Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ -f HOTEL LEIFUR EIRÍKSSON1 ikólavörðustfg 45 Reykjavlk sími 620800 Fax 620804 Hagkvæm gisting íhjarta borgarinnar4 Einst.herb. kr. 2.900 Tveggja m. herb. kr. 3.950 Þriggja m. herb. kr. 4.950 Morgunverður innifalinn Kynning á Givenchy haust-/vetrarlitunum 1994-1995 í dag frá ki. 1 3-17. Ýmis skemmtileg tilbð í gangi frá Givenchy. Ath.: Mjög gó& ver&lækkun á Givenchy vörunum. (Sara SNYRTIVÖRUVERSLUN Bankastræti 8, sími 13140 t r NYR SJALFVIRKUR OFNHITASTILLIR Kiörhiti í hverju herbergi. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 AÐSENDAR GREINAR Varnaðarorð til skip- stjóra í Smugunni og víðar EG VONA að skip- stjórar í Smuginni og víðar séu menn til að ráða og láti ekki út- gerðarmenn stjórna gerðum sínum. Það er vitað að mjög vond veður geta komið á þessum slóðum í Bar- entshafi, kannski eins slæm og við Grænland eins og á Nýfundna- landsmiðum, en þar var ég á síðutogurun- um á sínum tíma. ís- inn er versti óvinur sjómannsins og auð- vitað ísingin. Þetta eru kannski meiri skip sem stunda þessar veiðar í Smug- unni í dag, en ég álít að þau séu jafnvel enn hættulegri en gömlu síðutogararnir vegna yfirbygg- ingarinnar og alls þess sem ís getur hlaðist á. Það er svo mik- ið upp úr sjó á þessum skipum og brúin framarlega. Ég hef verið við Grænland á togaranum Júlí, að lemja á ís fleiri sólarhringa upp á líf og dauða, og þegar svo allt í einu var komið svo gott sem logn var vitað að ísinn var ekki langt undan. Þá var snúið við á síðustu stundu og lens- Sveinn Björnsson að í hlýrri sjó. Það mátti litlu muna með Bjarna riddara, sem ég var síðar á, og Sörpræs sem voru samskipa við Græn- land. A báðum skip- unum hurfu öll siglin- gatæki, sjórinn braut upp stýrishús þeirra og öll siglingatæki hurfu í hafið og hval- bakurinn á Bjarna riddara losnaði og sjór komst í forlest- ina. Þá urðu margir hræddir. Síðar var sami skipstjóri á Þor- keli mána í svona aftaka veðri og bjargaði skipi og áhöfn með því að logsjóða í burtu bátadavíður og þar með björgunarbáta vegna ísingar. Það var skipstjóra að þakka, að ekki fór verr. Svo fórst Júlí með manni og mús, að talið var vegna ísingar. Enginn var til frásagnar. Það var mikið áfall. Margir áttu um sárt að binda og manni vöknar um augu enn við tilhugsunina. Ég þekkti marga þar um borð. Að láta sér detta í hug, eins og ég sá einhvers staðar í blaði um dagnn, að fara í var við ísinn Ættu skipstjórar að hugsa sig tvisvar um, segir Sveinn Björns- son, áður en lagt er í slíkar háskaferðir. er bara vitleysa, í fárviðri sem koma víða eins og hendi sé veif- að. Eins og áður segir komu ís- lensku skipstjórarnir sér í burtu frá ísnum og keyrðu til hlýrri sjáv- ar og héldu sjó þar. Að lokast inni í ísnum, jafnvel í góðviðri, getur verið stórhættulegt. Að vera að veiðum þar sem er mikið af rekís, þar sem er einn tíundi upp úr sjó, er líka hættulegt því radarinn sér ekki hvað er undir sjólínu. Þegar ég var við Græn- land bæði á Júlí og Bjarna ridd- ara var alltaf hafður maður fram á hvalbak sem sagði til um slíkan ís og gaf skipstjóra merki um að breyta stefnu. Nú verða skipstjórar í Smug- unni að notfæra sér kunnáttu og reynslu skipstjóra sem hafa verið í Barentshafi um vetrarmánuðina og auðvitað veðurfræðinga sem verða