Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Listasjóður^, PennanS IQ4.UU.fr- ÍSLENSKIR MYNDLISTARMENN Auglýsing um umsóknir úr sjóðnum árið 1994. Styrkir úr Listasjóði Pennans verða veittir í þriðja sinn um nk. áramót. Umsóknir þurfa að berast stjórn sjóðsins fyrir 10. desember 1994. Sérstök umsóknareyðublöð og reglur sjóðsins fást í verslunum og á skrifstofu Pennans. Penninn sf., Hallarmúla 4, pósthólf 8280 - 128 Reykjavík, sími 91-68 39 11 - fax 91-68 04 11. Pantaðu fermingarmynda- tökuna tímanlega. Viö vorum ódýrari í fyrra og erum það enn, hjá okkur færðu fermingar myndatöku ffá kr. 13.000,00 Ljósmyndastofan Mynd sími: 65 42 07 Bama og fjölskylduljósmyndir síini: 887 644 Ljósmyndstofa Kópavogs sími: 4 30 20 3 Ódýrari - kjarni málsins! FRÉTTIR Sameiginlegur björgunar- skóli formlega stofnaður SAMEIGINLEGUR Björgunarskóli Landsbjargar og Slysavarnafélags Islands var formlega stofnaður í gær, miðvikudag, í húsakynnum skólans að Stangarhyl 1 í Reykjavík, en stofnun skólans er hluti af sam- komulagi sem undirritað var 15. desember síðastliðinn um stóraukið samstarf samtakanna tveggja á ýmsum sviðum. Hlutverk skólans er að vera leið- andi aðili um fræðslumál björgunar- og slysavamafólks hér á landi og yfírtekur hann það fræðslustarf sem samtökin hafa staðið fyrir hvort um sig, en með stofnun skólans ætla samtökin að ná fram aukinni hagræð- ingu og markvissara starfi í þessum málaflokki. Skólastjóri Björgunar- skóla Landsbjargar og Slysavamafé- lags íslands er Markús Einarsson. Starfsemi björgunarskólans verð- ur skipt í fjögur svið, en þau eru landbjörgunarsvið, sjóbjörgunarsvið, skyndihjálpar- og almannavarnasvið og slysavamasvið. Við skólann hafa verið ráðnir fimm starfsmenn, en auk skólastjóra í fullu starfi eru fjór- ir yfirkennarar í blutastarfí. Að auki munu fjölmargir leiðbeinendur kenna á námskeiðum skólans. 252 námskeið á fyrsta ári Björgunarskóli Landsbjargar og Slysavarnafélags íslands mun eink- um sinna störfum sínum með nám- skeiðahaldi víðsvegar um landið og með útgáfustarfi. Á fyrsta starfsári skólans eru samtals 252 námskeið á starfsáætlun hans. Þó skólinn hafi ekki verið formlega stofnaður fyrr en nú hóf hann starfsemi sína í byij- un október, og á þeim sex vikum sem hann hefur verið starfandi hafa um 500 björgunarmenn sótt nám- skeið á vegum hans. Morgunblaðið/Júlíus SKÓLASTJÓRI og yfirkennarar Björgunarskóla Landsbjargar og Slysavarnafélags Islands fyrir utan húsnæði skólans. Fremstur er Leifur Örn Svavarsson, yfirkennari landbjörgunarsviðs, en fyrir aftan hann standa, frá vinstri, Sigríður K. Sverrisdóttir, yfirkennari, Markús Einarsson skólastjóri, Sigrún Óskarsdóttir, yfirkennari, og Þór Magnússon, yfirkennari. Fulltrúi Irving Oil Mögnleg- ar lóðir athugaðar NÚ ER unnið að því af hálfu full- trúa kanadíska olíufélagsins Irving Oil að meta hvaða lóðir á höfuðborg- arsvæðinu hentuðu hugsanlega und- ir bensínstöðvar fyrir fyrirtækið. Úrvinnsla í þessum efnum stendur yfir og er búist við að innan nokk- urra vikna verði þessar tillögur til- búnar og þá verður þeim komið á framfæri við borgarskipulag. Othar Örn Petersen, hæstarétt- arlögmaður, fulltrúi Irving Oil hér á landi, segist ekki hafa neina trú á öðru, en lóðir fáist undir bensín- stöðvar fyrirtækisins, en það hefur óskað eftir lóðum undir átta bensín- stöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Það séu það miklir hagsmunir í húfi, bæði fyrir neytendur og hvað varð- aði það að fá erlenda fjárfestingu inn í landið. Hann sagði að fyrirtæk- ið þyrfti ekki jafn margar stöðvar og olíufélögin sem fyrir væru en það væri ljóst að það yrði ekki af þessu ef ekki fengjust lóðir. Menn hlytu að fagna nýjum vaxtarbroddi og aukinni samkeppni á sviði bensín- og olíusölu. Bensínstöðvar 2 og 3 saman Othar Örn sagði að bensínstöðv- arnar yrðu reistar í samræmi við ströngustu kröfur, en ný reglugerð um bensín og olíusölu í landi hefði verið sett á þessu ári. Hann sagði að bensínsala væri eins og hver önn- ur þjónusta og víða væri hægt að finna lóðir sem hentuðu. Nóg væri landflæmið hér og víða erlendis væru bensínstöðvar byggðar tvær og þijár hlið við hlið. Lagningu sæstrengsins yfir Atlantshaf lokið Tekinn í notkun í vetur LAGNINGU sæstrengsins