Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Varmaskiptar [Áratuga reynsla SINDRI - sterkur í verki BORGARTÚNI 31 ■ SÍMI 562 72 22 AÐSENDAR GREINAR Er Alþingi íslendinga óþarft? Opið bréf til formanna þing-flokka Fimm rökstuddar tillög- Helgi Hjálmarsson 7 T Hárprýði - Fataprýðí Opnumídag glæsilega stærri verslun í Borgarkringlunni Betri þjónusta Glæsilegt vöruúrval Ver/Ö hjartanlecja velkomm Nýtt Hárprýði — herrasérþjónusta fyrir gervihár (tímapantanir). opnunartHboö: Limbönd, sjampó, hárnæring fyrir gervihár. 'Ifataprýði BOKmmium, L m, SlMI 3234/ UNDANFARIÐ hef ég velt þessari spurn- ingu fyrir mér og mið- að við núverandi starfshætti þingsins og umræður um nauð- syn þess að fækka þingmönnum hvarflar að manni að svara þessari spurningu ját- andi. Tökum nýlegt dæmi. í kjölfar hins hörmulega morðs á barni í Noregi hafa umræður farið af stað í fjölmiðlum um stöðu löggjafar hér á landi í ofbeldismálum barna. Það kom ekki beinlínis á óvart að staðan er mjög slæm, en menntamálaráðuneytið hefur haft það á sinni könnu að semja lög um þetta efni frá 1986 án þess að skila nokkru frá sér. En er það virkilega hlutverk framkvæmda- valdsins að semja lög um þetta efni? Hvar er frumkvæði löggjaf- arvaldsins, Alþingis? Til marks um afleita stöðu þingsins þá hvarflaði ekki einu sinni að fjölmiðlafólki að tala við þingmenn um þessi mál. I ljósi þessa spyr ég hvernig þingmenn geti verið of margir þegar löggjöf er ábótavant í mörg- um mikilvægum málum. En það er ekki nóg með að mikið skorti á varðandi frumkvæði að lagasetn- ingu, heldur getur eftirlit þess með störfum framkvæmdavaldsins ver- ið ákaflega óskilvirkt. Hver man t.d. ekki eftir gagnslausum um- ræðum utandagskrár á Alþingi um SR-mjöls málið þar sem þing- mönnum kom ekki einu sinni sam- an um kaupverðið á fyrirtækinu! Því miður er það svo, að gagn- rýni er sjaldnast uppbyggileg. Menn eru iðnir við að gagnrýna án þess að koma með hugmyndir að betrumbótum. í þessari grein verður þó leitast við að setja fram uppbyggilega gagnrýni á þingið með því að koma með hugmyndir að breyttum starfsháttum þess. Tillögumar eru eftirfarandi: 1. Þingmönnum á að vera óheimilt að gegna öðrum störfum en þingmennsku, einkum og sérí- lagi eiga þingmenn ekki að starfa á vegum framkvæmdavaldsins. Ástæður: SRtvgmiMfifrife - kjarni málsins! ■ Kemur í veg fyrir hagsmunaárekstra. Hvernig eiga þing- menn sem handhafar fj árveitingarvaldsins að geta haft eftirlit með notkun - fram- kvæmdavaldsins á fjármunum þegar þeir starfa báðum megin borðsins? Þessir hags- munaárekstrar eru augljósastir þegar þingmenn eru yfir- menn opinberra sjóða og hygla sínu kjör- dæmi, sbr. Stefán Valgeirsson fyrrver- andi forstjóra hlutafjársjóðs og Matthías Bjarnason stjórnarform- ann Byggðastofnunar. ■ Kemur í veg fyrir að óljóst sé hvar trúnaður þingmanna liggur, sbr. að Vilhjálmur Egilsson þiggur hærri laun hjá Verslunarráðinu heldur en kjósendum. Hveijum er hann trúr? ■ í dag eru bankaráð ríkisbank- anna nær eingöngu skipuð þing- mönnum og því er óhætt að segja að þingið sé óhæft til að hafa eftir- lit með starfsemi þeirra. Hags- munaárekstrar vegna þessa komu berlega í ljós þegar Álbert Guð- mundsson var alþingismaður og formaður bankaráðs Utvegsbank- ans auk þess að vera stjórnarmað- ur í Hafskipum hf. ■ I samræmi við þessa reglu er eðlilegt að ráðherrar sem valdir eru úr hópi þingmanna víki af þingi og varamaður þeirra taki við. En eins og alkunna er, hafa ráðherrar í nógu öðru að snúast en þingmennskunni auk þess sem þetta skerpir enn frekar á aðskiln- aði löggjafar- og framkvæmda- valds. 