Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR1997 15 ERLEMT Gömul og óvenjuleg venja í fjalllendi Albaníu Eiðsvamar jómfrúr í hlutverki karla LULE Ivanaj er eiðsvarin jómfrú og því er litið á hana sem eina af körlunum. Sjálf segist hún verða karlmaður það sem eftir er. Finnland Rehn hvetur til NATO-aðildar Helsinki. Morgunblaðið. Jómfrúrnar metn- ar á 12 uxaen aðrar konur á sex Norðurhluta Albaníu. The Daily Telegraph. í FJALLLENDI norðurhluta Alb- aníu, þar sem karlar ráða enn lög- um og lofum, hafa konur, sem vilja komast til vegs og virðingar, um aldir gripið til þess ráðs að sveija skírlífísheit. Verða þær „eiðsvarnar jómfrúr" og ganga þar með inn í hóp karla, njóta sömu réttinda og hafa sömu skyldur og þeir. Jómfrúrnar ganga með stutt hár, í buxum og drekka rótsterkt heimabruggað brandí með körlun- um á krám sem konur sækja ann- ars ekki. í héraðinu, sem er eitt hið einangraðasta á öllum Balkan- skaga, ræður ættarveldið ríkjum. Karlmaðurinn er höfuð ættarinnar og sá sem öllu ræður en jómfrúrn- ar njóta einnig mikillar virðingar. Þær koma hins vegar fram við aðrar konur líkt og karlar, sem lægra settar. 111 nauðsyn Ævagömul lög, svokölluð Lek, segja fyrir um stöðu jómfrúnna. Lögin voru sett á 15. öld en ekki færð í letur fyrr en fyrir 80 árum. Samkvæmt þeim njóta jómfrúrnar sömu stöðu og karlar og líf þeirra er metið til jafns á við líf karla, 12 uxa virði. Hins vegar er líf kvenna að jafnaði metið á 6 uxa. Ástæða þess að konur fóru að sveija skírlífisheit, voru aðstæður í hinu hijóstruga héraði, þar sem stríð og ættarátök og geysileg fátækt hafa einkennt lífsbarátt- una. Fjölmörg dæmi voru um að allir karlmenn í fjölskyldum létu lífið í átökum og þá komu eiðs- vörnu jómfrúrnar til skjalanna. Þær gerðust höfuð fjölskyldn- anna, sömdu fyrir hönd hennar, unnu erfiðisvinnu sem karlar unnu að jafnaði en þær máttu ekki giftast og ekki eignast börn. Annað sem rak ungar konur til þess að sveija skírlífisheit, var óttinn við að missa eignir fjöl- skyldunnar. Félli karlmaður, höfuð fjölskyldunnar, frá, runnu eigur hans og fjölskyldunnar til nánasta karlkyns ættingja. Væri jómfrú höfuð íjölskyldunnar, hélt fjöl- skyldan eigum sínum. „Virðum hana eins og væri hún karlmaður" Og fleira kom til. í upphafi ald- arinnar háðu íbúar héraðsins stríð við Tyrki og síðar Serba og Svart- fellinga, sem bjuggu hinum megin landamæranna í Svartfjallalandi. Jómfrúrnar sinntu þá starfi karla og skyldum á meðan þeir börðust fjarri heimahögum. Ein þessara kvenna er Drane Popaj. Hún átti tvær systur og einn bróður og var ekki nema tólf ára þegar hún ákvað að verða eiðsvarin jómfrú. Hún er nú orðin gömul kona, veit reyndar ekki upp á hár hversu gömul. „Þetta var á þeim tíma sem við áttum í stríði við Serba. Ég ákvað að styðja bróður minn en staða fjölskyldu með aðeins einn son var ákaflega viðkvæm." Frænka hennar, File, minnist þess er Drane var ung kona, gekk í síðbuxum, með höfuðklút og fylgdi frænku sinni til kirkju, þar sem ekki var til siðs að konur færu þangað einar. „Við brúðkaup [þar sem karlar og konur sitja hvor í sínu herberg- inu] sat hún með körlunum og þegar hún söng hélt hún fingri í öðru eyra eins og karlar gera. Það er aga hennar og dómgreind að þakka að fjölskyldan er orðin eins stór og vel stæð og hún er nú.