Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Magnaður meðeigandi KVIKMYNDIR Háskólabíó MEÐEIGANDINN „The Associate" ★ ★ Leikstjóri: Donald Petrie. Aðalhlut- verk: Whoopi Goldberg, Diane Wi- est, Eli Wallace. 1996. GAMANMYNDIRNAR úr bandaríska viðskiptalífinu segja gjarnan frá einhverjum sem vinnur sig upp í áliti og feitar stöður fyr- ir sakir gáfna sinna og hæfileika en þurfa að hafa svolítið meira fyrir því en aðrir að vera metnir að verðleikum. Ameríski draumur- inn er sífellt að endurtaka sig. Þannig gamanmynd er Meðeigand- inn eða „The Associate" með Who- opi Goldberg. Hún leikur einstakan fjármálasnilling sem segir upp hjá ráðgjafafyrirtæki á Wall Street þegar hæfíleikalaus og undirförull samstarfsmaður hennar sleikir sig upp í yfirmannastöðuna er henni var ætluð. Hún stofnar sitt eigið ráðgjafafyrirtæki en kvenréttinda- hreyfíngamar hafa aldrei komist upp með neitt múður á Wall Street og henni sem konu verður ekkert ágengt. Svo hún býr til samstarfs- mann, virðulegan eldri karlmann, sem verður frægasti fjármálamað- ur sögunnar á stuttum tíma og í þokkabót furðulega líkur Marlon Brando. Myndin er mestmegnis sárasak- laust gaman og nýtir gamanleik- hæfileika Whoopi Goldbergs til góðra verka. En hún hefur líka alvarlegri undirtón fyrir þá sem ekki em bara komnir til að hlæja, um stöðu konunnar í einkaklúbb- um karlasamfélagsins í íjármála- heimi New York borgar. Hún á sér ekki viðreisnar von nema búa til karlmann sem hún vinnur með og jafnvel þótt hann sé ekki til fær hann allan heiðurinn af hennar starfí. Svo hún verður að koma honum fyrir kattarnef en það reyn- ist ekki auðvelt. Höfundar myndarinnar geta vel hafa fengið hugmyndina úr „Being There“; menn eru svo tilbúnir að trúa góðum fréttum að það skiptir þá engu hvaðan þær koma og sam- starfsmaðurinn, sem Goldberg býr til, verður að e.k. Messíasi fjár- málaheimsins. Gamansemin snýst um það umrót sem verður í lífi Goldberg þegar hún hættir að ráða við svikamyllu sína og hún er ágæt í hlutverkinu; fær meira að segja að gera það sem Eddie Murphy gerir venjulega eða leika hvítan karlmann. Eii gamli Wallace er trúgjarn peningamaður og Diane Wiest úrræðagóður einkaritari. Meðeigandinn er ágætis dægra- stytting með boðskap um stöðu konunnar á Wall Street en stefnir ekki á neina raunverulega dýpt og skilur því lítið eftir sig. Arnaldur Indriðason Morgunblaðið/Ámi Sæberg HELGI Hjaltalín Eyjólfsson myndlistarmaður við fingraför vinstri handar í verkinu „Ég“ í SÚM - sal. Litblindur málari Úr öskunni í eldinn á samsýningu KVIKMYNDIR BíöhöIIin ÆRSLADRAUGAR(THE FRIGHTENERS) ★ ★ Vi Leikstjóri Peter Jackson. Handrits- höfundar Peter Jackson, Frances Walsh. K vikmyndatökustj óri John Blick, Alun Bollinger. Tónlist Danny Elfman. Aðalleikendur Michael J. Fox, Trini Alvarado, Peter Dobson, John Astin, Dee Wallace-Stone, R. Lee Ermey. 105 mín. Bandarísk. Universal 1996. SKILGREININGIN „svört hryll- ingsgamanmynd" á hvað best við Ærsladrauga. Framleidd af Robert Zemeckis, sem átti eina slíka - Death Becomes Her, fyrir fáeinum árum. Þessum nýja grínhrolli leik- stýrir Peter Jackson og gerir margt vel. Frank (Michael J. Fox) er skyggn einkaspæjari sem leitar hjálpar afturganga er múgmorð eiga sér stað í smábænum hans. Þar er að verki fjöldamorðingi sem virðist ekki hvíla í sinni öskustó á náttborði kærustunnar, en hann var grillaður í rafmagnsstólnum á sínum tíma. Nýtur Frank einnig aðstoðar læknisins Lucy í baráttu sinni við hin yfirnáttúrulegu og jarðbundnu öfl - sem einkum sam- samast í hálfóðum alríkislögreglu- manni. Þá kemur til sögunnar dul- arfulla „húsið á hæðinni", með sín- um enn undarlegri íbúum. Óneitanlega brokkgeng mynd en oftast ágætasta skemmtun. Brellumar em óaðfinnanlegar, en ekki lengur framlegar, það gerir kannski gæfumuninn. Við höfum séð þetta áður. Handritshöfundun- um er ekkert heilagt þegar aftur- göngubrandarar era annars vegar, eins gott fyrir þá að rúnta ekki um Vestfjarðakjálkann í vetrarfrí- inu. Söguþráðurinn á fína spretti þar sem Michael J. Fox á sinn lang- besta leik allt frá Aftur til framtíð- ar -myndunum , sem voru einmitt