Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Erindi Jóhanns Signrj ónssonar BOKMENNTIR L j ó ð JÓHANN SIGURJÓNSSON - LJÓÐABÓK Eiríkur Hreinn Finnbogason hafði umsjón með útgáfu. Almenna bókafélagið hf. 1994 - 127 síður. MÁLTÆKIÐ segir að listin sé eilíf en lífið stutt. Oft virðist manni þetta vera argasta öfugmæli því að dæmin sýna að mikils háttar listaverk eiga það til að týnast þeg- ar höfundar þeirra hverfá af sjónar- sviðinu. En máski er listin samt eilíf þrátt fýrir allt. Af og til kemur nefnilega fyrir að mikil listaverk sem hljótt hafa farið fá dýpri merk- ingu töluvert eftir dauða höfundar- ins. Svo er um ljóðagerð Jóhanns Sigurjónssonar. Jóhann Siguijónsson ætlaði sér að verða mikið leikritaskáld - og varð það þrátt fyrir að hann lifði óhefðbundnu, bóhemísku lífi sem reyndist honum dýrara en efni leyfðu. Eftir að hann ákvað að hætta námi í dýralækningum sinnti hann umfram allt þeirri köllun sinni að skrifa. Lengi vel voru leikrit hans talin merkilegasta framlag hans til íslenskra bókmennta, enda gerðu þau hann heimsfrægan á sín- um tíma. Jóhann sló í gegn og lifði það að sjá leikrit sín vera sýnd í helstu menningarborgum álfunnar. Sú staðreynd, að hann sveitapiltur frá íslandi, skyldi ná svo langt úti í hinum stóra heimi hefur eflaust sáð fræi í hugskoti margra annarra íslenskra rithöfunda og hvatt þá til að gerast rithöfundar í öðrum lönd- um. Jóhann er fyrstur í röð útheijanna sem gerðu misárangursrík- ar tilraunir til að ná fótfestu erlendis. Á eftir honum komu Gunnar Gunnarsson, Jóhann Gunnar Sig- urðsson, Kristmann Guðmundsson og Jó- hann Jónsson sem allir rituðu bókmenntir á framandi tungum. En hvernig minn- umst við skáldsins Jó- hanns Siguijónssonar nú á tímum? Leikrit hans Fjalla-Eyvindur Jóhann Siguijónsson og Galdra-Loftur eru sett á fjalimar með reglulegu millibili og einmitt um þessar mundir gefst okkur kost- ur á að sjá nútímaútgáfu af því síðarnefnda, Óskinni, í Borgarleik- húsinu. Leikrit Jóhanns eru lesin i skólum landsins og sem leikrita- skáld hefur hann markað óafmáan- leg spor í leiklistarsögu okkar. Eigi að síður hefur Jóhann vaxið í aðrar víddir. Á undanförnum ára- tugum hefur betur komið í ljós hve Ijóðagerð hans, sem að vísu er ekki stór að vöxtum, er frumleg og fram- úrstefnuleg. Þótt auðvelt sé að benda á að margt í skáldskap Jó- hanns endurspegli misdauflega ljóma klassískrar 19. aldar róman- tíkur þá em innan um kvæði sem geta aldrei verið túlkuð öðruvísi en sem hreinustu perlur í íslenskri bókmenntasögu. Með tímanum virðast ljóð hans eiga sífellt brýnna erindi við okkur. Eiríkur Hreinn Finnbogason rek- ur einmitt í eftirmála þeirrar bókar sem hér er til umfjöllunar hvemig fræðimenn hafa með stigvaxandi þunga á seinustu ára- tugum og ámm upp- götvað mikilvægi ljóðagerðar Jóhanns Siguijónssonar. Eirík- ur Hreinn minnir á að íslendingar þekktu ekkert til ljóðagerðar Jóhanns fyrr en hann hafði legið meira en tvo áratugi í gröfmni. Jó- hann dó tæplega fer- tugur og hafði þá sjálf- ur ekki gefið út neina ljóðabók á íslensku. Árið 1940, þegar Jó- hann hefði orðið sex- tugur, var ljóðum hans loks safnað í eina heild. Þótt fram- úrstefnuljóðið Sorg hafi birst í Vöku 1927 