Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992 EFNI Morgunblaðið/Árni Sæberg Björgunarsveitir á landsæfingu Landsbjörg gengst nú um helgina fyrir landsæfingu um 320 björgunar- manna hvaðanæva að á landinu. Æfíngin er haldin í Skagafírði. Að sögn Björgvins Richardssonar starfsmanns Landsbjargar er þetta fyrsta landsæfíng sem samtökin gangast fyrir og umfangsmesta æfing af þessu tagi sem haldin hefur verið hérlendis. Þyrla Landhelgisgæslunn- ar og tvær þyrlur frá vamarliðinu eru björgunarsveitum til aðstoðar. Á myndinni eru þyrlumar að leggja af stað frá Reykjavíkurflugvelli. í gær unnu björgunarmenn að hvers konar verkefnurh, á landi, _sjó og í vötnum og 70-80 þátttakendur voru í hlutverki sjúklinga. I dag, sunnudag, verða sett á svið tvö stór flugslys með um 100 sjúklingum. Forræðismálið Stúlkurnar hafa ekkí veríð skráð- ar í skóla SOPHIA Hansen hitti ekki dætur sínar tvær í Tyrklandi í gær og er það í tíunda sinn sem faðir stúlknanna brýtur gegn dómsúrskurði um um- gengnisrétt hennar. Ekki er vitað hvar stúlkurnar eru, en Sophia hefur fengið staðfest, að þær hafa ekki verið skráðar í skóla, þrátt fyrir skólaskyldu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Örtröð var við sölubás Kára Þorgrímssonar í Kolaportinu í gær. Kári Þorgrímsson stóð í ströngu við að fylla á frystikist- urnar i sölubás sínum. .© Yiðtökur við kjötinu framar vonum segir Kári Þorgrímsson Viðskiptavinir segjast vilja sýna stuðning sinn í verki KÁRI Þorgrímsson bóndi í Garði í Mývatnssveit hafði á hádegi í gær selt stærstan hluta þeirra 100 skrokka af nýslátruðu lambakjöti sem hann ætlaði að selja í Kolaportinu í Reykjavík í gær. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sér hefði aldrei dottið í hug að viðtökur fólks yrðu jafngóðar og raun bar vitni. Viðskiptavinir Kára sem Morgunblaðið ræddi við í Kolaportinu í gær sögðust versla við Kára fremur til að sýna í verki stuðning við það framtak hans að segja sig úr lögum við landbúnaðarkerfið á íslandi en vegna vonar um að hagnast beinlínis á viðskiptunum. Þegar faðirinn kom ekki með stúlkumar til Sophiu á tilskildum tíma leitaði lögreglan í Istanbul þeirra, eins og hún hefur ávallt gert, en árangurslaust hveiju sinni. Að sögn Sigurðar Péturs Harðarsonar, vinar Sophiu, sem hefur aðstoðað hana í málinu, hitti lögreglan fyrir föðurafa stúlkn- anna í íbúð fjölskyldunnar. Hann neitaði að láta uppi hvar stúlkum- ar væm staddar og lögreglan hafði eftir honum að hann skildi ekki hvað Sophia vildi með dætur sínar, því þær væm ekki einu sinni líkar henni. Þá kemur fram í skýrslu lögreglunnar, að afínn sagði að Sophia fengi stúlkumar aldrei til sín; frekar yrðu þær teknar af lífi. Að sögn Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra eru vextir nú lægri en þeir vom fyrir gerð kjara- samninga í vor. Ríkisstjómin hafi í yfírlýsingu sinni til aðila vinnu- markaðarins m.a. sagt að stuðlað yrði að lækkun raunvaxta á lána- markaðinum á gmndvelli fijálsra markaðsvaxta og unnið verði áfram að því að auka samkeppni og hagkvæmni á lánsfjármarkaðn- um svo vaxtamyndun verði fijáls- „Þessi maður er að stíga það skref að segja sig af ríkisjötunni og ætlar þess í stað að treysta á sjálfan sig ari og staðið hafi verið við það en menn verði að sætta sig við mark- aðinn. Vextir hafi lækkað um allt að 1% þegar hafíð var fijálst út- boð á ríkisbréfum og vextir á ríkis- víxlum verið lækkaðir i samræmi við lækkandi raunvexti og horfur í verðlagsmálum. Einnig hafí verið unnið að því að undanfömu að lánsfjáröflun húsnæðiskerfísins fari fram í auknum mæli með út- gáfu markaðsbréfa í stað beinna og ég er að styðja þetta framtak hans,“ sagði Páll Scheving Ingvars- son, sem keypt hafði einn hrygg af samninga milli lífeyrissjóða og rík- isvaldsins eins og ríkisstjómin lýsti yfír. Friðrik sagði að því miður hefði það gerst að samdráttur hefði valdið minna framboði á markað- inum en lausafjárstaða bankakerf- isins væri góð. „Ég tel ekki að við höfum svikist um í einu eða neinu og höfum þvert á móti unnið að ölium þeim málum sem lýst var yfir,“ sagði Friðrik. „Hvemig sem á því stendur er eins og við ráðum ekki við þessi vaxtamál og þótt við séum að semja um þetta í kjarasamningum gengur það ekki eftir,“ segir Bjöm Grétar. „Fjármálaráðherra vissi líka um hvað var rætt í kjarasamn- ingunum sjálfum þótt orðalagið