Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/C/D 35. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tilslökun Milosevic Serbíuforseta staðfest Þingið viðurkennir kosniiipaúrslitin Reuter. ^^ Belgrad. Reuter. Reuter íkveikjur í Vlore ÞING Albaníu frestaði því í gær- kvöldi að setja herlög til að kveða niður götumótmæli í hafnarborg- inni Vlore vegna andstöðu þing- manna borgarinnar. Mikil harka hefur færst í mótmælin og a.m.k. 30.000 manns gengu um götur Vlore í gær til að krefjastþess að stjórnin segði af sér. Kveikt var í tveimur byggingum stjórn- arflokksins í borginni. ÞING Serbíu samþykkti í gærkvöldi sérstök lög, sem staðfesta sigra stjórnarandstöðunnar í sveitar- stjómakosningunum 17. nóvember, til að freista þess að binda enda á þriggja mánaða götumótmæli sem hófust þegar stjómvöld létu ógilda kosningar í 14 borgum og bæjum. 128 þingmenn greiddu atkvæði með lögunum og einn sat hjá. Slobod- an Milosevic forseti tilkynnti fyrir viku að stjómin myndi beita sér fyr- ir því að úrslit kosninganna yrðu viðurkennd í samræmi við skýrslu sendinefndar Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE). Uppstokkun í stjórninni Þingið lagði ennfremur blessun sína yfir uppstokkun í ríkisstjórn- inni, sem Milosevic vonast til að styrki stöðu sósíalista eftir stjóm- málaólguna síðustu mánuði. Aðstoð- arforsætisráðherra og sex öðrum ráðherrum var vikið frá. Helsta breytingin á stjórninni felst í því að Milan Beko var falið að stjórna nýju ráðuneyti sem á að hefja sölu á ríkisfyrirtækjum. Radmila Milentijevic, dyggur bandamaður Milosevic, var skipuð upplýsinga- málaráðherra og lýsti því yfir á þing- inu að meirihluti námsmanna í land- inu hefði ekki tekið þátt í mótmælun- um. Tugir þúsunda námsmanna hafa mótmælt ógildingu kosninganna í þijá mánuði. Boða frekari mótmæli Fréttaskýrendur lýstu uppstokkun stjórnarinnar sem tilraun til að villa um fyrir andstæðingunum. „Einka- væðingarráðuneytinu er ætlað að skapa þá tálsýn að staðið verði við einkavæðingaráformin," sagði sér- fræðingur í efnahagsmálum Serbíu og bætti við að stjórnina skorti 110 milljónir dala, eða 7,7 milljarða króna, á mánuði til að geta staðið undir ríkisútgjöldunum. „Eg get ekki skýrt þetta val enda er engin skyn- semi í því sem stjómin hefur gert, einkum eftir 17. nóvember,“ sagði talsmaður Zajedno, bandalags serb- neskra stjórnarandstöðuflokka. Leiðtogar Zajedno segjast ætla að halda mótmælunum áfram þrátt fyr- ir samþykkt þingsins til að knýja fram frekari tilslakanir af hálfu stjórnarinnar. Þeir óttast að Milo- sevic grípi til þess ráðs að draga úr áhrifum sveitarstjórnanna með þvi að svipta þær tekjustofnum. Forsetinn heimsækir Noreg OPINBER heimsókn Ólafs Ragn- ars Grímssonar, forseta Islands, og eiginkonu hans, Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur, til Nor- egs hófst í gær. Tvær orrustuþot- ur norska flughersins fylgdu flug- vél þeirra til lendingar á Fornebu- flugvelli í Ósló og forsetahjónin héldu þaðan að konungshöllinni i miðborginni. Haraldur konungur og Sonja drottning tóku á móti gestunum fyrir framan höllina og myndin var tekin þegar forsetinn kannaði þar heiðursvörð konungs. Siðar um daginn lögðu forseta- hjónin blóm að minnisvarða um Ólafíu Jóhannsdóttur þar sem borgarstjórinn minntist starfa hennar í þágu þeirra sem minna máttu sín á tímum fyrri heims- styijaldarinnar. Forsetinn opnaði einnig kynningu á íslenskum bók- um og dagskrá gærdagsins lauk með hátíðarkvöldverði til heiðurs gestunum í Akershus-kastala. ■ Fjöldi fólks/6 Palestínskum fönsrum sleppt Tel Mond. Reuter. fyrir beiðni um að níu þeirra yrði ekki sleppt á þeirri forsendu að þær hefðu verið handteknar eftir að frið- arsamningarnir voru gerðir. Átta konur höfðu verið leystar úr haldi þegar beiðnin var lögð fyrir dómstólinn á síðustu stundu, en nokkrar þeirra sneru aftur í fangels- in og neituðu að fara þaðan fyrr en konurnar yrðu allar látnar lausar. Hægi-imenn í Likud-flokknum, þeirra á meðal Tzachi Hanegbi dómsmálaráðherra, fordæmdu ákvörðun stjórnarinnar og sögðu hana „siðlausa“. Á meðal fanganna eru tvær konur sem höfðu verið dæmdar fyrir manndráp. 