gerðar af Zemeckis. Hann hefur munað eftir þessari fýrram stjörnu sinni, sem loksins lítur út fyrir að vera komin á þrítugsaldurinn. Samstarfíð skilar sér vel. Trini Alvarado glæðir einnig persónu læknisins talsverðu lífi og Peter Dobson er spaugilegur sem vitgrannur - og síðar meir dauður og vitgrannur - maður hennar. Dee Wallace Stone hefur þroskast á þann veg að með ólík- indum má teljast að hún eigi aft- urkvæmt í sitt frægasta hlutverk - í E.T., barnamyndinni góðu. Hinsvegar stormar af henni með axarkjaggið á lofti í myrkum rangölum.. . Það vantar aðeins herslumuninn að úr verði fyrsta flokks skemmtun en Ærsladraugar detta niður á köflum, eins kennir endurtekninga sem draga á langinn oftast spenn- andi efnisþráð. Tónlist Danny Elf- mans er hinsvegar til mikilla bóta. Sæbjörn Valdimarsson „ÉG VILDI Ieyfa sýningunni að vera munaðarlaus, skilja hana eftir og leyfa henni að spjara sig sjálfri. En það er víst ekki hægt, maður verður að sitja yfir henni,“ segir Helgi Hjaltalín Eyj- ólfsson myndlistarmaður sem tekur sér orð ónefnds kollega síns í munn og segir yfirsetuna líkasta því að silja í gömlu bað- vatni. Verk Helga eru til sýnis i SÚM — sal og á palli Nýlistasafnsins við Vatnsstíg, en þó eru áhöld um eftir hvern verkin eru þegar þau eru skoðuð því nafn hans kemur hvergi fram og verkin eru eignuð alnafna kúbverskrar bylt- ingarhelju, litblindum listmálara og fleira fólki. Helmingur sýn- ingarinnar er sem sagt unninn í gegnum persónur sem Helgi skáldaði upp eða ákvað að eigna verkin og hann segir í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að hann vinni í raun eins og skáldið sem lætur persónur í sögu vinna fyrir sig. Ég og mannieg þekking Sýningin er mjög fjölbreytt og unninn í marga miðla. Á palli eru jafnt málverk, ljósmyndir og höggmyndir, rétt eins og um samsýningu sé að ræða, og uppi eru verk sem líkjast grafikþrykkjum á glerplötum, baðvigt, hæðarmælir og bækur. „Ég vildi að umhverfið hér uppi yrði pínulítið sjúkrahúslegt," segir Helgi þegar blaðamaður gengur með honum um sýninguna. „Hér í SÚM-sal er ég að velta mannlegri þekkingu fyrir mér og hvernig við mælum hana út og fíngraf örin, sem er þetta litla skilur okkur að og tengir okkur i leiðinni, eru hér til beggja handa.“ Hann hefur kosið að hafa engar skýringar uppi við né titla. Verkin í salnum bera þó yfírskriftina Ég og sá sem kemur upp sér titilinn, að hans sögn, segir hann með sjálfum sér og þá er hann um leið búinn að samsamast sýningunni, orðinn hluti af henni. „Hann verður sá Ég sem sýningin á við.“ Á palli er sálin í verkinu að sögn listamannsins, sálin í sýningunni. Samsýning ímyndaðra vina hans. Hann bendir á þessu til útskýringar að öll séum við í raun margar persónur enda tileinkum við okkur hluti frá mörgum ólíkum samferðamönnum á lífsleiðinni. Eitt verkið er litskyggna af málverki eftir Hans Höfer sem áhorfandinn sér í gegnum op á sérsmiðuðum blikkkassa, verk sem heitir málverk 400X400 cm. „Þarna gerði ég málverk og tók mynd af því og myndin er ofan í þessum (jósakassa. Síðan get ég fullyrt í textanum með verkinu að málverkið sé 400X400 cm. Ég hef unnið töluvert mikið með þetta áður, það er að búa til sýningar, setja þær upp, taka myndir af verkunum og selja í bækling og sýna svo bara bæklinginn. Ég vil að gestir á sýningunni sjái listamennina fyrir sér og fari jafnvel að ímynda sér hvernig lífi þeir lifi og hvernig önnur verk þeirra líta út.“ Blaðamaður tekur undir þetta og segist til dæmis gjarnan vilja sjá fleiri verk eftir litblinda máiarann sem á eina málverkið á sýningunni en sjálfsagt er það ekki hægt nema með því að búa það tii sjálfur, í huganum. T IIMNRÖMMUN ú SERTILBOÐ Álrammar: 18x24 cm 300 kr. 20x25 cm 400 kr. 24x30 cm 650 kr. 30x40 cm 750 kr. 40x50 cm 980 kr. 50x70 cm 1.980skr. i SERTILBOÐ Plaggöt: 40x60 cm 400 kr. 56x71 cm 500 kr. 60x90 cm 600 kr. Á SERTILBOÐ Trérammar: 13x18 cm 300 kr. 18x24 cm 350 kr. Á Innrammaðir speglar á sértilboði RAMMA INNRÖMMUN MIÐSTOÐIN SIGTUNI 10 - SIMI 511 1616 15% afsláttur af öllum vörum og innrömmun T S A L A 6.-15 febrúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.