Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ BREF HL BLAÐSINS Grettir Tommi og Jenni , H/esrþBGAft þú 8V&> T/L. „FBNTA3ÖlCiÆ 8 \ £L EPPTV ÞA FKOSKUUUM/ - —y ' Ljóska Kringlan 1 103 Reylg'avík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Evrópusambandið - nei takk Frá Óðni Pálssyni: ÉG ER alveg á móti því að íslend- ingar gangi í ESB og selji þannig sjálfa sig og frelsi sitt yfir þjóð- legu valdi, sem sækist eftir að ráða í smáu og stóru yfir þegnum og auðæfum landsins er fram líða stundir. Norrænar þjóðir sem gengju í ESB yrðu að lúta lögum ESB, Rómarsáttmálanum og Evrópu- dómstólnum í einu og öllu, og með því yrðu þær sviptar öllu sjálfstæði. Það er deginum Ijós- ara að lög ESB eru andkristileg og ómannúðleg eins og þau eru nú, og þegar heimurinn hefur stofn- að alheimsviðskipta- bandalag mun það setja lög sem munu ná yfir allt mannlegt líf, og munu þau vera á móti Guðs lögum sem veita öllum frelsi. Þannig er með öll lög og bandalög sem menn búa til sem hafa það að markmiði að ráða yfir öðrum svo fremi að þjóð- ir fari með friði. Tímabær varnaðarorð Maður sem elskar land sitt skrifar í Morgunblaðið 21. maí á þessu ári í sambandi við EES tíma- bær varnarðarorð til þjóðarinnar um það að forðast erlend yfirráð og eiga þeir þakkir skildar sem eru sama sinnis af þegnum þjóðar- innar. En til eru þeir sem eru sífellt staglandi og flakkandi út um allan heim og vilja að þjóðin gangi í ESB og fylla buddur sínar af ferðapeningum og lengja skulda- halann sem er víst aldrei nógu langur fyrir þjóðarbúið að þeirra mati. íslenska þjóðin gæti verið stór- rík ef henni hefðu stjórnað ráð- deildarmenn sem ekki hefðu hugs- að mest um budduna sína, vín og pólitík. Evrópusambandið — nei takk. Tómas Einarsson skrifar: „Nú er erkibiskupinn sestur að í Bruss- el og páfinn í Strassburg“. Það eru fleiri en ég sem finna nályktina sem vofði yfir heiminum um allar miðaldir, og er nú að breiðast yfir heiminn aftur með hraði. Heimsríki' númer átta er í mótun. Svo stendur í bók bókanna: „Og dýrið sem var og er ekki, er ein- mitt hinn áttundi, og er af þeim sjö, og fer til glötunnar.“ (Opinber- unarbókin 17, 11. vers.) Það er ljóst að sagan er að endurtaka sig, og það er ekki gæfuspor fyrir Norðurlönd að ganga í bandalög antikristilegra afla sem fara til glötunar eins og sjö fyrri heimsríkin. Þetta harðstjórnarríki númer átta í röðinni sem nú er í mótun að tilstuðlan Bandaríkjanna og ESB verður enginn miskunnsamur Samveiji fremur en hin sjö sem fallin eru, en sjöunda féll 1798. Lausnarmaður jarðarinnar Hugsum ekki mest um við- skipti, peninga og völd, heldur um Jesúm og himininn og að gjöra viðbúnað fyrir komu hans í skýjum í mætti og dýrð. Jesús er lausnarmaður jarðar- innar og fylgjenda sinna nú bráð- um úr höndum Satans og þjóna hans. Ég vona að norrænar þjóðir ani ekki í net Anti-Krists sem byggt er á mannaboðum. Gæfa fylgi þeim sem velja frelsið. Með von og þökk fyrir birtingu. ÓÐINN PÁLSSON, Stóru-Völlum, Holta- og Landsveit, Rang. Þjónustueftirlit án endurgjalds fyrsta árið Frá Þorleifi Þorkelssyni: VEGNA mikillar umræðu þessa dagana um vetrarskoðanir og verð þeirra og auglýsingar um tilboð vill Ingvar Helgason hf. benda á eftirfarandi: Þjónustueftirlit á nýjum Nissan eða Subaru er eiganda að kostnað- arlausu fyrsta árið. Ingvar Helgason hf. er eina bif- reiðaumboðið sem býður þessa þjónustu án endurgjalds. Nýir Nissan- og Subaru-eigend- ur mæta á þjónustuverkstæði okk- ar, sem eru um land allt, eftir 7.500 km akstur eða 6 mánuði í smureftirlit og svo aftur eftir 15.000 km akstur eða 12 mánuði í þjónustu- og smureftirlit. I raun þurfa Nissan- og Subaru- eigendur ekki að greiða smureftir- lit á verkstæði fyrr en einu og hálfu ári (eða 22.500 km) eftir að þeir kaupa bílinn. F.h. Ingvars Helgasonar hf., ÞORLEIFUR ÞORKELSSON. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.