Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Norðurlandaráðsþingið í Tromsö Bildt segir norræna sam- vinnu dyr Islendinga að ESB Trnmafí Mrtt*<ninhlnðið Hærri fjárframlög merki um áframhaldandi áhuga á samvinnu ÞEGAR ljóst verður hvert svar Norðmanna verður í þjóðarat- kvæðagreiðslunni verður endanlega hægt að fara að hugleiða hvernig norrænni samvinnu verði best hag- að, en umræður þar að lútandi munu taka einhver ár. í samtali við Morgunblaðið sagði Carl Bildt leið- togi sænska Hægriflokksins að norræn samvinna yrði íslendingum dyr að ESB og það væri einstök aðstaða fyrir land er stæði utan sambandsins. Þing Norðurlandaráðs samþykkti í gær átta prósenta hækkun nor- rænu fjárlaganna og er það merki um að löndin hafi ekki áhuga á að vinda ofan af samvinnunni. Nor- rænu forsætisráðherrarnir hafa ákveðið að setja á stofn nefnd sem á að skila af sér á Norðurlandaráðs- Setudómari vegna gjald- þrotakröfu á Blað hf. DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur falið Sigurði Tómasi Magnússyni, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, að taka sem setudómari afstöðu til kröfu sem, Már Pétursson héraðs- dómari við við Héraðsdóm Reykja- ness hefur gert fyrir Héraðsdómi Reykjaness um að Blað hf., fyrrum útgáfufyrirtæki Pressunnar, verði tekið til gjaldþrotaskipta. Krafa Más byggist á dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur í rtieiðyrðamáli sem Már hafði höfðað gegn ritstjóra og útgefanda blaðsins. Ritstjórinn og útgáfufélagið Blað hf. voru dæmd til að greiða Má samtals 600 þúsund krónur í miskabætur, birtingarkostn- að dómsorðs og málskostnað. Árangurslaus löggeymsla Þegar útgáfufélagið lýsti yfir áfrýjun dómsins til Hæstaréttar krafðist Már löggeymslu í eigum þess til tryggingar kröfu sinni. Þegar krafan var tekin fyrir hjá sýslumanni var því lýst yfir fyrir hönd Blaðs hf. að féiagið ætti engar eignir sem hægt væri að taka lög- geymslu og að það félli frá áfrýjun. í framhaldi af því lagði Már fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjaness um að fyrirtækið yrði tekið til gjald- þrotaskipta. Krafan byggðist á því að fyrirtækið hefði verið Iýst eigna- laust við löggeymsluna. Þar sem Már var dómari við dóm- stólinn þar sem taka skyldi afstöðu til kröfu hans úrskurðaði hann sig vanhæfan til að íj'alla um málið og hið sama gerðu síðar aðrir dómarar við_ Héraðsdóm Reykjaness. í dómsmálaráðuneytinu fékkst í gær upplýst að Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefði verið skipaður setudómari í málinu. Hann sagðist í samtali við Morg- unblaðið gefa út fyrirkall vegna máisins fljótlega en óvíst væri hve- nær tekin yrði afstaða til kröfunnar. Tvær aðrar gjaldþrotakröfur Úlfar Þormóðsson, sem vann meiðyrðamál gegn Blaði hf. í mars 1992, staðfesti við Morgunblaðið í gær að hann hefði falið lögmanni sínum að krefjast þess að Blað hf. yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt dómnum var Blað hf. gert ábyrgt fyrir um 700 þús. kr. kröfum Úlfars og Gallerís Borgar. Þá hefur lögmaður Hákonar Há- konarsonar, fyrrum framkvæmda- stjóri Blaðs hf., einnig lagt fram gjaldþrotakröfu vegna ógreiddra launa sem hann á hjá fyrirtækinu. þingi í Reykjavík í febrúarlok hug- myndum um framtíðarsamstarfið. Ekki verður endanlega hægt að fara að skipuleggja framtíð nor- rænnar samvinnu fyrr en ljóst verð- ur hvort Norðmenn samþykkja ESB-aðild eftir tæplega tvær vikur. Á blaðamannafundi leiðtoga íhalds- flokkana í Svíþjóð, Noregi, Finn- Iandi og Danmörku voru þeir sam- mála um að ESB-aðild gæfi norr- ænni samvinnu nýja vídd._ Hans Engell formaður danska Ihalds- flokksins nefndi mengun á Kola- skaganum sem dæmi um verkefni er Norðurlönd hefðu áhuga á, en STJÓRN Menningarsjóðs íslands- banka veitti í gær þýska ritliöf- undinum Wolfgang Schiffer viður- kenningu fyrir starf hans að kynn- ingu á íslenskri menningu í Þýska- landi. Schiffer, sem er forstöðu- maður leiklistardeildar þýska út- varpsins, kom fyrst til Islands árið 1982 og hefur síðan heimsótt land- ið árlega. I rúmlega áratug hefur hann unnið ötullega að því að kynna íslenska menningu og skáldskap í Þýskalandi