Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Oskudagur undirbúinn YS og þys var í leikfangaverslun- um í gær enda orðið til siðs með- al bama að búa sig í gervi alls kyns furðuvera á öskudag. Fast- lega má búast við því að einhveij- ir gangi með öskupoka á bakinu í dag og kötturinn verður víða sleginn úr tunnunni. Stolið úr spilakössum BROTIST var inn á veitingastaðinn Blástein í Árbæjarhverfi í fyrrinótt og stolið 30 þúsund krónum í pening- um úr spilakössum sem þar eru. Að sögn lögreglu var gluggi spenntur upp og farið þar inn. Þjóf- amir eru ófundnir. Svangur þjófur í Breiðholti Þá var brotist inn í geymslu i húsi við Stíflusel á mánudagskvöld. Þjófurinn virðist hafa verið nokkuð svangur, því hann hafði á brott með sér þijú lambalæri, tvo hryggi og tvær aliendur. Að sögn lögreglu hef- ur hvorki spurst til þjófs né kjöts. Morgunblaðið/Þorkell Manndrápsmál í Hafnarfirði Munnvatn á sígarettum vísaði á hinn grunaða DNA-GREINING á munnvatni, sem tæknideild lögreglunnar fann á sígarettustubbum, var á meðal þeirra þátta sem bendluðu 24 ára gamlan mann í Hafnarfirði við dauða Hlöðvers Aðalsteinssonar, sem fannst látinn við Krýsuvíkurveg 29. desember síðastliðinn. í upplýsingum frá Rannsóknar- lögreglunni kemur fram að grunur- inn hafi fljótt beinzt að unga mann- inum. Þegar Hlöðver fannst var hann með áverka á handlegg eftir haglaskot. í handlegg hans fannst mikið af höglum og forhlað úr hagla- skoti. Forhlað er plata, sem aðskilur púður og högl í skothylkinu. Lög- reglan hafði strax í upphafi rann- sóknar sinnar lagt hald á skotvopn og skotfæri í eigu hins grunaða. Viðamikil og nákvæm rannsókn tæknideildar RLR leiddi síðan í Ijós að för á forhlaðinu komu heim og saman við för sem sama haglabyssa skilur eftir sig. Lögreglan telur því fullvíst að forhlaðið, sem fannst í handlegg Hlöðvers, sé úr haglabyssu • hins grunaða. DNA í munnvatni bar saman við blóðsýni } Lögreglan rannsakaði jafnframt bifreið Hlöðvers og fundust meðal | annars í henni sígarettustubbar. Með rannsókn var unnt að finna munn- vatn á stubbunum. Eftir DNA-rann- sókn, þar sem borin voru saman munnvatnssýnin og blóð úr hinum grunaða, telur RLR að fullvíst sé að hann hafi reykt sígarettumar. Þegar niðurstöður úr rannsókn tæknideildarinnar og DNA-rann- . sókninni lágu fyrir var hinn grunaði handtekinn. Hann hefur játað fyrir dómi að hafa skotið einu skoti að Hlöðveri úr haglabyssu. ’ Mánaðarlaun bankastjóra ríkisbankanna á bilinu 480.000 til 535.000 krónur Bankastj óralaun hafa hækk- að um 27% til 52% á sex árum BANKASTJÓRAR ríkisbankanna hafa á bilinu 480.940 til 535.649 krónur í mánaðarlaun, að greiðslum fyrir setu í bankaráði og risnu með- taldri. Hafa laun þeirra hækkað um 27% til 52% síðastliðin sex ár. Þetta kemur meðal annars fram í svari Finns Ingólfssonar viðskiptaráð- herra við fyrirspum Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns jafnaðarmanna, á Alþingi. Bankastjórar Búnaðarbankans hafa hæstar tekjur, eða 535.649 krónur á mánuði, sam- kvæmt tölum frá síðasta ári. Launin hafa hækk- að um 137 þúsund krónur frá 1990, eða um 34%. Bankastjórar