þá er það ekki fyrr en með umræddri heildarútgáfu að íslenskir lesendur taka að vakna til vitundar um nýnæmið í ljóðagerð Jóhanns. Og hvað er þá svo nýtt í mörgum ljóðum Jóhanns? í stuttum blaða- dómi er engin leið að rekja rann- sóknir fræðimanna að þessu leyti. Þó má nefna fáeitt. Hannes Péturs- son skáld hefur rakið með óyggj- andi hætti hvernig Jóhann hefur sótt hugmyndir í Opinberunarbók Jóhannesar til þess að undirstrika heimsslitaboðskap í Sorg. Matthías Viðar hefur mæta vel afhjúpað Bik- arinn, hefðbundið ljóð að formi, sem eitt af mögnuðustu symbólskum ljóðum á íslensku og Jóhann Hjálm- arsson bendir vafningalaust á í ljóð- listarsögu sinni að íslensk nútíma- ljóðlist hefjist með Sorg. Eiríki Hreini tekst ágætlega í 14 blaðsíðna eft.irmála að draga saman og endurspegla helstu viðhorf fræðimanna til Ijóðagerðar Jó- hanns. Sömuleiðis drepur hann á ævi og önnur verk skáldsins þannig að fullyrða má að hér sé á ferðinni býsna notadijúg kynning á lífi og ljóðum eins helsta brautryðjanda nútímaljóðagerðar á íslandi. Ekki er fullkomlega ljóst hvað hefur ráð- ið vali ljóðanna en sé bókin borin saman við fyrri útgáfur á ljóðum Jóhanns má segja að hún nái að endurspegla þávídd sem útgáfa Atla Rafns Kristinssonar bar með sér og þá samþjöppun sem fólst í útgáfu Hannesar Péturssonar. Snyrtilegur og jafnvel Iistrænn frágangur er bókinni til sóma en titillinn „Ljóðabók" þykir mér held- ur dauflegur og segja fátt. Leiðrétting I ritdómi mínum um Heimspeki á 20. öld, sem birtist í Mbl. 9. nóv. sl., var rangur útgefandi nefndur og blaðsíðutal rangt. Rétt er að Heimskringla, Háskólaforlag Máls og menningar, gaf út þessa 308 blaðsíðna bók. Beðist er velvirðing- ar á þessum mistökum. Ingi Bogi Bogason Nýjar plötur • ÚT er komin á geislaplötu á vegum Skífunnar hf. jólaplatan 11 jólalög sem fyrst var gefin út .1978.11 jólalögerein af þeim jólaplötum sem spilaðar eru fyrir hver jól og nægir að nefna lögin Lítið jólalag og Þorláksmessu- kvöld. Meðal annarra laga má nefna: Það á að gefa bömum brauð, Yfir fannhvíta jörð og Ein- mana á jólanótt. Vert er að minna á það að síðasta lag plötunnar er flutningur Pálma á Faðir vor. Söngvarar á 11 jólalögum er Ragnhildur Gísladóítir, Pálmi Gunnarsson, Laddi, Magnús Kjartansson og Diddú en upptök- um stjórnaði Magnús Kjartans- son. • FRUMBURÐUR hljómsveitar- innar Tweetyer geislaplatan Bít. Tweety er hljómsveit þeirra Þor- valdar Bjarna Þorvaldssonar og Andreu Gylfadóttur, en þau hafa kallað til liðs við sig þá MánaSvav- arsson, Eið Arnarsson og Ólaf Hólm og þannig skipuð kemur hljómsveitín fram á hljómleikum og dansleikjum víða um land á næst- unni. Á Bít eru tíu lög og eru átta þeirra á íslensku en tvö á ensku. „So Cool“ er hér í nýrri útgáfu, þar sem hollenskur upptökustjórnandi, Ad de Feyter, hefur farið höndum um það, en þessi útgáfa lagsins kemur einmitt út í Evrópu í byijun janúar. Öll lögin á Bít eru eftir Þorvald B. Þorvaldsson en textarnir eftir Andreu Gylfadóttur, en þau fengu sl. vor íslensku tónlistarverð- launin sem laga- og textahöfundar ársins 1993. I þjónustu ríkisins Kór Hafnarfjarðar kirkju syngur íslensk lög BÆKUR Æviminningar SENDIHERRA Á SAGNABEKK eftir Hannes