Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Njósnað um dóm- ara á Italíu NJÓSNAÐ var um mörg hund- ruð ítalska dómara, sem þóttu hallir til vinstri, á tímum kalda stríðsins, að sögn blaðsins La Stampa. í fyrrahaust fundust í innanríkisráðuneytinu skjöl um 323 dómara sem njósnað var um á sjötta og sjöunda áratugnum. Þar á meðal voru Luciano Violante, núverandi forseti neðri deildar ítalska þingsins, og Gerardo D’Am- brosio, sem stjórnaði rannsókn á spillingu í stjórnkerfinu. „Þetta eru engin tíðindi, það hefðu verið meiri fréttir hefði ekki verið njósnað um mig,“ sagði D’Ambrosio í gær. Opin- ber rannsókn hefur verið fyrir- skipuð á njósnunum. Heilsu Jeltsíns miðar hægt BORÍS Jeltsín Rússlandsfor- seti er að ná sér hægt og bít- andi af lungnábólgu en blaða- fulltrúi hans sagði í gær, að nokkur bið yrði á að hann sneri aftur til starfa. Læknar sögðu fyrir mánuði, að Jeltsín þyrfti a.m.k. sex vikur til að jafna sig. Endurbæta Hubble GEIMFERJUNNI Discovery var skotið á loft í gærmorgun en leiðangurinn er farinn til viðhalds og endurbóta á geimsjónauk- anum Hubble. „Eft- ir tvær vikur verður skil- virkasti sjón- auki veraldar enn betri,“ sagði leið- angursstjórinn í upphafi farar. Gert er ráð fyrir stefnumóti við Hubble á morgun og verð- ur hann tekinn um borð í Discovery þar sem skipt verður um hluta búnaðar hans og tækja. í því skyni þarf áhöfnin að fara í fjórar sex stunda geimgöngur. Alusuisse gefur í sjóð HANS Jucker, forstjóri Alu- suisse-Lonza fyrirtækisins sagði í gær, að fyrirtækið myndi leggja „ríkulega" til fé í minningarsjóð um helför nas- ista gegn gyðingum í seinna stríðinu. Sagði hann mikilvægt að eyða spennu sem skapast hefði vegna vafasams hlut- verks svissneskra yfírvalda við að koma stríðsgóssi nasista í verð. Hvatti hann stjórnvöld til að leggja fé í sjóðinn, sem þrír bankar hafa haft forgöngu um að stofna. Samið í Lima í mars? ALBERTO Fujimori forseti Perú sagði könnunarviðræður við Tupac Amaru-liða, sem halda 72 gíslum í japanska sendiráðinu í Lima, benda til þess að formlegar viðræður við skæruliðana geti hafist í mars nk. Múslimar ráðast á Kínverja í norðvesturhluta Kína Útgöngxi- og ferða- bann í borg múslima Peking. Reuter. KÍNVERSK stjórnvöld lokuðu í gær borginni Yining í Xinjiang-héraði í norð-vesturhluta Kína, en til óeirða kom þar í síðustu viku og létu að minnsta kosti tíu manns lífíð. Meiri- hluti íbúa borgarinnar eru múslimar af Uighur-ættbálkinum, sem krefjast sjálfstæðis en einn leiðtoga þeirra segir ástæðu uppþotanna að þessu sinni vera aftökur á þrjátíu múslim- um á föstudag. Yining er skammt frá landamær- um Kína að Kazakhstan og er út- göngubann í borginni auk þess sem járnbrautarstöðvum og flugvelli hef- ur verið lokað. Bera yfirvöld því við að aðgerðir þessar séu til að tryggja almannaheill en ekki er vitað ná- kvæmlega hversu margir hafa látið lífið í uppþotunum í síðustu viku. Flestir hinna látnu eru aðfluttir Kín- vetjar. Réðust hópar urígra múslima á Kínveijana, auk þess sem töluverð- ar eignaskemmdir hafa orðið. Mest mannfallið varð þegar um 1.000 múslimar af Uighur-ættbálki fóru í mótmælagöngu um götur Yinging í síðustu viku. Kínversk stjómvöld segja að rekja megi upp- haf