Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ REIMSÍ f i iAK AUX. / kvöld bjóðum við rauðleita og höfuga landbúnaðarafurð frá Pomerol héraði á kostnaðar- verði fyrir matargesti. Fimmtudagskvöld eru kvöld hinna vtnrauðu guðaveiga. Borðapantanir í síma 25700 Samkvtvml íslenskum lögtim má ekki auglysa borðvín ífjölmiðlum. 2r LA PRIMAVERA RISTORANTE HUS VERSLUNARIMMAR Sýnisliopn qf matseðli Kortöflu- «) liv. i liLollup ineð fóinal- (xi%ilíl.iisósu Gralin villiqæsaRinqa mt A rauívínvvJiLsösii oq Ucir's iLilt .Spfnal-losanju Vi rli , ,xist ilriiqjur Pulfaíinqap rnii' sniqlum, ílvíllrniL oq IrrqJJjurlum Gra’nmi tislijúqxnl sinúilúJn með l ivorno-sósu Slsill lúlí isnt u' int fí pasto oq tf ni tlsiMt rit't íia tti MiLint'lni OínlxjlftiJur Itjlíljinqur mcJ munqúsúsu MrossolunJ mcð pcslo oq rouSvínssósu ítulslcur rjómoLújínqur mtti lu itu úvaxtasírópi Gi ilím rnfíir óvexlir 6 mönjlulföl.um uttsL vanifluís Irr. k Lr. Itr. I r. Lr. I.r. u Itr. L Itr. 680,- 790,- 1.080,- 990, 1.120,- 1.490,- 1.680,- 1.950,- 1.980,- 770,- 740,- Borðapant | ordapaníamr i sima 888555 Blab allra landsmanna! PtargpfttMitfrifr - kjarni málsins! I DAG SKÁK Umsjón Margcir Pctursson ÞESSI staða kom upp á rússneska meistaramótinu í Elista í haust. V. Akhmade- ev (2.385) var með hvítt en stórmeistarinn Aleksander Poluljahov (2.525) hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 26. Hfl-f4? og nú tókst svarti að nýta sér veik- leika hvíts á löngu skálín- unni hl-a8. sjá stöðumynd 26. - Hxd5! 27. Dxd5 (eða 27. Bxd5 - Dh3+) 27. - Ra5 og hvítur gafst upp, því ef drottningin víkur sér undan getur svartur leik- ið 28. - Dh3+. Poluljahov þessi er nýorðinn stórmeistari og hann var feitur biti fyrir unga meistar- ann Arnar Gunn- arsson, 15 ára, sem sigraði hann á opnu móti í Gausdal í Noregi í sumar. Hausthelgar- mót Taflfélags Kópavogs fer fram um helgina 17.-20. nóvember og hefst fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20 í félagsheimili TK í Hamraborg 5, 3. hæð. Verðlaun 15 þús., 7 þús., og 3 þús. Skráning á mótsstað. Níu dagar í Disney-mót- ið! Skráning hjá SI, sími 689141, kl. 10-13. LEIÐRÉTT Lánsábyrgð í stað lánsveitingar VEGNA frásagnar af að- alfundi Félags hrossa- bænda í íþróttablaði á þriðjudag hafði Jóhann Torfason formaður stjórnar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins samband við Morgunblaðið og gerði athugasemd við þau orð þar sem segir að Framleiðnisjóður hefði synjað beiðni um lánveit- ingu. Segir Jóhann að erindi hafi borist sjóðnum í sum- ar um að hann veitti ábyrgðir vegna lántöku til að fjármagna kaup hlutafélagsins Saga- Reitschule á hrossum frá íslandi. Því erindi var hafnað af stjórn sjóðsins. Hinsvegar hafi formlegt erindi um stuðning við stofnun hlutafélagsins ekki borist stjórn sjóðsins og þar af leiðandi ekki verið tekið til afgreiðslu þar á bæ. Eins og málið er fram sett í skýrslu stjórnar F.H. má skilja að Fram- leiðnisjóður hafi synjað ósk um lánveitingu og því ástæða til að birta orðrétt þá málsgrein í skýrslunni sem fjallar um þetta efni en þar segir: „Oskað var eftir stuðningi landbún- aðarráðherra við útvegun lánsábyrgðar eða lána til þess að þetta viðfangs- efni gæti komist í fram- kvæmd, einnig var leitað til Framleiðsluráðs land- búnaðarins, Byggða- stofnunar og þriggja stærstu banka landsins. Formlegt svar um synjun hefur borist frá Lands- banka íslands og Frem- leiðnisjóði en aðrir aðilar eru með málið í skoðun.