Jónsson. Útgefandi Félagsmálastofnunin, Reykjavík 1994.296 bls., ijósmyndir, nafnaskrá. HANNES JÓNSSON, fyrrver- andi sendiherra, er hamhleypa til vinnu. Hann hefur nú sent frá sér fyrri hluta æviminninga sinna, þar sem hann lýsir að- draganda að því, að hann réðist til starfa í utanríkisþjónustunni 1954, störfum sínum í sendiráðum íslands í Bonn, London, Moskvu og New York og sem blaðafulltrúi ríkisstjómar Ólafs Jó- hannessonar frá 1971 til 1974. Almennt fer Hann- es góðum orðum um samferðamenn. Hann ber lofsorð á yíirmenn sína í utanríkisráðu- neytinu og lýsing hans á ólafi Thors forsætisráðherra í opinberri heimsókn hans til Bonn í maí 1956 einkennist af aðdáun. Helst virðist honum vera í nöp við Sir Andrew Gilchrist, sem var sendiherra Breta á íslandi, þegar deilt var um útfærslu landhelginn- ar í 12 sjómflur. Á Gilchrist annað skilið en að vera lýst sem óvildar- manni íslands. Það er rangt. Les- andinn gæti einnig fengið þá mynd af Gilchrist, að hann hefði fallið í ónáð yfirboðara sinna eftir ís- landsdvölina. Svo var alls ekki. Bókin er meira en æviminning- ar, því að í henni dregur Hannes til dæmis einnig upp mynd af ástandinu í Sovétríkjunum, þegar hann dvaldist þar. Hann lýsir einn- ig viðfangsefnum sínum og sendi- ráðanna, þar sem hann starfaði. Má segja, að í bókinni sé í senn rakin saga höfundar og tíundaðar ýmsar alkunnar staðreyndir, sem snerta opinber störf hans. Þessi blanda gerir textann á stundum dálítið langdreginn og sundurlaus- an. Útdrátturinn úr sögu utanrík- isþjónustunnar skal nefndur til að rökstyðja þetta álit. Hannes segir frá því, að Kondrad Adenauer, kanslari V- Þýskalands, hafí lofað Ólafi Thors 100 milljón marka láni til langs tíma með lágum vöxtum í maí 1956, skömmu fyrir þingkosning- ar. Eftir kosningarnar var Ólafur hins vegar ekki áfram í stjórn og Adenaúer dró lánsloforðið til baka. Þjóðveijar vildu ekki lána kommún- istastjóm á Íslandi, sem ætlaði að segja upp vamarsamningn- um við Bandaríkin. Þeir beindu málinu hins vegar í NATO- farveg og tengdist lánveiting til íslands síðan ákvörðun ríkis- stjómar Hermanns Jónassonar, um að hætta við uppsögn varnarsamningsins. Hannes segist að vísu ékki hafa staðfesta vitneskju um þetta: „Spurningin er: Keyptu Banda- ríkjamenn ríkisstjórn Hermanns Jónassonar með stórláni til þess að falla frá brottvísun hersins?" segir á blaðsíðu 74 og síðan í beinu framhaldi: „Um það get ég ekkert sagt.“ Brátt hlýtur að koma að því, að unnt verði með vísan til bandarískra gagna að fá svar við þessari spurningu, sem svo margir hafa velt fyrir sér síðan 1956. Á bókarkápu stendur, að bókin hafi að geyma áður óbirtar upplýs- ingar um jákvæð viðhorf Willams Rogers, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, til brottfarar varnarliðs- ins 1972. Þá var vinstri stjórn að nýju við völd hér undir forsæti Ólafs Jóhannessonar og var Hann- es blaðafulltrúi hennar og starfaði í Stjórnarráðshúsinu með Ólafi. Hannes segir frá því, að hann hafí samið kynningarrit um stefnu ríkisstjórnarinnar í varnarmálum til dreifingar til erlendra blaða- manna. Olafur hafi hins vegar bannað honum að senda ritið frá sér, af því að ríkisstjórnin hefði ekki stuðning meirihluta