Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 17 ERLENT Reuter Samba á kjötkveðjuhátíð Kviðdóm í máli O.J. Simpson greindi aðeins á um miskabætur Vildu ekki að Simpson hagnaðist á morðunum Santa Monica. Reuter. Reuter FJÖLSKYLDA Nicole, fyrrverandi eiginkonu Simpsons, sem hann hefur verið dæmdur fyrir að hafa myrt, hélt blaðamanna- fund er kviðdómur hafði dæmt fjölskyldunni um S75 milljónir ísl. kr. í miskabætur. Á myndinni eru Louis, faðir Nicole, systur hennar, Dominique og Tanya, og móðir þeirra Juditha. HIN heimskunna kjötkveðju- hátíð Brasilíubúa stendur nú yfir í Ríó de Janeiro. í fjóra sólarhringa dansa tugir þús- unda skrautklæddra borg- arbúa og gesta þeirra um göt- ur borgarinnar og er ekkert FJÖLMIÐLAR í Evrópu vöruðu í gær við vaxandi kynþáttahatri i Frakklandi eftir að Þjóðfylking Jean- Marie Le Pens bar sigur úr býtum í Vitrolles, fjórðu borginni í suður- hluta landsins. í flestum dagblöðum sagði, að sigur Þjóðfylkingarinnar, sem vill reka þrjár milljónir innflytjenda úr landi, væri hættumerki, sem Frakk- ar yrðu að horfast í augu við. Sögðu ítölsku blöðin, að stóru flokkarnir gætu sjálfum sér um kennt þar sem þeir hefðu ekki svarað kynþátta- stefnu Le Pens á sannfærandi hátt. „Öfgafullir hægrimenn hafa fundið mjög fengsæl mið í fátækrahverf- unum þar sem mest er um atvinnu- leysi og glæpi og innflytjendur fjöl- mennastir,“ sagði La Repubblica. Þjóðfylkingin „eðlilegur“ kostur Breska dagblaðið The Times sagði það áhyggjuefni, að Þjóðfylkingin virtist vera að ná því takmarki sínu að öðlast virðingu í augum margra kjósenda, sem teldu hana eðlilegan til sparað til að gera búninga og skrautsýningarnar sem glæsilegastar. Þessi stúlka var í hópi sem dansaði sömbu á götum úti en í honum voru nemendur sömbuskóla, sem sýndu listir sínar. kost í kosningum. Væri það sama uppi á teningnum í Austurríki varð- andi Frelsisflokk Jörg Haiders. Þýska blaðið Frankfurter Allge- meine Zeitung sagði framhaldið fara mikið eftir því hvernig leiðtogar hægriflokkanna í Frakklandi brygð- ust við uppgangi Þjóðfylkingarinnar. Sumir þeirra vilja ekkert af henni vita en aðrir, til dæmis, Charles Pasqua, fyrrverandi innanríkisráð- herra, vill, að hægrimenn tileinki sér vinsælustu stefnumál Le Pens. Ánægja í Vlaams Blok „Frakkland fyrir Frakkland" hróp- uðu stuðningsmenn Catherine Megr- et, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, þegar þeir fögnuðu sigri hennar í Vitrolles og flæmskir þjóðernissinnar voru einnig mjög ánægðir. „Það, sem er unnt í Vitrolles, Toulon, Marignane og Organe, er líka hægt í Antwerpen, Brussel og öðrum flæmskum borgum,“ sagði Filip Dewinter, frammámaður í Vla- ams Blok, flokki flæmskra þjóðern- issinna. KVIÐDÓMENDUR í einkamáli á hendur O.J. Simpson, sem var á mánudag dæmdur til að greiða 25 milljónir dala, um 1,75 milljarðar ísl. kr., í miskabætur, voru allir sann- færðir um að hann hefði orðið eigin- konu sinni fyrrverandi og vini henn- ar að bana árið 1994. Það eina sem þá greindi lítillega á um, var upphæð miskabótanna til aðstandenda hinna