Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ _____________AÐSENPAR GREIIMAR_ Áfangakerfi, skólaskipulag framtíðar? FYRIR um 5 árum ákváðu Svíar að end- urskoða framhalds- skólamenntun sína. Áhugavert er að kynnast þeim breyt- ingum er endurskoð- unin leiddi af sér. Ekki síst er það áhugavert þar sem nú stendur yfír umtals- verð endurskoðun á framhaldsskóla- menntun á íslandi. Úrelt skólaskipulag Svíar settu sér það markmið með endur- skoðuninnni að sníða menntunina betur að þörfum ung- menna, atvinnulífs og samfélags- ins. Eldri námsskrá og skólagerð var ekki lengur talin henta samfé- lagi þar sem miklar og stöðugar breytingar verða á atvinnulífi, tækni og samfélagsháttum. Sveigjanleiki í sænska framhalds- skólakerfinu var orðinn of lítill. í framhaldsskólum landsins var reyndar að fínna um 500 náms- leiðir af ýmsum gerðum er endur- skoðunin hófst. Ætla mætti að svo margar námsleiðir gæfu nemend- um mikla valmöguleika. Reyndin var önnur. Námsleiðir voru lokað- ar og ósveigjanlegar, svigrúm fyr- ir val nemenda var lítið og mikil sundurgerð ríkjandi í skipulagi einstakra námsgreina. Skipti nemandi um námsleið táknaði það yfírleitt að hann varð að hefja nám sitt frá grunni að nýju. Almennar námsgreinar voru frá byijun náms skipulagðar út frá sérhæfíngu ein- stakra námsleiða sem gaf litla möguleika á samnýtingu í kennslu. Kerfíð þótti orðið þunglamalegt, óhent- ugt og lokað. Það þjónaði ekki þörfum nemenda og síbreyti- legum aðstæðum at- vinnulífsins. Breyttar forsendur Þeir sem lögðu nýj- ar línur í sænskri framhaldsskóla- menntun gengu út frá að í námi sínu yrðu ungmenni að fá meiri almenna menntun, meiri færni á breiðara sviði en var í hinu í eldra kerfí, sem byggðist á sérhæfíngu snemma á námstím- anum. Ungmenni samtímans munu mörg breyta um störf nokkrum sinnum á komandi starf- sævi. Almenn og breið undirstöðu- þekking verður þeirra veganesti til að takast á við þær breyting- ar, nýja samfélagshætti og tækni. Alla sérhæfingu verður að byggja á breiðum, almennum grunni. Við mótun hins nýja skóla er gengið út frá eftirfarandi forsendum: Krafa um almenna menntun Krafan um aukna almenna menntun nær til allra, störf sem ekki krefjast nokkurrar þekkingar eða sérhæfíngar eru varla lengur til. Til að aðlagast stöðugum breyt- ingum í atvinnulífinu þurfa menn betri menntun. Góð almenn menntun, segir Þórir Ólafsson, eykur möguleika manna á að auðga daglegt líf sitt. Samfélagshættir breytast ört og krefjast stöðugt meiri þekking- ar af þegnunum. Möguleikar einstaklinganna til að hafa áhrif á samfélgsþróunina eru að verulegu leyti komnir und- ir góðri almennri menntun þeirra. Góð almenn menntun eykur möguleika manna á að auðga daglegt líf sitt. Hún eflir hæfni þeirra til að njóta lista, náttúru- gæða og eiga samskipti við fólk sem talar önnur tungumál og býr við ólíkar aðstæður. Almenn menntun er grunnur þess að menn geti hindrunarlaust stundað endurmenntun og lært svo lengi þeir lifa. Sveigjanleiki Svíar vilja að hinn nýi fram- haldsskóli þeirra verði sveigjan- legur. Skóli þar sem fljótlegt er að þróa ný viðfangsefni í námi og fella út önnur eftir þörfum samfélagsins og óskum nemenda þar sem staðbundin sérkenni fá að njóta sín í skólastarfinu, þar sem unnt er að þróa nýjar náms- leiðir eftir þörfum atvinnulífs, samfélags og nemenda. Skóli þar sem nemendum gefst kostur á að ráða nokkru um samsetningu námsins, geta tengt nám á ólíkum sviðum eða sérhæft sig meira í einni grein en annarri. Nemendur eiga að getá valið sér nám, haft áhrif á samsetningu þess og borið aukna ábygð á því. Breytingarnar hafa að aðal- markmiði að auka metnað og gæði menntunarinnar í sænskum framhaldsskólum. Sérstök áhersla er lögð á að auka metnað og gæði í starfsmenntun, ekki síst almenna hluta hennar. Má að nokkru bera það saman við áherslur Sambands iðnmenntaskóla á íslandi fyrir bættri almennri menntun í sam- svarandi námi. Nám á starfs- menntabrautum í Svíþjóð var lengt til