Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 9 gardeur Seidensticker silkiblússur Dragtir frá Geissler Hlýjar og notalegar úlpur frá Fulwiline Stakir jakkar FRÉTTIR Handverk og iðnmennt í Geysishúsi Jólafötin komiii aftur Meira úrval af kjólum Frottesloppar, st. 5-12 ára, Bamakot ÍJlpur — flispeysur skída- og kuldagallar á alla fjölskylduna rlLA Cortína sport Skólavörðustíg 20, sími 21555. Ó9 duftMn laugardagaW-_______________________ Oðumv HF tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 611680. Vesti Gallastretchbuxur Peysur úr mjúkri ítalskri ull JlnKuripiömt Framnesvegi 5, sími 19775 Munið 15% afsláttinn af kaffikönnusettum. Tilboðinu lýkur 18. nóv. Eigum loksins fægihanskana vinsælu. Opið alla virka daga frá kl. 16-18. ^ mi//EL MISSELFIX ádragseinangrun Félög iðnaðarmanna minnast tímamóta Merk tímamót í sögu nokkurra félaga hand- verksmanna og Iðnskól- ans er tilefni forvitni- legrar sýningar sem nú stendur yfír í Geysishúsi við Aðalstræti. í GEYSISHÚSI stendur yfir sýning- in Handverk og iðnmennt. Að henni standa sjö félög og stofnanir iðn- aðarmanna í tilefni stórafmæla á árinu. Meistarafélag húsasmiða er 40 ára, Trésmiðafélag Reykjavíkur er 95 ára, Meistarafélag hárskera 70 ára, Félag íslenskra gullsmiða 70 ára, Félag íslenskra línumanna 20 ára, Iðnskólinn í Reykjavík 90 ára og Iðnnemasamband Islands 50 ára. Á sýningu Meistarafélags húsa- smíðameistara eru nokkrir húshlut- ar, útveggir, hurðir og gluggar þar sem fram kemur mismunandi frá- gangur, upprunalegur og með endurbótum. Að sögn Ólafs Jensson- ar, forstöðumanns Geysishúss, eru húshlutarnir um 150 ára gamlir. Þeir voru teknir af húsi sem var rif- ið og gerðir upp að hluta, þar sem kemur fram hversu illa húsið var farið og hvað er hægt að endurbæta og hvernig staðið skuli að því verki. Þá eru handsagir af ýmsum gerð- um og útskurður eftir Öskar K. Júl- íusson húsasmíðameistara Vakin er athygli á elsta timburhúsi á Suður- landi sem stendur á jörðinni Kiðja- bergi í Grímsnesi en árið 1989 eign- aðist félagið jörðina. Húsið hefur verið endurgert og er nú minnis- varði um íslenska fagmennsku í húsasmíði. Ásbúðarsafn Fyrsti íslenski Tiárskerinn, að því að best er vitað, var Árni Nikulásson bartskeri. Meistarafélag hárskera sýnir gamla rakstóla frá Selfossi, Akureyri, Hafnarfirði og Reykjavík. Þá eru munir úr Ásbúðarsafni sem Árni Nikulásson rakari gaf Þjóð- minjasafninu árið 1944. Stofnfélagar í Félagi íslenskra gullsmiða voru 23. Tilgangur félags- ins var og er að_ efia samheldni meðal gullsmiða á íslandi. Á sýning- unni eru myndir af gripum sem til- heyra búningaskrauti skautbúnings Sjáöu hlutina í víbara samhengi! STARFSMENN á Trésmíðaverkstæði Jóns Halldórssonar og Co. árið 1924. Ljósmyndari er Magnús Ólafsson. Níðsterk og örugg \__________ HÚSASMIÐJAN Reykjavík og Hafnarfirði. FREMSTUR er Leifur Kaldal gullsmiður ásamt nema en Jón Kaldal tók myndina. og möttúls sem íslenskar konur gáfu Alexandrínu drottningu í heimsókn hennar hingað til lands árið 1921. Yngsta félagiö og Iðnskólinn Félag íslenskra línumanna er 20 ára á þessu ári og er því yngst þeirra félaga sem fagna tímamótum. Raf- eindavirkjun varð löggilt iðngrein árið 1992 og þar með urðu línumenn iðnaðarmenn. Á sýningunni eru ýmsir munir, svo sem tengiskápur, likan af stálturni fyrir loftlínu, líkan af spennistöð og myndir. Iðnskólinn i Reykjavík tengir sam- an á sýningunni hefðbundna hand- verkskunnáttu og nýjustu tækni. Skólinn á rætur að rekja til skóla- halds sem Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur hóf .árið 1873 en Iðn- skólinn tók til starfa 1904. Sýnt er líkan af gamla iðnskólanum við Tjörnina, skissa af byggingu Iðn- skólans ásamt myndum af nemend- um auk kennslugagna. Þá sýnir Iðn- nemasamband Islands ýmis skjöl og rit er koma við sögu félagsins. Sýningin stendur til 27. nóvember næstkomandi. Meðfylgjandi myndir eru fengnar að láni hjá Ljósmynda- safni Reykjavíkurborgar. Stretchbuxurnar eru komnar aftur í stærðum 38-50 með og án teygju undir il. — Ath. að síðasta sending seldist upp — f Eiðistorgi 13, 2. hæð, yfir almenningstorginu s. 23970. Opið laugard. kl. 11-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.