uppþotanna til þess að múslimi sem grunaður var um glæp, streittist gegn handtöku. Leiðtogi Uighur- mannanna, sem er í útlegð í Kasak- hstan, segir Kínveija hafa tekið þijá- tíu múslima af lífí á föstudag og að það hafí verið ástæða uppþotanna. Sveitir hers og lögreglu voru kall- aðar til að stilla til friðar. Kínverskir íbúar borgarinnar, sem rætt var við í síma kváðust ekki ótt- ast um líf sitt, þar sem lögreglan gætti þess að ekki kæmi til uppþota að nýju. Hafa kínversk yfirvöld reynt að gera lítið úr atburðum síðustu daga, segja að þá megi rekja til „fjandsamlegra útlendra afla“. Kín- verskur embættismaður í Kasak- hstan sagði uppþotin ekki koma á óvart, enda svæðið byggt fólki af ýmsum þjóðarbrotum, auk Uighur- manna búa þar Kazakhar og Kirgis- ar og Kínveijar af Han-ættbálki. Djúpstætt hatur á kínverskum yfírvöldum og flutningum Kínveija til héraðsins iiggja að baki óeirðunum en múslimamir tala mál af tyrknesk- um stofni og var Xinjiang-hérað sjálfstætt þar til Kínverjar innlimuðu það í byltingunni árið 1949 er komm- únistar komust til valda. Reuter Korzhakov á þing Moskvu. Reuter. ALEKSANDER Korzhakov hers- höfðingi tekur sæti á bekk stjórnar- andstæðinga í rússneska þinginu eft- ir sigur í aukakosningum í Túla, suður af Moskvu, á mánudag. Úrslit- in eru túlkuð sem áfall fyrir Ana- tolíj Tsjúbais, skrifstofustjóra Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, og Víktor Tsjernomýrdín forsætisráðherra sem unnu gegn kjöri Korzhakovs. Korzhakov er fyrrverandi yfírmað- ur lífvarðar Jeltsíns forseta en var settur af í júní í fyrra eftir hörð átök við Jeltsín, Tsjúbais og Tsjernomýrd- ín. Hann fékk aðeins 26% atkvæða í kosningunum en hlýtur engu að síður þingsætið þar sem hin 74% atkvæðanna dreifðust á níu fram- bjóðendur. í þriðja sæti varð skák- meistarinn Anatolí Karpov með 9%. Brottrækir hirðingjar ÍSRAELSKIR lögreglumenn brutu í gær niður búðir 11 palest- ínskra hirðingjafjölskyldna og fluttu þær nauðugar á brott. Var það gert til að unnt væri að stækka eina af nýbyggðum gyð- inga á Vesturbakkanum. Að minnsta kosti tveir menn slös- uðust og var annar 13 ára gam- all drengur. Bretar verða ekki með í vegabréfasamstarfi Segja enga brezka ríkisstjórn samþykkja afnám vegabréfaeftirlits Brussel. Reuter. MICHEL Patijn, Evrópumálaráð- herra Hollands, sem nú situr í for- sæti ráðherraráðs Evrópusam- bandsins, segist ekki gera ráð fyr- ir að nein brezk ríkisstjórn fallist á að afnema landamæraeftirlit með borgurum anríarra ESB-ríkja. Bretland muni því ekki taka þátt í Schengen-samstarfinu, hvorki utan né innan ESB. Patijn sagði á blaðamannafundi að það væri „pólitísk staðreynd" að hvorki núverandi ríkisstjórn í Bretlandi né hugsanleg stjórn Verkamannaflokksins myndi EVRÓPAA breyta um afstöðu varðandi landa- mæraeftirlit. Þess vegna þyrfti að beita reglum „sveigjanlegrar samrunaþróunar" og gera ríkjum ESB kleift að mynda samfellt vegabréfssvæði án þátttöku Bret- lands og Irlands, en það eru einu ESB-ríkin sem ekki hafa skrifað undir Schengen-samninginn. Holland lagði á mánudag til að Schengen-samningurinn yrði felldur inn í stofnsáttmala ESB í formi bókunar og að íslandi og Noregi yrði tryggt sæti á ráðherr- aráðsfundum sambandsins