Morgunblaðið - 26.03.1993, Side 29

Morgunblaðið - 26.03.1993, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1993 29 Eitt atriði úr myndinni. Sambíóm sýna myndma Háttvirtur þingmaður BÍÓBORGIN og Sagabíó hafa haf- ið sýningar á myndinni Háttvirtur þingmaður eða „The Distinguis- hed Gentlemen". Framleiðendur eru Leonard Goldberg og Michel Peyser, leikstjóri er Jonathan Lynn og aðalhlutverk eru í hönd- um Eddie Murphy, Lane Smith og Sheryl Lee Ralph. Þegar öldungadeildarþingmaður- inn Jeff Johnson deyr, en hann var ástsæll meðal kjósenda sinna, sér svikahrappurinn Thomas Jefferson Johnson (Murphy) sér leik á borði. Hann svindlar nafni sínu í næstu kosningum og fer af stað með áróð- usherferðinni „Jeff Johnson — nafn sem þið þekkið“. Hann nær kjöri og nú ætlar hann að gera þinginu það sem þingið hefur alltaf gert öllum öðrum. Af hveiju vill hann á þing? Jú vegna þess að hér er tækifæri til að standa í alls kyns braski og græða á tá og fingri, og allt saman á lögleg- an hátt. En brátt lendir hann í málum sem honum líkar ekki alls kostar. Þá kem- ur þekking hans á svindli og prettum í góðar þarfir, þannig að í lokin nær hann góðum sigri gegn skrifræðinu og embættismönnúnum sem hreiðrað hafa um sig í allsnægtum. (Fréttatilkynning) Eitt atriði úr myndinni Englasetrinu. Regnbogmn sýnir sænsku myndina Englasetrið REGNBOGINN hefur hafið sýn- ingar á sænsku gamanmyndinni Englasetrinu. Viðstaddir sýning- una kl. 21 verða framleiðandi myndarinnar Lars Jönsson, breski leikstjórinn Colin Nutley og sænski sendiherrann á íslandi, hr. Göte Magnússon. Eftir sýninguna verður teiti á Café Romance. Myndin gerist öll í litlu þorpi vest- ast í Svíþjóð. Ríkasti maðurinn í þorpinu deyr og það hlakkar í þorpsbúum, einn girnist skóginn hans, annar Englasetrið o.s.frv. í miðri jarðarförinni gengur inn glæsi- kvendi nokkurt og tilkynnir að hún sé dóttir karlsins og komin til að taka við arfinum. Þorpsbúar fara að velta fyrir sér hvað óvænti erfinginn ætli sér að gera við Englasetrið. I myndinni eru flestir af bestu leik- urum Svía, t.d. Reine Brynjolfsson, Per Oscarsson ásamt ungu nýstjöm- unum Helena Bergstrom og Rikard Wolff. Úr myndinni Tvífaranum. Laugarásbíó hefur sýning- ar á myndinni Tvífaranum LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á myndinni Tvífaranum. Leikstjóri er Avi Nesher. Flest er tvíþætt. Kona og karl, nótt og dagur og skammt er á milli góðs og ills. Holly Gooding (Drew Barrimore), ung og ráðvillt kona, hefur margt að óttast, eitthvað hrylli- legt og óhugsandi. Líf hennar er orðið að martröð. Hún kemur til Los Angeles í von um að það taki nýja og betri stefnu. En hún á sér tvífara sem hefur það eina takmark að drepa hana og þykjast vera hún. Enginn trúir sögu hennar, hvorki læknar né yfírvöld. M FÉLAG um heilbrígðislöggjöf heldur aðalfund sinn mánudaginn 29 mars nk. kl. 17 í stofu 101 í Lögbergi, ^húsi lagadeildar Háskóla íslands. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félags- ins. Strax að aðalfundarstörfum loknum, væntanlega um kl. 17.15, mun Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður flytja erindi um bótaábyrgð sjúkrahúsa og heil- brigðisstétta í ljósi nýlegra Hæsta- réttardóma. í erindinu mun hún einkum leita svara við því hvort bótaábyrgðin á þessu sviði sé orðin strangari en verið hefur. Að erind- inu loknu verða umræður. Fundur- inn er öllum opinn og er áhugafólk um fundarefnið eindregið hvatt til að mæta. (Fréttatilkynning) -4 BORGMESTER no. 12267 Hæð 40 cm. Fcrmingartilboð: kr.8.3 30,- Litur: Gylltur með grænu gleri. FLIGHT no. I276Þ Lágspenntur. Halogen borðlampi. 12V-20W m.peru. Hæð 30 cm. Fermingartilboð: kr. 5.290,- Litir: Svart, hvftt. •4 STAG no. 12289 borðlampi. Hæð SI cm. Fermingartilboð: kr. 5.620,- Litir: Rauður, blár.grænn. FLIGHT no. 1274 ► Lágspenntur. Halogen borðlampi. 12V-20W m. peru. Hæð 30 cm. Fermingartilboð: kr. 4.990,- Litir: Svart, hvitt. ANTENNA no. 1286 Lágspenntur. Halogen borðlampi með reiknivél. I2V-20W m.peru. Hæð 40 cm. Fermingartilboð: kr.4.910,- Litir: Svart Við vitum hvað unglingarnir vilja... SPRING no. 1291 Lágspenntur. Halogen borðlampi. 12V-50W m. peru. Hæð 85 cm. Fermingartilboð: kr4.210,- Litir: Hvftt, rautt, svart. q/p RAFTÆKJAVERSLUN ■3 / U Sveíns Guðmundssonar Koupvangi 12, Egilsstöðum, siml 11438 d^rafsiáhí v7 RAFVERKTAKAR Sacmundargötu 1, Sauöárkrók, simi 36481 Strandvegi 51, Vestmannaeyjum, simi 11218 nui straumur Silfurgötu 5. ísafiröi, simi 3321 (j|^foufiaVINNUSTOFAN Kaupvongi, Akureyri, slml 22817 BBRBARll^ðS LYSIR ÞÉR LEK) Ármúla 15, Reykjavik, Simi 812660 íi'/GGTÖBtÍJi! 1 KRINGtUNNI Kringlunni 8-12, Reykjavik, simi 689400 / rafþjónusta (fA) sigurdórs ^ffirvIrSnn^ 'KAFBUÐ/N Rafbúð R.Ó. # Irnrpl Lau9aveði13 IS.CAA V A Reykjavik T- . 7 Súni 624525 Eyrarvegi 29. Selfossi, simi 21160 Álfaskeiöi 31, Hafnarfiröi, simi 53020 Hafnargötu 52, Keflavik. simi 13337 SWVSTU DAGAR RYMINGARSOL UNNAR Verslunin hættir la.ugarda.ginn 27. mars. 1UIKIL VERÐLÆKKUIV RO D I E R

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.