Morgunblaðið - 06.06.1996, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 06.06.1996, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 17 Sjómannadagshátíð- arhöld í góðu veðri Neskaupstað - Sjómannadagshátíð- arhöldin á Neskaupstað 'fóru fram að mestu með hefðbundnum hætti, þó setti veður strik í reikninginn á föstudag og varð af þeim sökum að fresta sjóstangaveiðimóti sem heij- ast átti þá. Veður var síðan sæmi- legt á laugardag og hátíðarhöldin á sjálfan sjómannadaginn fóru vel fram í prýðilegu veðri. Kappróðurinn var á laugardegi en sunnudagurinn byijaði með hóp- siglingu báta og skipa um fjörðinn. Eftir hádegi var hátíðarmessa í Norðíjarðarkirkju og að henni lok- inni var lagður blómsveigur við minnisvarða um óþekta sjómanninn í kirkjugarðinum. Hátíðarhöldin við sundlaugina hófust svo síðdegis. Þar flutti Sig- urður Ingvarsson, forseti Alþýðu- sambands Austurlands ræðu. Þrír aldraðir sjómenn voru heiðraðir en það voru þeir Bjarni Halldór Bjarna- son, Gunnar Jósepsson og Óskar Sigfinsson. Verðlaunaafhending var fyrir kappróðurinn og síðan hin- ir hefðbundnu leikir s.s. stakka- sund, blöðruslagur og reipitog. Deg- inum lauk síðan með dansleik á Egilsbúð. Góð þátttaka var í hátíð- arhöldunum. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal HÁTÍÐARHÖLDIN voru með hefðbundum hætti m.a. var keppt í kappróðri. Litli íþróttaskól- inn á Laug- arvatni Laugarvatni - íþróttamiðstöð ÍSÍ og UMFI á Laugarvatni mun halda áfram rekstri Litla íþróttaskólans á Laugarvatni í sumar. Sú breyting hefur orðið að námskeið sumarsins verða nú öll í júnímánuði en voru í júlí í fyrra. Ástæðan fyrir þessu er sú að nú verður gisting allra hópa sem heimsækja Laugarvatn í gistihúsinu við vellina í stað heima- vistarhúsnæðis Menntaskólans. Vinsældir námskeiðanna, sem eru fyrir 9-13 ára börn, hafa auk- ist ár frá ári enda mikið líf og fjör. Meðal þess sem börnin læra eru íþróttir, s.s. fijálsíþróttir, knatt- spyrna, körfubolti, blak og bandi. Farið er á sveitabæ á hestbak, róið til fiskjar í vatninu, gengin fjöll og farnar svaðilfarir kringum vatnið. Á kvöldin er mikið lagt upp úr kvöldvökum, grillað eða kveiktur varðeldur. Að sögn Freys Ólafssonar, íþróttakennara sem sér um Litla íþróttaskólann, er aðeins tekið við 24 nemendum á hvert námskeið því þannig náist betur utan um hópinn og hægt er að sinna hveijum ein- staklingi betur. Tveir íþróttakenn- arar verða með hópnum yfir daginn meðan á íþróttunum stendur enda er hópnum þá skipt í yngri og eldri. Fyrsta námskeiðið hófst 2. júní og stendur til 8. júní og svo koll af kolli allan júní með byijun á sunnudögum og endað á laugardög- um. ------» ♦ «---- Ovenjugott vor við Breiðafjörð Miðhúsum - Gróður er hér með al- mesta móti enda var lítið um frost í vetur og vorið kom snemma. Kartöflugrös eru vel komin upp úr moldinni. Sólfar er óvenju mikið en vindar blása og frostnætur hafa komið í innsveit Reykhólasveitar. Nokkuð af æðarfuglinum varp fyrr en venju- lega og er því meiri vinna að fara í leitir því kollurnar velja heldur staði þar sem raki er nægur. Gæs fer fjölgandi sem stafar af breyt- ingu á mýrum í tún en uppáhalds- fæða gæsanna er heilgrös. Sauðburður hefur gengið vel því hægt er að sleppa ám á tún fljót- lega eftir burð. Blað allra landsmanna! IttargtmfiiaMþ - kjarni málsins! Veruleg verðlækkun á Accent vegna m _ mm tollabreytinga! . Eigum til afgreiðslu strax nokkra vel útbúna sjálfskipta Hyundai Accent á verulega lækkuðu verði. ) Þeir sem fyrstir bregðast við, aka út á glænýjum bíl, hlöðnum aukabúnaði, en á verði sem er ólíklegt að sjáist í bráð. Sjálfskiptur Accent-- • Álfelgur • Vindskeið með bremsuljósi • 1500 sm3 vél • 90 hestöfl • Bein innspýting • Útvarp með 4 hátölurum • Rafmagn í rúðum • Vökva og veltistýri • ' Samlitir stuðarar ; Fyrir aðeins 1.155.00 kr. á götuna! HYUnORI til framtíðar ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200 BEINNSÍMI: 553 1236
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.