Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Djammað í nýjum djassklúbbi TONLIST M ú 1 i n n DJASSTÓNLEIKAR Flytjendur: Jóel Pálsson og Ólafur Jónsson, tenórsaxóf ónar, Óskar Guð- jónsson, tenór- og sópransaxófónn, Sigurður Flosason, altsaxófónn, Ást- valdur Traustason, Kjartan Valdi- marsson og Eyþór Gunnarsson, píanó, Tómas R. Einarsson, Þórður Högnason, Jóhann Ásmundsson og Bjami Sveinbjömsson, bassar, Pétur Grétarsson og Matthías Hemstock, trommur. Flutt vom sígild djasslög eftir ýmsa höfunda. Föstudaginn 7. febrúar 1997. FJÖLMARGIR djasstónlistar- menn komu fram á fyrsta djass- kvöldi í nýjum klúbbi, Múlanum, sem kenndur er við Jón Múla Árnason útvarpsmann og djassfrömuð. Jón Múli var í hópi fjölda gesta og virt- ist láta sér vel líka það sem fram fór, djamsessjón með flestum af rót- grónari djassleikurum landsins. íslenskir djassklúbbar hafa yfir- leitt ekki verið langlífír. Flestir hafa þeir haft heimilisfesti á börum bæj- arins en eins og flestum er kunnugt grundvallast rekstur þeirra á sölu á áfengi. Það verður síðan að segjast eins og er að fæstir djassáhugamenn eru þeir drykkjuboltar sem einir og sér geta haldið uppi rekstri slíkra stofnana. Framtíð djassklúbbs í smurbrauðsstofunni Jómfrúnni í Lækjargötu er heldur heillavæn- legri.. Jómfrúin er fyrst og fremst matsölustaður, sérhæfir sig í dönsku smurbrauði, og er yfirleitt lokaður á kvöldin. Þegar haft er opið á föstu- dagskvöldum er það til þess að bjóða upp á djasstónlist með veitingum en ekki öfugt. Það ber að þakka veit- ingamanninum þessa heilbrigðu af- stöðu og sömuleiðis ljúfa þjónustu starfsmanna staðarins. Það var kvartett sem reið á vað- ið, skipaður Ólafi, Ástvaldi, Tómasi og Pétri. Leikin voru djasslög úr Bókinni, reyndar án sérstakra til- þrifa. Vart varð illa mótaðra tóna hjá saxófóninum og innkomur hik- andi hjá öðrum. Þetta er reyndar allt fyrirgefanlegt á djamsessjón þar sem allt er því sem næst óundirbúið. Þeim félögum óx líka ásmegin þegar leið á kvöldið og fleiri tónlistarmenn bættust í hópinn. Óskar Guðjónsson hefur síðustu ÓSKAR Guðjónsson og félagar á Múlanum sl. föstudagskvöld. Morgunblaðið/Golli JÓN Múli Ámason útvarpsmaður og djassfrömuður, sem klúbbur- inn er kenndur við, yfirgaf samkomuna undir miðnætti. misseri verið saxófónleikari Mezzo- forte. Hann vakti sérstaka lukku á djamsessjóninni og hleypti svolitlu lífi í spilamennskuna með óvæntum tilþrifum. Þar fer eitt mesta efnið í þeim fríða hópi sem fram kom á Múlanum þetta kvöld. Reyndar virðist sem landsmenn séu ekki á flæðiskeri staddir hvað varðar saxófónleikara en þeim mun sárari er skorturinn á öðrum blásur- um. Gaman hefði verið að hleypa að ungum trompet- og básúnuspil- urum úr FÍH sem hafa verið að gera góða hluti, t.d. með Sælgætis- gerðinni og víðar. Djamsessjón ætti að vera vettvangur þeirra upprenn- andi ekki síður en klúbbur hinna rótgrónu. A góðum djamsessjónum er ávallt eitthvað um óvæntar uppákomur. Það var eiginlega það sem upp á vantaði í Múlanum þetta kvöld. Þrátt fyrir að flytjendur væru þrettán tals- ins voru hljóðfærin ekki nema fjög- ur, saxófónn, píanó, bassi og tromm- ur. Meiri fjölbreytni, söngur, gítar, trompet og básúna svo eitthvað sé nefnt hefði breytt miklu. Fyrst og síðast er þó ánægjulegt að fæddur sé nýr djassklúbbur sem á vonandi langa lífdaga fyrir hönd- um. Einn djassklúbbur í 100 þúsund manna borg er skömminni skárra en enginn. Næstkomandi föstudags- kvöld leikur Þórir Baldursson á Hammond með félögum sínum, Ein- ar Val Scheving, Jóel Pálssyni, Ró- bert Þórhallssyni og Vilhjálmi Guð- jónssyni, hefðbundinn djass og ís- lensk lög. Guðjón Guðmundsson SINFÓNÍUHUÓMS VEIT fslands leggur upp í tónleikaferð til höf- uðstaðar Grænlands, Nuuk, á morgun, fimmtudag. Er þetta í annað sinn sem hljómsveitin sting- ur við stafni þar um slóðir en fyrri ferðin var farin fyrir réttum ára- tug. Fyrsta verkefni hlj ómsveitarinn- ar verður að taka þátt í vígslu- athöfn Menningarmiðstöðvar Grænlands á laugardag. Á sunnu- dag leikur hún á hátíðartónleikum, þar sem fjórir einsöngvarar frá Norðurlöndum leggja henni lið og á mánudag og