Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg STJÓRNANDINN, Oliver Kentish og einleikarinn Jón Aðalsteinn Þorgeirsson á æfingu með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Verk eftir Beethoven og Krommer hjá Sinfóníuhljómsveit áhugamanna SUNNUDAGINN 20. nóvember kl. 17 býður Sinfóníuhljómsveit áhugamanna til tónleika í Háteigs- kirkju í Reykjavík þar sem fluttur verður klarinettukonsert eftir tékkneska tónskáldið Krommer og sinfónía nr. 3 (Eroica) eftir Beethoven. Stjórnandi hljómsveit- arinnar að þessu sinni er Oliver Kentish og einleikari Jón Aðal- steinn Þorgeirsson. Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna skipa milli 30 og 40 manns, áhugafólk i hljóðfæraleik auk nokkurra tón- listarkennara og nemenda og nokkrir liðsmenn Sinfóníuhljóm- sveitar íslands veita henni liðs- styrk fyrir tónleikana á sunnudag. -Ég vissi af þessu verki en hef ekki spilað það áður með hljóm- sveit, aðeins með píanóundirleik á námsárum mínum I Vín, sagði Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, -en þetta ágæta verk Krommers sem er vel þekkt í mínu fagi þótt það sé ekki oft flutt, hefur staðið í skugga klarinettukonserta Mozarts og Webers. Hljómsveitin er nokkuð óhefðbundin fyrir konsert sem þennan en verkið er annars klass- ískt að uppbyggingu og ber keim af Schubert og Weber. Franz Krommer samdi nærri 300 tónverk, mest hljóðfæratónlist og er þessi klarinettukonsert í Es-dúr opus 36 talið þekktasta verk hans. Krommer starfaði í Ungveijalandi sem fiðluleikari, kórsljóri og hljómsveitarsljóri og síðar í Austurríki sem fyrsti fiðlu- leikari í hljómsveit hirðarinnar og síðar sem hirðtónskáld og sljórn- andi. Jón Aðalsteinn segir það ágæta tilbreytingu og ánægju að spila nú með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna en hann kennir í Tónskóla Sigursveins og hefur spilað mikið í leikhúsunum, með kammerhópum auk einleiks. -Það er til mikið af tónlist fyrir klari- nett. Hyóðfærið kemur að vísu ekki fram fyrr en um 1700 og blómstrar á rómantíska tímanum, í upphafi 19. aldar, segir Jón Aðal- steinn. -Klarinett er sterkt hljóð- færi, hefur mikið tónsvið og það hefur einnig mikið verið samið fyrir það nú á 20. öldinni og þar hafa íslensk tónskáld verið dugleg og samið kammerverk, dúó o.fl. Síðara verkið á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar áhugamanna er sinfónía Beethovens nr. 3, Eroica, en bæði þessi verk eru í Es-dúr og komu bæði fyrst út árið 1803. Beethoven samdi Eroica þegar heyrnarleysi hans var tekið að ágerast og ferli hans sem kon- sertpíanista var lokið, segir Sig- urður Steinþórsson í efnisskrá tónleikanna og segir jafnframt að tónskáldið hafi talið hana uppá- haldssinfóníu sína þrátt fyrir að hann hefði þá átt eftir að semja mörg verk og mikilfengleg. Lundúnablaðið The Times Diskur sinfóníunnar fær hæstu einkunn GEISLADISKUR með leik Sinfó- níuhljómsveitar íslands hlaut mjög lofsamlega umsögn í Lúndúnablað- inu The Times þann 22. október síðastliðinn. Á geislaplötunni er að finna verk eftir sænska tónskáldið Hugo Alfvén og segir greinarhöf- undur, Barry Millington, að leikur hljómsveitarinnar einkennist af mikilli alúð. Gagnrýnandinn segir geislaplöt- una vera góða kynningu á tónlist Alfvéns sem fæddist 1972 og lést 1960. Hvetur hann þá sem ekki þekkja verk Alfvéns til að kynna sér þau og segir þessa útgáfu Chan- dos-fyrirtækisins henta vel í því skyni. Alfvén var löngum talinn fara fremstur sænskra rómantískra tónskálda en vinsældir hans dvín- uðu nokkuð á efri árunum. Á diskinum er að finna þijár sænskar rapsódíur eftir Alfvén en það er Peter Sakari sem stjórnar leik sinfóníuhljómsveitarinnar. Barry