Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Margrét Stef- anía Jóhannes- dóttir, hjúkrunar- kona, fæddist á Laxamýri í Suður- Þingeyjarsýslu 24. desember 1905. Hún var lengst af til heimilis í Meðal- holti 14 í Reykjavík, en lést á hjúkrunar- heimilinu Eir hinn 4. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jóhannes Baldvin Sigurjóns- son, bóndi á Laxamýri, og kona hans, Þórdís Þorsteinsdóttir frá Stóru-Hámundarstöðum. Systkini Margrétar voru tíu, fimm bræður, sem allir dóu í frumbernsku, og fimm systur: Soffía, Snjólaug Guðrún, Jóna Kristjana, Líney og Sigurjóna og er Líney sú eina sem lifir. Margrét bjó í foreldrahúsum til átján ára aldurs, en hóf þá hjúkrunarnám, sem hún stund- * Látin er í hárri elli móðursystir mín, Margrét Jóhannesdóttir, hjúkrunarkona. Síðustu árin var hún vistmaður á hjúkrunarheimil- inu Eir og þar fékk hún hægt and- lát hinn 4. febrúar síðastliðinn. Þegar heilsan er brostin og Elli kerling hefur bugað manninn er dauðinn líkn. Þannig var þvi ein- mitt farið með Margréti frænku mína. Dauðinn var henni líkn og hún var fyrir alllöngu farin að von- ast eftir komu hans. > Með Margréti er gengin afar merkileg kona. Hún helgaði líf sitt líknarstörfum, lærði hjúkrun ung og starfaði síðan við þá grein fram á áttræðisaldur eða í yfir fimmtíu ár. Hjúkrunarstörfin voru henni köllun og ávallt var henni efst í aði bæði hér heima og erlendis. Að námi loknu helgaði hún lif sitt hjúkrun, vann á ýmsum stöð- um, m.a. fyrir Rauða kross Is- lands, sem yfir- hjúkrunarkona á Kristneshæli og við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, síðast sem hjúkrunarfor- stjóri til ársins 1969. Eftir það stundaði Margrét heimahjúkrun, en alls starfaði hún við hjúkrun í yfir hálfa öld. Margrét tók þátt í félagsstörfum fyrir Hjúkrun- arfélag íslands, var varafor- maður félagsins um skeið og kenndi við Hjúkrunarskólann. Þá ritaði Margrét nokkrar greinar um hjúkrunarmálefni ;tuk ýmissa annarra ritstarfa. Útför Margrétar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. huga heilbrigði og heilsa fólks. Hún giftist ekki og eignaðist ekki böm sjálf, en systrabörnin voru sem hennar eigin, hún fylgdist náið með þeim öllum og passaði upp á að rétt væri staðið að öllu atlæti þeirra. Fannst systmm hennar hún stund- um ganga einum of langt í þessu eftirliti. Margrét fæddist á Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu, sú þriðja í röð sex systra sem komust á legg af ellefu systkina hópi. Örlögin hög- uðu því svo að allir bræður hennar, fímm að tölu, dóu í frumbemsku og móður sína missti Margrét þegar hún var tæplega sextán ára. Laxa- mýri var og er enn eitt af höfuðból- um íslands. Náttúrufegurð er mikil og við túnfótinn liðast ein þekkt- MINNINGAR asta laxveiðiá landsins. Faðir Mar- grétar, Jóhannes Baldvin, bjó þar félagsbúi ásamt Agli, bróður sínum, og höfðu þeir tekið við búi af föður sínum, Siguijóni, sem var sonur Jóhannesar Kristjánssonar ættföð- ur Laxamýrarættarinnar. Þótt Mar- grét færi ung frá Laxamýri og jörð- in væri seinna seld úr ættinni var alltaf einhver ósýnilegur strengur sem batt Margréti og systur hennar við þennan stað. Þær voru stoltar af uppruna sínum og ættmennum, en jafnframt mátti fínna vissa ang- urværð vegna þeirra örlaga sem líf- ið hafði búið þeim og trega vegna þess sem farið var. Margrét var afar glaðlynd kona og þær systur allar. Það eru okkur systrabömum hennar ógleymanleg- ar stundir þegar systurnar komu allar saman hér á ámm áður. Hlátrasköllin vom þvílík að við héld- um að