látnu. „Við komumst að þeirri niður- stöðu að Simpson ætti ekki að hagn- ast á morðunum," sagði formaður kviðdómsins og kona sem í kvið- dómnum sat, sagði það hafa verið eina léttustu ákvörðunum sem hún hefði tekið, að sakfella Simpson. Kviðdómendurnir tólf héldu blaða- mannafund á mánudag, þegar fyrir lá niðurstaða í seinni hluta einka- máls á hendur Simpson. Þeir höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að Simpsorj væri sekur um morðin á eiginkonu sinni.'Nicole, og vini henn- ar, Ron Goldman. Sex konur og sex karlar sátu í kviðdóminum, flest hvít. Ein svört kona var í kviðdómi sem varamaður og kvaðst hún ósammála öðrum kviðdómendum um sekt Simpsons. Sagðist hún telja að vafi léki á sekt hans, líklega hefði lögreglan komið sönnunargögnum fyrir og að hinn raunverulegi morðingi léki að öllum líkindum enn lausum hala. Sagðist konan telja að litarhaft Simpson hefði skipt höfuðmáli en aðrir kvið- dómendur þvertóku fyrir það. Samanlögð gögn sannfærðu kviðdóminn Kviðdómendurnir tólf töldu Simp- son ekki hafa virst áreiðanlegt vitni, þegar hann sté í vitnastúku. Kona úr kviðdóminum sagði að hann hefði átt að ákveða hvað hann ætlaði að segja áður en hann bar vitni og karlmaður úr hópnum átti erftitt með að trúa því að Simpson myndi ekki hvernig hann hefði fengið ör, sem lögregla fullyrti að hann hefði fengið í átökum við Nicole og Ron Goldman. Sögðust kviðdómendur ekki telja að lögregla hefði komið sönnunar- gögnum fyrir og lögðu margir þeirra trúnað á niðurstöður DNA-rann- sóknar. Þá töldu þeir að títtnefndur blóðugur hanski sem fannst á morð- staðnum, hefði verið eign Simpsons. Ákvörðun sína hefðu þeir byggt á samanlögðum gögnum sem lögð voru fram gegn Simpson. Þegar kom að því að ákvarða uppbæð miskabótanna, sagðist kona úr hópi kviðdómenda hafa lagt til að þær yrðu 24 milljónir dala, 1 milljón fyrir hvert ár sem faðir Rons Goldmans ætti líklega eftir ólifað. Hún var lækkuð í 8,5 milljónir. Þeg- ar síðari upphæðin, 25 milljónir dala, var ákveðin, höfðu kviðdómendur það sama að leiðarljósi, líklega ætti hinn 49 ára gamli Simpson um aldar- fjórðung eftir ólifaðan og gæti aflað um einnar milljónar dala, um 70 milljóna ísl. kr. á hveiju ári. Dómari getur lækkað upphæðina O.J. Simpson var ekki viðstaddur seinni dómsuppkvaðninguna. Til hans sást á skyndibitastað á golf- velli þar sem ann fylgdist með upp- kvaðningunni á sjónvarpsskjá. Simp- son vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið en einn lögmanna hans, Leo Terrell, brást illa við, sagði nið- urstöðu kviðdóms ólöglega. Ekki mætti dæma menn til að greiða hærri bætur en þeir væru borgunar- menn fyrir. Dómarinn mun nú fara yfir niðurstöðu kviðdómsins og telji hann að upphæð miskabótanna of háa, getur hann lækkað hana. Bandaríkjamenn velta nú vöngum yfir því hversu mikið fé Simpson á og til hvaða bragðs hann muni taka. Miskabæturnar sem hann var dæmdur til að greiða, alls um 33,5 milljónir dala, um 2,345 miljarðar ísl. kr., eru einar hinar hæstu sem um getur í Bandaríkjunum. Því hef- ur verið lýst yfir