Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992 31 MANNSLIF METIP TIL FJAR eftir Bergljótu Ingólfsdóttur NÝLEGA lést í Bandaríkjunum rithöfundurinn Alex Haley, sjötugur að aldri. Hann var þeldökkur, af afrískum uppruna, en fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum. Meðal verka hans er bókin Rætur (Roots), en í henni leitar hann uppruna þeirra blökkumanna, sem fluttir voru nauðugir frá heimkynnum sínum í Afríku til Bandaríkjanna og hnepptir í þrældóm. Það er óhætt að segja að mönnum hafi opnast nýr heimur við lestur þeirr- ar bókar og ekki síður við að sjá sjónvarpsþættina, sem eftir henn voru gerðir. Þeir þættir voru sýndir víða um lönd, m.a. hérlendis. Afrískur þræll brennimerktur fyrir flutning. Dudu Sithole og Zandile Sambo, voru seldar fyrir 15 sterlingspund hvor. V'ð öflun efnis fór höfundur marg- ar ferðir til Afríku og átti þar viðtöl við mikinn fjölda manna af mismunandi ættflokkum, þar sem munnmælasögur um afdrif ættmenna, endur fyrir löngu, höfðu lifað með kynslóð fram af kynslóð allt til okkar daga. Bókin Rætur er söguleg skáldsaga, höf- undurinn fékk Pulitzer-verðlaunin fyrir hana árið 1976 og hefur hún verið meðal mest seldu bóka í Bandaríkjunum allar götur síðan. Alex Haley er það þakkað að blökkumenn í Bandaríkjunum kynntust betur uppruna sín- um, og fengu við það breytta og betri sjálfs- mynd. Vel má vera að bókin Rætur hafí haft þau áhrif að nú er jafnan talað um af- ríska Bandaríkjamenn þegar afkomendur þrælanna eiga í hlut. Fyrir sunnan Sahara Það hefur ekki í annan tíma verið jafn mikið ritað og rætt um þrælaverslunina fyrr á tíð, í löndunum fyrir sunnan Sahara-eyði- mörkina. Það er ekki síst ungt fólk sem þar hefur átt hlut að máli. Ungur „poppari“ söng fyrir nokkru inn á plötu og téxtinn fjallaði um hörmungar þrælasölunnar. Er skemmst frá því að segja að platan vakti feikna at- hygli og sló öll þarlend sölumet. Afríkuríkin eru mörg hver afar illa stödd efnalega, skuldirnar hlaðast upp og íbúarnir líða skort. í þeim fátæku löndum vex þeirri skoðun fylgi að sanngjarnt sé að skuldir þeirra við þau ríki, sem högnuðust á vinnu afrískra þræla á sínum tíma, verði látnar niður falla. Það þykir þó ekki öllum nóg að gert, heldur eigi að fara farm á bætur fyrir þau mannslíf sem glötuðust við þrælatökuna. Auk þeirra sem fluttir voru á brott varð mikið mannfall í umrótinu sem því fylgdi. Málsmetandi menn í Afríkuríkjunum, s.s. Ibrahim Babangida forseti Nígeríu, Nóbels- verðlaunahöfundurinn Wole Soyinka og Abd- ul Rahman fyrrverandi ráðherra í Tanzaníu, eru þess fylgjandi að farið verði fram á niður- fellingu skuldanna, en þeir telja að auk þess þurfi að koma á nokkurs konar Marshail- aðstoð hinna ríkari þjóða til handa fátækum Afríkuríkjum. Ráðgert er að senda fulltrúa þessara ríkja til Sameinuðu þjóðanna til að koma þessari beiðni á framfæri. Þrælahald í Evrópu Þrælahald hófst ekki með mannflutningum frá Afríku, það hefur fylgt mannkyninu lengi. Þrælar voru í Evrópu frá fornu fari, við þekkj- um það meira að segja úr íslandssögunni. Grikkir héldu þræla til foma, almennt er talið að þeir hafí ekki átt þar sem versta vist, algengt var að þeim væri hjálpað til að kaupa sér frelsi. Gríski heimspekingurinn Plato hvatti landa sína til að fara vel með þræla sína, hið sama gerði lærisveinn hans Aristotelis. í hinu foma Rómaríki var mikið um þræla og áttu þeir misjafna ævi, allt frá því að vera vel menntaðir kennarar til galeiðuþræla, sem hlekkjaðir vom við árarnar. Þrælar unnu nær öll störf við hirðina í Róm, þeir vom matargerðarmenn, bakarar, skemmtikraftar og skylmingamenn, svo eitthvað sé nefnt. Á dögum Tranjan keisara (98-117 e.Kr.) var þriðji hver Rómarbúi ánauðugur þræll. Þrælahald var í Evrópu á miðöldum, það minnkaði á tímabili en jókst svo aftur eftir 1300 e.Kr. Kristin kirkja fordæmdi ekki þrælahald, prestar og prelátar höfðu þræla. Það kom þó fyrir að kirkjunnar menn mót- mæltu þrælasölu, einkum þegar kristnir menn vora seldir „heiðingjum". Þess má geta að í