þökin myndu rifna af húsun- um. Oftst var Margrét miðdepill samkomunnar. Bæði var, að hún gat verið meinfyndin og gerði þá gjaman grín að sjálfri sér auk þess sem hún átti til að vera svolítið við- utan og sagði þá oftlega eitthvað sem vakti ákafan hlátur hinna. En þótt Margrét væri glaðvær og hlát- urmild var hún þó ákaflega dagfars- prúð og hæglát kona. Hún var trygglynd og vel látin og virt af sínu samstarfsfólki. Dugnaður hennar í starfí var annálaður og mörgum hefur hún hjúkrað og líkn- að á langri ævi. An efa em þeir ófáir sem hugsa til hennar með þakklæti og virðingu ná að leiðar- lokum. Þótt hjúkrunarstörfin sjálf væm Margréti köllun átti hún sér þó ýmis önnur áhugamál. Hún skrifaði greinar í blöð og tímarit auk þess sem hún sinnti ýmsum félagsmálum fyrir hjúkmnarstéttina. Hún var ritstjóri Tímarits Hjúkmnarfélags íslands um tíma, sat í stjórn hjúkr- unarfélagsins sem varaformaður, fulltrúi Hjúkmnarfélags íslands í samvinnu hjúkrunarkvenna á Norð- urlöndum í sextán ár, svo eitthvað sé nefnt. Þá las hún mikið og hafði gaman að því að taka í spil. Ferðlög- in vom þó aðalfrístundagaman Margrétar. Hún ferðaðist mikið, bæði innanlands og utan. Strax á unglingsámm hafði hún leitað sér menntunar út fyrir landsteinana og upp frá því áttu fjarlæg lönd mikil ítök í henni. Merkilegast fannst henni þó að koma til Jerúsalem og sjá fæðingarstað frelsarans, enda var Margrét trúuð þótt hún flíkaði því ekki að jafnaði. Nú á síðustu árum hefur heilsu Margrétar hrakað smátt og smátt. Minnið var farið að bila og gamalt fótbrot olli því að hún var bundin við hjólastól. Undir lokin hefur hún notið umönnunar afbragðs starfs- fólks á hjúkrunarheimilinu Eir auk þess sem Þórdís Árnadóttir, frænka hennar, hefur sinnt henni af ein- stakri alúð og natni. Verður það seint þakkað að fullu. Kæra frænka. Við Anna og krakkarnir þökkum þér samfylgd- ina. Það er gæfa að hafa þekkt manneskju eins og þig. Þótt lífið hafi ekki alltaf tekið á þér mildum tökum áttir þú mikið að gefa öðrum og gerðir það svo sannarlega. Ég veit að þú ert hvíldinni fegin og ég veit að þú yfirgefur þennan heim í þeirri sannfæringu að þú munir sameinast þeim í eilífðinni sem þú unnir mest í þessu lífi. Jóhannes Helgason. Moldin er þín. Moldin er trygg við bömin sín sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð. Á leiðinu þinu moldin er hljóð. Og hvíldin góð. (Davið Stefánsson) Elskuleg móðursystir okkar er látin. Við minnust Möggu frænku með ástúð og hlýju. Það var ótrú- lega sterkur vilji og festa sem að bjó í þessari fínlegu og viðkvæmu konu. Á langri ævi í starfi sem hjúkrunarkona og oft við framandi vinnuaðstöðu, í háskólanámi á miðj- um aldri í öðru landi, og seinna sem kennari og yfirhjúkrunarkona virt- ist henni ekkert vera ófært. Við minnumst frænku frá bams- aldri sem einnar af okkar fjöl- skyldu, en það var mikill kærleikur á milli Möggu frænku og móður okkar. Hittust þær systur svo til daglega. Ég vil þakka frænku henn- ar styrk og vináttu er hún veitti mér er ég varð ung ekkja með börn- in mín þijú. Einnig hversu vel hún reyndist foreldrum okkar á erfiðum tíma í veikindum þeirra. Góða ferð í ný heimkynni til látinna ástvina sem voru þér svo kærir. Guðbjörg Þórdís, Gunnlaugur Stefán. Margrét Jóhannesdóttir, fyrrver- andi forstöðukona Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur, er látin í Reykjavík á 92. aldursári. Snemma hneigðist hugur Mar- grétar til hjúkrunarstarfa og lauk hún hjúkrunamámi við Ulleval sjúkrahúsið í Ósló árið 1930, þá 24 ára gömul. Hafði