Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ F'IMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 29 LISTIR Nýjar bækur • Út er komið 2. bindi Sögu Akureyrar og spannar tímabilið frá 1863 til 1905. í bókinni er dregin upp mynd af þroskasögu Akureyrar, hvernig kaupstaður- inn stækkaði í all- ar höfuðáttirnar fjórar, jafnvel út í sjó. Gerð er grein fyrir ástæðum fólksfjölgunar í bænum á tímum vistarbands og harðrar andstöðu yfirvalda gegn fólksflutningum. Lífi hins venjulega Akureyrings eru gerð skil og breytingum á samfélaginu er leiddu til þess að bæjarbúar voru orðnir um það bil 1.400 talsins árið 1901, en höfðu verið um 300 þegar kaupstaðar- réttindin fengust 1862. Útgefandi er Akureyrarbær. Bókin ermikil að vöxtum, liðlega 350 síðurístóru broti. Vel á fjórða bundruð ljósmynda prýða ritið, bæði svait/hvítar og í lit. Höfund- urerJón Hjaltason sagnfræðing- ur. • Skáldsagan Tvífarinn eftir Fjodor Dostojevskí gerist í Pét- ursborg á fyrri hluta síðustu ald- ar. Hún fjallar um rússneskan embættismann, herra Goljadkín, sem býr við heldur kröpp kjör, kúgaður og undirokaður af öllum. Hann gerir því örvæntingarfulla tilraun til að flýja örlög sín með því að blekkja sjálfan sig, búatil nokkurs konar æðri útgáfu af sjálfum sér. Tvífarinn erfjórða verk Dostojevskís sem kemur út í ís- lenskri þýðingu, en hin eru Glæp- ur og refsing, Fávitinn og Karamasovbræðurnir. Bókin kom út í heimsbókmenntaklúbbi Máls og menningar í október, en er nú komin á almennan markað. Ingibjörg Haraldsdóttir þýðir. Robert Guillemette gerði kápuna. Bókin er 120 bls. prentuð íPrent- smiðjunni Odda hf. Verð 2.880 krónur. • Embættismenn og sljórn- málamenn, skipulag og vinnu- brögð ííslenskri stjórnsýslu er eftir Gunnar Helga Kristinsson. í bókinni er birt rannsókn á opin- berri stjórnsýslu á íslandi á þess- ari öld, leitast við að kanna inn- viði stjórnsýslunnar og tengsl hennar við umhverfi sitt og varpa þannig ljósi á orsakir þess að vand- að skipulag og fagleg vinnubrögð hafa staðið höllum fæti innan hennar. Höfundur telur að listin að byggja upp heilbrigt stjórn- sýslukerfi felist í því að finna gott jafnvægi milli faglegs vettvangs embættismanna og þeirrar sam- keppni um lýðhylli sem einkennir heim stjórnmálanna. Að hans mati er þetta jafnvægi ekki fyrir hendi hér á landi. Gunnar Helgi Krist- insson er dósent í stjórnmálafræði við Háskóla íslands. Útgefandi er Heimskringla - Há- skólaforlag Máls og menningar. Embættismenn og stjórnmála- menn er 194 bls., prentuð í G. Ben. prentstofu hf. Kápu hannaði Erlingur Páll Ingvarsson. Verð 3.480 krónur. Jón Hjaltason s s Ullarblazer "tveed" kr. 8.895, Buxur ullarbl. kr. 3.995,- Rúskinnsvesti kr. 2.995,- Bómulíarskyrta kr. 1.995,- Silkibindi frá kr. 989,- Skór kr. 3.995,- Þykkur ullarjakki kr. 9.895, Rúllukragapeysa "tweed" kr. 2.995,- Flauelsbuxur frá kr. 2.495, Skór kr. 2.995,- Jakkaföt kr. 9.895, Bómullarskyrta kr. 1.995, Silkibindi frá kr. 989, Skór kr. 2.995, Vestiskjóll kr. 4.495,- Skyrta kr. 1.995,- Stígvél reimuð kr. 4.995, Úlpa kr. 13.995,- Silki/angóru/ peysa kr. 3.995,- Skyrta kr. 2.295,- Buxur strech kr. 4.995, Skór kr. 3.995,- KRINGLUNNI Nýtt kortatímabil! _____L\__nnz zon Grænt númer póstverslunar 996680 - kjarni málsins! •minni eldsneytiseyðsla *öruggari gangsetning •betri ending •fagleg vinnubrögð TÍMAPANTANIR í SÍMA 69 55 DO HEKLA Laugavegi 170-174, sími 69 55 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.