Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992 ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR l AUGLYSINGAR Snyrtifræðingur óskast á snyrtistofu á Reykjavíkursvæðinu. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „S - 10801“ fyrir 24. okt. nk. Véltæknifræðingur 32 ára nýútskrifaður véltæknifræðingur af orkusviði (energi) óskar eftir starfi nú þegar. Sérgreinar: Kæli- varmadælur, loftræsti- og orkukerfi. Hefur 4. stig Vélskóla ísl., starfs- reynslu sem vélstjóri og lokið smiðjutíma. Upplýsingarísíma 92-12251 eftirkl. 19.00. Húsvörður Húsvörður óskast til starfa fyrir húsfélag í miðbæ Reykjavíkur. í starfinu felst: Ræsting, þjónusta við íbúa og almenn umsjón utan húss sem innan. Starfinu fylgir ekki íbúð. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 22. október 1992 merktar: „G-10105.“ Bókari - gjaldkeri Matvöruinnflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða starfskraft til bókhalds- og gjaldkera- starfa. í starfinu fellst skráning bókhalds í Opus tölvukerfi og er æskilegt að umsækj- endur hafi reynslu af því kerfi. Einnig fellst í starfinu innheimta og umsjón viðskiptareikninga. Umsækjendur vinsamlega sendi inn skrifleg- ar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf til auglýsingadeildar Mbl. fyrir fimmtudaginn 22. okt., merktar: „G-2129." Starf við kynningarmál Stórt fyrirtæki með starfsemi um allt land, en höfuðstöðvar í Reykjavík, óskar að ráða starfsmann til að vinna að kynningarmálum fyrirtækisins. Starfið felur í sér skipulagningu, gerð, umsjón og eftirfylgni kynningar- og auglýs- ingasamninga, þar með talin útgáfa frétta- og kynningarrits um starfsemi fyrirtækisins. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun ásamt fyrri störfum, sendist skrifstofu okk- ar fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 22. okt. nk. ClJÐNI TÓNSSON RÁÐC JÖF & RÁÐN1N CARÞJÓN USTA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 „Au pair“ - Þýskaland „Au pair“ vantar sem fyrst til að gæta þriggja barna í grennd við Köln. Upplýsingar veitir Peter í síma 90 49-2205- 86444 eftir kl. 17.00 að íslenskum tíma (ensku- og þýskumælandi). Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Digranesvegi 5 - Kópavogi Laus staða Staða sjúkraþjálfara frá nk. áramótum. Starf- ið felst í greiningu og meðferð fatlaðra barna í náinni samvinnu við aðra sérfræðinga. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í þjálf- un fatlaðra barna. Meginhlutverk Greiningar- og ráðgjafar- stöðvar ríkisins er rannsókn og greining á fötluðum börnum svo og ráðgjöf til foreldra og þeirra sem annast þjáifun, kennslu og meðferð. Þar starfa 35 manns úr ýmsum starfsstéttum, flestir sérfræðingar í fötlunum barna. Mikil áhersla er lögð á nána samvinnu starfsstétta. Nánari upplýsingar gefa forstöðumaður og yfirsjúkraþjálfari í síma 641744. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist forstöðumanni fyrir 1. desember nk. Verkefnisstjóri Átaksverkefnið Norðfirðingar í sókn leitar að verkefnisstjóra. Verkefnisstjóri starfar á ábyrgð verkefnisstjórnarinnar. Starfssvið hans er að aðstoða fólk og fyrirtæki til fram- kvæmda, annast daglegan rekstur verkefnis- ins, miðla upplýsingum um verkefnið, vera ráðgefandi og að vinna með fólki. Átaksverk- efnið stendur í tvö ár og miðast ráðningin við þann tíma. Leitað er að einstaklingi með góða sam- skiptahæfileika, sjálfstæði í starfi, reynslu og þekkingu á atvinnulífinu, með góða al- menna þekkingu, reynslu af stjórnunarstörf- um og, eða ráðgjafastörfum, hefur þekkingu á byggðamálum, hefur þekkingu á rekstri, hefur gott vald á íslensku, á auðvelt með að tjá sig í rituðu máli og hefur reynslu af notkun tölvu. Umsóknarfrestur er til 27. október nk. og skulu umsóknir, er greini ýtarlega frá starfs- ferli, menntun og reynslu umsækjanda, sendast til: Norðfirðingar í sókn, pósthólf 162, 740 Neskaupstað. Upplýsingar um starfið veitir formaður verk- efnisstjórnar, Snorri Styrkársson, í síma 97-71790. Verkefnisstjórn. Stýrimaður 2. stýrimann vantar á skuttogarann Svein Jónsson frá Sandgerði. Þarf að geta leyst af 1. stýrimann. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Abyggilegur - 10441“. Lögfræðingur Er að leita að ungum lögfræðingi til framtíð- arstarfa við stjórnunarstörf. IMánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Guðnt TÓNSSON RÁÐGJQF b RÁÐN I N CARÞJÓN Ll STA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 LANDSPITALINN Reyklaus vinnustaður GEÐDEILD LANDSPÍTALA HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Hjúkrunarfræðinga vantar á geðdeildir, sem staðsettar eru á Kleppi, Landspítalalóð og víðar. Um er að ræða áhugavert meðferðar- starf og fjölþætta hjúkrun. Við höfum verk- efnatengdar K-stöður og bjóðum upp á að- lögunartíma. Mjög gott barnaheimili er rekið á vegum Ríkisspítala og hjúkrunarfræðingar í fullu starfi geta sótt um húsnæði á góðum kjörum. Vinsamlegast hafið samband við undirritaða og kynnið ykkur málin frekar. Nanna Jónsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri starfsmannahalds, sími 602600 kl. 9-12 virka daga. KOPAVOGSHÆLI ÞROSKAÞJÁLFAR Óskum eftir að ráða nú þegar deildarstjóra á deild 1, sem er atferlismótunardeild fyrir 7 einstaklinga. Einnig vantar okkur þroska- þjálfa eða fólk með sambærilega menntun á ýmsar heimilisdeildir. Framundan eru nýjar áherslur í rekstri Kópa- vogshælis og við leitum að fólki, sem er til- búið í krefjandi og skemmtilegt, faglegt mót- andi starf. Upplýsingar um ofangreind störf gefa Hulda Harðardóttir, yfirþroskaþjálfi, og Sigríður Harðardóttir, hjúkrunarforstjóri Kópavogs- hælis, mánudaginn19. október frá kl. 8.00 til 16.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.