Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ; __________________VIÐSKIPTI______ I Hagmiður Alusuisse/Lonza 8% meiri ífvrra en Ziirich. Morgunblaðið. ÁGÓÐl'ál-, efna- og umbúðafyrir- tækisins Alusuisse-Lonza (A-L) var 8% meiri 1996 en árið 1995, eða 417 milljón sv. frankar (yfir 20 milljarðar ísl. kr.). Rekstur álsviðs gekk álíka vel og árið áður þrátt fyrir um 15% lægra verð á hrááli. Framleiðsla fyrirtækisins hefur færst mun nær mörkuðunum og frá hráefnaviðskiptum á undanförnum árum. Reksturinn er þess vegna ekki lengur kominn undir verði á hráefnamörkuðum eins og áður var. A-L keypti tvö ný fyrirtæki á síðasta ári, Wheaton Inc. í Banda- ríkjunum og Celltech Biologics Ltd. Lawson Mardon, umbúðasvið A-L, tók forystu í lyfjaumbúðum í heim- inum með kaupunum á Wheaton Inc. og Celltech Biologics breikkar framleiðslu Lonza, efnasviðs A-L. Sergio Marchionne, fjármála- stjóri A-L, tekur við embætti fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins í apríl þegar Theodor M. Tschopp fram- kvæmdastjóri verður stjórnarfor- maður. Tschopp sagði í ræðu sinni á blaðamannafundi fyrirtækisins í Zúrich í gær að stjórnendur fyrir- tækisins hefðu byggt upp „blandað fyrirtæki" á undanförnum árum á meðan önnur fyrirtæki hefðu sér- hæft sig í auknum mæli. Hann sagði að það kæmi í ljós seinna á þessu ári hvort Marchionne fylgir áfram þessari stefnu þegar hann birtir nýja framtíðaráætlun fyrirtækisins. Stækkun álversins í Straumsvík kostar A-L 250 milljón franka, um 1995 12,5 milljarða ísl. kr., og er mesta fjárfesting fyrirtækisins á álsviði um þessar mundir. Kurt Wolfens- berger, framkvæmdastjóri álsviðs, sagði að framkvæmdirnar gengu framar vonum, þær væru á undan áætlun og ódýrari en reiknað var með. Hann sagðist vona að Alu- suisse yrði áfram hluti af A-L í framtíðinni en benti á að það skipti ekki höfuðmáli hverjir eigendurnir væru svo framarlega sem álfyrir- tækin væru vel rekin. Mikil viðskipti á Verðbréfaþingi í gær Hlutabréfa vísital- an yfir2.400 stíg MIKIL og fjörug viðskipti voru á Verðbréfaþingi í gær og varð veltan samtals um 1,5 milljarðar króna, sem er með stærstu viðskiptadögum á þinginu frá upphafi. Það voru einkum langtímaverðbréf og hluta- bréf sem mikil viðskipti voru með og hefur ávöxtunarkrafa 20 ára spariskírteina hækkað frá því á föstudag, þegar krafan lækkaði um 20 punkta. Ávöxtunarkrafa hús- bréfa hækkaði hins vegar um 7 punkta og vantar nú aðeins 7 punkta upp á að krafan verði sú sama og á föstudaginn var. Hluta- bréfavísitalan hækkaði um 0,64% og er 2.404, en þetta er í fyrsta skipti sem vísitalan kemst yfir 2.400 stig. Þessi miklu viðskipti nú koma í framhaldi af nær tveggja milljarða viðskiptum á föstudaginn var, sem er metdagur í viðskiptum á þinginu til þessa. Eins Qg þá voru það 20 ára spariskírteinin sem báru uppi viðskiptin. Samtals seldust tæplega Spariskírteini ríkissjóðs, 1.fl. D1995, 20ára Breytingar á ávöxtun H.febrúar 1997 400 milljónir króna að markaðsvirði í þessum verðbréfum. Ávöxtunar- krafan var breytileg í viðskiptum dagsins og fór allt upp í 5,18%, en í lok dags hafði hún einungis hækk- að um einn punkt frá deginum áður og var 5,10%. Ávöxtunarkrafan er þá 16 punktum lægri en hún var í lok viðskipta á fimmtudag og 41 punkti lægri, en hún var upp úr miðjum janúar þegar 20 ára spari- skírteinin byijuðu að lækka. Ávöxtunarkrafan á húsbréfum flokki 96/2 hækkaði hins vegar um 7 punkta í 5,60%. Þessi ávöxtun lækkaði um 22 punkta á föstudag- inn í 5,45%, en hefur í viðskiptum á mánudag og í gær hækkað jafnt og örugglega. Spennir ríkissjóður upp vextina? Á verðbréfamarkaði heyrðust þær raddir að menn væru