Morgunblaðið - 06.06.1996, Side 13

Morgunblaðið - 06.06.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 13 Vinafélag Landakotsskóla STOFNFUNDUR Vinafélags Landakotsskóla var haldinn í Landakotskirkju sl. laugardag og komu þangað u.þ.b. 350 manns. Landakotsskóii er ai- mennur skóli og er rekinn af kaþólsku kirkjunni, en um 10% nemenda eru kaþólskir. Þar stunda börn frá fimm ára aldri upp í 12 ára grunnskólanám. Séra Hjaiti Þorkelsson, sem hefur starfað að undirbúningi fyrir stofnun Vinafélags Landa- kotsskóia, segir að hugmyndin að stofnun vinafélagsins hafi kviknað í tilefni aldarafmælis skólans sem verður á næsta ári. Stofnfundurinn hafi verið vel sóttur og margir skráðu sig vina- félaga, það á jafnt við eldri nem- endur, foreldra nemenda og að- standendur. Fundurinn hófst með dagskrá í Landakotskirkju þar sem leikinn var orgelkon- sert, lesin upp kveðja kaþólska biskupsins, Ragnheiður Stein- dórsdóttir las úr grein Jökuls Jakobssonar um Guðrúnu Jóns- dóttur, sem kenndi við skólann i ÞÆR Inga Borg, Hanna Soffía Blöndal og Erna Ólafsdóttir skoða hér gamla bekkjarmynd. hálfa öld, og Thor Vilhjálmsson flutti endurminningar sínar frá skólaárum sínum við Landakots- skóla. Að iokum var boðið upp á kaffi í skólanum. Tilgangur vinafélagsins er að viðhalda tengslum milli fyrrver- andi nemenda og efla þau, að tilkynna viðburði í skólastarfinu og sýna hver spor starfsemi skól- 350 manns á stofnfundi Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÁTTA ára börn úr skólanum leiddu söng í kirkjunni. ans hefur markað i íslensku þjóð- lífi. Séra Hjalti segir að stefnt sé að því að vinafélagar skóians fái fréttabréf um starfsemi skól- ans og að á hveiju ári verði svip- uð uppákoma við skólaslit og nú á stofnfundinum. Nemendur skólans eru 145 og er fjölmennast í yngstu bekkjun- um. Séra Hjalti segir að framtíð- ardraumurinn sé að bæta við skólann 8.-10. bekk og hafa þann- ig alla árganga grunnskóians. Til þess að svo geti orðið þarf að stækka skólann en eins og stendur er húsakostur mjög þröngur. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, er verndari fé- lagsins og var viðstödd á stofn- fundinum. Þeir sem hug hafa á að skrá sig sem vinafélaga geta hringt í Landakotsskóla og skráð sig. Síldar- samningar staðfestir ALÞINGI samþykkti á mánudag samninga um veiðar úr norsk- íslenska síldarstofninum sem ís- lendingar, Norðmenn, Rússar og Færeyingar gerðu í síðasta mánuði. Þingsályktunartillaga, sem utan- ríkisráðherra lagði fram um stað- festingu samninganna, var sam- þykkt með 31 akvæði stjórnarþing- manna og Lúðvíks Bergvinssonar Alþýðuflokki. Aðrir stjórnarand- stæðingar sátu hjá en fulltrúar stjórnarandstöðunnar höfðu áður gagnrýnt samninginn mjög. Einnig voru á mánudagskvöld samþykktar þingsályktunartillögur um staðfestingu samninga við Fær- eyjar um fiskveiðimál, en þeir tengj- ast áðurnefndum síldarsamningum. Þá voru einnig samþykktar- þingsályktunartillögur um vega- áætlun 1995-1998 og flugmála- áætlun 1996-1999. Samkvæmt síð- arnefndu áætluninni verður hafist handa á næsta ári við uppbyggingu Reykjavíkurflugvallar og þannig staðfest áframhaldandi hlutverk hans sem miðstöð innanlandsflugs. ----------»■■■♦ ♦-- Ríkisstjórnin Verkefna- skrá ekki lögð fram RÍKISSTJÓRNIN hefur fallið frá þeirri ákvörðun að birta skrá um þau verkefni sem stendur til að ljúka á kjörtímabilinu. Samkvæmt stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar átti að leggja verkefnaskrá ráðuneytanna fyrir Alþingi á haustþingi 1995. Það var ekki gert og spurði Hjörleifur Gutt- ormsson Alþýðubandalagi Davíð Oddsson forsætisráðherra um ástæðuna í fyrirspurnartíma á Al- þingi í fyrradag. Davíð sagði að það hefði verið sameiginleg ákvörðun stjórnar- flokkanna að falla frá þessu. Davíð sagði að það hefði verið niðurstaðan að ekki væri þörf á að efna til starfslýsingar eins og til stóð þegar ríkisstjórnin var mynduð fyrir rúmu ári. OPNUM I DAG NYJA VERSLUN LAUGAVEGI 89— plötubúð D.J. fíólmar Dickies buxur 2.900 Hjólabrettaplötur 3.900 Smash bolir 990 Snjóbretti 14.900 Bómullarpeysur 2.900 ETNIES ES DUFFS D.C. VANS AIRVALK EVOL PLAN B FLIP BIRD HOUSE WORLDINDUSTRIES REAL 101 SANTACRUZ POWELL MAPLE FATNAÐUR SMP V0LC0M KIKWEAR DROORS TSA DRAWIS 3 EDWARD SEBASTIAN W THIEVES RIDE 5150 SILENCE TYPEA ATIANTIS MOVEMENT EVOL CAPPEL URBAN OUTFITTERS FREE PEOPLE LABELWHORE LIP SERVICE DAWLS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.