samræmis við bóklega námið og er nú allt framhalds- skólanám þar skipulagt sem þriggja ára nám. I stað hinna fjölmörgu, sundur- leitu og lokuðu námsleiða í fram- haldsskólunum sænsku voru skipulagðar 16 aðalnámsleiðir, sem greinast svo meira að loknu fyrsta námsári eftir vali nemenda. Skipulagður var nýr námskjarni sem allir nemendur verða að taka hvort heldur þeir stefna á fræði- legt eða verklegt nám. í kjaman- um eru sænska, enska, stærð- fræði, samfélagsfræði, trúar- bragðafræði, náttúmfræði, íþrótt- ir og heilsufræði og fagur- fræði/listir. Með sameiginlegum kjarna fyrir alla er undirstrikað gildi hins breiða almenna náms sem fjallað var um hér að framan. Áfangakerfi Til að greiða fyrir breytingum í anda nýrra markmiða tóku Svíar _ Þórir Ólafsson upp áfangakerfí í framhaldsskól- um sínum. Námsefni var skipt upp í áfanga með ákveðnu innihaídi og lýsingu á þeirri fæmi og þekk- ingu, sem nemandinn á að hafa tileinkað sér, að námi í áfanganum loknu. Svíar sjá áfangakerfið fyrir sér sem það skólaskipulag, er muni henta best til að laga fram- haldsmenntunina að þörfum og áhuga nemenda svo og kröfum samfélags og atvinnulífs. Sam- hliða áfangakefinu var innleitt nýtt einkunnakerfí sem byggist á fjóram umsögnum um hæfni nem- enda, staðið með ágætum, vel staðið, staðið og ófullnægjandi. Einkunnakerfið sænska er þannig svipað því kerfi sem var notað í íslensku áfangaskólunum þar til menntamálráðuneytið lagði það af fyrir um 10 ámm og innleiddi einkunnir byggðar á prósentum í staðinn. Áfangakerfíð í sænskum fram- haldsskólum er á bernskuskeiði sínu. íslendingar hafa um 20 ára forskot á Svía í að skipuleggja nám í áfangakerfi. Þó sænska áfangakerfið sé ennþá langt frá því að vera jafn afgerandi í skóla- starfínu og tíðkast í íslenskum áfangaskólum er ljóst að Svíar ætla að innleiða það í enn ríkari mæli í framhaldsskólum sínum á næstu áram. Þeir binda vonir við að áfangakerfíð verði á vissan hátt lykillinn að því að skapa sveigjanlegan framhaldsskóla, þann skóla sem muni best mæta menntunarþörf framtíðarinnar. Vaxandi áhuga á áfangakerfi í framhaldsskólum má reyndar fínna í fleiri Evrópulöndum um þessar mundir. Með hliðsjón af ofansögðu verður áhugavert að sjá hvaða sess áfangakerfið mun skipa að lokinni þeirri endurskoð- un sem nú á sér stað á framhalds- menntun á Islandi. Höfundur er skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Er í ársleyfi. Meðal annarra orða Hvernig skóli? Vandi íslenskra skólanemenda er miklu flóknarí en svo, að hann verði leystur þótt betri árangur næðist í raun- greinum frá því sem nú er. Njörður P. Njarðvík seg- ir það blasa við fyrst af öllu, að fjölga til muna kennslu- stundum í íslenskum skólum. OKKUR íslendingum hættir til þess að einfalda fyrir okkur flókin mál, og þá ein- blínum við á einhveija eina lausn sem á að leysa allan vanda. Átti ekki loðdýrarækt að bjarga landbúnaði á sínum tíma? Og er ekki sú hin sama lausn nú fundin í ferða- þjónustu? Gallinn er hins vegar sá, að við slíka „lausn“ hleypur hver á eftir öðram og alltof margir sinna því sama. Því er hætt við að of margir bændur fjárfesti nú í ferðaþjónustu, og fyrir bragðið geti allir skaðast. Svipuðu máli fínnst mér gegna í skóla- málum. Eftir að í ljós kom við fjölþjóðlega könnun, að íslenskir nemendur standa sig illa í raungreinum, stærðfræði og eðlis- fræði, í samanburði við jafnaldra í öðram löndum, þá er engu líkara en að bættur árangur í þessum tveimur greinum leysi vanda íslenska skólakerfísins. En því fer fjarri, því miður. Því það er ekki aðeins í raungreinum, sem staðan er slæm. Það hefur komið fram skýrt og greinilega. Vandi íslenskra skólanemenda er miklu flóknari en svo, að hann verði leystur þótt betri árangur næðist í raungreinum frá því sem nú er. Viðhorf til menntunar Vandi íslenska skólakerfísins og þar með íslenskra ungmenna endurspeglar að mínu viti almenn viðhorf í íslensku þjóðfélagi. Rót vandans er í raun sú, að menntun er lítils