að inn- leysa gengishagnað með því að selja langtímabréfin, þar sem ýmsir góð- ir fjárfestingarkostir væru í boði. í því sambandi var nefnt að ríkissjóð- ur spennti upp vextina með þeim skiptikjörum sem eru í boði eftir síðasta útboð eða 5,69% á spariskír- teinum til 8 ára og 5 punktum hærri á spariskírteinum til fimm ára, en þessi skírteini hafa verið í boði til þessa. Seinnipartinn í gær barst síðan tilkynning frá-Lánasýsl- unni um að. ríkissjóður hefði að mestu fjármagnað innlausn sem skiptikjaraútboðið í janúar átti að standa undir að verðmæti um 6,1 milljarður. Sölu sé því lokið nema til þeirra aðila sem eigi spariskír- teini í flokkum sem eru á inniausn og geti þeir skipt þeim yfir í ný spariskírteini fram til 14. febrúar. Vísitala neysluverðs í teb. 1997 (178,5 0 Matvörur (16,4%) 01 Kjöt og kjötvönir (3,7%) 02 Fiskur og fiskvörur (1,0%) 05 Grænmeti, ávextir, ber (2,4%) 06 Kartöflur og vömr úr þeim (0.5%) 1 Drykkjarvörur og tóbak (4,3%) 2 Föt og skófatnaður (5,7%) 21 Fatnaður (4,1 %) 3 Flúsnæði, rafmagn og hiti (17,8%) 31 Húsnæði (14,9%) 4 Húsgögn og heimilisbúnaður (6,7%) 41 Húsgögn, gólfteppi o.fl. (2,3%) 5 Heilsuvernd (3,0%) 6 Ferðir og flutningar (20,1 %) 61 Eigin flutningatæki (18,0%) 7 Tómstundaiðkun og menntun (11,9%) 8 Aðrai vörur og þjónusta (14,1%) 83 Veitingahúsa- og hótelþjónusta (3,6%) Maí 1988 = 100 9,2% I ffl' fflffl! |+0,1% -0,5% □ -1.1% I I +2,4 I 0,0% -0,1% D Breyting °1%I fráfyrri +°,3%0 mín,,s; -0,3% □ m3nL,ðl n 10/(1 Tölurísvigum -U, i /O U vjsa (II vægjS -0,5% □ einstakra liða. | 0,0% 1 +0,2% 0 +0,2% |1 +0,2% I 0,0% VISITALA NEYSLUVERÐS (100,0%) 1+0,1% Verðhjöðnun síð- ustu þijá mánuði VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í febrúarbyrjun 1997 reynd- ist vera 178,5 stig (maí 1988 = 100) og hækkaði um 0,1% frá janúar 1997. Vísitala neysluverðs án hús- næðis í febrúar reyndist vera 182,5 stig og hækkaði um 0,1% frá janúar. Grænmeti og ávextir hækkuðu um 2,4%, sem hækkaði vísitölu neyslu- verðs um 0,06%. Hækkun á bensíni um 1,1% olli 0,05% hækkun. Kartöflur og vörur úr þeim lækk- uðu um 9,2% sem lækkaði neyslu- verðsvísitöluna um 0,05%. Lækkun á kostnaði vegna húsnæðis um 0,3% hafði í för með sér 0,05% vísitölu- lækkun. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 1,9% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 1,7%. Undanfama þijá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,1%, sem jafngildir 0,2% verðhjöðn- un á ári. Sambærileg þriggja mánaða breyting á vísitölu neysluverðs án húsnæðis svarar til 0,2% verðhjöðn- unar á ári. Vísitala neysluverðs í febrúar 1997, sem er 178,5 stig, gildir til verðtryggingar í mars 1997. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 3.524 stig fyrir mars 1997. Verðbólgan í ríkjum Evrópusam- bandsins var 2,2% að meðaltali. Verðbólgan á íslandi á sama tíma- bili var 2,1% og í helstu viðskipta- löndum íslendinga 2,1%. Lög um hlutafélög Samræmd við tilskip- anirESB VIÐSKIPTARÁÐHERRA hefur kynnt í ríkisstjórn frumvörp til ' lagabreytinga á lögum um hlutafé- lög og einkahlutafélög. Um er að ræða minniháttar breytingar á löggjöfinni vegna athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA um að löggjöfin sé ekki í fullu samræmi við ákveðnar tilskipanir Evrópu- sambandsins. Sem dæmi um breytingar má nefna að þeir sem tilkynna breyt- ingar á samþykktum hlutafélags eða einkahlutafélags geta ekki lengur látið nægja að senda ein- göngu þá grein sem breytt er held- ur þurfa þeir að senda samþykkt- imar í heilu lagi með breytingun- um innfelldum. Annað dæmi um breytingar er að samkvæmt núverandi lögum er hlutafélagi bannað að veita lán til