að Simpson muni áfrýja dómnum. Geri hann það, verð- ur hann að leggja inn tryggingu, sem nemur einni og hálfri fyrri miska- bótaupphæðinni, um 12,5 milljónum dala, 875 milljónir ísl. kr. Sækjendur í máli Simpsons full- yrða að reikna megi með því að honum muni áskotnast milljónir dala á næstu árum, með því að leyfa notkun nafns síns á ýmsum vöruteg- undum og fleira í þeim dúr. Veijend- ur hans segja hann hins vegar skulda yfir 9,3 milljónir dala, um 650 millj- ónir ísl. kr. og sakfelling dómsins komi í veg fyrir að hann geti unnið fyrir sér. Lýsir Simpson sig gjaldþrota? Simpson getur lýst sig gjaldþrota en losnar þó ekki við að greiða skuld- ir sínar, áskotnist honum fé að nýju. Með slíkri yfirlýsingu dregur Simp- son hins vegar úr möguleikum að- standenda hinna látnu á að fá miska- bæturnar greiddar, þar sem aðrir þeir sem eiga fé inni hjá Simpson, t.d. lögmenn hans, eru á undan í röðinni. Simpson á um 4,1 milljónir dala, 287 milljónir ísl. kr., í lífeyrissjóði og getur enginn snert þá upphæð nema hann. Um leið og hann tekur út fé, geta lögmenn aðstandenda Nicole og Goldmans, gert kröfu á 25% upphæðarinnar, að því er segir í The Washington Post. Lýsi Simpson sig gjaldþrota, geta fjölskyldurnar endurnýjað kröfur sínar á hann á tíu ára fresti og haft út úr honum nánast hvern eyri. Sam- kvæmt lögum í Kaliforniu er Simp- son þó heimilt að eiga hús að verð- mæti um 5,25 milljón ísl. kr., halda 75% af tekjum sínum,, eiga bifreið að verðmæti 133.000 ísl. kr. og hús- gögn að verðmæti 175.000 fsl. kr. Sigur Þjóðfylkingar Le Pens í Vitrolles Fjölmiðlar vara við þróuninni París. Reuter. BÍLATORG FUNAHOFÐA 1 S. 587-7777 Ragnar Lövdal, lögg. bifreibasali Toyota Carina E 2000 GLi árg. ‘93, rauður, sjálfsk., ek. 63 þiís. kvi. Verð 1.380.000. Skipti. Suzuki Baleno 1300 GL árg. ‘96, blásans., álfelgur, upph. ek. 14 þtís. bu. Verð 1.050.000. Skipti. Opel Astra STW Artic árg. ‘96, 1400i álfelgur, upph., ek. 12 þiis. km. Verð i.390.000. Skipti. Mercedes Benz 230E árg. ‘90, ilökkblár, sjálfsk., álfelgur, sóllúga, ek. 148 þús. km. Verð 2.200.000. Skipti. Satum SE árg. ‘94, bvítur, sjálfsk., ek. 24 þús. bn. Verð 1.450.000. Skipti. Nissan Micra 1.3X árg. ‘96, rauður, 5 dyra, ek. 21 þtís. bn. Verð 960.000. Skipti. Arnþór Grétarsson, sölumabur UTVEGUM BILALAN - VISA- OG EURO-RAÐGREIÐSLUR Jecp Grand Cherokee Ltd. árg. ‘95, hvttur, einn með óllti. Skipti, ek. aðeins 17 þtís. km. Verð 3.890.000. BMW S20i Touring STW, svartur, árg. ‘96. Giillmoli. 16“ álfelgm; saml., rafm. i rtíðunt, viðarintlr., loftpáðar o.ýl., ck. 29 þtis. km. Vcrð 3.690.000. Skipti. Toyota Corolla Special Series árg. ‘94, rauðut; ek. 61 þús. bn. Verð 1.050.000. Skipti. VW Polo Fox árg. ‘95, blásans., álfclgui; 5 dyra, ek. 18 þús. bn. Verð 960.000. Nissan Patrol GR SLX 2800 dísel turbo árg. ‘95, hvítur, rafin. í ntðunt, saml., 32“ dekk, álfclgur, ek. 31 þtis.km. Verð 3.450.000. Skipti. Audi A 4 árg. ‘96, silfúr, sjálfsk., ABS loftpúðar, ek. 26 þús. bn. Verð 2.490.000. Skipti. v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.