Millington vekur sérstaka athygli á hljómnum sem hann segir aðdáunarverðan. Hann gefur geislaplötunni þrjár stjörnur af þrem mögulegum. Lundúnablaðið The Times fjallar að jafnaði um nokkrar þeirra fjöl- mörgu hljóðritana sem gefnar eru út í Englandi og þykir það því í senn heiður og góð auglýsing að komast á síður þess. Nýjar bækur Ástarbréfaþj ónusta Þórunnar Valdimarsdóttur HÖFUÐSKEPNUR - ást- arbréfaþjónusta nefnist ný bók eftir Þórunni Valdi- marsdóttur. Þetta er önnur skáldsaga Þórunnar en áður hefur hún sent frá sér Ijóðabók og bækur um sagnfræðileg efni, meðal annars sögu Snorra á Húsafelli. Auk þess skrif- aði Þórunn bókina Sól í Norðurmýri ásamt Megasi. í kynningu útgefanda segir: „Höfuðskepnur - ástrar- bréfaþjónusta, segir frá ungri konu, rithöfundi sem skrifar ástarbréf eftir pöntun og fyrir væna þóknun viðtakandans. Um leið og hún kann- ar hinar margvíslegu mynd- ir ástarinnar segir hún af sjálfri sér, lífi sínu og hug- leiðingum. Hér kannar höf- undur mörk siðferðisins, beinir spjótum að tvískinn- ungi í hugsun okkar um ástina og kynlífið og veltir um leið fyrir sér stöðu rit- höfundarins gagnvart les- endum og samfélaginu." Útgefandi erForlagið. Bók- in er 221 bls. Hún er prent- uð hjá Harper CoIIins í Skotlandi. Margrét Laxness hannaði kápu, en málverk á kápu er eftir Roger Hil- ton. Hún kostar 1.980 krónur inn- bundin og 990 krónur í kilju. Þórunn I I I ) I \ I ) i \ Caput á lokaæfingu fyrir stórtónleika Evróputónleikar Ríkisútvarpsins CAPUT mun opinbera fímm ný verk eftir jafn mörg tónskáld frá Norður- löndum á opinni lokaæfingu í sal FÍH við Rauðagerði klukkan 21.00 föstudagskvöid 18. nóvember. Þarna verða flutt tónverk eftir ýmis af merkustu tónskáldum á Norðurlöndum, samin fyrir CAPUT fyrir tilstuðlan Norræna tónlistar- ráðsins NOMUS, og að auki eitt ít- alskt verk.' Þann 19. nóvember heldur hópur- inn af stað í tónleikaferðalagtil allra höfuðborga á Norðurlöndum og síð- an til Mílanó og Rómar. Danska, finnska og ítalska útvarpið munu útvarpa tónleikum hópsins sem fara fram í nokkrum þekktustu tónleika- sölum borganna. Auk norrænu verk- anna verða frumflutt tónkver ítal- skra tónskálda og þýska tónskálds- ins Wolfgangs Rihm í ferðinni. Alls taka 18 hljóðfæraleikarar þátt í ferðinni auk norska stjórnand- ans, Rolfs Gupta, sem staddur er hérlendis til æfinga og mun stjórna hópnum á fyrri hluta ferðarinnar, á Norðurlöndum, og á einum tónleik- um í Mílanó. Guðmundur Óli Gunn- arsson mun síðan taka við sprotan- um og leiða hópinn á nokkrum tón- leikum í Mílanó og Róm og ennfrem- ur við upptökur ítalskra verka á geisladiska. Caput stefnir að upptökum á nor- rænu verkunum í mars á næsta ári og verða þá jafnframt haldnir tón- leikar, en á morgun gefst tónlistar- unnendum tækifæri til að heyra hvað er að gerast nýjast í norrænum tónsmíðum. Höfundar tónlistarinnar í FÍH-salnum eru: Olav Anton Thommessen, Dagfinn Koch, Bent Sörensen, Jukka Koskinen, Haukur Tómasson og Riccardo Nova. Tónleikarnir eru styrktir af Menningarsjóði Norðurlanda, menntamálaráðuneytinu og fleiri aðilum. Þá hefur Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis veitt mik- ilsverðan stuðning. TONLIST II a 11 g r T m s k i r k j a VERK EFTIR PEND- ERECKI, JÓN NORDAL, ÞORKEL SIGURBJÖRNS- SON OG ATLA HEIMI SVEINSSON. Flytjendur: Bryndís Halla Gylfa- dóttir, Hörður Áskelsson, Martial Nardeau, Hamrahlíðarkórinn og Þorgerður Ingólfsdóttir. VIÐ þessa nafnaupptalningu ætti líklega að bæta við nafni Guð- mundar Emilssonar tónlistarráðu- nauts Ríkisútvarpsins, en hann kynnti efnisskrá tónleikanna, höf- unda og flytjendur. Ekki er sérstök ástæða til að