“ Ekki í Reiknistofuna Vegna fréttar um tölvuvírusa í blaðinu í gær vill Reiknistofa bankanna koma því á framfæri að umræddur tölvuvírus hefði ekki fundist hjá stofninni. Líka í Bókbæ Vegna fréttar um nýja ljóðabók Maríu Skagan í blaðinu í gær skal tekið fram að meðal þeirra versl- ana sem hafa bókina til sölu er Bókbær í Glæsibæ. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Hver þekkir stúlkuna? ÉG FÉKK sendibréf frá Finnlandi sem alnafna mín á, en stílað á mitt heimilisfang. Mér er það mikið kappsmál að koma því til skila. Þessi mynd og fleiri voru með í umslaginu. Ef einhver þekkir stúlkuna á myndinni er hann vinsamlega beðinn að hafa samband við und- irritaða í síma 34375. Guðrún Guðmundsdóttir Langagerði 56, Reykjavík. Tekið undir orð Hlyns HILDUR Svavarsdóttir tekur undir orð Hlyns Helgasonar þar sem hann talar um jafnréttismál í Bréfi til blaðsins sl. þriðjudag. Hún segir að sjálfstæðiskonur þurfi að halda vöku sinni og stemma stigu við því óréttlæti sem beinist að konum. Ekki sé með nokkru móti hægt að réttlæta það að karl sé ráðinn í níu af hverjum tíu skipt- um í stöður þar sem bæði kynin ættu að hafa jafna möguleika. Þakklæti til Ljósbæjar MIG LANGAR að þakka Ljósbæ hf., Faxafeni 14, fyrir góða þjónustu. Ég keypti þar viftu í loft og eigandi verslunarinnar, Matthías Sveinsson, reyndist alveg sérstak- lega hjálpsamur. Ég vil benda fólki á þessa verslun því á fáum stöðum hef ég fengið jafngóða þjónustu. Nína Breiðfjörð Sóknarkonur á spítölum GLÖGGUR lesandi hringdi til Velvakanda og vildi benda á það að Sóknarkonur skúruðu ekki gólf á spítölum. Hún vildi koma þessu á fram- færi vegna myndar sem fylgdi texta um Sóknar- konur í Velvakanda sl. þriðjudag. Hún sagði að myndin gæti verið vill- andi og það væru konur í öðrum stéttarfélögum en Sókn sem skúruðu gólfin á spítölum. Ljóslaus hjól VEGFARANDI vill benda reiðhjólafólki á það að það er hættulegt að vera ljóslaus í umferð- inni. Núna í skammdeg- inu er mjög erfitt að koma auga á reiðhjóla- fólk sem ekki ber nein endurskinsmerki og er í ofanálag á Ijóslausu hjóli. Þetta á að sjálfsögðu einnig við um ökumenn sem gleyma að kveikja ljósin á bifreiðum sínum. Tapað/fundið Jakkapeysa tapaðist SVÖRT jakkapeysa tapaðist á Feita dvergn- um sl. laugardag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 672413. Gæludýr Fiskabúr ÓSKAÐ er eftir öllu sem snertir skrautfiska og fiskabúr. Upplýsingar í síma 13633. Víkveiji skrifar... MIKIL umræða hefur verið upp á síðkastið um verzlunar- ferðir íslendinga til útlanda. Talað hefur verið um að þessar ferðir séu atlaga að íslenzkri verzlun og millj- arðar