Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.10.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992 við Tímann 19. febrúar 1982, í til- efni af 80 ára afmæli Sambands- ins: „í samvinnuhreyfingunni felst ekki tilgangur í sjálfu sér. Það velt- ur á því að tilgangi samvinnuhreyf- ingarinnar sé náð hvaða þjónustu samvinnuhreyfingin lætur fólki í té og hvort hún er tæki í höndum þess.“ Samvinnuhreyfingin hófst í þeim tilgangi að færa verslunina inn í landið og bæta viðskiptakjör íslendinga. í upphafi útveguðu kaupfélögin ódýrar vörur saman- borið við það sem aðrir buðu, af heimildum má ráða að í kringum þau hafí skapast svipuð stemmning og í kringum Hagkaup á sínum tíma og síðar Bónusverslanirnar. Tilkoma verslana af því tagi segir sína sögu um mikilvægi þess að sofna ekki á verðinum um verslun- arkjör neytenda. Samvinnuhreyf- ingunni tókst aldrei að fylgja eftir byggðaþróuninni og ná viðlíka árangri í smásöluversluninni á höf- uðborgarsvæðinu og hún hafði úti á landi, þrátt fyrir endurteknar til- raunir í þá átt. Það má velta því fyrir sér hvort samvinnuhreyfíngin hafi orðið að tilgangi í sjálfri sér og farið að keppa að eigin vexti og viðgangi. Hreyfingin sem í upphafi byggðist á þeirri reglu að hver maður hefði eitt atkvæði varð slíkur valdapýr- amídi að toppar Sambandsins voru úr tengslum við almenna félags- menn. Bent hefúr verið á að slík værð hafi runnið á risann að hann uggði ekki að sér fyrr en um sein- an. Innanbúðarmenn í samvinnu- hreyfingunni tjáðu blaðamanni að ein skýringin á hruni Sambandsins sé sú að því hélst illa á hæfum starfskröftum. Drífandi fólk sem vildi breytingar í takt við tímann hafí alls staðar rekist á veggi, ráða- menn vildu frekar sitja í hægindum vanans en að takast á við krefjandi verkefni. Því hafi verið mikill at- gervisflótti úr Sambandinu þegar mest reið á að hressa reksturinn við og í stjómunarstöður hafi menn fremur valist í krafti starfsaldurs en atgervis. „Baunateljaramir" sátu eftir þegar fólkið með fmmkvæði haslaði sér nýjan völl í atvinnulífinu. ímynd Sambandsins beið mikinn hnekki vegna hneykslismála og nei- kvæðrar umræðu. Ofríkistilburðir i krafti einokunar sumra kaupfélaga sköpuðu mikla óvild. Hneykslismál á borð við Olíumálið, Kaffibauna- málið, umræður um launamál yfir- manna og það sem mörgum finnst siðferðilegt gjaldþrot Sambandsins í viðskiptum við þrotabú Kaupfélags Svalbarðseyrar, hefur skaðað orð- spor og viðskiptavild Samvinnu- hreyfingarinnar. Pólitísk fyrirgreiðsla í þeim mæli sem viðgekkst á 4. og 5. ára- tugnum gerði að verkum að mikið af veldi Sambandsins stóð á brauð- fótum og stóðst ekki prófraun sam- keppninnar. Rangar fjárfestingar og rólyndi velmektaráranna kom risanum í koll, hann sofnaði á verð- inum, dauðasvefni. Mörg sam- vinnufélög lifa enn, framtíð þeirra er undir því komin að þau átti sig á breyttum aðstæðum. MILLI samvinnuhreyfingarinn- ar og Framsóknarflokksins hafa legið ljósir og leyndir þraeðir frá fyrstu tíð. Stofnandi flokksins, Jónas Jónsson frá Hriflu, sem jafnframtþví að vera Framsóknarmaður