fjalla að ráði um verk- efni tónleikanna, þau hafa áður fengið umfjöllun sem slík, eru flest mjög frambærileg verk sem erindi eiga á svokallaða Evróputónleika, utan kannske eitt, enda eftir „ís- lenska meistara". Bryndís Halla hóf tónleikana með Cappriccio per Siegfried Palm eftir Penderecki. Fyrir þann sem sat aftarlega í kirkjunni var þessi flutningur meira fyrir augað en eyrað. Effektar verksins nutu sín ekki í hljómmikilli kirkjunni, hrein- lega heyrðust oft ekki eða að þau samlöguðust rokhljóðinu utan kirkjunnar. En augun kvörtuðu ekki og vonanndi hefur þetta allt skilað sér vel í útsendingunni. Síðar á tónleikunum lék.Bryndís magnað verk Atla Heimis Dal regno del silenzio, einnig fyrir einleiksselló. Hafi eitthvað verið meistaralegt á tónleikunum var það þessi flutning- ur Bryndísar. Þetta hægferðuga verk, sem minnir dálítið á annað verk Atla fyrir einleiksklarinett, naut sín sérlega vel í hljómburði kirkjunnar. Bryndís lék verkið af djúpu innsæi, svo eftirminnilegt var. Martial Nardeau lék á flautuna sína Kalais, eftir Þorkel Sigur- björnsson. Nardeau kunni auð- heyrilega að nýta endurhljóm kirkj- unnar, og bæði í verki Þorkels svo og í fimm Músíkmínútum eftir Atla Heimi var stundum sem margar flautur hljómuðu samtímis. Hamra- hlíðarkórinn, undir stjórn Þorgerð- ar Ingólfsdóttur, söng Kveðið í bjargi, eftir Jón Nordal, Recessi- onal eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Agnus Dei eftir Penderecki. Kórinn og Þorgerður þekkja hljóm kirkj- unnar vel og kunna að spila á hann, enda kirkjan einskonar annað heimili kórs og Þorgerðar. Svo margt fallegt hefur verið sagt um söng kórsins að óhætt ætti að vera að minnast á eitthvað sem betur mætti fara. Víst er að um unglinga- kór er að ræða, þar sem skólun raddanna hljómar dálítið ungæðis- lega og flöt. Sterkur söngur getur orðið sár í tóninum, ekki hljómmik- ill og voldugur. Kannske er erfitt við þetta að eiga og kannske á þetta að vera einkennismerki kórs- ins, en óneitanlega væri mjúkur og voldugur fortehljómur æskilegri. Ég minnist þess að sem nemandi í hljómsveitarstjórn, var bannað að stjórna með mjaðmahreyfingum, hnébeygjum eða ferðalögum fyrir framan hljómsveitina. Þetta gildir jafnt um kórstjórn. Stjórnandans 8 er að skila tónlistinni óbrenglaðri L til áheyrandans, ekki sjálfum sér. P Ég vona að sú ágæta Þorgerður p taki vel þessari ábendingu, en | hreyfingar hennar virka truflandi. Hörður Áskelsson lék á Klais- orgel kirkjunnar tvö verk eftir Jón Nordal, Sálmforleik um sálm sem aldrei var sunginn og Toccötu, skrifuð í minningu Páls ísólfsson- ar. Hörður lék þessi verk af öryggi og sömuleiðis lokaverk tónleik- anna, Toccötu eftir Þorkel Sigur- L björnsson. Það verk álít ég, aftur j á móti, ekki útflutningsvöru, til $ þess er það of laust í reipunum, p einhliða og þarafleiðandi langdreg- ið. Enga skýringu hef ég á þessu misheppnaða verki aðra en þá, að þetta kemur fyrir bestu menn. Ef tilgangurinn með tónleikum þessum var að kynna frumkvöðla nútímatónlistar á íslandi vantaði lykilhöftinda á efnisskrána og spurning er hvort rétt sé að kalla p alla þessa þrjá höfunda, Jón, Þor- kel og Atla, frumkvöðla nútímatón- L listar. Atli er sá sem óneitanlega á ™ það heiti. Hafi átt að kynna nútíma- höfunda síðari hluta 20. aldar vant- aði marga höfunda inn á efnis- skrána og hefði það einnig verið ólíkt forvitnilegra - einnig fyrir útlendinga. Hafi tilgangurinn verið að kynna einhvetja innanhúsvini forráðamanna Ríkisútvarpsins, l hefði ég haldið að nóg væri komið af fyrirgreiðslupólitík, sem í lokin g gerir engum gagn. | Ragnar Björnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.