króna fari úr landi sem ann- ars hefðu orðið eftir hér og skapað enn fleira fólki atvinnu. Þetta eru vissilega réttmæt rök en það sem vegur þyngst hjá fólki er hvar það telur sig gera hagstæðustu kaupin. Víkveiji brá sér í verzlunarferð til Dublin á írlandi í fyrri viku og getur fullyrt eftir þá ferð að enn sé verulegur verðmunur íslenzkri verzlun í óhag, þótt sá munur hafi minnkað síðustu misseri. Þarna skiptir mestu að Islendingar fá end- urgreiddan söluskatt þegar þeir halda heimleiðis og einnig hafa Samvinnuferðir/Landsýn náð samningum um afslátt í ýmsum verzlunum sem nemur víðast 10%. Endurgreiðsla söluskatts_ nemur um 17% svo að jafnaði fá Islendingar 27% afslátt af uppsettu verði. í flestum verzlunum eru útsölur eða vissar vörur á sértilboði og þegar viðbótarafsláttur er gefinn og sölu- skattur endurgreiddur er vöruverðið orðið ótrúlega lágt. Vissulega kosta ferðirnar sitt en á hitt ber að Iíta að fólki þykir til- breyting í því að brega sér út fyrir landsteinana og margir telja sig spara langleiðina fyrir fargjaldinu með hagstæðum innkaupum. xxx ÖRUNAUTUR Víkveija, sem hefur mikla reynzlu af innkaup- um á íslandi, fullyrðir að flestar vörutegundir séu ódýrari í Dublin en hér heima. Alveg sérstaklega eigi þetta við um venjulegan fatnað en svokölluð merkjavara geti í sum- um tilvikum verið á svipuðu verði eða dýrari en hér heima. Víkverji getur nefnt sem dæmi að hann keypti í sérverzlun, ekki stórmark- aði, föt fyrir samtals 36 þúsund krónur. Þetta voru jakkaföt, þykkur vetraijakki, stakar buxur, skyrta og tvö bindi. Endurgreiðsla sölu- skattsins af þessari upphæð var 6.100 krónur og sérstakur afslátt- ur, svokölluð írsk ferðamannapund, í .800 krónur. Fyrir fötin greiddi Víkveiji því rúmar 28 þúsund krón- ur, sem er algengt verð fyrir jakka- föt hér heima. Sérstakt fyrirtæki sér um að endurgreiða söluskattinn. Sam- vinnuferðir/Landsýn hafa gert sér- samninga við fyrirtækið þannig að fulltrúar þess koma á hótelin sem íslendingamir gista á kvöldið fyrir brottför og taka við afsláttarmiðun- um. Fólkið fær svo umslag við brottför þar sem í er endurgreiðslan í dollurum. Víkveiji veitti því at- hygli að margir freistuðust til að gera innkaup í Fríhöfninni á flug- vellinum þegar þeir voru skyndilega komnir með fullar hendur íjár! xxx VÍKVERJI gisti á stærsta hóteli Dublin, Burlington. Það var sérstök lífreynsla því Islendingar voru þar í miklum meirihluta, vel yfir 200 manns! Settu þeir mikinn svip á hótelið eins og nærri má geta. Vegna þess að kollegi Vík- veija lenti í seinkun í Dublinflugi fyrir skömmu, eins og lesa mátti um hér í dálknum, er gaman að geta þess hér að flug Víkveija nú var 10 mínútum á undan áætlun flugfarþegum Atlanta til mikillar ánægju. Flugmaðurinn ávarpaði farþegana á leiðinni og sagði aug- ljóst að ferðin hefði verið vel heppn- uð. Farangur hópsins vó samtals 800 kíló á leiðinni út en á leiðinni heim vó hann 2.800 kíló. Hópurinn hafði keypt 2 tonn af varningi í Dublin!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.