Morgunblaðið - 06.06.1996, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.06.1996, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 13 Vinafélag Landakotsskóla STOFNFUNDUR Vinafélags Landakotsskóla var haldinn í Landakotskirkju sl. laugardag og komu þangað u.þ.b. 350 manns. Landakotsskóii er ai- mennur skóli og er rekinn af kaþólsku kirkjunni, en um 10% nemenda eru kaþólskir. Þar stunda börn frá fimm ára aldri upp í 12 ára grunnskólanám. Séra Hjaiti Þorkelsson, sem hefur starfað að undirbúningi fyrir stofnun Vinafélags Landa- kotsskóia, segir að hugmyndin að stofnun vinafélagsins hafi kviknað í tilefni aldarafmælis skólans sem verður á næsta ári. Stofnfundurinn hafi verið vel sóttur og margir skráðu sig vina- félaga, það á jafnt við eldri nem- endur, foreldra nemenda og að- standendur. Fundurinn hófst með dagskrá í Landakotskirkju þar sem leikinn var orgelkon- sert, lesin upp kveðja kaþólska biskupsins, Ragnheiður Stein- dórsdóttir las úr grein Jökuls Jakobssonar um Guðrúnu Jóns- dóttur, sem kenndi við skólann i ÞÆR Inga Borg, Hanna Soffía Blöndal og Erna Ólafsdóttir skoða hér gamla bekkjarmynd. hálfa öld, og Thor Vilhjálmsson flutti endurminningar sínar frá skólaárum sínum við Landakots- skóla. Að iokum var boðið upp á kaffi í skólanum. Tilgangur vinafélagsins er að viðhalda tengslum milli fyrrver- andi nemenda og efla þau, að tilkynna viðburði í skólastarfinu og sýna hver spor starfsemi skól- 350 manns á stofnfundi Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÁTTA ára börn úr skólanum leiddu söng í kirkjunni. ans hefur markað i íslensku þjóð- lífi. Séra Hjalti segir að stefnt sé að því að vinafélagar skóians fái fréttabréf um starfsemi skól- ans og að á hveiju ári verði svip- uð uppákoma við skólaslit og nú á stofnfundinum. Nemendur skólans eru 145 og er fjölmennast í yngstu bekkjun- um. Séra Hjalti segir að framtíð- ardraumurinn sé að bæta við skólann 8.-10. bekk og hafa þann- ig alla árganga grunnskóians. Til þess að svo geti orðið þarf að stækka skólann en eins og stendur er húsakostur mjög þröngur. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, er verndari fé- lagsins og var viðstödd á stofn- fundinum. Þeir sem hug hafa á að skrá sig sem vinafélaga geta hringt í Landakotsskóla og skráð sig. Síldar- samningar staðfestir ALÞINGI samþykkti á mánudag samninga um veiðar úr norsk- íslenska síldarstofninum sem ís- lendingar, Norðmenn, Rússar og Færeyingar gerðu í síðasta mánuði. Þingsályktunartillaga, sem utan- ríkisráðherra lagði fram um stað- festingu samninganna, var sam- þykkt með 31 akvæði stjórnarþing- manna og Lúðvíks Bergvinssonar Alþýðuflokki. Aðrir stjórnarand- stæðingar sátu hjá en fulltrúar stjórnarandstöðunnar höfðu áður gagnrýnt samninginn mjög. Einnig voru á mánudagskvöld samþykktar þingsályktunartillögur um staðfestingu samninga við Fær- eyjar um fiskveiðimál, en þeir tengj- ast áðurnefndum síldarsamningum. Þá voru einnig samþykktar- þingsályktunartillögur um vega- áætlun 1995-1998 og flugmála- áætlun 1996-1999. Samkvæmt síð- arnefndu áætluninni verður hafist handa á næsta ári við uppbyggingu Reykjavíkurflugvallar og þannig staðfest áframhaldandi hlutverk hans sem miðstöð innanlandsflugs. ----------»■■■♦ ♦-- Ríkisstjórnin Verkefna- skrá ekki lögð fram RÍKISSTJÓRNIN hefur fallið frá þeirri ákvörðun að birta skrá um þau verkefni sem stendur til að ljúka á kjörtímabilinu. Samkvæmt stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar átti að leggja verkefnaskrá ráðuneytanna fyrir Alþingi á haustþingi 1995. Það var ekki gert og spurði Hjörleifur Gutt- ormsson Alþýðubandalagi Davíð Oddsson forsætisráðherra um ástæðuna í fyrirspurnartíma á Al- þingi í fyrradag. Davíð sagði að það hefði verið sameiginleg ákvörðun stjórnar- flokkanna að falla frá þessu. Davíð sagði að það hefði verið niðurstaðan að ekki væri þörf á að efna til starfslýsingar eins og til stóð þegar ríkisstjórnin var mynduð fyrir rúmu ári. OPNUM I DAG NYJA VERSLUN LAUGAVEGI 89— plötubúð D.J. fíólmar Dickies buxur 2.900 Hjólabrettaplötur 3.900 Smash bolir 990 Snjóbretti 14.900 Bómullarpeysur 2.900 ETNIES ES DUFFS D.C. VANS AIRVALK EVOL PLAN B FLIP BIRD HOUSE WORLDINDUSTRIES REAL 101 SANTACRUZ POWELL MAPLE FATNAÐUR SMP V0LC0M KIKWEAR DROORS TSA DRAWIS 3 EDWARD SEBASTIAN W THIEVES RIDE 5150 SILENCE TYPEA ATIANTIS MOVEMENT EVOL CAPPEL URBAN OUTFITTERS FREE PEOPLE LABELWHORE LIP SERVICE DAWLS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.