CANT- AT-3, sem tengir ísland við Norður- Ameríku og Evrópu, er nú Iokið, og á næstu vikum verður nokkrum hluta símaumferðar til og frá land- inu beint um strenginn til reyn'slu. Stefnt er að því að strengurinn verði að fullu tekinn í notkun 1. febrúar á næsta ári. Útgerðarmenn í Vestmannaeyj- um gerðu í vor athugasemdir við lagningu sæstrengsins yfir togslóð í nágrenni Eyja, og að sögn Þorvarð- ar Jónssonar, framkvæmdastjóra fjarskiptasviðs Pósts og síma, var haldinn fundur með þeim og fleiri fulltrúum LIÚ í fyrradag, en þeim var þá kynnt hvað gert hafði verið til að koma til móts við kröfur þeirra varðandi lagningu strengsins. Grafinn niður eftir lagningu Að sögn Þorvarðar var sæstreng- urinn grafinn niður eftir lagningu á þeim stöðum sem útgerðarmenn höfðu gert athugasemdir við, og á fundinum í fyrradag gerðu fulltrúar þeirra sem önnuðust lagningu hans grein fyrir verkinu. Hann sagði mikið af nýjum upp- lýsingum hafa komið fram á fund- inum og skýrsla um umræðurnar yrðu lögð fyrir stjórnarnefnd um lagningu sæstrengsins 30. nóvem- ber. Þá yrðu tillögur um framhald málsins ræddar og ákvarðanir tekn- ar. Ef til þess kæmi að ákvörðun yrði tekin um að færa strenginn yrði það hins vegar ekki gert fyrr en næsta sumar. Kostnaðurinn 27 milljarðar króna CANTAT-3 getur flutt gífurlega mikið magn upplýsinga heimsálf- anna á milli, hvort sem það eru sím- töl, tölvugögn, sjónvarpsefni eða sjónvarpssímafundir. Auðvelt verð- ur að fjölga línum til og frá íslandi eftir því sem þörf krefur og talgæði verða mun betri en nú er. Sæstreng- urinn er um 7.500 km langur og nam heildarkostnaður við lagningu hans um 400 milljónum dollara, eða tæplega 27 milljörðum króna. Helstu eigendur strengsins auk Pósts og síma eru fyrirtækin Tele- giobe i Kanada, BT í Bretlandi, Telecom í Danmörku og Telekom í Þýskalandi. Ed du med tiiMad neb? Nezeril* losar um nefstíflur Éllfc Nezeril* er lyf sem losar um nefstíflur af völdum bólgu í nefslfmhúð, t.d. vegna kvefs. Einnig er Nezerif notað sem stuðningsmeöferð Qrœnt Nezeril® ffyrir ung börn m við miðeyrnabólgu og ofnæmisbólgum í nefi. Nezerif verkar fljótt og minnkar bólgur í nefi sem gerir þér kleift að anda eðlilega. Mikilvægt er að lesa vandlega leiðbeiningar um skömmtun sem eru á fylgiseðli með lyfinu. NezeríÚ’0,5 tovuxna och bwnfr* ^W^yningar i vardwa^ per dag víd f&r Blátt Nezeril® fyrir ffulloröna Nezenirfiest iapótekinu Apóteh Ne2eril (oxymetazoiin) or tyl sem losar nefstfhur af völdum kvofe. Verkun komur fljótt og varlr i 6-8 kist. Aukaverfcanlrt StaBbundin ertmg kemur lyrír og rhinltis medlcamentose viö langtlmanotkun. Varúö: Ekki-er réöiagt aö taka lyfiö oltar en 3svar á dag nó lengur on 10 daga I oenn. Nezeri! á ékki aö nota viö ofnaemlobólgum I nefi eöa langvarandi nefatifiu'al öörum toga nama I samráöi vlö laokni. Leitiö W lœknls ef tlkamshiti er hearri en 38,5° C lengur 3 daga. Ef mikill verkur er tll ctaöar, t.d. eyrnaverkur, ber einmg aö leita Iækni3. Skömmtun: Noldropar 0.5 mg/ml: Fullorönlr og eldrl en 10 éra: Innlhald úr eínu einnota ekammtahylki I hvora nös tvisvar til þrlsvar ainnurn é sólarhring. Nefdropar 0,25 mg/ml: Böm 2-6 óra: 2 dropar (Innlhaid úr U.þ b. 1/2 olnnota skammtahylki) l hvora nös tviavar tlt prísvar slnnum a sólartiring. Bðm 7-10 ára: Innihald úr einu einnota skammtahylkl I hvora nös tvisvar til prlavar sinnum 6 cölarhring. Nefdropar 0,1 mg/ml: Börn 6 ménoöa - 2 óre: Inmhaid úr emu oinnota skammtahyfki f hvora nös tvlsvar tli prisvar elnnum á sölarhrtng. Nýfædd börn og börn á brjó3ti rnoö erfiöieika viö aö sjúge: 1-2 dropar I hvora nös 1S mln, fyrir máltiö. aflt a6 4 sinnum á sólarhring. Nefúöaiyl meö skammiaúöara 0.1 mg/ml: Börn 7 mánaöa - 2 éra: Tvoir úöaskammtar I hvora nös tvisvar til þrtovar s'mnum é sólarhring. Nefúöalyf meö skarnmtaúöara 0.26 ing/ml: Börn 2-6 ára: Einn úöaskammtur i hvora r»ös tvlsvar tll príovar einnum 6 sólarhrmg Böm 7-10 éra: Tveir úöaskammtar I hvora nös tvlsvar til þriavar sinnum é sölarhring. Nolúöaiyf meö skammtaúöare 0,5 mg/mb Fullorönlr og börn oldrl en 10 éra: Tvelr úöaskammtar l hvora nös tvisvor tii þrlsvar sinntim 6 sóieihrmg Umboö og dreiflng: Pharmaco hf. ASTICA 4MNH Aslra ísbnd WKHtB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.