“ Lule Ivanaj, 42 ára, er einnig eiðsvarin jómfrú. Þegar hún var fímmtán ára bað móðir hennar hana að gerast höfuð fjölskyldunn- ar þar sem bróðir hennar var ekki talinn nógu heilsuhraustur til að sjá fyrir foreldrum og tíu systrum. Lule er jafningi karlanna í þorpinu Velipoje. „Hún hegðar sér eins og karlmaður, reykir og drekkur eins og karl og við virðum hana eins og væri hún karlmaður,“ sagði einn karlanna á þorpskránni og félagar hans kinka kolli til sam- þykkis. Erfitt líf Þegar kommúnistar voru við völd ók Lule dráttarvél en nú er hún í lausamennsku við logsuðu. Fyrirmynd Lule er vígadrottning- in Nora af Kelmendi, sem var uppi á 17. öld. Sagan segir að Tyrkir hafi rænt henni og þeir hafi ætlað að neyða hana til að giftast leiðtoga þeirra. Hún drap hann, flýði til fjalla og stýrði heimamönnum í baráttunni gegn Tyrkjum. Lule segir söguna af Noru og fleirum hafa ýtt undir ákvörðun sína og að hún sjái ekki eftir henni. „Ég verð karlmaður það sem eftir er. En ég mæli ekki með þessu við frænkur mínar. Þetta er erfitt líf.“ ELISABETH Rehn, mannréttinda- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í ríkjum gömlu Júgóslavíu og fyrrverandi for- setaefni í Finnlandi, tók á fimmtudag af skarið varðandi aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Segir hún að þessar þjóðir þurfi að stefna að því að verða með- al þeirra ríkja sem verði fyrir valinu þegar NATO verður stækkað. Ríkisstjómir Finnlands og Svíþjóð- ar hafa hingað til vísað á bug öllum hugmyndum um aðild að bandalag- inu. I Finnlandi hafa þó allnokkrir stjórnmálamenn, stjórnmálafræðing- ar og hermálasérfræðingar óskað þess að umræður hefjist um málið. Anneli Taina varnarmálaráðherra og Ole Norrback Evrópumálaráðherra eru meðal þeirra sem lýst hafa þess- ari skoðun. Martti Ahtisaari Finn- landsforseti, sem fer með stjórn ör- yggis- og utanríkismála, hefur hins vegar ekki tekið undir orð þeirra. Rehn gegnir engu opinberu emb- ætti í heimalandi sínu, en hefur ver- ið nefnd sem hugsanlegt forsetaefni í kosningunum árið 2000. Sveitasöngvarar, línudansarar oe aðrir aðdáendur sveitatónlistar: Vegna frábærra undirtekta verður sveitasöngvaballið endurtekið föstudaginn 14. febrúar í Súlnasai, Hótel Sögu og frá kl. 21.00 leikur hljómsveitin Farmalls fyrir kröftugum sveitadansi. Snörurnar, þær Guðrún Gunnarsdóttir, Eva Asrún Albertsdóttir og Ema Þórarinsdóttir þeysa fram á sviðið og taka nokkur sinna frábæru laga. Jóhann og Sigurður £rá Danssmiðju Hermanns Ragnars verða með danssýningu og sýna m.a. línudansinn, uppáhaldsdans landsmanna. Allir nýjustu sveitasöngvarnir verða í diskótekinu. Amerískur kvöldverður: Stórsteik að hætti sveitasöngvara. Verð: 1990 kr. (matur og dansleikur). Húsið opnar kl. 19.00 fyrir matargesti. Borðapantanir í síma 552 9900. Verð á dansleik: 1000 kr. Raggi Bjarna og Stefán Jökulsson spila og leika við hvern sinn fmgur á Mímisbar r| -þín saga (V SP* \ Þreytt(ur) á gömlu þungu bílskúrshurðinni? SP* Nú er rétti tíminn til að panta nýja, létta, einangraða stálhurð frá Raynor Raynor bílskúrshurðaopnarar VERKVER Smiðjuvegi 4b, Kópavogi 567 6620 ali& i ver&i oru brautir og þéltilislar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.