væri almenns eðlis," sagði hann. Kára og kvaðst staðráðinn í að sækj- ast eftir kjöti frá Kára meðan hann stæði utan við landbúnaðarkerfið, „sem ætti að færa undir félagsmála- ráðuneytið í staðinn fyrir landbúnað- arráðuneytið," eins og hann tók til orða. Sveinn Sigþórsson hafði keypt eitt læri. „Mér fínnst framtakið at- hyglisvert," sagði hann. Hann kvaðst ekki hafa skipt við Kára vegna hugmynda um að kjöt frá honum væri ódýrara en frá öðrum. „En ég held að það gæti leitt til spamaðar fyrir heildina að spara ríkissjóði útgjöld til þessara mála,“ sagði hann. Aðspurður kvaðst Kári Þorgríms- son mjög hafa orðið var við að sjón- armið af því tagi sem fyrrgreindir viðskiptamenn hans lýstu ættu sér mikinn hljómgrunn og sagði að fjöl- margt fólk víðs vegar að úr þjóðfé- laginu hefði haft samband við sig til að lýsa yfir stuðningi við framtak- ið. Hann sagði ljóst að með jafnmik- illi eftirspurn og verið hefði í gær þyrfti hann ekki nema 2-3 daga til að selja kjötið af þeim 250 lömbum sem hann þurfí að selja og kvaðst mundu vera með sína vöru í Kolap- ortinu um næsta helgi. Hugsanlegt væri að auk þess að bjóða dilkakjöt byði hann slátur til sölu og jafnvel einnig meira unna vöru, til dæmis hangikjöt. Yfír sölubás Kára Þorgrímssonar var „ódýra lambakjötið" auglýst til sölu. Kári sem var með fólk í vinnu við söluna og sjálfur á miklum og stöðugum þönum við að bera kjöt í frystikistur í sölubásnum kvaðst ekki hafa útbúið skiltið en kvaðst hins vegar telja að miðað við nýslátr- að lambakjöt væri verð á hans afurð- um í lægri kantinum. Björn Grétar Sveinsson formaöur VMSI Raunvextir hærri en gert var ráð fyrir í samningum „RAUNVEXTIR hafa farið hækkandi að undanförnu og þeir eru hærri en gert var ráð fyrir í kjarasamningunum síðastliðið vor,“ segir Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands. „Þetta er eitt af því sem hefur ekki náð fram að ganga eins og um var rætt í kjarasamningunum og raunvaxtastigð er of hátt,“ segir hann. Að sögn Björns er vaxtaþróunin til umfjöllun- ar í þeirri heildarumræðu um atvinnuástandið sem átt hefur sér stað að undanfömu. verða aldrei að veru- leika ►Ferill Ulf Dinkelspiel, sem fer með Evrópumál í ríkisstjóm Sví- þjóðar, er um margt ólíkur ferli annarra ráðherra stjórnarinnar. í samtali við Morgunblaðið gerir hann grein fyrir afstöðu stjómar sinnar til ýmissa þeirra vandamála sem Evrópubandalagið glímir nú við./ 10 Teflir Perot kosning- unum í tvísýnu? ►Góð frammistaða Ross Perot í fyrstu sjónvarpskappræðunum hleypti nýjum krafti í kosningabar- áttu hans og ekki er talið eins öraggt og áður að demókratinn Bill Clinton verði næsti forseti Bandaríkjanna þótt enn hafi hann afgerandi forystu samkvæmt skoðanakönnunum./ 12 Aiið á ótta við frelsið ►Gunnar Einarsson, bóndi á Daðastöðum í Núpasveit við Öxar- fjörð, segir fijáls viðskipti með kindakjöt einu færu lausnina fyrir sauðfjárbændur./14 Risi deyr ►Seinni grein um uppbyggingu og hnignun Sambands íslenskra samvinnufélaga./ 16 B ► 1-24 Fjölskyldusorg ► Hópur fíkniefnaneytenda á aldr- inum 13 til 17 ára stækkar stöð- ugt. Hér er skyggnst inn í hrika- legan heim þessara unglinga, áhrif neyslunnar á fjölskylduna skoðuð, meðferðarúrræði fyrir þennan hóp á Tindum á Kjalamesi kynnt og Krýsuvíkurheimilið, endastöð fíkniefnameðferðar, heimsótt./l Beinagrindur eru hans ær og kýr ►Rætt við Jökul Bergmann sem þrátt fyrir ungan aldur er kominn á bólakaf í beinasöfnun./ 8 Landkynning í sjálf- boðavinnu ►Sykurmolamir hófu ferð um Bandaríkin í vikunni þar sem hljómsveitin hitar upp fyir stór- sveitina U2. Liðsmenn sveitarinnar era era því í sviðsljósinu að þessu sinni./ 12 Hoffa, hetja í kvik- mynd ►Þótt 17 ár séu liðin siðan Jimmy Hoffa sást síðast á lífí á bílastæði í úthverfi Detroit er hann ekki með öllu gleymdur. Nú hefur verið gerð um hann kvikmynd með Jack Nicholson í aðalhlutverki./14 ► fastir þættir Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari 20 Helgispjali 20 Reykjavíkurbréf 20 Minningar 22 Fólk í fréttum 32 íþróttir 34 Útvarp/sjónvarp 36 Gárur 39 Mannlífsstr. 6b Kvikmyndir Dægurtónlist Myndasögur Brids Stjömuspá Skák Bíó/dans Bréf tii blaðsins Velvakandi Samsafnið INNLENDAR FRÉTTIR- 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR; 1-4 lObc llb 16b 16b 16b 16b 17b 20b 20b 22b

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.