Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992 UPPBYGGING O G HNIGNUN SAMBANDSINS, SÍÐARI HLUTI Frystihúsið á Kirkjusandi var gert upp og því breytt í höfuðstöðvar Sambandsins. eftir Guðna Einarsson S AM VINNUHREYFIN GIN rekur upphaf sitt til ofanverðrar 19. aldar þegar íslendingar voru að taka verslunina í eigin hendur. Fyrsta kaupfélagið, Kaupfélag Þingeyinga, var stofnað 20. febrúar 1882 og 20 árum síðar var Sambandið sett á laggirnar. Samvinnuhreyfingunni óx hratt fiskur um hrygg og á nokkrum áratugum var hún orðin stærsta fyrir- tækjakeðja landsins með fjölþættan atvinnurekstur og við- skipti á sinni könnu. Heilu byggðarlögin voru háð samvinnu- félögum varðandi verslun og atvinnulíf. Mikið veldi Sam- bandsins má að hluta rekja til pólitískra ráðstafana sem gerðar voru á 4. og 5. áratugnum og tryggðu samvinnu- versluninni forréttindi. VThjálmur Þór kaupfélags- stjóri KEA tók við for- stjórastöðu Sambandsins 1946. Þá má segja að hafi orðið kynslóðaskipti í forystusveitinni. Frum- heijamir Sigurður for- stjóri og Aðalsteinn framkvæmda- stjóri Kristinssynir, bræður og samstarfsmenn Hallgríms fyrsta forstjóra Sambandsins, og Jón Árnason framkvæmdastjóri létu allir af störfum við þessi tímamót. Vilhjálmur tók við sterku búi, enda hafði samvinnuhreyfingin haft yfir- burðaaðstöðu í íslensku viðskipta- lífi um árabil. Sambandið átti væn- ar fúlgur í sjóðum sem urðu grund- völlur mikillar uppbyggingar á ný- sköpunarárunum. Vilhjálmur Þór tók til við áframhaldandi uppbygg- ingu og treysti Sambandið í sessi. Á fyrsta ári hans í forstjórastóli voru stofnaðar Skipadeild og Véla- deild, Olíufélagið hf. sett á laggirn- ar fyrir forgöngu Sambandsins og samvinnumenn hófu vátrygginga- starfsemi. Til forystu í Samvinnu- tryggingum valdist ungur maður, Erlendur Einarsson. í Reykjavík efldust höfuðstöðvamar, Sam- bandshúsið var stækkað og gerðar tilraunir til að ná frekari fótfestu í atvinnulífi höfuðborgarinnar. Frystihúsið Kirkjusandur í Reykja- vík var keypt, einnig Líftrygginga- félagið Andvaka, Vélsmiðjan Jöt- unn, Bókaútgáfan Norðri og sett upp fóðurblöndunarstöð. Hlutafé- lagið Dráttarvélar var stofnað sem og Teiknistofa Sambandsins. Iðn- aðardeildin var stofnuð 1949 og Sambandið gerðist aðili að Nor- ræna samvinnusambandinu. Fjölmennustu félagasamtökin Sambandið tók að stofna dóttur- fyrirtæki, sem ekki vom samvinnu- félög heldur hlutafélög, á 4. og 5. áratugnum. Þetta mæltist misvel fyrir hjá félagsmönnum. Erlendur Einarsson segir í ævisögu sinni Staðið í ströngu, (bls. 135): „Marg- ir félagsmenn ætluðust ekki til þess að samvinnufélögin eða fyrirtæki í eigu þeirra væru rekin með hagnað- arsjónarmiði. Þessir menn voru á móti fjármagnsmyndun í samvinnu- hreyfingunni og vom ósáttir við það að Sambandið og kaupfélögin eign- uðust hlutafélög.“ Þegar litið er um öxl vaknar spurning um hvort sam- vinnufélagsformið hafí ekki þegar verið gengið sér til húðar á þessum ámm. Þjóðfélagið var gjörbreytt frá verslunaránauð 19. aldarinnar og Holtagarðar hýsa birgðastöð, verslun og skipaafgreiðslu. Þegar húsið var reist áformuðu samvinnumenn stórsókn inn á smásölumark- aðinn á höfuðborgarsvæðinu. þótt samvinnuhugsjónin væri dýr- mæt í hugum margra var það fjár- magnið sem skipti sköpum í at- vinnulífinu. Lítil fjármagnsmyndun og veik eiginfjárstaða samvinnufé- laganna var orðin þeim fjötur um fót. Samvinnuhreyfíngin var einn stærsti vinnuveitandi landsins og árið 1951 stofnuðu Sambandið og kaupfélögin Vinnumálasamband samvinnufélaganna til að semja fyr- ir sína hönd um kaup og kjör við starfsmenn. Á sama ári var fisksölu- fyrirtæki sett á stofn í Bandaríkjun- um. Fimmtugsafmælis Sambands- ins 1952 var minnst með ýmsum hætti, meðal annars miðstjómar- fundi Alþjóðasamvinnusambandsins í Reykjavík. Á þessum tímamótum var Samvinnuhreyfíngin orðin fjöl- mennustu félagasamtök í landinu með 31 þúsund félagsmenn (tæp- lega 21% þjóðarinnar) í 56 aðildar- félögum. Vilhjálmur Þór lét af forstjóra- starfi um áramótin 1954/55 og gerðist Landsbankastjóri. Við stjórnartaumum tók Erlendur Ein- arsson forstjóri Samvinnutrygg- inga. Tímabili landvinninga og stórstígrar uppbyggingar var lokið, enda lítið eftir ónumið í þeim skiln- ingi. Sambandið hafði þegar haslað sér völl á flestum sviðum vítt um land og var stórveldi í viðskiptalíf- inu með rúmlega átta hundruð starfsmenn. Þrátt fyrir mikil um- svif og ytri styrk segir Erlendur að staða Sambandsins hafi í raun verið veik. Örar fjárfestingar og verðbólga hafði rýrt fyrrum digra sjóði og mörg kaupfélög voru kom- in í skuld við Sambandið. Fjár- magnsþörfínni var mætt með aukn- um lántökum. í kjölfar útþenslu og uppbyggingar sigldi tími innri uppbyggingar. Bryddað var upp á nýjungum í verslunarrekstri með opnun kjörbúða og Skipadeildin keypti olíuskipið Hamrafell, stærsta skip undir íslenskum fána til þessa. Útflutningsstarfsemin var efld með skipulagsbreytingum og markaðssókn, einkum í Bandaríkj- unum og byrjað var á tölvuvæðingu Sambandsins. í lok 6. áratugarins hafði Samvinnuhreyfingin með höndum um þriðjung allrar smá- söluverslunar í landinu, fímmtung inn- og útflutnings og flutti þriðj- ung alls vörumagns til landsins. Harður skóli Viðreisnarstjórnin var mynduð í lok ársins 1959 og í hönd fóru ár mikilla breytinga. Fyrstu verkefni Viðreisnar voru að rétta efnahags- lífíð við og leysa það úr viðjum hafta og ríkisforsjár. Gripið var til róttækra efnahagsaðgerða, gengið fellt um 57%, vextir hækkaðir, vísi- tölubinding launa og verðlags af- numin, auk þess sem lögð voru drög að hallalausum ríkisbúskap. Þessi umskipti höfðu mikil áhrif á rekstur Sambandsins bæði efna-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.