sérstaklega að koma með veðurspá fýrir þetta svæði. Með hjálp þeirra er kannski hægt að forðast óhöpp og slys, en þó sér- stáklega að þarf að hlusta á menn sem hafa reynslu af veðrum þarna norður frá að vetrarlagi. Ofsaveð- ur á þessum slóðum eru voðaleg og ís hleðst fljótt á skipin. Ættu skipstjórar að hugsa sig tvisvar um áður en lagt er í slíkar ferðir. Þó að þessi nýju skip séu vönduð með allskonar græjum þá má ekki láta sér detta í hug að þau geti ekki farist. Öll skip geta farist. Hver á að ráða? Ég gæti trúað að sumir útgerðar- menn o.fl. láti sér ekki koma slíkt til hugar í peningagræðgi sinni, en það er sem sagt skipstjórinn sem allt veltur á, með skipshöfn sína. Hann ber ábyrgðina, og á að bera hana, en ekki útgerðarmenn í landi sem aldrei hafa „pissað í salt vatn“. Vonandi eru einhverjir þeirra sem treysta sínum skipstjórum og fara eftir því sem þeir segja. Það eiga að vera lög. Að missa skip með allri áhöfn er hryllilegt og þjóðin má ekki við því. Skipstjórar, munið Júlíslysið. Látið það víti til vamaðar verða. Þið eruð ekki einir. Fjölskyld- ur, konur og böm 30 manna. Það skiptir máli og er á ykkar ábyrgð hvernig stjórnað er, en ekki útgerð- armanna. Verið skynsamir. Látið ekki fégræðgi ráða ferðinni. Guð forði ykkur frá því. Skrifað í Flórída í október 1994. Höfundur er myndlistarmaður og lögregluþjóna. Jólin nálg’ast Styrktartónleikar fyrir krabbameinssjúk börn HÁTÍÐ ljóssins nálgast óðum. Ég er greinilega ekki sá fyrsti Sem áttar sig á því þar sem ýmsir eru nú þegar komnir vel á veg með að undirbúa komu jólanna. Versl- unarmenn t.d. eru þegar famir að setja upp jólaskrautið, fyrstu hnullungar bóka- og geisladiska- skriðunnar hafa fallið, félagasamtök era far- in að bjóða jólakort og fleira tengt jólunum til sölu og svona mætti lengi telja. Því miður hefur borið talsvert á því undanfarin ár að aðilar, sem vilja koma vömm sín- um eða þjónustu á framfæri og taka þátt í veislunni, reyna að nota líknarfélög eða málstað þeirra, sem minna mega sín, til þess að maka krókinn. Reyndar verður slíkra tilrauna vart allan ársins hring en fyrir jól verða þær sérlega áberandi. Ljóst er að margir hafa gott eitt í huga þegar þeir taka ákvörðun um að láta líknarfélög njóta góðs af hagnaði sínum. Sumir auglýsa slíkt en aðr- Þorsteinn Ólafsson ir ekki. Hins vegar eru þeir sem hafa það eitt að markmiði að bera sjálfir sem mest úr býtum. Slíkt fólk þarf að stöðva. En hvernig á að meta stöðu mála í þessu sambandi? Hvar liggja mörkin? Segja má að hér sé um eitt af hinum gráu svæðum að ræða. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) er ungt félag, stofnað haustið 1991. Þrátt fyrir stuttan starfstíma hafa stjórnarmenn félagsins feng- ið umtalsverða reynslu af fjáröfl- unum og tengdum málum eins og að ofan er getið. Kennir þar ýmissa grasa bæði sætra og súrra. I ljósi fenginnar reynslu tók stjórn fé- lagsins þá ákvörðun fyrir skemmstu að setja félaginu ákveðnar skorður í fjáröflunum. Þær eru í stuttu máli fólgnar í því að félagið mun engan þátt taka í fjáröflunum nema allur ágóði renni til líknarmála. í því sam- bandi er rétt að geta þess að áherslan verður lögð á að allur EUPOBATEX PÍPU- POAM EINANCRUN KK í sjálflímandi rúllum, Vk plötum og hólkum. Þ. ÞORGRIMSSON & CO ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640 