þing- manna við brottför varnarliðsins. Þessi uppljóstrun Hannesar er mun merkara framlag til sögu ís- lenskra öryggismála en það, sem Rogers sagði á fundi með Einari Ágústssyni utanríkisráðherra 1971 og skáletrað er í bókinni, „að Bandaríkjamenn mundu flytja her sinn frá Keflavík, ef íslendingar óskuðu þess. Það væri þáttur í grundvallarstefnu Bandaríkjanna að hafa ekki herlið erlendis nema viðkomandi ríkisstjóm óskaði eftir því. “ Of mikið er að túlka þetta sem „jákvæð viðhorf" til brottfar- ar varnarliðsins. Orð Rogers eru einungis til marks um það, að Bandaríkjastjórn ætlaði að standa við varnarsamninginn, sem unnt er að segja upp með 18 mánaða fyrirvara. Varla kemur það sendi- herranum á óvart? Eins og áður segir er bókin nokkuð sundurlaus, af því að þar ægir svo mörgu saman. Lesandinn getur þyí gripið ofan í hana hér og þar, en þarf ekki að lesa hana í samhengi. Hún er skrifuð þannig að einstakir kaflar hennar geta staðið sjálfstæðir. í upphafí sagði, að höfundur færi almennt hlýleg- um orðum um samferðamenn sína. Undir lok bókarinnar er honum þó uppsigað við blaðamenn, sem gegndu störfum fyrir erlendar fréttastofur hér á landi og gefur til kynna, að þeir hafi ekki verið starfi sínu vaxnir og verið í „fréttasvikamyllu". Aðdróttanir Hannesar í garð ónafngreindra manna í þeim kafla bókarinnar, sem fjallar um þessa „svikamyllu“, eru lýti á bókinni. Björn Bjarnason TONLIST Hljómdiskar ÞAR AÐEINS YNDI ÉG FANN íslensk kórtónlist. Kór Hafnar- fjarðarkirlgu. Stjórnandi Helgi Bragason. Undirleikur Ingunn Hildur Hauksdóttir. EKKI liggur alltaf í augum uppi ágæti margra húsganga eða alþýð- legra laga. Það er nefnilega ekki sama hvernig þau eru flutt. Hér höfum við dæmi um mjög góðan flutning sem sýnir lögin í „réttu ljósi", hvert og eitt þeirra hefur sinn yfir- lætislausa þokka með skýrt mót- uðum hend- ingum - og kannski eru það þær sem gera útslagið. Kór Hafn- arfjarðar- kirkju er að yísu fyrsta flokks, í það minnsta í þessari tón- list, en stjórnandinn, Helgi Braga- son, hlýtur að eiga mestan heiður af þessum eftirtektarverða og hreinlega fallega flutningi, þar sem tregafullur tónn laganna blandast ákveðnum frískleika, sem lætur þó ekki mikið yfir sér - en er samt fyrir hendi. Þegar lag einsog í Hlíð- arendakoti - sem löngu er orðinn húsgangur - nær athyglinni og maður hlustar með ánægju, segir það væntanlega töluvert um söng kórsins og vinnubrögð og smekkvísi stjómandans. Auðvitað eru lögin misgóðar tón- smíðar, en mörg gullfalleg í sínum einfaldleika, sbr. þjóðlögin - yfir- leitt í mjög vönduðum útsetningum. Þetta kemur engum, sem á annað borð þekkir til íslenskra sönglaga, á óvart. Oft fer samt þokki laganna, svo ekki sé talað um fegurð, forgörðum í slælega mótuðum flutningi, sem nemur ekki „hinn rétta tón“, en reynir í þess stað að „skreyta þau“ með asnalegum uppátækj- um í ætt við „tralalalla voff! voff!“ Hér höf- um við vandaðan flutning og mjög ánægjuleg- an á falleg- um og al- þýðlegum íslenskum Iögum. Flest sungin án undirleiks (sem betur fer!), en nokkur með píanóundirleik, sem Ingunn Hildur Hauksdóttir annast með ágætum. Oddur Björnsson Hannes Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.