Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 23
! MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR IDA SÚNNUDAGUR Minning Helgi Nikulás Vest- mann Einarsson Fæddur 12. júní 1915 Dáinn 5. október 1992 Afi lifði í 77 ár. Hann fæddist sumarið 1915 í Kanada og dó haust- ið 1992 á íslandi. Það sem er þar á milli er ekki aðeins hans saga heldur einnig saga ástvina hans. Afi var nefnilega fjarri því að vera einangraður, hann tengdist vand- lega fólki og vinnu. Hvorugt var honum utanaðkomandi fyrirbæri, heldur voru fólk og vinna hluti af honum sjálfum. Þetta er ekki aðeins merkingarlaust þvaður sem hægt væri að segja um alla. í þessu var fólgið eðli og sérkenni hans. Það þarf ekki að leita langt til að sjá mismun. Ástvinir hans voru öðruvísi, hluti þeirra bar merki þeirrar hörku sem erfíð lífsbarátta fyrri tíma hefur sett á marga ís- lendinga, tilfínningar voru sjálfvirkt faldar og tortryggðar og ekki tjáðar í orðum. Öðrum aðstandendum hans var skýr og rökleg hugsun fysn, það olli tortryggni og jafnvel fyrirlitningu á hrekklausri tjáningu tilfinninganna. Ástarorð voru erfið og hikandi. Því fylgdi að annað fólk var ástvinum afa nokkuð fram- andi. Svo var ekki um afa. Ástvinir hans voru framlenging á honum sjálfum. Þeirra sigrar voru hans stolt, þeirra tilvera var hans stolt. Og hann lá ekki á því. Afí hafði ótrúlega gaman af að hrósa fólkinu sínu og tala vel um það. Sjálfum þótti honum hrós gott. Þessi sterku tengsl hans við aðra virðast hafa gert snemma vart við sig. Hann var mjög elskur að móð- ur sinni og missti mikið þegar hún dó 1929. Aðeins einu ári síðar fór hann með ijölskyldu sinni til ís- lands. Hann sá ekki leiði móður sinnar næstu 45 árin. Sjálfur sagði afí að hann hefði verið rótlaus þar til hann hitti Lóu ömmu. Hún er ekki orðmörg um tilfínningar sínar en hugsar vel um sína. Með henni eignaðist hann þijú lifandi börn og seinna fylgdu þrjú tengdaböm. Þá eignuðust þau fímm bamaböm og eitt var á leiðinni þegar hann dó. Afí var sjálfvirkt kurteis. Að hluta hefur það verið vegna þess hversu rólegur og mildur hann var. Minning Hrólfur Jónsson bólstrari, Akranesi Fæddur 3. apríl 1919 Dáinn 11. október 1992 Elsku afi er dáinn, aðeins 73 ára að aldri. Þetta fínnst okkur, svona ungum, mjög erfítt að sætta okkur við. Veikindi hans voru ekki mjög löng en þau yfirbuguðu hans þreytta líkama að lokum. Drottinn hefur tekið afa heim til dýrðar sinn- ar. Þar fær hann að dvelja hjá Jesú eilíflega, laus við alla sjúkdóma og erfiðleika hér á jörðu. Afí dó í lifandi trú á Jesú Krist, en þá trú hafði hann átt í um fjöru- tíu ár. Það er mest til honum að þakka að við systkinin eigum þessa dásamlegu trú líka og erum við honum mjög svo þakklát fyrir það. Við eigum eftir að sakna afa sárt. Það var svo yndislegt að koma í heimsókn til afa og ömmu og sjá afa sitja í stofunni og lofa Guð fyr- ir alla hluti. En nú er afí hjá Guði á himnum og það er gott að vita það. Elsku amma okkar, Guð veri með þér og styrki þig í sorg þinni. Minn- ingin um afa mun ætíð lifa f hjört- um okkar og við þökkum honum samfylgdina. Nú þarf ég ekki neitt að hræðast Hel, mér heldur Drottinn fast að bijósti sínu. Og síðast er ég sofna fast og vel, mun sólin renna upp í lífi mínu. (Skarpheiður Gunnlaugsd.) Guðrún Ósk, Grétar Þór og Gyða Rós. /^Blóm og skreytingar' við öll tækifærí Suðuilandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 DOGO Að hluta virtist það vera eitthvað sem hann hafði lært og gat ekki gleymt. Áfí var lögregluþjónn í 32 ár. Það er starf sem reynir á góð- mennsku manna. Lögreglumenn komast ekki hjá átökum og það er auðvelt að missa