Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þemey RE kom með 100 míllióna króna farm til hafnar í gær Skipið næstum búið að veiða fyrir kaupverði ÞERNEY RE í eigu Granda hf. hefur reynst fyrirtækinu vel frá því það komst í eigu þess fyrir einu ári. Það hefur aflað að meðaltali fyrir 47 milljónir króna á mánuði frá því Grandi hóf rekstur þess fyrir tíu mán- uðum. Kaupverð þess var 570 milljónir króna þegar það var keypt frá Flekkefjord Slip A/S í Noregi en hefur aflað fyrir 470 milljónir króna. í gær kom Þerney með afla að verðmæti rúmar 100 milljónir króna til Reykjavíkur og sló þar með nýsett íslandsmet Vigra RE. Skipstjóri Þerneyjar er Þórður Magnússon. „Þetta er eitthvað um það bil íslandsmet en aflinn er áþekkur og Vigrinn kom með en við vor- um einni viku styttra á veiðum svo við vinnum kannski á markahlutfalli," sagði Þórður í samtali við Morgunblaðið. Þerney kom með 850 tonn af fiski upp úr sjó og um 460 tonn af afurðum. Veiðiferðin stóð yfir í fimm vikur. Þórður segir að 90% af aflaverðmætinu séu djúpkarfi en einnig hafi þeir unnið þorsk í beinlaus flök fyrir Coldwater í neytendaumbúðir fyrir um 10 milljónir króna. „Við fullvinnum hráefnið. Karf- ann hausskerum við og heil- frystum og þannig fer hann í verslanir í Japan.“ Stór og ormalaus þorskur Þórður sagði að gott verð fengist fyrir karfa núna og yrði hann ekki seldur nema mjög gott verð fengist. „Þetta er með betri afurðum sem við komumst í. Þetta er djúpkarfi og hann er langsamlega verðmestur en grunnkarfinn, eða gullkarfinn svokallaði, þykir okkur ekkert sérstaklega spennandi og við leggjum okkur ekkert eftir hon- um. Japaninn vill karfann rauð- an og djúpkarfinn er mun rauð- ari,“ sagði Þórður. Þerneyin fékk fyrst ágætan afla í köntunum suður af Vest- mannaeyjum. Við norðanverðan Reykjaneshrygginn fengu þeir úthafskarfa og afgangurinn af karfanum veiddist 140-160 sjómilur frá Reykjanesi. „Við urðum fyrir óhappi með flot- trollið er við lentum með það utan í tind og rifum. Þá fórum við á Vestfjarðamið síðustu fimm dagana og vorum þar í þorskkroppi með botntrolli. Það var ágætis veiði af stórum og ormalausum þorski fyrstu dag- ana og þá var mest að gera í túrnum. Þetta er mannfrek vinna og upplagt að vinna þenn- an væna fisk í dýrari pakkning- ar,“ sagði Þórður. Hann sagði að veiðin hefði verið jöfn og þétt allan túrinn. Morgunblaðið/Sverrir DÆTUR Þórðar skipstjóra, Hildur Björk (t.v.) og Eva, voru komnar niður á bryggju til að fagna föður sínum eftir þennan langa túr. Tíu manns eru á vakt í vinnsl- unni en fjölgað var á vakt þegar þorskurinn var urininn. Þórður sagði að hásetahlutur- inn losaði um eina milljón króna fyrir fimm vikna veiðiferð. Togarinn á hálfvirði Þerney landaði síðast karfa fyrir um 75 milljónir króna eftir 29 daga veiðiferð. Þórður sagði að Þerneyin var einkar gott skip en það var keypt nýtt af Flekkefjord Slip A/S. „Hún var upphaflega smíðuð fyr- ir rússneska aðila en Grandi gekk inn í kaupin og fékk togarann fyrir spottprís. Þegar ég fór utan til að sækja skipið var mér sagt að verðmæti skipsins væri um 1.300 milljónir lu,óna,“ sagði Þórður. Jóhanna Sigurðardóttir vill stjórnlagaþing Stjórnar- skrá end- urskoðuð í sumar JÓHANNA Sigurðardóttir alþingis- maður hefur lagt fram lagafrumvarp á Alþingi um að efnt verði til stjórn- lagaþings næsta sumar til að endur- skoða stjórnarskrá íslendinga. Jóhanna segir í greinargerð að heildarendurskoðun stjórnarskrár- innar hafi vafíst fyrir mönnum ára- tugum saman og hvíli ábyrgðin ekki síst á þingfiokkum stjórnmálaflokk- anna á Alþingi. Því leggur hún til að efnt verði til stjórnlagaþings, sem skipað verði 41 fulltrúa sem kosnir verði persónukosningu. Ekki verði hægt að kjósa alþingismenn á þetta þing, til að koma í veg fyrir að þeir fjaili um sjálfa sig. Ráðherrar ekki þingmenn? Jóhanna leggur til að stjórnlaga- þingið skoði sérstaklega æskilegar breytingar á stjórnkerfinu, m.a. hvort rétt sé að ráðherrar séu jafn- framt þingmenn og hvort afnema eigi aukafjárveitingar. Kannað verði hvort rétt sé að breyta og setja skýr- ari reglur um þingrofsréttinn og hugað að ákvæðum um setningu bráðabirgðalaga. Þá fjalli stjórnlaga- þingið um ákvæði stjórnarskrárinnar um ráðherraábyrgð og athugi hvort ekki sé rétt að setja heimild í stjórn- arskrána tii þjóðaratkvæða- greiðslna. Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að tillögur stjórnlagaþings verði bornar undir þjóðaratkvæðagreiðslu sem yrði bindandi. Nái tillaga stjórn- lagaþingsins fram að ganga verði hún lögð fyrir forseta íslands til staðfestingar og taki þá ný stjórnar- skrá gildi. Iðnfræðsluátaki hleypt af stokkum meðal 14 ára unglinga í fjórum grunnskólum í Reykjavík Viðhorf til iðn- náms einkenn- ast af tómlæti Morgunbiaðið/Ámi Sæberg FORYSTUMENN í iðnaði og fræðsluyfirvöld standa að iðnfræðsluátakinu INN í því skyni að gera iðnmenntun „inn“ í huga unga fólksins. FRÆÐSLUSKRIFSTOFA Reykjavíkur, Skólamálaráð, Samtök atvinnurek- enda og launþega í iðnaði og Aflvaki Reykjavíkur hafa hleypt af stokkunum iðn- fræðsluátaki meðal 14 ára unglinga í fjórum skólum í Reykjavík. Markmið átaksins er að fá fleiri nemendur til að fara í iðnnám. Ut- búið hefur verið námsefni fyrir átakið. Efnt verður til hugmyndasamkeppni meðal nem- enda og stefnt er að því að framleiða vöru úr bestu hugmyndunum. Iðnfræðsluátakið, sem nefnist INN, en það stendur fyrir iðnaður, nemendur og nýsköp- un, fer fram í Álftamýrarskóla, Vogaskóla, Fellaskóla og Tjarnarskóla. Öðrum skólum verður sent námsefnið til kynningar. Um er að ræða tilraunaverkefni. Færri útskrifast með sveinspróf en áður Guðrún Þórsdóttir, kennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, sagði að ís- lenskir nemendur veldu sér framhaldsnám með allt öðrum hætti en nemendur í ná- grannalöndum okkar. í þýskalandi, Noregi og Danmörku færu um 70% nemenda í verkn- ám, en aðeins um 32% íslenskra nemenda færu í verknám. Um 68% færi i bóknám. Hún sagði að á síðustu árum hefði sú þróun orðið hér á landi að fleiri sæktu í bóknám en áður. Árið 1980 völdu 1.187 16 ára nem- endur almennar brautir, en 303 völdu iðn- brautir. Árið 1992 völdu 1.664 nemendur almennar brautir, en 359 nemendur iðnbraut- ir. Árið 1980 útskrifuðust 717 með sveins- próf, en 1993 hafði þeim sem útskrifuðust með sveinspróf fækkað niður í 614. „Viðhorf nemenda og einnig foreldra til iðnmenntunar einkennast af tómlæti. Fólk virðist ekki átta sig á möguleikum iðnmennt- unar,“ sagði Ingi Bogi Bogason, fræðslufull- trúi hjá Samtökum iðnaðarins. Hann sagði að einn megintilgangurinn með fræðsluátak- inu væri að breyta viðhorfi nemenda til iðn- menntunar. Mikilvægt væri að fá fleiri nem- endur til að hefja iðnnám og einnig þyrfti að fá hæfileikaríka nemendur í iðnnám. Ríkisvaldið hefur ekki staðið sig Guðrún sagði að það væri mat manna að aðstæður Væru nú fyrir hendi til að snúa þróun síðustu ára við. Iðnaðurinn væri á uppleið. Ytri aðstæður væru hagstæðari nú en áður. Guðrún sagði að meiri iðnmenntun væri fallin til að fjölga atvinnutækifærum því að iðnmenntað fólk væri betur í stakk búið til að skapa sér störf, en þeir sem enga menntun hefðu. Ingi Bogi sagði ástæðuna fyrir því, að samtök í iðnaði hefðu skipulagt þetta átak, vera að skólakerfið og ríkisvaldið hefðu brugðist. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um að styrkja iðnmenntun hefði lítið gerst í þeim efnum. Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, benti á að það vantaði fjármagn til að hrinda hugmyndum um öflugara iðn- nám í framkvæmd. Bóklegt nám væri ódýr- ara fyrir skólakerfið en iðnnám. „Menn hafa haft á orði að grunnskólinn sé þjóðhagslega hættulega lélegur. Málið er hins vegar að það er þjóðhagslega hættulegt hvað við verj- um litlu fjármagni til grunnskólans," sagði Áslaug. Launin eru þokkaleg í því námsefni sem útbúið hefur verið fyr- ir iðnfræðsluátakið er gerð grein fyrir ein- stökum iðngreinum. Því er lýst hvað viðkom- andi iðnaðarmaður gerir, hvaða verkfæri hann notar, hvernig vinnutíminn er og hvaða laun hann hefur. Þá er skipulagi iðnnámsins lýst og m.a. á það bent að nemendur geta haldið áfram í frekari nám að loknu iðn- námi. Ingi Bogi sagði að það væri útbreiddur misskilningur að nemendur sem færu í iðn- nám gætu ekki aflað sér frekari menntunar að námi loknu. Fólk gæti bæði farið út í frek- ar sérnám á sviði iðnaðar eða haldið áfranr námi í annarri grein og nýtt sér iðnnámið í því námi. Reynslan sýndi að fólk með mennt- uri í ólíkum greinum stæði betur að vígi þeg- ar út í atvinnulífið væri komið, en þeir sem færu eingöngu í bóklegt nám. í námsefninu er m.a. að fínna þær upplýs- ingar að mánaðarlaun rafiðnaðarmanna eru um 150.000 krónur á mánuði. Meðalmánað- arlaun byggingamanna í dagvinnu eru 95.000-113.000. í ákvæðisvinnu eru dag- vinnulaunin 148.000 að meðaltali á mánuði. Meðal vinnutími byggingamanna er 46-52 klukkustundir á viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.