var eldheitur samvinnumaður, sagði: „í þennan flokk hafa skipað sér flest allir íslenskir samvinnumenn. Hann er stund- um nefndur Samvinnuflokkur, en lögheiti hans er Framsókn- arflokkur." Sumarið 1916 hittust þeir Jónas frá Hriflu, sem þá var rit- stjóri tímarits ungmennafé- lagshreyfingarinnar, og Hall- grímur Kristinsson forstjóri Sam- bandsins. „Þar byijuðu þau and- legu tengsl sem síðan hafa haldist milli samvinnuhreyfingarinnar og Framsóknarflokksins," skrifar Þórarinn Þórarinsson í Sókn og sigrum: Sögu Framsóknarflokks- ins. Ætla má að tengslin hafí orð- ið meira en einungis andleg, ef marka má hvemig Framsóknar- menn hafa beitt pólitískum áhrif- um í þágu samvinnuhreyfingar- innar, í opinberri stjómsýslu, bankakerfínu og á öðmm sviðum þjóðfélagsins. Fyrirgreiðslan var ekki látin ólaunuð. Erlendur Ein- arsson segir í bók sinni: „Sam- bandið studdi Framsóknarflokk- inn að vísu fjárhagslega. Slíkt var ekki óeðlilegt þar sem flokkurinn studdi við bakið á Samvinnuhreyf- ingunni." Málgögn Framsóknarmanna, dagblaðið Tíminn í Reykjavík og Dagur á Akureyri, nutu einnig góðs af Sambandinu. Komu þar til stofnframlög í fyrstu, ábyrgðir og árleg framlög einstakra áhuga- manna. Þá tóku „einkum hin myndarlegustu samvinnufyrir- tæki“ að sér innheimtu áskriftar- gjalda, eftir því sem Jónas frá Hriflu skrifaði. Um stuðning við málgögnin á síðari ámm segir Erlendur að Tíminn hafi fengið auglýsingar fram yfir það sem „telja mátti eðlilegt út frá við- skiptalegu sjónarmiði". Hefð hefur verið fyrir því að forstjóri Sambandsins sitji í mið- stjórn Framsóknarflokksins og í forystusveit samvinnuhreyfíngar- innar hefur löngum mátt sjá áhrifamenn í Framsóknarflokkn- um. Eysteinn Jónsson, fyrmm formaður Framsóknarflokksins, fjármálaráðherra og alþingismað- ur til margra ára, sat í stjóm Sambandsins frá 1944 til 1978, þar af varaformaður frá 1946 og stjómarformaður 1975-78. Hann var um árabii helsti tengiliður Sambandsstjómarinnar og Fram- sóknarflokksins. Ef til vill hefur enginn lýst tengslum Framsóknarflokksins og samvinnuhreyfingarinnar af næmara innsæi en Páll Pétursson bóndi og þingflokksformaður Framsóknarflokksins. í viðtali sem Tíminn átti við Pál í tilefni af 100 ára afmæli samvinnuhreyf- ingarinnar 1982 sagði Páll: „Þá held ég að gildi samvinnuhugsjón- arinnar mætti bera mikið oftar á góma sumra forvígismanna hreyf- ingarinnar og jafnframt mætti þeim vera ennþá ljósara að sam- vinna er pólitík og án öflugrar bijóstvarnar a stjómmálasviðinu yrði að henni kreppt." Bóndinn á Höllustöðum þurfti ekki að leita út fyrir heimatúnin að samlíkingu um hver hætta væri búin sam- vinnuhreyfíngunni ef flokksins nyti ekki við og sagði: „Samvinnu- hreyfing án stjómmálaþáttöku yrði eins og geltur hestur.“ UPPBYGGING OG HNIGNUN SAMBANDSINS RISIDEYR Framsóknarflokkurinn Pólitískur bakhjarl jé. SANYO SUPER VHS VIDEÓTÆKI Á EINSTÖKU VERÐI! Kr. 79.500.- stgr. ► ► ► ► ► ► Super VHS SEEE Nicam stereo Innbyggt textavarp Long play 4 myndhausar Mid mount ofl. ofl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.