stjóm á hörku sinni og verða hrottafenginn við mikið álag. Metnaður afa vemdaði hann gegn óhóflegri hörku. Afí var stoltur af að hafa ekki beitt lög- reglukylfunni á 32 ára starfsferli sínum. Það er mikið öryggi í því fólgið að mildi sé forsenda góðs sjálfsálits hjá lögreglumanni. í lögreglunni reyndi líka á annan metnað afa. Frá því að hann bjó í Kanada hafði hann vandað sig við mál og skrift. Hann vandaði sig mjög við skýrslugerð. Almennt lagði hann meira upp úr því að vanda sig en að afkasta. Talandi hans var dimmur og hægur og orðin virtust valin. Upplestur afa var hægur, dimmur og seiðandi. Gömul orð eins og kapítuli féllu vel að talanda hans. Afi var hollur fólki og vinnu. Hegðun hans bar mark af mótmæl- endatrú 19. aldar. Trúin sást í öllu hinu daglega llfí, en var miskunn- samari og umburðarlyndari gagn- vart ófullkomleika mannanna en mótmælendatrú fyrri aida. Kær- leiksboðorðið vó þyngra. Fyrir þá sem sakna afa er hugg- un. Þeir guðlausu geta glaðst yfír að hann fékk tækifæri til að lifa, þeir sem trúa á Guð yfír því að hann er á góðum.stað. Barnabörn. ^Cám, Opið alla daga frá kl. 9-22. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfda 4 — sími 681960 ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E r l A n sími 620200 Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, STEFÁNS ÞORKELSSONAR. Sigurgeir Þorkelsson, Ingimar H. Þorkelsson, Gylfi Þorkelsson. 18. OKTÓBER 1992 23 „ + Ástkær dóttir okkar, systir, móðir, sambýliskona og amma LÍNA KRAGH til heimilis að Hraunbæ 102e, Reykjavik, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 16. október. Útförin auglýst síðar. Sveinn Á. Kragh, Sigríður Kragh, Þorsteinn I. Kragh, Sveinn Kragh, Þorsteinn Kragh, Kjartan Guðbrandsson, Eydfs Gréta Guðbrandsdóttir, Sveinn Gfslason, og barnabörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN HÖGNASON bifreiðastjóri, Síðumúla 21, Reykjavík, er andaðist 9. október sl. verður jarð- sunginn frá Langholtskirkju þriðjudag- inn 20. október kl. 13.30. Guðrún Kristjánsdóttir, Davið B. Guðbjartsson, Kristján Salvar Davíðsson, Valgarð Bjartmar Davíðsson, Vésteinn Guðmundsson, Guðmundur Ingi Vésteinsson. + Eiginmaður minn, faði'r okkar, sonur, SAMÚEL J. KÁRASON málari, Jörfabakka 28, er lést af slysförum 11. október verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 20. október kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarfélög.. Erla Þorbjörnsdóttir, Anna Bjarnadóttir, Kári Þór Samúelsson, Tómas Björn Samúelsson, Anna Samúelsdóttir, Bryndís Samúelsdóttir + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, GUÐMUNDUR ÞÓR JÓNSSON, Melteigi 20, Keflavík, sem lést á heimili sínu 10. október, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 20. október kl. 14.00. Jarðsett verður f Hafnarfjarðarkirkju- garði. Elín Ingólfsdóttir, Signý Guðmundsdóttir, Hólmar Tryggvason, Stefán Hólm Guðmundsson, Guðmunda R. Birgisdóttir, Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, Rögnvaldur H. Helgason, Guðný Guðmundsdóttir, Róbert Ingimundarson, Þóra Ö. Guðmundsdóttir, Ægir Ólafsson og barnabörn. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar og systur, tengdamóður okkar og ömmu, BJARNHEIÐAR BRYNJÓLFSDÓTTUR, Stangarholti 34. Edda Magnúsdóttir, Rögnvaldur Jónsson, Þórdís Brynjólfsdóttir, Margrét Karlsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför konunnar minnar, móður, tengdamóður og ömmu, BRYNHILDAR SIGÞÓRSDÓTTUR, Háaleitisbraut 34. Haraldur Sigurðsson, Anna Snjólaug Haraldsdóttir, Þorgeir Þálsson, Gunnar Haraldsson, Ásta Benný Hjaltadóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.