og árið 1992 sæmdi forseti Islands hann riddarakrossi fálkaorðunnar. Hjálmar W. Hannesson, sendi- herra, sem afhenti Schiffer viður- kenninguna, sagði að fáir núlif- andi Þjóðverjar hefðu unnið jafn ötullega að kynningu á íslenskum bókmenntum og menningu. Enn- fremur sagði Hjálmar: „Á þeim rúmum fimm árum, sem ég hef • gegnt stöðu sendiherra í Þýska- landi, hef ég ekki átt nánari sam- skipti á menningarsviðinu við þar- lendan mann. Hann hefur verið hamhleypa til verka á þessu sviði og leikur ekki vafi á að hann hef- ur unnið þrekvirki." Umfangsmiklar kynningar Fyrir tilstilli Schiffers hafa nokkur leikrit íslenskra höfunda verið flutt í þýska útvarpinu og er talið að um 200 milljónir manna í Evrópu hafi Iagt við hlustir. Einnig hefur hann gengist fyrir námskeiðum um útvarpsleikhús fyrir íslenska rithöfunda og leik- stjóra. Hann ritstýrði íslandshefti hins virta bókmenntatímarits „die horen“, sem komið hefur út í tveimur upplögum, auk þess sem hann hefur komið því til leiðar að fjölda íslenskra listamanna hefur verið boðið til Þýskalands að kynna verk sín. Þá stóð Schiff- er fyrir „Die IsISnder kommen" sem er umfangsmesta kynning á íslenskri menningu sem haldin hefur verið í Þýskalandi. Enn- fremur hefur hann í félagi við Franz Gíslason þýtt úrval Ijóða eftir Stefán Hörð Grímsson sem gefin hafa verið út í Þýskalandi og 1992 kom þar út í þýðingu þeirra Franz og þekktra þýskra skálda ljóðasafnið „Ich hörte die Farbe Blau“ með Ijóðum sex ís- lenskra skálda. Öll þessi rit hafa fengið góðar viðtökur ytra. Schiffer hefur einnig kynnt réðu á engan hátt við. Enginn vafi væri á að löndin myndu í samein- ingu draga ESB inn í það verk. Auðvitað yrði haldið í norræna sam- vinnu. Annars vegar á áherslusvið- um innan menntunar- og menning- arsamvinnu og hins vegar lögð áhersla á að þróa samvinnuna þann- ig að hún yrði virkur grundvöllur Evrópuumræðunnar. Um aðstöðu íslands sagði Engell í samtali við Morgunblaðið að hvert land yrði að sjálfsögðu að gera upp hug sinn. Hann gæti þó ekki ímynd- að sér annað en að umræðurnar færu vaxandi á íslandi og þar hlyti þýskar bókmenntir fyrir íslend- ingum á ýmsan hátt. Hann hafði veg og vanda af safni þýskra nú- tímaijóða sem komu út árið 1989 undir heitinu „Og trén brunnu" og á næstunni kemur út hliðstætt safn þýskra smásagna. Sú útgáfa er tilefni komu Schiffers hingað til lands núna en jafnframt kemur út eftir hann skáldsaga í þýðingu Franz Gíslasonar. Féll fyrir menningarlífinu Schiffer kom fyrst til íslands í því skyni að taka útvarpsviðtal við Halldór Laxness. Hann kunni þá lítil deili á landinu en féll kylliflat- ur fyrir hinu blómlega menningar- lífi sem blasti við honum. Rithöf- undurinn fann fyrir tómarúmi innra með sér sem hann hefur æ síðan leitast við að fylla upp í. Schiffer hefur lagt sig í Iíma við að kynna löndum sínum ís- lenskar bókmenntir á réttum for- sendum en í máli hans kom fram að nasistar misnotuðu þær hug- myndafræði sinni til framdráttar. „Næstum því fjörutíu árum síðar fann ég mig knúinn til að hjálpa til við aðbreyta þessu. í upphafi vissi ég ekki hvað ég myndi sjálf- ur bera úr býtum fyrir bragðið. Ég hef hins vegar ekki einungis orðið auðugri að vinum heldur einnig auðugri í félagslegu og menningarlegu tilliti." Schiffer efaðist um að hann væri viðurkenningarinnar verðug- ur. Hann kunni Islandsbanka norska niðurstaðan að hafa áhrif. Vísast væri þó raunsætt að tala um eitthvert árabil áður en ísland gæti sótt um, því ríkjaráðstefnan 1996 gæti dregist og síðan tækju við samningaviðræður við Austur-Evr- ópulöndin. Carl Bildt sagði ESB-aðild bestu forsenduna fyrir að þróa norræna samvinnu og þar nýttist hún vel. Hvað íslendinga varðaði sagði hann að fyrir þá yrði slík samvinna sem dyr að ESB. Þeir fengju þar með einstakt tækifæri til að fýlgjast með gangi mála þar. Líkt og Danmörk hefði hingað til reynt að bera hags- muni hinna Norðurlandanna fyrir bijósti innan ESB, ættu nýju að- ildarlöndin nú að geta gert það sama fyrir íslendinga. bestu þakkir en kvaðst óvanur því að bankar veittu honum eitthvað af fúsum og frjálsum vilja án þess að biðja um tryggingu. „Ef ég yrði beðinn um tryggingu myndi ég viðurkenna að ég gæti ekki lagt fram neitt nema vináttu mina við ísland og áframhaldandi for- vitni varðandi það sem hér á sér stað, ekki síst á sviði bókmennta og Iista.