku. Eins og fram hefur komið í frétt- um Morgunblaðsins telur formaður útvarpsréttarnefndir að það sé ótvírætt að texta beri efni frá gervi- hnattastöðum sem dreift sé í gegn- um kapalkerfi enda falli slík dreif- ing undir reglugerð um „útvarp samkvæmt tímabundnum leyfum“ frá því í desember 1989. Þar er kveðið á um þýðingarskyldu alls efnis en einnig segir að ef um beina útsendingu sé að ræða nægi kynn- ing og túlkun á efninu. Samkvæmt reglugerðinni heyrir það undir út- vaipsréttamefnd að sjá til þess að lögum og reglugerðarákvæðum um útvarpsrekstur sé fylgt. ------ -------■——-------------------—-------------------—------ /' y /v..'. '' '' 'X'v\v-'í'*■ V'\ .'■ .N'-ÍíS'í''.’ v..:- ■ • V'v>v ' ilpMi Hsimlld: Voðurstola íslands (Byggt á veðutspá ttl. 16.1S f gaor) VEÐURHORFUR ÍDAG, 15. SEPTEMBER YFIRLIT í GÆR: Gert er ráð fyrir stormi á Suðvesturmiðum tii Vestfjarðamiða, Austfjarða- og Suðausturmiðum, vestur-, suður- og suðvesturdjúpum. Víð suðausturströnd Grænlands er vaxandi 995 mb lægð sem rétt þokast norðnorðaustur. Vestur af írlandi er 1.035 mb hæð. SPÁ: Vestanátt um allt iand, hvassviðri og skúrir um sunnan- og vestanvert landið en heldur hægari og þurrt á Norðaustur- og Austurfandí. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10° Hrtastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða 5, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur p/ Þrumuveður VEÐUR VÍÐA m UM HBM ft/. / J hiti ao isi. tima veftur Akureyri 10 skýjað Reykjavik 9 úrk.igrennd Bergen III! itíí skúrásíð.klst Kaupmannahöfn iii SKyjao Skýíað Narssarssuaq i skýjað Nuuk Itlt skýjað Ósló 18 hálfskýjað Stokkhóimur 15 skýjað Þórshöfn 10 léttskýjað Algarve 25 skýjað Amsterdam iiií léttskýjað Barcelona 29 léttskýjað Berlln 16 skýjað Chicago vantar Feneyjar 23 léttskýjað Frankfurt 20 léttskýjað Qtasgow 14 skýjað Hamborg 18 skýjað london 20 hálfskýjað Los Angeles 21 alskýjað Lúxemborg 20 léttskýjað Madríd 26 mistur Malaga 29 skýjað Mallorca 30 léttskýjað Montreal 16 léttskýjað NewYork 23 þokumóða Orlando 24 skýjað Paris mm léttskýjað Róm 26 léttskýjað Vín 18 skýjað Washington 21 afskýjað Winnipeg 9 alskýjað V öruskiptaj ö fn- uður hagstæður um 4,2 milljarða Vöruskiptajöfnuðurinn í júlí var hagstæður um 1.900 milljónir. Út voru fluttar vörur fyrir 8.300 mil^ónir króna en inn fyrir en inn fyrir 6.400 milljónir. Vöruskiptajöfnuðurinn í júlí í fyrra á sama gengi var hagstæður um 900 milljónir. í frétt frá Hagstofu íslands kem- ur fram að fyrstu sjö mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 54,7 milljarða, en inn fyrir 50,5 millj- arða. Vöruskiptajöfnuðurinn var því hagstæður um 4,2 milljarða króna samaborið við 5,1 milljarð í fyrra á sama gengi. Verðmæti vöruútflutningsins var 5% meira fyrstu sjö mánuði þessa árs en sama tímabil á síðasta ári. Sjávarafurðir voru um 78% alls út- flutningsins og voru 12% meiri en í fyrra. Álútflutningur var 11% minni en í fyrra og útflutningur á kísiljárns 38% minni. Útflutnings- verðmæti annarrar vörur var 8% meira en sama tímabíl í fyrra. þverðmæti vöruinnflutningsins fyrstu sjö mánuði ársins var 8% meira en sama tímabil á síðasta ári. Verðmæti innflutnings til stór- iðju var var 31% meira og verð- mæti innfluttra skipa og flugvéla 62% meira. Verðmæti olíuinnflutn- ings var um 4% minna, en séu þess- ir liðir frátaldir sem jafnan eru breytilegir frá einum tíma til ann- ars jókst verðmæti vöruinnflutn- ingsins um 2%. Bóka- og bókasafnastefnan í Gautaborg Umræðufundur um norrænar bókmemitir Gautaborg. Frá Jóhanni Hjálmarssyni, bladamanni Morgunblaðsms. Á BÓKA- og bókasafnastefnunni í Gautaborg var umræðufundur um bókmenntir þar sem sérstök áhersla var lögð á norrænar bókmenntir og norrænan bókmenntaarf. A þessum fundi, þar sem meðal ræðumanna voru Jónas Kristjánsson, Per-Olof Sundman, Sigurður A. Magnússon og Torgny Lindgren, var einkum rætt um gildi íslenskra forn- bókmennta og áhrif þeirra á samtíða- bókmenntir á Norðurlöndum og lýstu sænsku höfundarnir því yfir að þeir hefðu orðið fyrir miklum áhrifum frá íslenskum bókmenntum. Torgny Lundgren notaði orðið „róttækur“ í ræðu sinni og var hann beðinn um skýringu á því og jafn- framt óskað eftir að slík persóna gæfi sig fram. Enginn var reiðubúinn til þess. Hvað er gott bókasafii? „Gott almenningsbókasafn er staður þar sem þú ferð inn og færð að vita um réttindi þín í lífínu,“ sagði Andrea Jóhannsdóttir, formaður Bókavarðafélags íslands, á Bóka- og bókasafnastefnunni í Gautaborg. Andrea Jóhannsdóttir telur að bókasöfn séu ekki í miklum metum, en eigi þau erfitt uppdráttar þurfi að koma til móts við þau eins og í Noregi þar sem einkafyrirtæki hafa stutt rekstur bókasafna. Andrea lagði áherslu á að bóka- safn væri skóli, jafn mikilvægt og grunnnám. Hún gat ekki svarað því hvaða stefnu bókasöfn ættu að hafa, en taldi að það væri háð stjórnendum þeirra. Að hennar mati eru bókasöfn eins konar uppeldisstofnanir og það leiðir hugann að því að vanda þarf val bóka og ekki síst starfsmanna bókasafna sem eru áhrifamiklir í þessu sambandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.