Landsbanka fá 517.839 krónur á mánuði og hafa laun þeirra hækkað um 110.000 kr. síðastliðin sex ár, eða um 27%. Bankastjórar Seðlabankans hafa lægstu laun- in, eða 480.940 krónur, en þau hafa hækkað um 52% á síðastliðnum sex ámm. Þar af hækk- uðu laun seðlabankastjóranna um 36%, eða tæplega 130.000 krónur, síðastliðin tvö ár. Launum bankastjóranna var breytt til samræm- is við laun bankastjóra ríkisviðskiptabankanna frá 1. janúar 1995 vegna misræmis, sem var á launakjörum þeirra. í svari ráðherra kemur fram að bankastjórar bankanna sitji í stjómum fyrirtækja fyrir bank- ana, en ekki kemur fram hveijar séu viðbótar- tekjur bankastjóranna fyrir stjórnarsetuna, að öðm leyti en því að greiddar séu á bilinu 6.000 til 51.000 krónur á mánuði fyrir hvert stjórnar- sæti og sé upphæðin tvöfölduð, gegni viðkom- andi formennsku í stjórninni. Sautján fá bankastj óralífeyri Ríkisbankamir greiða samtals sautján manns bankastjóralífeyri, að meðaltali um 291.000 krónur á mánuði. í svari viðskiptaráðherra kemur fram að ráð- herra hafi ekki beint boðvald gagnvart banka- stofnunum ríkisins, heldur ákveði þingkjörin bankaráð kjör bankastjóra. Bent er á að þegar Landsbanka og Búnaðarbanka hafi verið breytt í hlutafélög megi ætla „að þróunin verði sú að ákvarðanir um laun og starfskjör bankastjóra og aðstoðarbankastjóra viðkomandi stofnana verði í takt við það sem almennt gerist í hlið- stæðum fyrirtækjum utan ríkisgeirans." „Á þessum tíma, þegar verkalýðshreyfíngin er að reyna að beijast fyrir hækkun lægstu launa um tíu til tuttugu þúsund, er þetta eins og hnefahögg framan í láglaunafólk og verka- lýðshreyfmguna," segir Jóhanna Sigurðardótt- ir. „Það er mikil undiralda í þjóðfélaginu og aðeins spurning um tíma hvenær upp úr sýð- ur, sérstaklega þegar fólk sér hversu miklar hækkanir topparnir í þjóðfélaginu hafa verið að skammta sér á þjóðarsáttartímanum.“ Stjórnarsetu brot á samkeppnislögum? Jóhanna segir að ætla megi að tekjuauki bankastjóra af stjórnarsetu sé allt að 250.000 krónur á mánuði. Því megi ætla að heildartekj- ur sumra bankastjóra séu meira en tíföld verka- mannalaun. Hún segist munu biðja um nánari upplýsingar um þessar aukagreiðslur. Þá telur hún að í sumum tilfellum geti verið um óeðlileg hagsmunatengsl að ræða milli bankanna og viðkomandi stofnana og fyrirtækja, sem kunni að stríða gegn samkeppnislögum. Álver Columbia Ventures á Grundartanga Undirbúningi miðar vel áfram Allir nemendur hafí aðgang að tölvu innan brisroia ára VERKFRÆÐILEGUR undirbún- ingur vegna byggingar álvers Col- umbia Ventures á Grundartanga er vel á veg kominn, að sögn Gene Caudill, verkefnisstjóra Columbia Ventures vegna álversins, og er m.a. verið að vinna að gerð útboðs- gagna vegna verkþátta við bygg- ingu versins. Aðspurður sagðist hann ekki vita annað en að undirbúningur vegna fjármögnunar álversins gengi samkvæmt áætlun, en búist er við að niðurstöður þar að lút- andi liggi fyrir í lok þessa mánað- ar eða í byijun mars. Gene Caudill hefur verið hér á landi undanfarna viku og unnið að verkfræðilegum þáttum vegna álversins ásamt verkfræðistofun- um Hönnun