28 kvenn- anna voru dæmdar fyrir ýmis lög- brot, sem tengjast baráttu Palestínu- manna gegn hernámi ísraela, og þijár fyrir aðra glæpi. Scan-Foto Viðbrögð rússneskra stjórnvalda við stækkun NATO verða æ harðari Moskvu. Reuter. Kjarnavopna- stefnunni breytt? YFIRVÖLD í ísrael slepptu palest- ínskum konum úr fangelsi í gær- kvöldi í samræmi við friðarsamning- ana við Palestínumenn eftir að hæstiréttur landsins hafnaði beiðni um að níu þeirra yrði haldið á bak við lás og_ slá. Stjórn ísraels ákvað að leysa 31 palestínska konu úr haldi en varð að fresta því meðan dómstóllinn tók Farsímar auka slysa- hættuna BÍLSTJÓRAR, sem tala í far- síma meðan þeir aka, eru fjórum sinnum líklegri til að lenda í árekstrum en þeir sem gera það ekki, samkvæmt nýlegri rann- sókn kanadískra vísindamanna. Þetta er viðamesta rannsókn sem gerð hefur verið til þessa á samhenginu milli farsímanotk- unar og bílslysa, að sögn Svenska Dagbladet. Rannsókn- in náði til 699 farsímanotenda í Toronto í Kanada sem lentu í árekstrum á fjórtán mánaða tímabili á árunum 1994-’95. Upplýsingar um hvenær um- ferðarslysin urðu voru fengnar úr lögregluskýrslum og þær bornar saman við símareikninga þátttakendanna til að fínna út hvenær þeir töluðu í símana. í ljós kom að 170 bílstjór- anna, eða 24%, höfðu talað í farsíma innan við tíu mínútum fyrir árekstur og 5% þegar slys- ið varð. Að minnsta kosti 6-12% slysanna voru rakin beint til farsímanotkunar. RUSSAR ættu að falla frá yfirlýs- ingum um, að þeir verði ekki fyrri til að beita kjarnorkuvopnum verði á þá ráðist með hefðbundnum vopn- um. Einn af æðstu mönnum rúss- neskra öryggismála lýsti þessu yfir í gær og er litið á ummælin sem viðbrögð við fyrirhugaðri stækkun Atlantshafsbandalagsins, NATO, í austur. Ráðgjafi Borís Jeltsíns, for- seta Rússlands, í utanríkismálum fordæmdi i gær, að NATO skyldi neita Rússum um neitunarvald í ýmsu er varðar evrópsk öryggis- mál. „Það er best, að allir átti sig á því, að verði á okkur ráðist munum við svara fyrir okkur af öllu afli og nota þau vopn, sem við ráðum yfir, þar á meðal kjarnorkuvopn," sagði Ivan Rybkín, ritari rússneska ör- yggisráðsins, í viðtali við dagblaðið Rossíískaja Gazeta. „Við erum að sjálfsögðu ekki að tala um að nota kjarnorkuvopn til að koma í veg fyrir hugsanlega árás, heldur, að ráðist annað ríki á okkur með hefðbundnum vopnum, kynnum við að grípa til kjarna- vopna,“ sagði Rybkín. Sergei Jastrzhembsk, blaðafull- trúi Jeltsíns, sagði í gær, að yfirlýs- ingar Rybkíns væru aðeins hans sjálfs, aðeins forsetinn, forsætisráð- herrann eða utanríkisráðherrann gætu túlkað opinbera stefnu stjórn- arinnar í þessum efnum. Rökstutt með ástandinu á hernum Míkhaíl Gorbatsjov lýsti því yfir sem forseti Sovétríkjanna, að þau myndu ekki verða fyrst til að nota kjarnorkuvopn í átökum en Rybkín sagði, að Rússar, sem erfðu mest- allt sovéska kjarnorkuvopnabúrið, ættu ekki að binda sig við þá yfirlýs- ingu. Ástand rússneska hersins væri miklu lakara nú en verið hefði á tímum Sovétríkjanna og það eitt réttlætti stefnubreytingu. Rússar hafa raunar gert ráð fyr- ir þessum möguleika frá 1993 en yfirlýsing Rybkins nú fær aukinn þunga vegna andstöðu Rússa við stækkun NATO. Hann lagði hins vegar áherslu á, að halda ætti áfram að ræða við NATO og kvaðst trúa því, að samkomulag næðist. Sagði hann, að ekki mætti til þess koma, að Rússland og NATO yrðu óvinir. Ógn við Rússland NATO hefur boðið Rússum „sér- stakt samband" í sárabætur fyrir stækkun bandalagsins i austur en þeir vilja „bindandi samkomulag", sem gæfi þeim í raun neitunarvald. Dmítrí Ryuríkov, ráðgjafi Jeltsíns í utanríkismálum, sagði, að þessi af- staða NATO væri „undarleg, órétt- lát og röng“. Sagði hann, að stækk- un NATO væri bein hernaðarleg ógn við Rússland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.