þriðjudag efnir hún til fimm skólatónleika, þar sem Jens Dstergárd, sem margir muna eftir úr Kontrapunkti, mun annast kynningu. Að lokum kemur hljóm- sveitin fram á sinfóníutónleikum á þriðjudagskvöld, þar sem flutt verða Önnur sinfónía Jeans Sibel- iusar, Hátíðarmars eftir Pál ísólfs- son og Píanókonsert Edwards Gri- egs, þar sem kastljósið mun bein- ast að Eddu Erlendsdóttur. Verða allir tónleikamir í Menningarmið- stöð Grænlands, sem hönnuð er Sinfóníu- hljómsveitin á leið til Grænlands sérstaklega með tónlistarflutning í huga. Petri Sakari, aðalhljómsveitar- stjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, segir að ferðin leggist vel í sig. Hann hafí ekki komið til Græn- lands í annan tíma og hlakki því mikið til. „Dagskráin er vissulega þétt, sjö tónleikar á fímm dögum, en að líkindum á okkur þó eftir að gefast timi til að líta í kringum okkur." Segir hljómsveitarstjórinn að hann hefði gjaraan viljað hafa nýlegra íslenskt tónverk i fartesk- inu en verkin sem hann hefði haft í huga væru á hinn bóginn of viða- mikil fyrir þann fjölda hljóðfæra- leikara sem fer utan. Hátiðarmars Páls ísólfssonar muni þó án minnsta efa standa fyllilega fyrir sínu. Ole Oxholm forstöðumaður Nor- rænu stofnunarinnar á Grænlandi segir Grænlendinga bíða komu Sinfómuhjjómsveitar íslands með óþreyju. Leikur hennar hafi fallið í góðan jarðveg fyrir tíu árum og hróður hljómsveitarinnar hafí auk- ist verulega frá þeim tíma. „Við erum stoltir af þvi að fá Iftjóm- sveifrmeð alþjóðlegt orðspor tíl Grænlands og vonumst tíl að geta fengið hana í heimsókn sem fyrst aftur.“ Kann Oxholm íslenskum stjóravöldUm bestu þakkir fyrir að taka þátt í kostnaði við ferðina. Oxholm segir skólatónleikana ekki síst mikilvæga, þar sem græn- lenskum ungmennum gef ist ekki á hveijum degi kostur á að hlýða á sinfóníuhljómsveit skipaða at- vinnumönnum. Er fyrirhugað að allir grunnskólanemar i Nuuk, um 2.500 talsins, muni sækja tónleik- ana fimm í menningarmiðstöðinni. Morgunblaðið/Ásdls OLE Oxholm, forstöðumaður Norrænu stofnunarinnar á Grænlandi, spjallar við félaga í Sinfóníu- hljómsveit íslands. BRYNDÍS Pálsdóttir fiðluleikari, Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðlu- kennari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari leika sónöt- ur eftir Darius Milhaud og Bohuslav Martinu á Háskólatónleikum í Norræna húsinu á miðvikudag. Sónötur fyrir píanó og fiðlur Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor- ræna húsinu miðvikudaginn 12. febr- úár munu Bryndís Pálsdóttir fíðluleik- ari, Sigurlaug Eðvaldsdóttir fíðlu- kennari og Helga Biyndís Magnús- dóttir píanóleikari leika sónötur eftir Darius Milhaud og Bohuslav Martinu. Tónleikamir eru um hálftími að lengd og hefjast kl. 12.30. Bryndís, Sigurlaug og Helga Bryndís luku allar einleikaraprófí frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Bryndís og Sigurlaug sóttu fram- haldsnám sitt til New York og eru nú fastráðnir hljóðfæraleikarar í Sin- fóníuhljómsveit íslands, en starfa auk þess við kennslu. Helga Bryndís stundaði framhaldsnám sitt í Vín og Helsinki og kennir nú við Tónlistar- skólann á Akureyri. Allar hafa þær tekið virkan þátt í flutningi kammer- tónlistar á undanfömum árum. í kynningu segir ennfremur að franska tónskáldið og fíðluleikarinn Darius Milhaud hafí samið sónötuna óp. 15 í París árið 1914 en í henni gætir áhrifa frá Debussy og Faure. Tékkinn Bohuslav Martinu sýndi strax í bemsku undraverða hæfileika bæði sem fiðluleikari og tónskáld. Sónötuna sem verður flutt samdi hann í París árið 1932. Handhöfum stúdentaskírteina er boðinn ókeypis aðgangur, en að- gangseyrir fyrir aðra er 400 kr. Tónlistarskólinn í Reykjavík Kammer- tónleikar KAMMERTÓNLEIKAR Tónlistar- skólans í Reykjavík verða haldnir fímmtudaginn 13. febrúar kl. 20.30 í Grensáskirkju. Á efnisskrá eru þættir úr eftirtöld- um verkum: Strengjakvartett op. 125 nr. 1 eftir F. Schubert, Píanótríó nr. 1 eftir J. Haydn og Strengjakvartett op. 18 nr. 1, Píanótríó op. 1. nr. 1 og Strengjakvartett op. 59 nr. 1 eft- ir L.V. Beethoven.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.