Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 13
bandaríska þjóðin stendur and- spænis. Síðan hafa tekið við fleiri aug- lýsingar, þar sem Perot hefur beint athyglinni að vandamálunum án þess að benda á leiðir til úrbóta. Þar sem hann hefur hingað til forðast að benda á leiðir til úrbóta hefur hann orðið fyrir gagnrýni, en allra síðustu daga hefur hann gert grein fyrir tillögum sínum í efnahagsmálum í sjónvarpsþáttum sem hann borgar fyrir. Perot hefur oft lýst því yfir að hann vilji hækka skatta og samkvæmt skoðanakönnunum er óvíst að umræður um tillögur hans í efnahagsmálum treysti stöðu hans. Sumar tillögur hans eru vin- sælar, til dæmis tillögur um hækk- un á skatti á tóbaki, en aðrar eru óvinsælar, þar á meðal tillögur um hækkun skatta á sumum almanna- tryggingabótum og bensínskatti. Aður en sjónvarpskappræðum- ar hófust var sagt að þær „kynnu að vera síðasta tækifæri Bush, síðasta hindrun Clintons og eina von Perots“. Bandarískur al- menningur sé eirðarlaus og vilji breytingu. Kjósendur virðast sann- færðir um að Bush geti ekki tryggt þessa breytingu samkvæmt skoð- anakönnunum. Búist er við að meiri breytingar verði á þingi en dæmi em um síðan síðari heims- styrjöldinni lauk. Kjósendur virðast hins vegar ekki vissir um hvort þeir treysta Clinton til að taka við af Bush og það er eitt af því sem getur orðið til þess að Perot geti valdið óvissu um úrslitin. Staða hans skýrist betur eftir síðasta kappræðufundinn á morgun, mánudag, og mikið er undir því komið hvort tillögur hans í efna- hagsmálum fá hljómgmnn meðal kjósenda. Demókratar viðurkenna að hann kunni að draga fylgi frá Clinton ef efnahagstillögum hans verði vel tekið. Góð frammistaða Perots á fyrsta kappræðufundi forsetafram- bjóðendanna af þremur alls hefur orðið til þess að stóm flokkarnir hafa orðið að endurskoða baráttu- aðferðir sínar í ljósi þess að að- stæður hafa breyst. Bæði Bush og Clinton sýndu Perot kurteisi á fyrsta fundinum og einbeittu sér að því að gagnrýna hvor annan. í öðmm kappræðunum var fyrir- komulagið með þeim hætti að frambjóðendum gafst tæpast færi á því að fara í persónulegt návígi vegna þess að fyrirspyijendur úr salnum gerðu strax í upphafi þær kröfur að um ræðumar yrðu mál- efnalegar. Á eftir fyrri kappræðumar hins vegar hrósuðu aðstoðarmenn for- setans Perot opinskátt, sennilega vegna þess að þeir hafa vonað að hann mundi draga fylgi frá Clinton og auka þar með sigurlíkur Bush. Skoðanakannanir eftir fyrsta kappræðufundinn virtust hins veg- ar gefa til kynna að Bush hafi reiknað skakkt, því að samkvæmt þeim dró Perot álíka mikið fylgi frá forsetanum og Clinton. Hvað sem því líður tók hann ekki svo mikið fylgi frá hvomm að það benti til þess að það mundi breyta lokaúrslitunum. Asvipaðan hátt virðast aðstoðar- menn Clintons hafa talið að Perot mundi taka meira fylgi frá Bush en Clinton og því ráðlagt honum að sýna Perot kurteisi. Ýmsir em þessu ósammála og benda á að þar sem bæði Clinton og Perot boði breytingar geti bar- átta Perots dreift atkvæðum and- stæðinga Bush og tryggt forsetan- um sigur. Ef fýlgi Perots heldur áfram að aukast má vera að Bush og Clinton taki harðari afstöðu- gegn honum MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992 13 ____________1______1__________________________]____ MOTOROLA VERULEG VERÐLÆKKUN ÁMOTORO FARSÍMUM Nú höfum við lækkað verðið á Associate 2000 farsímum frá Motorola um 16.000 krónur. Hann erfáanlegur sem bílasími, burðarsími og burðarsími með festingu í bíl. Síminn hefur skammvalsminni fyrir 99 númer og nöfn, tíma- og gjaldmælingu, læsingu, fullkominn tvíátta handfrjálsan búnað, tímastillt straumrof, 10 númera endurvalsminni og 10 númera minnisblokk. Associate 2000 farsíminn I OAA* — frá Motorola kostar aðeins frá ICl ■ PÓSTUR OG SÍMI c Verð á bílasíma stgr. m. vsk. Söludeildir í Ármúla 27, Kirkjustræti, Kringlunni og á póst- og símstöðvum um land allt. 2 Tveggja daga námskeið um fjármál einstaklinga Námskeiðin eru haldin í VÍB-stofunni, Ármúla 13a, 1. hæð. 6.900,- kr. Námsgögn innifalin 21. og 22. októberkl. 20-23:00 22. og 23. október kl. 9-12:00 26. og 27. október kl. 20-23:00 28. og 29. október kl. 20-23:00 -Éghef unniö í bráJbum 20 ár hjá sama jyrirtœki, ég hef ágæt laun en finnst samt ad ég eigi ekki mikid. Hvernigget ég best aukid eignimar og tryggt þannig öryggi og afkomu fjölskyldunnar? .EinioM upps Lrift ao SKipuuegri MppiDyggmgu eigua 1 Lögð er áhersla á: Markmid íjjármálum, bœði til lengri ogskemmri tíma, þarsem reynterað samrœma drauma ogveruleikann; reglulega uppsetningu á eignum ogskuldum með tengingu við rekstur heimilis; markvissa eignastýringu þarsem veginersaman áheetta ogávöxtun; reglubundinn samanburð á árangri ogsettum markmiðum. Einstakt námskeið jyrir einstaklinga sem vilja hnitmiðaða leiðsögn við hámörkun eigna sinna, á hvaða aldri sem er. lÆbeinendur eru Sigurður B. Stefánsson, 21/22, 22/23 og 28/29 október og Margrét Svánsdóttir, 26/27 október. Þátttaka tilkynnist til afgreiðslu VÍB, RagnháðarM. Marteinsdóttur, í síma 91 - 68 15 30. VlB VERÐBREFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvarí 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.