Morgunblaðið - 06.06.1996, Síða 17

Morgunblaðið - 06.06.1996, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 17 Sjómannadagshátíð- arhöld í góðu veðri Neskaupstað - Sjómannadagshátíð- arhöldin á Neskaupstað 'fóru fram að mestu með hefðbundnum hætti, þó setti veður strik í reikninginn á föstudag og varð af þeim sökum að fresta sjóstangaveiðimóti sem heij- ast átti þá. Veður var síðan sæmi- legt á laugardag og hátíðarhöldin á sjálfan sjómannadaginn fóru vel fram í prýðilegu veðri. Kappróðurinn var á laugardegi en sunnudagurinn byijaði með hóp- siglingu báta og skipa um fjörðinn. Eftir hádegi var hátíðarmessa í Norðíjarðarkirkju og að henni lok- inni var lagður blómsveigur við minnisvarða um óþekta sjómanninn í kirkjugarðinum. Hátíðarhöldin við sundlaugina hófust svo síðdegis. Þar flutti Sig- urður Ingvarsson, forseti Alþýðu- sambands Austurlands ræðu. Þrír aldraðir sjómenn voru heiðraðir en það voru þeir Bjarni Halldór Bjarna- son, Gunnar Jósepsson og Óskar Sigfinsson. Verðlaunaafhending var fyrir kappróðurinn og síðan hin- ir hefðbundnu leikir s.s. stakka- sund, blöðruslagur og reipitog. Deg- inum lauk síðan með dansleik á Egilsbúð. Góð þátttaka var í hátíð- arhöldunum. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal HÁTÍÐARHÖLDIN voru með hefðbundum hætti m.a. var keppt í kappróðri. Litli íþróttaskól- inn á Laug- arvatni Laugarvatni - íþróttamiðstöð ÍSÍ og UMFI á Laugarvatni mun halda áfram rekstri Litla íþróttaskólans á Laugarvatni í sumar. Sú breyting hefur orðið að námskeið sumarsins verða nú öll í júnímánuði en voru í júlí í fyrra. Ástæðan fyrir þessu er sú að nú verður gisting allra hópa sem heimsækja Laugarvatn í gistihúsinu við vellina í stað heima- vistarhúsnæðis Menntaskólans. Vinsældir námskeiðanna, sem eru fyrir 9-13 ára börn, hafa auk- ist ár frá ári enda mikið líf og fjör. Meðal þess sem börnin læra eru íþróttir, s.s. fijálsíþróttir, knatt- spyrna, körfubolti, blak og bandi. Farið er á sveitabæ á hestbak, róið til fiskjar í vatninu, gengin fjöll og farnar svaðilfarir kringum vatnið. Á kvöldin er mikið lagt upp úr kvöldvökum, grillað eða kveiktur varðeldur. Að sögn Freys Ólafssonar, íþróttakennara sem sér um Litla íþróttaskólann, er aðeins tekið við 24 nemendum á hvert námskeið því þannig náist betur utan um hópinn og hægt er að sinna hveijum ein- staklingi betur. Tveir íþróttakenn- arar verða með hópnum yfir daginn meðan á íþróttunum stendur enda er hópnum þá skipt í yngri og eldri. Fyrsta námskeiðið hófst 2. júní og stendur til 8. júní og svo koll af kolli allan júní með byijun á sunnudögum og endað á laugardög- um. ------» ♦ «---- Ovenjugott vor við Breiðafjörð Miðhúsum - Gróður er hér með al- mesta móti enda var lítið um frost í vetur og vorið kom snemma. Kartöflugrös eru vel komin upp úr moldinni. Sólfar er óvenju mikið en vindar blása og frostnætur hafa komið í innsveit Reykhólasveitar. Nokkuð af æðarfuglinum varp fyrr en venju- lega og er því meiri vinna að fara í leitir því kollurnar velja heldur staði þar sem raki er nægur. Gæs fer fjölgandi sem stafar af breyt- ingu á mýrum í tún en uppáhalds- fæða gæsanna er heilgrös. Sauðburður hefur gengið vel því hægt er að sleppa ám á tún fljót- lega eftir burð. Blað allra landsmanna! IttargtmfiiaMþ - kjarni málsins! Veruleg verðlækkun á Accent vegna m _ mm tollabreytinga! . Eigum til afgreiðslu strax nokkra vel útbúna sjálfskipta Hyundai Accent á verulega lækkuðu verði. ) Þeir sem fyrstir bregðast við, aka út á glænýjum bíl, hlöðnum aukabúnaði, en á verði sem er ólíklegt að sjáist í bráð. Sjálfskiptur Accent-- • Álfelgur • Vindskeið með bremsuljósi • 1500 sm3 vél • 90 hestöfl • Bein innspýting • Útvarp með 4 hátölurum • Rafmagn í rúðum • Vökva og veltistýri • ' Samlitir stuðarar ; Fyrir aðeins 1.155.00 kr. á götuna! HYUnORI til framtíðar ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200 BEINNSÍMI: 553 1236

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.