Styrktartónleikar fyrir krabbameinssjúk börn verða í Kristkirkju kl. 17 nk. sunnudag, segir Þorsteinn Ólafsson, sem hvetur fólk til að fjölmenna á tónleikana. kostnaður, þar með talin laun, sé í algjöru lágmarki og helst enginn. Þessi stefna er fyrst og fremst sett til þess að koma í veg fyrir að aðrir en krabbameinssjúk börn og aðstandendur geti hagnast á málstað þeirra. Ástæða er til að hvetja önnur líknarfélög, sem enn hafa ekki gert ráðstafanir, til að standa vörð um málstað skjólstæð- inga sinna á sambærilegan hátt og hér hefur verið lýst. Umrætt vandamál er reyndar vel þekkt í öðrum löndum og lík- lega í flestum löndum þar sem lí- karfélög eru starfandi og fjáraf- lanir stundaðar. Vafalaust er einn- ig misjafnt hvernig hin ýmsu sam- tök verjast óprúttnum aðilum eins og hér hefur verið vikið að. Til fróðleiks má geta þess að í Svíþjóð er starfandi stofnun sem veitir stuðning í þessu tilliti með því að bjóða fjárgæslu á meðan fjársöfn- un stendur yfir. Þeir sem standa að fjársöfnuninni fá þá úthlutað póstgíróreikningi, sem hefur núm- er er hefst á 90, og eru gefendur hvattir til að leggja inn á hann. Enginn annar en nefnd stofnun hefur heimild til að veita afnot af póstgírónúmeri sem byrjar á 90. Stofnunin setur það sem skilyrði fyrir úthlutun 90-reiknings að ekki megi nota meira en 15% af inn- söfnuðu fé í kostnað tengdan söfn- unarátakinu. Þannig er ábyrgst að lágmark 85% af söfnunarfé skili sér til þeirra sem verið er að styrkja. Stærsti kostur 90-reikn- ings er hversu vel hann er þekktur í Svíþjóð enda munu flest félög þar í landi, sem stunda fjáraflanir og vilja láta taka sig alvarlega, nýta sér þjónustu viðkomandi stofnunar. Mjög algengt er að sá sem beðinn er um framlag byiji á því að spyija eða kanna hvort við- komandi hafi 90-reikning sem er þá skilyrði fyrir veittum stuðn- ingi. Það er e.t.v. ástæða til fara að huga að slíkri stofnun hér á landi því eðlilega vilja gefendur fá tryggingu fyrir því að fé þeirra komist í hendur réttra aðila. Senn líður að fyrstu fjáröflun sem SKB tekur þátt í eftir að áðurnefndar skorður voru ákveðn- ar. Caritasdeild íslands, sem er angi af alþjóðlegum samtökum kaþólsku kirkjunnar, mun standa fyrir styrktartónleikum í Krist- kirkju í Reykjavík sunnudaginn 20. nóvember næstkomandi klukk- an 17. Allur ágóði tónleikanna, sem verða í umsjá þeirra Atla Heimis Sveinssonar og Úlriks Óla- sonar, mun renna til SKB. Tekið skal fram að bæði tónlistarmenn, sem fram koma, og aðrir viðkom- andi gefa vinnu sína. Flytjendur em flestir þekktir og viðurkenndir tónlistarmenn og er full ástæða til að hvetja tónlistaráhugafólk og velunnara SKB til að mæta og njóta. Að lokum skal þess getið að Caritasdeild íslands hefur frá stofnun 1989 staðið að líknarmál- um hér á landi með fjáröflunum af ýmsum toga, m.a. sölu jóla- merkja, en söluhagnaður þeirra fyrir jólin 1994 mun renna óskipt- ur til SKB auk ágóða áðurnefndra tónleika eins og fyrr var getið. Hafi félagar í Caritas hugheilar þakkir fyrir framtakið. Höfundur er formaður styrktarfélags krabbameinsjúkra barna. * 4 f € € € € 4 I < 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 < i + Kvennadeild Rauða krossins verður með kynningu og basar í Perlunni 20. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.