metin, bæði hjá stjórnvöldum og al- menningi. Og sú staðreynd hefur blátt áfram geigvænlegar afleiðingar, sem munu segja illilega til sín í framtíðinni. Þar sem menntun er lítils metin er ekki við því að búast að miklu fé sé varið til skólamála og enn síður að það hafí forgang umfram aðra málaflokka. Skóli sem fær naumt skammtað rekstrarfé, á ekki auðvelt með að veita fjölbreytilega og vandaða mennt- un. Það segir sig sjálft. Okkur er sagt að við búum við góðæri. En það er sannast að segja einkennilegt „góðæri" sem lýsir sér í skertum fjárveitingum til menntunar. Þar sem menntun er lítils metin búa kenn- arar við smánarkjör. Með því er verið að segja að störf kennara séu til lítils gagns fyrir þjóðina og framtíð hennar. Það hefur nýlega komið fram, að iðnaðarmenn hjá íslenska álfélaginu í Straumsvík hafa tals- vert hærri laun en prófessorar við Háskóla íslands. Slík launastefna er ekki til þess fallin að laða dugmikið fólk til kennslu- starfa. Og varla ætlast stjómvöld til þess að fólk sem þau meta lítils í launum veiti íslenskum ungmennum vandaða kennslu. Það er ekki rökrétt hugsun. Þar sem menntun er lítils metin er varla við því að búast að ungt fólk leggi mikið á sig til að mennta sig. Það veit að mennt- un skilar sér yfirleitt illa í launum. Það er mjög smitað af peningahyggju samtímans, sem sést kannski best á því hve margir nemendur í framhaldsskólum vinna með skólanum. Og er þó ærið starf að stunda nám til góðs árangurs. Því ætti að vera ljóst, að vilji menn bæta menntun íslensku þjóðarinnar verður fyrst að breyta viðhorfí til menntunar. Fleiri kennslustundir Ef til þess kæmi, að stjórnvöld breyttu afstöðu sinni til menntunar og öðluðust skilning á gildi hennar fyrir framtíð þjóðar- innar (sem ég reyndar efast um), þá dugir ekki að mínu viti að reyna að lappa upp á einstaka þætti skólastarfsins. Það þarf að endurskipuleggja íslenska menntunarkerfíð frá gmnni. Það varð til við aðstæður sem eru gerólíkar þeim sem við búum við nú, raunar við allt annars konar þjóðfélag og allt annars konar hugsunarhátt. Það kemur fram í yfírliti sem birtist hér í blaðinu 14. janúar sl., að 1994/95 fá Is- lensk böm 6-7 ára næstfæstar og 9 ára böm fæstar kennslustundir meðal 14 þjóða í Evrópu. Og það sem kemur enn frekar á óvart, er að íslensk börn fá minnsta kennslu í móðurmáli, ef Lúxemborg er frátalin. Þannig fá dönsk börn meira en tvöfalda kennslu í móðurmáli en íslensk. Og það á sama tíma og öllum er ljóst að þekkingu íslenskra barna á móðurmáli fer hrakandi. Það kom einnig fram í könnun á frammi- stöðu í samræmdum prófum. „Grannfæm- in“ fræga, sem fræðimenn í skólamálum kölluðu svo, sjálfum sér til háðungar. Það blasir því við fyrst af öllu, að fjölga þarf til muna kennslustundum í íslenskum skólum. Markmið menntunar Þá þarf einnig að endurskoða grundvall- arstefnu í menntunarmálum og þá um leið markmið menntunar. Nemendur era ekki aðeins að búa sig undir störf. Þeir era að búa sig undir líf. Þeir eru að búa sig und- ir að verða foreldrar og uppalendur nýrra kynslóða, að verða þátttakendur í þjóðlífí og mótendur framtíðar þjóðarinnar. Við vitum öll, að til þjóðarlasta okkar íslend- inga teljast agaleysi, tillitsleysi, skeytingar- leysi, ábyrgðarleysi og skortur á samkennd og siðferðiskennd, og heimtufrekja, sú frekja að vilja helst fá allt fyrir sem minnst og helst ekkert. Þessir þættir skipa ekki minna mála en kunnátta í stærðfræði og eðlisfræði. Því tel ég, að allt frá fyrsta skólaári þurfi að kenna íslenskum börnum heimspeki og siðfræði og leggja mikla rækt við að þjálfa skapandi hugsun óg tján- ingu hennar. Það á með öðram orðum ekki aðeins að leggja áherslu á færni, jafnnauð- synleg og hún er, heldur bæta úr van- rækslu íslenska menntakerfisins við að inn- ræta með nemendum skilning á andlegum verðmætum, kenna þeim að leggja rækt við innri veruleika sinn, sem síðar mun birtast í nýju viðhorfi til breytni. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.