hf., Rafhönnun hf. og VST hf., en verkfræðistofurnar þijár sjá um undirbúning verksins í samvinnu, og auk þess koma breskir og þýskir ráðgjafar að verkinu. Sigurður Arnalds, fram- kvæmdastjóri Hönnunar hf. og verkefnisstjóri íslensku verkfræði- stofanna, sagði að mjög mikil und- irbúningsvinna væri nú þegar búin vegna verksins, en á þessu stigi væri ekki hægt að segja til um hvenær fyrstu verkþættirnir yrðu boðnir út. ÞRETTÁN þingmenn úr öllum þingflokkum hafa lagt fram til- lögu til þingsályktunar á Al- þingi um aðgang nemenda að tölvum og tölvutæku námsefni. Er skorað á ríkisstjórnina að gera áætlun um að innan þriggja ára hafi sérhver nem- andi í opinberum skólum að- gang að tölvum og tölvutæku námsefni minnst einn tíma á dag. í greinargerð segir ijóst að framkvæmd þessa átaks kosti mikið fé en líta megi á það sem langtimafjárfestingu. „í grunnskólum landsins eru um 42 þús. nemendur. Ef gert er ráð fyrir að þrír verði um hveija tölvu þarf 14 þús. tölvur í grunnskólana. f framhalds- skólum eru um 17 þús. nemend- ur. Ef gert er ráð fyrir að hver þeirra þurfi eina tölvu þyrfti alls um 30 þús. tölvur. Þannig þyrfti að kaupa um 10.000 tölv- ur á ári. Áætla má að sá kostn- aður verði um 600-900 miiy. kr. Samkvæmt framansögðu væri eðlilegt að veija sömu upp- hæð til hugbúnaðargerðar. Átakið mundi því kosta 1.200- l. 800 miiy. kr. á ári,“ segir m. a. í greinargerð þingsálykt- unartillögunnar. Handarágræðsla eftir vinnuslys Bjartsýni i um góðan i árangur LÍÐAN piltsins sem missti framan af vinstri hönd í snigli í Þorlákshöfn á sunnudag er eftir atvikum góð en höndin var grædd á hann að nýju á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á sunnu- dagskvöld. Pilturinn gekkst undir aðra aðgerð síðdegis á mánudag og segir Magnús Páll Albertsson, annar skurðlækn- anna sem framkvæmdi aðgerðimar, það skýrast á næstu tveimur til þremur dögum hvort höndin lifi og kveðst hann þokkalega bjartsýnn á það. „Eins og er iítur þetta að mestu leyti ágætlega út, en ennþá er þó of snemmt að segja endanlega til um i það,“ segir Magnús Páll. Ráðherra um ályktun Ferðamálaráðs Ferðaþjón- usta ótrufluð af hvalveiði ; SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA tel- | ur að skynsamleg nýting hvala á vísindalegum grundvelli gangi ekki á neinn hátt gegn hagsmunum ferða- þjónustu og því eigi ekki að vera um að ræða atriði sem ekki geti farið vel saman. Þetta eru viðbrögð sjávarútvegs- ráðherra við ályktun Ferðamálaráðs frá því á mánudag þess efnis að i ótímabært sé að hefja að nýju hval- veiðar hér við land vegna neikvæðra áhrifa á ferðaþjónustu og allar grein- ar útflutnings. „Ferðamálaráði er auðvitað í sjálfsvald sett að samþykkja þær ályktanir sem þvl sýnist vera skyn- samlegar," segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra. Hann bendir jafnframt á að í Noregi hafi ferða- þjónusta vaxið hröðum skrefum eftir að hvalveiðar voru téknar upp þar á nýjan leik. „Ekki virðist það benda til þess að þar hafí hvaiveiðar haft truflandi áhrif á ferðaþjónustu," segir Þor- ' steinn. i.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.