hún þá þegar lok- ið námi við Kvennaskólann á Blönduósi og ennfremur lagt stund á tungumálanám. Eins og alkunna er var erfitt að afla sér menntunar á þessum árum, ekki síst fyrir kon- ur. Þrátt fyrir þetta sótti Margrét sér víðtæka menntun og að mestu leyti erlendis. Að loknu hjúkmn- arnámi stundaði hún framhaldsnám í geðhjúkrun við Kleppsspítala, far- sóttahjúkrun, hjúkmnarkennslu og spítalastjóm í Svíþjóð og síðast en ekki síst lauk hún námi í heilsu- vernd við háskólann í Árósum árið 1948, ein af þeim fyrstu sem það gerði. Hún kom víða við á starfsferli sínum, m.a. starfaði hún við Land- spítalann, Amtssjúkrahúsið í Kaup- mannahöfn, Kristneshæli var þar yfirhjúkrunarkona, einnig veitti hún forstöðu „Upptökuheimili fyrir af- vegaleiddar stúlkur“, eins og það var kallað á þeim tímum. Starfaði við sóttvarnarhús Reykjavíkur, hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur og Rauða krossinum og síðast en ekki síst Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur. Þar hóf hún störf 1954, þegar Heilsuvemdarstöðin var nýtekin til starfa, starfaði lengst af við barna- deild, en síðustu 5 árin sem for- stöðukona. Margrét vann einnig mikið að félagsmálum, var í ritstjórn Tíma- rits Fél. ísl. hjúkrunarfræðinga, fulltrúi í Samvinnu hjúkmnar- kvenna á Norðurlöndum, varafor- maður Félags ísl. hjúkrunarkvenna. Hún var ritfær vel og skrifaði mik- ið um heilbrigðismál o.fl., fyrst og fremst í Hjúkmnarkvennablaðið, en kom víða við, bæði í innlendum tímaritun og erlendum. Hún mun hafa skrifað sitthvað fleira um önn- ur hugðarefni, hefur eitthvað af þvi birst opinberlega, en flest farið hljótt. Þetta er löng upptalning en segir ekki hvað að baki bjó. Hjúkmn hefur löngum verið erfitt og krefj- andi starf, bæði andlega og líkam- lega, ekki síst á þessum árum. Starfið hefur hins vegar alltaf verið margbreytilegt og víða hægt að hasla sér völl. I starfi sínu hjá Rauða krossinum, en þar var hún í 10 ár, vann hún í Sandgerði. Þar var hún ein að störfum við afar erfiðar aðstæður. M.a. komu þang- að vertíðarbátar, með öllu sem því fylgdi og þjóðin þekkir. Var þetta mikil ábyrgð og reyndi mikið á hjúkmnarkonuna á staðnum, en hún reyndist vandanum vaxin, þar sem annars staðar. Sjá má af fram- angreindu að hér var mikil atorku- kona á ferð. Það var mikill fengur að fá svo vel menntaða hjúkrunarkonu og þar að auki sérmenntaða í heilsuvernd til starfa við Heilsuverndarstöðina, þessa ungu stofnun, sem var að hasla sér völl. Eftir giftudijúgt starf við barna- deild, og vegna þeirrar góðu mennt- unar, sem Margrét hafði aflað sér, var nánast sjálfgefið að hún tæki að sér hið ábyrgðarmikla starf for- stöðukonu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, þegar fyrsta forstöðu- Formáli minning- argreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hve- nær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, SIGURBJARGAR JÓIMSDÓTTUR, Hverfisgötu 92a, Reykjavík. Systkinin. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐRÍÐAR EINARSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis á Smyrlahrauni 5, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild- um 3A og 3B Hrafnistu, Hafnarfirði, fyrir frábæra umönnun. Gunnar Guðjónsson, Einar Jónsson, Þóra Valdimarsdóttir, Þórður Rafnar Jónsson, Ásthildur Eyjólfsdóttir, Hjördís Guðbjörnsdóttir, Karl Grönvold, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. MARGRÉT ' JÓHANNESDÓTTIR konan Sigrún Magnúsdóttir, lét af störfum vegna aldurs árið 1964. Á þessum árum var Heilsuverndar- stöðin