Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 39 AÐSENPAR GREINAR Fiskistefna í framþróun ENN ER enginn fiskur út af Vestfjörð- um. Úr Verinu 28/9 sýnir einn togara á smábátaslóð grunnt undan Barða. Hægt og bítandi sanna stað- reyndirnar okkur að þrátt fyrir ákjósanlegt ástand í hafinu, geng- ur enginn fiskur á áður beztu veiðislóðirnar, sem nú hefir verið spillt með úrgangi frá togurum. Menn bera stöðugt við ofveiði, en rökrétt ályktun af ástandinu bendir fyrst og fremst til að mengunin sé orsök- in. Mengunin er eðlilega mest á gönguleiðum fisksins og miðum þar sem togararnir sitja fyrir honum. Það er ekki hægt að ofveiða svo að enginn fiskur komi aftúr, svo sem nú sannast. Sama blað flytur ítarlegar upp- lýsingar um afrek Hrannar hf. á Isafirði með smíðina á Guðbjörgu III, fullkomnasta fiskiskips heims, með búnað fyrir 5-6 tegundir veiða og 70 tonna vinnslugetu á dag. Miðað við 200 daga á ári við veið- ar gætu afköstin verið allt að 14.000 tonn á ári. Kannske er mjöl- vinnslan of lítil, aðeins 30 tonn/dag. Úrgangur úr flökun er oftast um % auk annars afla, sem færi beint í vinnslu. Þetta full- komna 1600 milljóna króna skip tekur nú forystuna í úthafsveiði- flota landsins við hliðina á Baldvini Þorsteinssyni, Júlíusi Geirmunds- syni, Arnari, Sigli (án kvóta), og mörgum fleiri. Úthafsveiðar og kvótar Ekki getur leikið vafi á því, að veiðar í fiskveiðilögsögunni eru of- setnar og að því verði að leita leiða til að bæta þar úr. Minnkun þorsk- veiðiheimilda úr um 300.000 tonn- um eða kannske 450.000 tonnum, eins og bezt gerðist, niður í 150.000 tonn er alvarlegt áfall fyrir efnahag landsins og allan landslýð. Við þessu á þjóðfélagið engin önnur svör en að leitað verði á önnur og dýpri mið. Samkeppnin innan 200 mílna fiskilögsögunar er orðin al- gjörlega óraunhæf, þar sem úthafs- flotinn gengur stöðugt meira og meira á rétt hefðbundinna veiða til vinnslu í landi. Þessi þróun á und- anfarandi árum stefnir nú fjölda íslenzkra byggðarlaga í hættu, auk þess sem rökstuddar ástæður eru fyrir því að mengun og/eða ofveiði þessarra úthafstogara sé orsök fískleysis á grunnmiðum innan 200 mílna lögsögunnar. Sagan sannar okkur að við erum á villigötum í fískveiðistjórnun. Árið 1934 veiddust 340.000 tonn af þorski, en þá voru aðeins 18 síðutogarar í landinu, flestir um 200 tonn, en tveir líklega um 300 tonn. Allt var lagt á land til verkun- ar, mest í söltun eða sólþurrkun. Bygging frystihúsa var í byrjun. Þessi viðmiðun ætti að nægja til að sýna fram á yfirbygginguna og offjárfestinguna í veiðunum og vinnslunni nú. Menn, og þá sérstak- lega stjórnmálamenn, verða að taka tillit til staðreynda. Hin eðlilega og rökrétta ályktun af minnkun þorskveiðanna í lögsög- unni er sú að nú verður að beina úthafsveiðiflotanum á úthafið og þétta hefir að nokkru leyti tekizt á þessu ári. Menn tala um meiri full- vinnslu 1 landi, sem auðvitað er óraunhæft, þegar stöðugt meiri afli sem veiddur er í landhelginni er unninn úti á sjó. Veiðarnar í landhelginni hafa staðið undir upp- byggingu hins öfluga úthafsveiði- flota, og nú er óhjákvæmilega kom- ið að því að hann fari að skila af- rakstri af úthafsveiðunum í þjóðar- búið. Þetta þýðir að nú er ekki lengur hægt að úthluta kvótum inn- an lögsögunnar til út- hafsveiðitogara. Ástandið í þjóðfélaginu krefst þess, að allur afli innan lögsögunnar verði lagður á land til sérhæfðrar vinnslu, en hún hefir að undan- förnu skilað góðum og vaxandi árangri. Fisk- vinnsla í landi er og verður undirstaða at- vinnu fyrir stóran hluta þjóðarinnar og þetta verður að virða. Það á ekki að taka brauðið frá börnunum. Engir varanlegir kvótar Lögin um stjóm fiskveiða eru mjög afdráttarlaus um skipun veiða innan lögsögunnar. Fyrsta grein Mengun og ofveiði vegna togveiða innan lögsögunnar verður að •• linna, segir Onundur Ásgeirsson. Úthlutun á kvótum til úthafs- veiðiskipa er óraun- hæf og teflir annarri útgerð, vinnslu og byggðum í hættu. þeirra er þannig orðrétt: „Nytja- stofnar á Islandsmiðum eru sam- eign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessarra er að stuðla að vemd- un og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiði- heimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óaftur- kallanlegt forræði einstakra aðila yfír veiðiheimildum." Hvergi í lögunum er gert ráð fyrir leigu- né varanlegu framsali á úthlutuðum veiðiheimildum gegn endurgjaldi, þótt framsalið sé heim- ilað samkvæmt ákveðnum reglum í lögunum. Framsal á leigukvótum innan fiskveiðiárs getur verið hag- kvæmt, og sparað úthald á of mörgum skipum við veiðar, enda notað í stórum stíl. Öðru máli gegn- ir um varanlegt framsal. Þetta er í rauninni ekki til, því að forsenda þess er að veiðiheimildirnar myndi varanlegan eignarrétt sem er óheimilt samkvæmt lögunum. Kaup á varanlegum kvótum er þannig algjörlega á ábyrgð kaup- endanna, því að þessir kvótar geta verið afturkallaðir fyrirvaralaust við næstu úthlutun. Hér er um miklar fjárhæðir að ræða, því að varanlegir þorskkvótar munu nú seldir á 255 kr/kg, þeas. 1.000 tonna kvóti myndi þá seljast á 255 milljónir króna. Það væri skellur að missa slíkan kvóta. Sjávarútvegsráðherra Kanada segist hættur að hlusta á enda- lausar kröfur um aukna kvóta og segist framvegis vera talsmaður fisksins. Hér á fiskurinn enga vini, hvorki talsmenn né griðland. Meng- un og ofveiði er kjarni íslenskrar fískistefnu. Stórútgerðin heldur áfram að gera út stöðugt stærri og öflugri skip til veiða í lögsög- unni, og er þar ekkert lát á. Breyt- ing á fiskistefnunni er óhjákvæmi- lega á næst leiti. Höfundurinn cr fyrrverandi forstjóri Olís. Önundur Ásgeirsson Ljósmyna/Ingibjörg Jóhannesdóttir ÞESSIR ungu drengir héldu híutaveltu á Kópaskeri fyrir skemmstu og færðu þeir Rauða krossinum ágóð- ann — kr. 1.550. Þeir heita Ómar Gunnarsson, Arnar Jónsson og Borgar Jónsson. ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu nýlega og færðu þær hjálparsjóði Rauða kross íslands ágóðann sem varð kr. 2.000. Þær heita Edda Björk Jónsdóttir og Guðlaug B. Garðarsdóttir. 'ÁVí'A K A Aí j. VIKUTILBOÐ 90ÁRN Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-81 38 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.