Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 17 NEYTENDUR Kjötvinnslan Ferskar kjötvörur, sem selur Hagkaupi og Bónus nautahakk játar mistök Bónus-menn vissu ekki um sojapróteinið „SOJAPRÓTEINUM var blandað saman við nautahakk sem við seld- um Bónus undir vörumerkinu „Ferskt kjöt“. Það var gert án vit- undar Bónus-manna. Þar til í sumar keyptu þeir nautahakk sem blandað var á þennan hátt. Mistök ollu því að skilaboð um að hætta að blanda hakkið, fóru ekki rétta leið. Þetta var því handvömm hjá okkur og við hörmum það. Nú hefur þessu verið kippt í liðinn og engu er blandað við hakkið,“ segir Snorri Jónsson hjá Ferskum kjötvörum. Hagkaup og Bónus kaupa nautahakk hjá kjötvinnslunni Ferskar kjötvörur og í viðtali við Jón Ásgeir Jóhannesson frkvstj. Bónus í Morgunblaðinu sl. laugar- dag, sagðist hann hafa staðið í þeirri trú að um nákvæmlega sömu vöru væri að ræða þótt vörumerki væru ólík. í rannsókn sem Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins gerði á nautahakki nýlega, kom hins vegar í ljós munur á hakkinu og meðal annars stóð í niðurstöðum að nautahakk sem merkt er „Ferskt kjöt“ og selt er í Bónus, innihéldi „Nautgripakjöt og fleira". Innan við 1% sojaprótein í greinargerð frá Rala kom fram að gerðar hefðu verið sojaprótein- mælingar, en ekkert af þeim 19 sýnum sem rannsökuð voru, hafi mælst með sojaprótein. Sigurgeir Höskuldsson, matvælafræðingur hjá Rala segir að miðað hafi verið við 1-10% sojaprótein og líklega hafi veriðminna en 1% sojaprótein í nautahakki merktu „Ferskt kjöt“. Kaupmenn hafa gagnrýnt Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins og framkvæmd rannsóknarinnar. Sig- urgeir segir að umræða kaup- manna um efnamælingar einkenn- ist af vanþekkingu á þessu sviði. „Við rekum hér rannsóknarstofu og höfum ekki opinbert eftirlit, því það er í höndum Hollustuvemdar ríkisins. Kaupmenn rengja niður- stöður og aðferðir sem við notum við efnamælingar, en þær eru við- urkenndar um allan heim.“ Kælingu víða ábótavant Hann segir að í heildina hafi niðurstöður ekki verið slæmar, en ljóst sé að kælingu sé ábótavant í mörgum verslunum. „Kjöt á að geyma við 0-4 gráðu hita. Sé hita- stig til dæmis sjö gráður þegar það kemur í kæli í verslun, getur tekið allan daginn að ná niður réttu hita- stigi. Við of hátt hitastig minnkar geymsluþol því örverur eru þá fljót- ar að fjölga sér.“ í niðurstöðum RALA kemur í ljós að rétt hitastig mældist aðeins í fjórum tilvikum af fimmtán og fór upp í 11 gráður á sýni úr einni verslun. Jón Ásgeir Jóhannesson í Bónus segir að þegar umfjöllun kom upp í fjölmiðlum fyrir nokkrum vikum um að „ruddi og beljukjöt" væri í nautahakki, hafi hann kannað stöðuna í verslunum sínum. „Þá komst ég að því að á pakkningu um nautahakk frá Ferskum kjöt- vörum kom fram að hakkið væri blandað sojapróteinum. Ég fór fram á að þeirri blöndun yrði hætt, en komst síðan að því eftir þessa rannsókn að hjá kjötvinnslu höfðu menn ekki hætt að blanda hakkið, heldur aðeins fjarlægt sojaprótein af innihaldslýsingu. Þeta er bagalegt fyrir okkur, því við keyptum hakk í góðri trú og höfðum verið að vinna á í kjöt- sölu. Til að koma í veg fyrir að svona lagað endurtaki sig, ætlum við sjálfir að taka sýni reglulega og láta rannsaka þau.“ Nokkur umræða hefur spunnist um notkun kýrkjöts í nautahakk. „Gæðaflokkar eru mjög margir,“ segir Snorri Jónsson hjá Ferskum kjötvörum. „Kýrkjöt er 40% af nautakjöti á markaðnum og einnig selja sláturhúsin talsvert af göml- um bolum. Einhver borðar þetta kjöt, enda er það gott til ýmis konar kjötvinnslu. Við notum kýr- kjöt í Kl-gæðafiokki, í snitsel, gúllas, hakk og hamborgara og ég geri fastlega ráð fyrir að aðrar kjötvinnslur geri það sama.“ sjónhverfíngamaburinn og dávaldurínn SEOFFfiEY HANSCfi sem sýnt hefur í 130 löndum. Einstakt tækifæri til að sjá einn besta sjónhverfingamann 1 heiminum í dag. o If l Sýningar Þri 22. nóv kl. 21.00 Mið 23. nóvkl 21.00 Fös 25 nóv kl. 21.00 Miðaverð aðeins kr 900. ~ Þetta verbujk svo sannarlega óvenjulegar sýningar s6m heltekur áhorfendur og nsru dfúpt í undirmebvitund. \ Draugar og forynjur 'munu upp risa. Dáleiosla og hugarlestur. Sýningin er bönnuð börnum inna 12 ára og taugaveiklubu fólki er ráðlagt að sitja heima. HOTEL [g'LAND SÍIVll 6S7 1 1 1 . Hús andanna í Armúla Dæmi um verð: Dömudeild Peysur frá 2.500 Þykkar ullarpeysur fr.á 4.900 Ullarrúlukragapeysur 1.990 Acquaverde gallabuxur 3.900 Bómullarbolir Kookai 1.500 Dragtir frá 11.900 Herradeild Peysur frá 1.990 Flauelsskyrtur frá 2.900 Ullarjakkar frá 5.900 Gallabuxur frá 3.900 Jakkaföt frá 15.900 I Stakar buxur frá 4.900 Ullarhúfur frá 990 rudeild illum undirfótum. jjum og snyrtivörum. ffino -15% afsláttur Ýmis tilbol á ilv tíanes sokkabuxn Sendum í póstkröfu 5% stað- greiðsluafsláttur Gerfi 30552 Rúskinn. Litir. Svart/dökkbrúnt. Stærðir 36-41. Verfi 3.900 FTBeige. Stærðir: 36-41. Verfi 4.900 Rúskinn. Litir: Svart/dökkbrúnt. Stærðir 36-41. Verfi 4.900 Svart leður. Brúnt nlskinn. Stærðir 39-46. Verð 3. Svart leður. Brúnt rúskinn. Stærðir 35-46. Verfi 4, Svart leður. Stærðir 39-46. Verð 7.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.