sú eina sinnar tegundar í Reykjavík. Þetta var erfitt starf, heilsuvernd naut ekki mikils skilnings,enda hljóðlát starfsemi, þurfti því stöðugt að beijast fyrir tilveru hennar, eilíf- ur skortur á hjúkrunarkonum: Órú- legt má þó telja hversu stofnunin hafði á að skipa, góðum og vel- menntuðum hjúkrunarkonum, höfðu þær sótt framhaldsnám er- lendis, en á þeim árum var ekki um annað að ræða í þeim efnum. Jafn- réttisbaráttan, þar með kvennabar- áttan, hafði ekki náð sama sessi og nú, og hjúkrunarkonur, sem var og er kvennastétt, áttu því oft örð- ugt uppdráttar, en þær sóttu fast að vera sjálfstæð stétt, sem hlustað væri á. Margrét var hæglát kona, henni lá lágt rómur, flutti mál sitt á fal- legri íslensku, rökföst og málefna- leg. Enda naut starfsemin virðingar og trausts og þróaðist jafnt og þétt. Hún var skilningsríkur og góður yfirmaður, sem gott var að leita til. Margrét var svarthærð, hafði ljósan litarhátt og skipti vel litum. Hún sór sig mjög í ætt sína, hina kunnu Laxamýrarætt, bæði hvað varðar útlit og andlegt atgervi. Hæfileika sína til ritaðs máls átti hún því ekki langt að sækja, enda skáldið góða Jóhann Sigur- jónsson föðurbróðir hennar. Fyrstu árin eftir að Margrét hætti störfum vann hún við heimahjúkrun í ígripum, þar til hún endanlega lét af störfum árið 1973 hafði þá starf- að við hjúkrun nær hálfa öld. Þar með var hún í sambandi við sinn gamla vinnustað, síðar kom hún jafnan, þegar menn gerðu sér daga- mun á stöðinni, t.d. á hinn árlega jóla- og nýársfagnað. Eftir því sem árin liðu og heilsan gaf sig, urðu þær heimsóknir færri og sambandið rofnaði, smátt og smátt. Nú sakna menn þess að hafa ekki ræktað það betur. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar á þeim rúmlega 40 árum, sem Heilsuvemdarstöð Reykjajvík- ur hefur starfað, en hún fagnar 40 ára vígsluafmæli 2. mars nk. Fyrstu starfsmennirnir hverfa af sjónar- sviðinu einn af öðrum, fyrir rúmum mánuði lést Svanlaug Daníelsdóttir, sem starfaði á HR allan sinn starfs- aldur, og bar það sérstæða starfs- heiti - skrifari. Var það tímanna tákn, þegar flest var handskrifað og handfært. Svanlaug var sam- starfsmaður Margrétar allan þann tíma, sem báðar störfuðu, var það allt með miklum ágætum, þótt ger- ólíkar væru að flestu, nánast öllu leyti. Svanlaug opinská, skrafhreif- in, fljóthuga, sagði sínar sérstæðu og skemmtilegu skoðanir hispurs- laust. Margrét hógvær, fór sér hægt og ígrundaði málin áður en hún kvaddi sér hljóðs. Sameiginlegt var þeim þó, að báðar vom þær skemmtilegar gáfukonur. Margrét naut þeirra forréttinda að fá að læra það sem hugur hennar stóð til, en Svanlaugu gafst þess ekki kostur. Nú á 40 ára afmæli Heilsuvernd- arstöðvarinnar stendur stofnunin á tímamótum. Aðstæður eru aðrar, hugmyndir breytast og málin þróast samkvæmt því. Hlutverk stofnunar- innar hefur því breyst, og verið er að móta stefnu um framtíðarhlut- verk hennar. Það hefði verið gaman að heyra skoðanir og hugmyndir frumheij- anna í því efni. En eitt er Ijóst að hvað sem verður þá mótuðu þeir starfið og framtíðin hvílir á því, þar átti Margrét stóran hlut. Að leiðarlokum eru henni færðar þakkir fyrir langt og giftudijúgt starf í þágu hjúkrunar og þá sér- staklega heilsuverndar á Islandi. Það hvíldi á góðri menntun, áhuga og ekki síður hugsjón og mannkær- leika, en allt þetta átti Margrét í ríkum mæli. Samúðarkveðjur eru sendar ætt- ingjum Margrétar. Blessuð sé minning Margrétar Jóhannesdóttur hjúkrúnarkonu. Bergljót Líndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.