er ráð- ið ræddi mál, sem vörðuðu vega- bréfssamstarfið. Patijn sagði að ekkert mælti á móti því að Bretland og írland tækju þátt í lögreglusamstarfí ESB-ríkja þótt þau afléttu ekki landamæraeftirliti. Lá við heimsstyrj- öld 1954? Helsinki. Morgunblaðið. BANDARÍSK njósnaflugvél, sem var að taka loftmyndir af Kólaskaga, lenti í loftorrustu við Rússa í maí | 1954. Fór orrustan fram í sovéskri i og fínnskri lofthelgi. Sovéskum orr- ustuþotum tókst að elta Bandaríkja- manninn uppi í fínnskri lofthelgi en njósnaflugvélin náði að snúa aftur til bækistöðvanna á Bretlandi. Samkvæmt leyndarskjölum finnska utanríkisráðuneytisins, sem nú hafa verið gerð opinber, var mál- ið þaggað niður til þess að forðast frekari árekstra. Þar kemur fram að j Curtis LeMay hershöfðingi hafí skip- i að sveitum sínum að halda í þess háttar njósnaflug til þess að ögra I Sovétmönnum og valda þannig þriðju heimsstyrjöldinni. Þetta hafi verið gert í trássi við fyrirmæli Dwight D. Eisenhower Bandaríkjaforseta. Gögnin, sem skýra frá loftorr- ustunni, hafa verið varðveitt hjá fínnsku utanríkisráðuneytinu en voru þau mjög leynileg á sínum tíma. I finnska sjónvarpinu sagði Johannes | Virolainen fyrrum ráðherra að hann . hafí verið einn fjögurra ráðherra sem ► fengu vitneskju um málið. Formlega j neituðu fínnsk stjónrvöld að orrustan hafí átt sér stað. LeMay skipulagði að sprengjum skyldi varpað úr lítilli hæð á Tókýó og aðrar borgir í Japan til að kveikja mikil bál 1945. Eldsprengjuherferð- inni var ætlað að knýja Japana til uppgjafar áður en bandamenn gerðu innrás í Japan í lok árs. Arið 1957 k var hann gerður að yfirmanni flug- ' hersins. LeMay var fyrirmynd Stan- leys Kubricks að geðtrufluðum hers- ^ höfðingja í kvikmyndinni Dr. Strangelove, sem lýsir því þegar kjarnorkustyrjöld skellur á. -------♦—» ♦------ Opnagrafir áSvalbarða t KANADÍSKUR prófessor hefur ^ fengið leyfí norskra stjórnvalda til að opna sjö grafir á Svalbarða. Vonast hann til þess að það verði til þess að honum takist að greina vírusinn sem olli spænsku veikinni en sjömenningarnir létust allir úr henni árið 1920. Ekki hefur tekist að greina vírus- L inn en talið er mögulegt að hann finnist enn í líkum fólksins sem var p grafið á Svalbarða, að því er segir k í Aftenposten Strangar reglur eru settar um uppgröftinn. Ekki má fjarlægja lík- in úr gröfunum, heldur aðeins taka sýni. Þá verður að framkvæma verkið síðla hausts og ganga verður frá gröfunum svo að ekki sjáist að hróflað hafí verið við þeim. ■ === i Skipasmíða- | stöð endur- greiði ríkis- styrki FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins hefur gert dönsku , skipasmíðastöðinni Odense Staal- ^ skibsværft A/S að endurgreiða með P vöxtum um eina milljón danskra króna, um 11 milljónir ísl. kr., sem fyrirtækið fékk í formi ríkisstyrkja. Þeir voru veittir vegna smíði fímm skipa sem samið var um árið 1992. Niðurstaða Framkvæmdastjórn- arinnar byggir á rannsókn sem gerð var á fjármögnun í dönskum skipa- : iðnaði á árunum 1987-1993. Hafa j 58 samningar verið rannsakaðir og ■ var niðurstaðan sú að 53 þeirra stæð- ú ust þær reglur sem þá giltu um há- p mark opinbers stuðnings, 9%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.