kaupa á hlutafé í félaginu sjálfu. Þessu er nú breytt þannig að félag getur lánað starfsmönn- um í þessum tilgangi með vissum skilyrðum. Fjörunesið selt til Húsavíkur SJÓFERÐIR Arnars Sigurðssonar á Húsavík hafa keypt Fjörunesið, áður Fagranesið, og er ætlunin að nota bátinn fyrir hvalaskoð- unarferðir frá Húsavík. Að sögn Arnars Sigurðssonar hef- ur hann fengið Fjörunesið afhent en gengið var frá kaupunum í síð- ustu viku. Báturinn verður gerður upp og breytt og er stefnt að því að verkinu verði lokið um mánaða- mótin apríl-maí. „Nýi báturinn kemur til með að nýtast vel fyrir stóra hópa sem áhuga hafa á hvalaskoðunarferðum á Skjálf- anda en hingað til hef ég verið með einn bát, Sæfara, í hvalaskoð- unarferðum frá Húsavík.“ Rúmar 100 farþega Arnar segir að Fjörunesið rúmi um hundrað farþega og sé einn stærsti hvalaskoðunarbáturinn sem gerður er út á íslandi. „í bátnum er 50 manna veislusalur og ég geri ráð fyrir að markaðs- setja hann meðal annars út á veis- lusalinn," segir Amar. _ * Bent Scheving Thorsteinsson seldi hlutabréf í Islandsbanka fyrir 80 milljónir í gær Vill dreifa fjárfestingunum betur Spilakassa- fyrirtæki kaupir tölvuforrit ÍSLENSKIR söfnunarkassar hafa samið við bandaríska fyrirtækið VLC um kaup og uppsetningu á bókhalds- forriti fyrir fyrirtækið. Islenskir söfn- unarkassar er fyrirtæki í eigu Rauða kross íslands, Landsbjargar, Slysa- vamafélags íslands og SÁÁ, og rek- ur peningaspilakassa á íslandi. Magnús Snæbjömsson, fram- kvæmdastjóri íslenskra söfnunar- kassa, segir að kerfið verði líklega sett upp um mitt ár. Um er að ræða bókhaldsforrit og segir Magnús lík- legt að nýr vélbúnaður verði keyptur hérlendis. BENT Schev- ing Thorsteins- son hefur selt bróðurpartinn af hlutabréfum sínum í íslands- banka hf. Sam- kvæmt heimild- um Morgun- blaðsins gekk hann í gær frá sölu á bréfum fyrir um 35 mil(jónir króna að nafnvirði á genginu 2,30. And- virði sölunnar nemur því rúm- um SO milljónum króna. Bent, sem starfaði áður sem fjármálastjóri hjá Rafmagn- sveitum ríkisins, hefur frá stofnun íslandsbanka hf. árið 1990 átt rúmt prósent í bankan- um og oft haft sig nokkuð í frammi á aðalfundum félagsins. Var hann t.d. í fremstu röð þeirra hluthafa sem risu upp á aðalfundi bankans fyrir nokkr- um árum og gagnrýndu stjórn- ina harðlega fyrir taprekstur. Heilbrigð skynsemi Bent staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði selt „stóran hlut“ í íslands- banka. Hann sagði að ástæðan fyrir sölunni væri sú að hann væri að hagræða fjárfestingum sínum eins og það héti á fínu máli. „Ég vil taka það skýrt fram að ég tel íslandsbanka ekki vera slæman fjárfestingar- kost, þvert á móti. Ég seldi ein- ungis 2/a af bréfum mínum í bankanum þannig að ég held eftir dágóðum hluta. Ég hef ætíð leitast við að dreifa áhætt- unni og hafa ekki öll eggin í sömu körfu. Það vildi hins veg- ar svo til að ég átti hlut í flest- um þeirra banka, sem var steypt saman í íslandsbanka fyrir nokkrum árum. Ég var fyrir löngu búinn að ákveða að dreifa þessum fjárfestingum betur og ákvað nú að grípa tækifærið þegar gott tækifæri bauðst. Þetta er því aðeins heilbrigð skynsemi og í sölunni felst engin „krítík“ á stjóm íslandsbanka." Fjárfestir í bréfum og sjóðum Bent segist aðspurður ætla að nota söluandvirðið til að fjár- festa í öðrum hlutabréfum, inn- lendum og erlendum. „Ætli maður fjárfesti ekki í tveimur sjóðum hér heima, Hlutabréfa- sjóðnum og Auðlind og ef til vill eitthvað í sjóðum í Lúxem- borg. Nú, svo fjárfesti ég líklega eitthvað blandað í hinum og þessum hlutafélögum hér innan lands, segir Bent.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.