2. Þingið á að starfa allt árið (að undanskildu eðlilegu 5-6 vikna sumarleyfi). Ástæður: ■ Kemur í veg fyrir misbeitingu framkvæmdavaldsins á heimild til setningar bráðabirgðalaga. ■ Gerir starfsemi þingsins mark- vissari þar sem hætt verður að miða þingstörfin við fríin. Hver kannast ekki við að klára verði hitt eða þetta frumvarpið fyrir jólaleyfí, páskaleyfi eða sumar- leyfí? Þá hafa gjarnan safnast upp öll stærstu og mikilvægustu mál þingsins. Þau eru svo iðulega af- greidd í næturvinnu á síðustu dög- um þingsins með miklum ágöllum vegna þess að stór hluti þing- manna hefur ekki einu sinni haft tíma til að lesa frumvörpin. Benda má á ummæli forsætis- OKIFAX 1000 Fjölhæft og öflugt faxtæki Meðal eiginleika má nefna: • Fyrir venjulegan pappír • Sími og fax (sjálfskipting) • Sfmsvari innbyggður • 70 númer í minni • Fjöldasendingar • Skúffa fyrir 100 A4 síður • Arkamatari • Ljósritun allt að 99 síður • Ósonfrfr • Fjölmargir möguleikar s.s. tölvutenging, minnisstækkun o.fl. OKI Tækni til tjáskipta OKIFAX 1000 er nú á kynningarverði kr. 149.000,-stgr. m. vsk. B5 Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 - Fax (91) 680664 ur eru bornar fram af Helga Hjálmarssyni í grein hans og telur hann þær geta gjörbylt störfum Alþingis. ráðherra þess efnis að e.t.v. væri rétt að kjósa í haust vegna óvenju stutts þinghalds í vetur. Venjulegt þinghald er þó ekki nema rétt um mánuði lengra og því má ljóst vera af ummælum ráðherrans að það standi nokkuð tæpt að þingið komi yfírleitt nokkru í verk! ■ Það liggur í augum uppi að með nútíma samgöngutækni eru þingmenn vel í stakk búnir til að sinna kjördæmi sínu árið um kring þó að þingið sé starfandi. Því væri fásinna að halda því fram, að þingmenn þurfí þessi löngu frí til að sinna kjördæminu. Þessu til frekari sönnunar má geta þess að séra Gunnlaugur Stefánsson lætur sig ekki muna um að gegna prests- embætti að Heydölum austur á fjörðum samhliða þingmennsk- unni! 3. Þingið á að hafa frumkvæði að flestri lagasetningu. Þannig eiga fagnefndir þingsins, í stað ráðherra eins og nú tíðkast, að skipa vinnuhópa til að vinna fyrir sig ákveðin frumvörp. Þá eiga þessir vinnuhópar að skila af sér frumvörpum en ekki skýrslum eins og algengast er. Ástæður: ■ Flest hagsmunamál þjóðarinn- ar eru þverpólitísk og því eiga all- ir þingmenn að geta unnið að þeim í sátt og samlyndi og með því skapað meiri festu í stjórn lands- ins. ■ Kemur í veg fyrir að sömu mál séu endurunnin við hver stjórnar- skipti. Sem dæmi má nefna vinnu- brögðin við mótun menntastefn- unnar hér á landi. Svavar Gestsson fyrrverandi menntamálaráðherra skipaði nefnd til að vinna að skýrslu um þessi mál, en sú skýrsla náði ekki að verða að lögum. Þeg- ar svo núverandi menntamálaráð- herra kom til starfa taldi hann þessa skýrslu að sjálfsögðu vera gagnslausa svo hann skipaði nýja nefnd til að vinna að þessu máli. Sú nefnd skilaði skýrslu ekki alls fyrir löngu eftir þriggja ára starf. í ljós kom að 70 af þeim 90 atrið- um sem nefndin taldi mikilvæg við endurskoðun menntastefnunnar er getið í fyrri skýrslunni. Ef nýr menntamálaráðherra tæki við eftir næstu kosningar kæmi það engum á óvart þó hann byijaði frá grunni aftur! ■ Tryggir að framkvæmdavaldið