Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 11 FRETTIR Könnun á notkun öryggisbúnaðar fyrir börn í bílum 32% leikskólabarna ekki í öryggisbeltum í bílum TÆPUR þriðjungur íslenskra bama á leikskólaaldri er laus í fjöiskyldubíln- um, ef marka má könnun sem gerð var nýlega á vegum Umferðarráðs, Slysavamafélags Islands og verkefn- isins „Betri borg fyrir böm“. Könnun- in náði til 1.095 bama á leikskóla- aldri og fór fram í 30 sveitarfélögum víða um land dagana 27.-28. janúar sl. Slysavamadeildir á hverjum stað sáu um framkvæmd könnunarinnar. Sé miðað við sambærilega könnun sem gerð var í mars á síðasta ári kemur í ljós að ívið fleiri börn leika lausum hala nú en þá. í könnuninni 1996 voru 28% barnanna laus í bílum og 72% voru spennt í barnabílstólum eða á bílpúða eins og lög gera ráð fyrir. Nú eru 32% barnanna laus og 68% föst. Einnig voru 230 nemendur í 4. og 8. bekk í sjö grunnskólum spurðir um bílbeltanotkun. Af þeim Umdeild innkeyrsla á lóð við Barónsstíg leyfð Skilyrði að sögufrægt hús verði varðveitt BORGARRÁÐ hefur gefið sam- þykki sitt fyrir nýrri innkeyrslu að lóðinni Barónsstíg 2-4 til bráða- birgða þar til endurskoðað deili- skipulag liggur fyrir. Á fundi borg- arstjórnar á fimmtudaginn fögn- uðu borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins að loks hefði fengist nið- urstaða í málinu sem væri í sam- ræmi við tillögur þeirra í skipulags- nefnd en gagnrýndu jafnframt harðlega að málið skuli hafa velkst um í borgarkerfinu í þrjá mánuði. Fulltrúar Reykjavíkurlistans í borgarráði bókuðu á fundi þess á þriðjudaginn að lengi hefði legið ljóst fyrir að frá umferðartækni- legu sjónarmiði væri engin góð lausn til á aðkomu að lóðinni. Til að mynda væri ekki hægt að styðj- ast við staðfest deiliskipulag þar sem rífa þyrfti Barónsfjós vegna aðkomu samkvæmt því frá Baróns- stíg. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði í borgarstjórn á fimmtudag að henni þætti mikil- vægast að með þessari lausn væri tryggt, með samkomulagi borg- aryfírvalda og lóðareigenda, að hið sögufræga Barónsfjós yrði varð- veitt á staðnum og hvers konar breytingar utan húss verði gerðar í samráði við Árbæjarsafn. í samþykkt borgarráðs segir að ef tvístefna verði sett á Hverfis- götu fyrir almenna umferð verði aðeins leyfð hægri beygja út og inn á lóðina. Tsurumi BJARGVÆTTURINN VATNSSUGA/GÓLFDÆLA Þar sem þurrka þarf upp vatn eða hættervið flóðum. Sýgur upp vatn niður í 1-2 mm vatnsborð! Sterk og öflug, hefur sannað ágæti sitt víða um land. kváðust 179 börn nota bílbelti að staðaldri en 51 barn aldrei. Áróður sem sífellt þarf að hamra á í fréttatilkynningu frá aðstand- endum könnunarinnar kemur fram að þeir líta það mjög alvarlegum augum að á fjórða hundrað barna á leikskólaaldri og fimmtíu og eitt barn á grunnskólaaldri séu laus sem farþegar í bílum og skora á foreldra og forráðamenn að leggja sitt af mörkum til að bæta þetta ástand. Fjóla Guðjónsdóttir, verkefnis- stjóri „Betri borgar fyrir börn“, telur niðurstöður könnunarinnar miður góðar fréttir. Aðspurð hvort forvarn- ir á þessu sviði hafi ekki borið tilætl- aðan árangur segir hún meginniður- stöðuna vera þá að þetta sé áróður sem sífellt þurfi að hamra á. Einnig virðist sem fólk geri sér almennt ekki grein fyrir því að bílbeltið eitt sé ekki nægilegt. „Annaðhvort þurfa börnin að vera í bílstól sem hentar þeim eða á bílpúða í belti.“ Fjóla leggur áherslu á að ábyrgð- in sé fyrst og fremst foreldranna. „Við getum ekki ætlast til þess að börnin sjái um þetta sjálf, til þess hafa þau hvorki vit né getu. Þetta er eitthvað sem við foreldrarnir verð- um að ganga úr skugga um að sé í lagi, því það er réttur barnanna að vera spennt og örugg í bílnum,“ segir hún. Mismunur á notkun Mikill mismunur var á notkun barnabflstóla og bílbelta eftir byggð- arlögum. Ástandið var best á ísafirði, þar sem 88% leikskólabama var í barnabílstól eða með bílbelti. Hlutfallið var svipað í Reykjavík og á Akureyri en í ýmsum fámennari sveitarfélögum var ástandið hins vegar slæmt. Þannig voru einungis 20% barna, sem voru á ferð á Rauf- arhöfn þegar könnunin var gerð, með viðeigandi öryggisbúnað og 30% á Hellissandi. Discovery Diesel LAND- < *ROvm FÆR í FLESTAN SNJO - á vel búnum Discovery Discovery Díesel frá Land Rover er jeppinn sem gerir ökumönnum kleift að taka vetri og ófærð fagnandi. Discovery var mest seldi jeppi í Evrópu á síðasta ári og móttökur íslenskrajeppamanna hafa einnig verið fádæma góðar. Discovery 5 dyra er 113 eða 122 hestafla bíll með forþjöppu og millikæli sem fæst 5 gíra beinskiptur og með 4 þrepa sjálfskiptingu. Sítengt aldrif gerir Discovery stöðugan í hálku, heilar hásingar og gormaljöðrun að framan og aftan tryggja styrkleika og mýkt bílsins sem auk seiglunnar nýtast sérlega vel í snjó og ófærð. Discovery er ríkulega búinn aukabúnaði; rafmagn í rúðum og speglum, fjarstýrðar samlæsingar með öflugri þjófavörn, vökva- og veltistýri, útvarp og segulband með 4 hátölurum og tvískipt miðstöð fyrir ökumann og farþega og vandað tauáklæði á sætum. Skoðaðu Discovery í sýningarsal okkar að Suðurlandsbraut 14 og fáðu nánari upplýsingar hjá sölumönnum okkar. r k KUVCK SUDURLANDSBRAUT 14 . SÍMI SBS 1200 . BEINN SiMI SttLUDEILDAR SB3 8S3E

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.