styijöldum og umróti í Evrópu fyrr á öldum voru slavneskir stríðs- fangar seldir í ánauð. Þaðan er komið heitið „slave“ = þræll inn í ensku og önnur tungu- mál. Þegar leið á 19. öldina hafði þrælahald verið lagt niður í Evrópu og víðast um hinn vestræna heim. Landafundir og þrælar Fljótlega eftir að Evrópumenn settust að í Norður- og Suður-Ameríku tóku þeir að flytja afríska þræla til landa sinna, þeir fengu með því ódýrt vinnuafl. Tilraunir til að gera innfædda menn, Indíána, að auðsveipum vinnuþrælum mistókst alveg. Þrælarnir vom fluttir sjóleiðis við hinar verstu aðstæður og létust unnvörpum á leiðinni. Þrælar urðu margfalt fleiri í Suðurríkjum Bandaríkjanna, þar sem þeir unnu á baðmullarekrum, við sykur- og tóbaksrækt. Búskaparhættir vom af öðmm toga í Norðurríkjunum og þegar fram liðu stundir tóku menn þar að gagn- rýna þrælahald og vildu afnema það. Arið 1808 var bannað með lögum að flytja þræla til landsins. Abraham Lincoln var kjörinn forseti árið 1860 og var hann mjög mótfall- inn þrælahaldi. Þau mál vom svo til lykta leidd í blóðugri borgarastyijöld 1861-1865 og höfðu norðanmenn betur. Abraham Linc- NÚ ÞEGAR AFRÍKUBÚAR VIUA FARA FRAM Á BÆTUR FYRIR MANNSLÍF ÞAU SEM GLÖTUÐUST VIÐ ÞRÆLATÖKUNA, VID HVAÐ SKYLDIÞÁ VERA MIDAÐ? oln afnám þrælahald með lögum, en féll svo sjálfur fyrir hendi Suðurríkjamanns, eins og kunnugt er. Er hægt að verðleggja mannslíf? Nú þegar Afríkubúar vilja fara fram á bætur fyrir mannslíf þau sem glötuðust við þrælatökuna, við hvað skyldi þá vera miðað? Það voru ekki einungis Bretar, Portúgalir, Spánveijar og Ameríkana sem fönguðu þræla í Afríku. Afrískir höfðingjar létu sig hafa það að selja menn, sem þeir fönguðu úr öðr- um ættflokkum, í ánauð. Enginn leið er að geta sér til um fjölda fangaðra þræla í Afr- íku í þau árhundruð sem þrælatakan stóð yfir, tölur um 30 millj. og allt til 130 millj. manna hafa heyrst. En er hægt að verðleggja mannslíf? Á 19. öld birtist auglýsing í bresku tímariti þar sem blökkupiltar (negro boys) voru boðnir til sölu á 70 pund hver. í Áfríku benda menn á bætur sem Þjóðveijar greiddu fyrir þá gyð- inga, sem teknir vom af lífí í síðari heims- styijöldinni. Nær í tíma er dæmi frá Bretlandi. Árið 1985 var ung lögreglukona, Yvonne Fletc- her, við skyldustörf fyrir utan sendiráð Líbýu við St. James torg í London. Skyndilega var skotið á hana úr glugga sendiráðsins og lést hún samstundis. Fyrir það mannslíf greiddu Líbýumenn 250.000 pund. Þrælahald nútímans Þrælahald viðgengst enn mitt í siðmenn- ingunni. Karlar, konur og börn em ánauðug og er þrælað út við hræðilegar aðstæður. Það berast af því fréttir við og við, í löndum þar sem mannréttindi em lítils metin. Rétt þegar ofanskráð var komið á blað, bámst fréttir af þrælasölu í Mozambique. Breskir fréttamenn sem þar vora á ferð komust á snoðir um þessa starfsemi. Þeir gerðu sér lítið fyrir, fóm til landamæra Suður-Afríku og Mozambique, villtu á sér heimildir og þóttust vera næturklúbbseigendur í leit að ódým vinnuafli. Þar komust þeir í samband við blökkumann frá Suður-Afríku, Aaron Mashegwane að nafni og sagði hann að það væri létt verk að útvega þeim þræla. hann gortaði af því að hann hefði síðustu 18 mán- uði selt 3.000 menn á 50 pund hvern. Hann býðst til að fylgja fólki út úr hörmungunum í Mozambique og inn í Suður-Afríku, þar sem hann segir að það geti fengið vinnu. Oft og tíðum greiðir fólk fyrir þessa „fylgd“ og er svo selt á landamæmnum. Kaupendur eru bæði hvítir menn og þeldökkir, þrælana láta þeir svo vinna kauplaust á bóndabæjum, í verksmiðjum, við hreingerningar, í nætur- klúbbum og vændishúsum. Neyðin er mikil í Mozambique og íbúarnir em tilbúnir að gera hvað sem er til að komast í burtu. Bresku fréttamennirnir „keyptu“ tvær ungar stúlk- ur, frænkur 22 ára gamlar, fyrir 15 pund hvora. Stúlkunum var svo komið aftur til síns heima en hvort foreldrarnir hafa aftur þegið boð sölumanna um að koma stúlkunum í vinnu í Suður-Afríku er ekki vitað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.