úthluti sér ekki óeðlilegum völdum með ótæpilegum heimildum til setningar reglugerða 'eins og allt of algengt er í núgildandi lögum. ■ Kemur í veg fyrir að þingmenn í stjórnarandstöðu firri sig allri ábyrgð af lagasetningum líkt og nú tíðkast. Sem dæmi má nefna að í Danmörku hafa menn verið svo lánsamir að hafa minnihluta- stjórnir sem hafa haft samráð við alla þingmenn í meiriháttar mál- um. 4. Fagnefndir þingsins eiga að staðfesta með atkvæðagreiðslu skipanir ráðherra í veigameiri embætti á vegum framkvæmda- valdsins, svo sem eins og banka- stjóra og forstjóra ríkisfýrirtækja. Atkvæðagreiðslan fer fram eftir opinbera yfirheyrslu nefndarinnar á viðkomandi. Ástæður: ■ Gerir ráðherra erfíðara um vik að misbjóða þjóðinni með skipun- um á mishæfum flokksgæðingum í mikilvæg embætti. ■ Sá aðili sem tilnefndur er í stöð- una kynnir fýrir þinginu og þjóð- inni hvers megi vænta af honum í embætti. 5. Draga á úr utandagskrárum- ræðum en í þeirra stað á að opna nefndastörf þingsins. Þannig eiga fagnefndir að hafa opinberar yfir- heyrslur á handhöfum fram- kvæmdavalds þegar þær telja sig þurfa nánari útskýringar á emb- ættisverkum þess. Einstakir með- limir fagnefndanna eiga að geta krafist slíkra yfírheyrslna. Ástæður: ■ Slíkar yfírheyrslur hafa marg- falt meira upplýsingagildi fyrir almenning heldur en ómarkvissar utandagskrárumræður þar sem einn þingmaðurinn talar í austur og hinn í vestur og hlustandinn hefur ekki hugmynd um hver fer með rétt mál þar sem grunnstað- reyndir málsins koma yfirleitt ekki fram. ■ Með þessu er skapaður opinber vettvangur fyrir handhafa fram- kvæmdavaldsins til að útskýra embættisverk sín. Þar með dregur úr vægi fjölmiðla í þessum málum, en þeir eru sem kunnugt er iðu- lega gagnrýndir af stjórnvöldum fyrir þá sök að valda ekki þessu hlutverki, þ.e.a.s. að greina á hlut- lægan hátt frá embættisverkum framkvæmdavaldsins. ■ Þetta gerir framkvæmdavaldið miklu sýnilegra almenningi en nú er og er því hluti af því að gera stjórnkerfið opnara. Kæru þingflokksformenn, það er mitt mat að þessi fimm atriði gætu gerbylt störfum þingsins til hins betra og aukið tiltrú almenn- ings á því. Ég bíð því spenntur eftir viðbrögðum ykkar. Höfundur er verkfræðingur. ] 94024 flf® ®ll ll f TÖ teSWiiigto vu- og verkfræðiþjónustan TölvusKóli Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 - © 68 80 90 0 » itlml Umsókn um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra 1995 Stjórn FramkvæmdasjóÖs aldraöra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr sjóönum áriö 1995. Eldri umsóknir koma aðeins til greina sóu þær endurnýjaöar. Nota skal sérstök umsóknareyðublöö, sem fylla ber samviskusamlega út, og liggja þau frammi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Einnig er ætlast til aö umsækj- endur lýsi bróflega einingum húsnæðisins, byggingarkostnaöi, verkstöðu, fjármögn- un, rekstraráætlun, þjónustu- og vistunarþörf, ásamt mati þjónustuhóps aldraðra (matshóps), og þar með hvaða þjónustuþætti ætlunin er að efla. Umsókn skal fylgja ársreikningur 1993, endurskoðaöur af löggiltum endurskoðanda, og kostnaö- aryfirlit yfir fyrstu níu mánuði ársins 1994. Só ofangreindum skilyrðum ekki fullnægt óskilur sjóðstjórnin sór rótt til aö vísa umsókn frá. Umsóknir skulu hafa borist sjóðstjórninni fyrir 1. desember 1994, heilbrigöis- og tryggingamólaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.