“ Schiffer lét vel af samskiptum við Islendinga og tileinkaði kær- um vinum sínum hér á landi stór- an hluta viðurkenningarinnar og fullyrti að án stuðnings þeirra væri hann ekki í þessum sporum. Þá vék hann að hinu ritaða orði og sagði brýnt að hlú gaumgæfi- lega að því í framtíðinni og tryggja frjálst flæði þess yfir landamæri. „Hið ritaða orð var og verður alltaf minni okkar. Það er nokkurskonar falleg en við- kvæm planta sem þarfnast og verðskuldar alla okkar um- hyggju." Wolfgang Schiffer var afhent viðurkenningin við hátíðlega at- höfn í Listasafni Siguijóns Ólafs- sonar. Hún hófst með ávarpi Vals Valssonar, bankasljóra íslands- banka, en síðan flutti Róbert Arn- finnsson ljóð eftir Schiffer á þýsku og íslensku og Gunnar Kvaran og Gísli Magnússon léku á hljóðfæri. í stjórn Menningarsjóðs Islands- banka eru Valur Valsson formað- ur, Brynjólfur Bjarnason og Matt- hías Johannessen. Ögmundi Jónassyni boðið sæti á G-lista Engar ákvarð- anir um framboð ÖGMUNDUR Jónasson, fonnaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segist engar ákvarðanir hafa tekið um hvort hann gefi kost á sér á framboðslista Alþýðubandalagsins fýrir komandi kosningar. Hann vilji skoða þessi mál opnum huga og í ljósi þess hvort um samfylkingu fé- lagshyggjuaflanna í þjóðfélaginu verður að ræða í komandi kosning- um. Ögmundur Jónasson sagði að fyrir nokkru hefðu fulltrúar Alþýðubanda- lagsins spurt hvort hann væri tilbú- inn til að setjast á framboðslista fyr- ir komandi þingkosningar. Komið hefði fram að til umræðu væri að opna raðir flokksins og bjóða óflokks- bunndnu félagshyggjufólki til sam- starfs og að viðræður stæðu yfir við Jafnaðarmannafélagið, fylgismenn Jóhönnu Sigurðardóttur, um sam- starf í kosningunum. Félagshyggjufólk fylki sér saman „Eg hef sagt að á þessum forsend- um sé ég reiðubúinn að íhuga þetta mál, enda er ég mjög fylgjandi því að félagshyggjufólk sem er að vinna að svipuðum markmiðum fylki sér saman. Niðurstöður í þessum viðræð- um öllum liggja hins vegar ekki fyr- ir og ég mun einfaldlega skoða þessi mál eftir því hver framvindan verð- ur. Menn hafa haft uppi ýmsar yfir- lýsingar um að þeir vilji samstarf og ég vil sjá að menn meini það í raun og sann,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. -----» » » Almenna bókafélagið Ákvörð- un borgar- ráðs kem- ur á óvart ALMENNA bókafélagið var ekki lát- ið vita að borgarráð hefði í hyggju að slíta öll tengsl útgáfunnar við Bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar. Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri útgáfunnar, segir ákvörðunina, sem og að ekki hafí verið látið vita, koma á óvart. Friðrik sagði ákvörðunina koma á óvart því Almenna bókafélagið hefði í Ijósi þess að Tómas hefði verið einn af stofnendum útgáfunnar hvatt til þess að til verðlaunanna yrði stofn- að. Ekki væri heldur séð að úthlut- undarreglur hefðu ívilnaðað útgáf- unni óeðlilega og mætti benda á að verðlaunabókin í ár yrði gefin út hjá Máli og menningu. Hins vegar hefði Almenna bókafélagið heimild til að gefa bókina út í bókaklúbbi sínum. Ekkert stórmál Eins og fram hefur komið gerir borgarráð ekki ráð fyrir því að fram- vegis komi tilnefning í dómnefnd bókmenntaverðlaunanna frá Al- menna bókafélaginu. Þá er gert ráð fyrir að útgáfuréttur handrits verði í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður. Friðrik sagðist ekki vita hvaða ástæða lægi að baki ákvörðunar borgarráðs en hún gæti verið póli- tísk. Hann sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann hefði uppi einhver formleg mótmæli og tók fram að hér væri ekkert stórmál á ferðinni. * Menningarsjóður Islandsbanka heiðrar Wolfgang Schiffer Kynnir íslenska menn- ingu fyrir Þióðveijum Morgunblaðið/Þorkell HJÁLMAR W. Hannesson, sendiherra, afhendir Wolfgang Schiff- er viðurkenningu stjórnar Menningarsjóðs Islandsbanka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.